Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.1985, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.1985, Blaðsíða 3
DV. FIMMTUDAGUR1. AGUST1985. 3 Hjá Loftleiðum í tíu ár Birkir er enginn nýgræðingur í flug- inu. Hann er flugvirki að mennt. Hóf hann störf fyrst hjá flugmálastjóminni í Keflavík, þá var hann smátíma hjá Flugfélagi Islands, og loks fór hann til Loftleiða árið 1961. Þar var hann til ársins 1971, er hann réðst til Cargolux, þegar það félag var stofnaö. Hann er umsvifamikill þotueigandi í Luxemburg, á 5 DC-8-62 þotur. Rekur fyrirtækið Loch Ness í Luxemburg, en það annast sölu og leigu á flugvélum. Hann er þekktur fyrir að hafa við- skiptasambönd víða umheim. Með sitt eigið fyrirtæki í 6 ár „Eg hef verið í þessum viðskiptum frá því ég hætti hjá Cargolux árið 1979,” sagði Birkir. Hann hefur aldrei átt eða rekið flugfélag. Hlutabréf ríkisins er til sölu á níföldu nafnvirði, eða 63 milljónirkróna. Nafn- verðið er 7 milljónir króna. Hlutur ríkisins í Flugleiðum er 20 prósent. Ekki er hægt að gera tilboð í bréfin, þau eru til sölu á þessu verði. Albert Guðmundsson fjármálaráð- herra hef ur sett það að skilyrði aö bréf- in verði seld í einum pakka; einn kaup- andi verði að bréfunum. Forstjóri Flugleiða, Sigurður Helgason, hefur sagt í viðtali við DV, að hann viti ekki um neinn aðila hérlendis sem sé tilbú- inn aðkaupabréfin. Hvar fær Birkir fjár- magn fyrir kaupunum? — Birkir Baidvinsson, nú eru 63 milljónir króna mikið fé, megum við spyrja hvar þú færð peninga fyrir kaupunum? Birkir Baldvinsson, 45 ára Sigl- firðingur, og umsvifamikill þotueig- andi í Luxemburg, hefur áhuga á að kaupa hlut ríkisins í Flugleiðum. Hann bíður nú eftir upplýsingum um fjár- hagsstöðu fyrirtækisins. Svo kann að fara að af kaupunum verði eftir helgi. „Jú, það er rétt, ég hef áhuga á að kaupa hlut ríkisins í Flugleiðum,” sagði Birkir í samtali viö DV í gær. „Eg hef áhuga á að komast inn í fyrir- tækið, og tel mig geta lagt þar ýmislegt Siglf irðingurinn f Luxemburg f ram á sjónarsviðið: Birkir vill kaupa hlut ríkisins í Flugleiðum —tekur ákvörðun eftir að haf a f engið nákvæmar upplýsingar um stöðu fyrirtækisins „Fjárhagslega er þetta ekki vanda- mál fyrir mig, heldur hvort bréfin séu peninganna virði. Það skiptir auðvit- að öllu máli. En fyrst þú spyrö hvar ég fái fjármagn, þá hef ég þegar oröiö mér úti um mikið f jármagn við kaup á þeim þotum sem ég hef key pt til þessa. Fyrirtæki mitt er stöndugt, þessi kaup yröu í rauninni framhald á mínum við- skiptum.” Birkir sagði að þaö sem mestu skipti í sambandi viö þessi kaup væri fram- tíðarhorfur Flugleiða, hvernig þær litu út. „Það skiptir miklu meira máli en hvemig fjárhagsstaðan er núna, eða hvernig hún hefur einhvem tímann verið.” Framtíðarhorfur Flugleiða? — En eru framtíðarhorfur flugfé- laga í áætlunarflugi ekki það slæmar að þaö sé lítið vit í að eiga í slikum flug- félögum? „Eg hef trú á að Flugleiðir séu félag á traustum grunni. Sjálfur tel ég mig líka geta lagt til málanna með minni þekkingu í þessum málum og haft þannig áhrif á gang mála í framtíð- inni.” Verði niðurstaðan sú aö Birkir kaupi hlutabréf ríkisins í Flugleiðum hyggst hann ekki flytja til Islands, heldur starfa áfram viö fyrirtæki sitt í Luxemburg. -JGH. 1 Birkir Baldvinsson, 45 ára Sigl- firðingur, og umsvifamikill þotueig- andi í Luxemburg. Kaupir hann hlut rikisins í Flugleiðum eftir helgi? DV-mynd Valgeir. gott til málanna með minni þekkingu í flugmálum.” Ákvörðun 2 til 3 dögum eftir að upplýsingar Fjárfestingarfél. berast Birkir sagðist hafa sett sig í sam- band við Fjárfestingarfélagið og beðið það um að láta sér í té ýmis gögn um fjárhagsstöðu fyrirtækisins. ,,Eg á von áþessumupplýsingumþáog' þegar.” — Hvað heldurðu að líði langur tími frá því þú færð upplýsingarnar og þar til þú tekur ákvörðun um kaupin? „Eg mun taka ákvörðun sem allra fyrst, ég held að það líði varia meira en 2 til 3 dagar frá því ég fæ þær upplýs- ingar sem ég þarf, þar til ég ákveö mig.” Örugg vemd Innstæða á Kjörbók er varin gegn árásum verðbólgunnar. Þú nýtur ávallt góðra kjara hvenær sem þú leggur inn. LANDSBANKINN Grœddur er geymdur eyrir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.