Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.1985, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.1985, Blaðsíða 32
FRETTASKOTIÐ (68)*(78) ‘ (58) Sími ritstjórnar: 68-66-11. Auglýsingar, áskrift og dreifing, sími 27022. Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt — hringdu þá í sima 68-78-58. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað i DV, greið- ast 1.000 krénur og 3.000 krónur fyrir besta fréttaskotið i hverri viku, Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. FIMMTUDAGUR 1. AGUST 1985 Víðtækar aðgerðir hvalf riðunarsinna gegn íslendingum í undirbúningi: Verða beinar og óvæntar aðgerðirum allan heim —segir talsmaður Greenpeace-samtakanna í Washington við DV Frá Óskari Magnússyni, DV, Washington: „Þetta veröa beinar og mjög óvæntar aögeröir og þær verða um allan heim,” sagöi Russ Wild, tals- maöur friöunarsamtakanna Green- peace, í samtali viö DV. Greenpeace Gerðardómur hefur engin áhrif: LÆKNARHÆTTA EFTIR10 DAGA „Þessi niöurstaöa geröardóms hefur engin áhrif á uppsagnir okkar enda eru þær fyrst og fremst sprottnar upp vegna óánægju lækna meö sérkjara- samninga sína við fjármálaráðu- neytið,” sagði Gunnar Ingi Gunnars- son, læknir og formaöur samninga- nefndar Læknafélags Islands, viö DV í morgun. Geröardómur hefur fellt dóm í máli sem Læknafélagið höfðaöi gegn Tryggingastofnun. I niöurstööum dómsins er falliö frá aöalkröfu lækn- anna þess efnis aö gjaldskrá heilsu- gæslulækna verði framvegis sú sama og hjá sérfræðingum. Heimilis- og heilsugæsluiæknar hafa staðið í launabaráttu bæði við Tryggingastofnun og fjármálaráðu- neytið. Um helmingur heimilislækna utan heilsugæslustöðva og 80 prósent allra heilsugæslulækna hafa sagt upp störfum sínum frá og meö 11. ágúst. „Viö erum tilbúnir til viðræðna viö fjármálaráöuneytiö hvenær sem er,” segir Gunnar Ingi Gunnarsson. Tíminn er orðinn naumur þvi uppsagnirnar ganga í gildi eftir 10 daga. -APH. TALSTÖÐVARBÍLAR UM ALLA BORGINA SÍMI 68-50-60. ^o'B,L ast0 og ýmis önnur samtök friðunarsinna undirbúa nú aögerðir gegn Islandi vegna fyrirætlana Islendinga um hvalveiöar í vísindaskyni. „Ég get ekki upplýst frekar um í hverju þessar aögerðir felast, al- þjóöaskrifstofa okkar hefur ekki heimilaö þaö. Frekari frásögn af að- gerðum okkar myndi líka draga úr áhrifum þeirra að verulegu leyti. Ætlunin er aö koma á óvart.” Aðrir heimildarmenn DV hjá sam- tökum friöunarsinna segja að mikil athygli muni beinast að Islandi síðar í þessum mánuði og að Island muni verða fréttaefni í heimspressunni. I samtali við blaðamann DV að undanförnu hafa talsmenn jafnan nefnt Flugleiðir og íslenskan fiskút- flutning til Bandaríkjana sem helstu skotmörkin. Hvort þær óvæntu ÞRÖSTIIR SÍÐUMÚLA 10 LOKI Vwður lcelandair í Birkirair? Þrjú loðnuskip komin á miðin við Jan Mayen: Veiðin á svæðinu hefur verið góð Loðnuveiöar hófust á miðnætti i nótt. Þrjú islensk skip voru þá komin á miöin við Jan Mayen. Veiða má til aö byrja með 508 þúsund tonn af loðnu, kvótanum er skipt á mQli 48 loðnuskipa. „Við rennum að vissu leyti blint í sjóinn með þessar veiðar, en erum samt bjartsýnir, Norðmenn eru búnir að fá 130 þúsund tonn af feitri og góðri loðnu við Jan Mayen.” Þetta sagði Viðar Sæmundsson, skipstjóri nótaskipsins Svans RE 45, þegar hann var á leið á miðin við Jan Maeyn í gær. Asamt Svaninum eru Gísli Ami og Guðrún Þorkelsdóttir frá Eskif irði komin á miðin. Viðar sagði að skipin hefðu ekki fundiö neina loðnu á leiðinni til Jan Mayen. „Þaö er alltaf von um ein- hverja bletti á leiðinni og við veiðum loðnuna örugglega ef hún finnst nær." Norömenn hafa, að sög:i Viöars, veitt ágæta loönu viö Jan Mayen. „Þetta er góö loöna, feit, feitasta loðnan er þaraa á þessum árstíma.” Ætlun islensku skipanna þriggja var aö renna upp aö Norðmönnum og hefja veiöar —Á aö selja loðnuna á Islandi? „Já, við siglum örugglega til Is- lands og seljum heima. Það fæst að þessu sinni svipað verð fyrir loönuna á Islandi, í Færeyjum og Danmörku. Reyndar er verðmunurinn á loðn- unni minnstur í langan tíma í þessum löndum. Það er mjög ánægjulegt.” — En er ekki hagkvæmara að bíða, veiöa loðnuna nær Islandi því að olíukostnaöur er mikill? „Ekkert frekar, þetta er allt i lagi ef það veiðist þarna og veðrið verður gott. A vetuma siglum við oft frá Faxaflóa austur á f irði með loðnu, en sú vegalengd er um 300 milur, eða svipaö og til Jan Mayen. ” Svanur RE 45 hefur 10200 tonna loðnukvóta á vertiðinni. Skipið getur borið 680 til 700 tonn í hverri veiði- ferð. -JGH aðgerðir sem í uppsiglingu eru munum beinast að Flugleiðum hefur ekki fengist upplýst en Craig Van Note hjá Monitorsamtökunum sagöi aðspurður að aðgerðir af þessu tagi hefðu yfirleitt beinst að sendiráðum viðkomandi ríkja. Sala Hafnar- búðasamþykkt A aukafundi borgarstjómar Reykjavikur í gær var samþykkt með ellefu atkvæðum gegn tíu tillaga borgarstjórans, Davíðs Oddssonar, um að selja ríkinu Hafnarbúðir. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins, bar upp breytingartillögur sem voru sam- þykktar ásamt tillögu borgar- stjóra. Breytingartillögur Vil- hjálms voru á þá leið að greiðslu- tímabilið verði 10 ár en ekki 15 ár. Einnig að borgin hafi forkaupsrétt á Hafnarbúðum og að dagvistun sem þar er fyrir haldist óbreytt. Síðasta breytingartillaga var á þá lund að óheimilt væri að nota hús- næðið til annarrar starfsemi en nú er i húsinu. Sem kunnugt er hefur Borgar- spítalinn starfrækt þarna sjúkra- deild fyrir langlegusjúklinga. Ríkið hefur falast eftir kaupum á Hafnar- búðum fyrir Landakotsspítala. Starfsemin verður óbreytt verði af kaupunum. Söluverð Hafnarbúöa er 55 millj- ónir króna, þar af greiðast 5 mkr. við undirritun samnings og eftir- stöðvar á 10 árum, ef fjármálaráð- herra gengur að samningi þessum með breytingartillögunum sem samþykktar voru í borgarstjórn. Páll Gíslason, forseti borgar- stjórnar, greiddi atkvæði gegn tillögunni, einn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. -ÞG. Tværungarkon- urstórslasaðar Tvær konur liggja slasaðar, og er önnur stórslösuð, eftir að bíll fór út af við Smáhamraháls í nágrenni Hólmavikur i fyrrakvöld. Voru konurnar fluttar í bifreið til Hólmavíkur og þaðan með tveimur sjúkraflugvélum til Reykjavíkur. Slysið varð laust fyrir klukkan tíu um kvöldið. Heyröi heimilis- fólkiö aö bænum Heiðdalsá mikið brothljóð og læti og sást síðan reyk- mökkur stiga frá slysstaðnum. Hafði bíllinn þá farið fjórar tU fimm veltur niður aflíðandi brún þar sem eru um 6 metrar niður að sögn lögreglunnar á Hólmavík. Farþegi bílsins kastaðist út úr honum en að sögn gat ökumaðurinn gengið óstuddur í fyrstu. Fór fljót- lega að draga af honum og reyndist hann meira slasaður en haldiö var í fyrstu. Bíllinn, sem er af gerðinni Mazda, er mikið skemmdur. -EH.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.