Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.1985, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.1985, Blaðsíða 8
8 DV. FIMMTUDAGUR1. AGUST1985. • Frönsku málmrúmin eru tvimælalaust þau vönduðustu á markaðnum í dag. • Þau eru sterk, stílhrein og falleg. • Þau eru brakfrí og þau fást í svörtu, hvítu, gráu, messing og chrome. • Margar gerðir, góð greiðslukjör. BÚÐARKOT, Hringbraut 119, simi 22340. KAYS UTSALA í verslun okkar Hólshrauni 2, Hafnarfirði. KASSATILBOÐ IgninaTbleian Fyrir verslunarmannahelgina Sólbakaðar kartöf lur — geta reynst eitraðar Götusala á matvöru hefur færst í aukana á liðnum árum og er ekki nema gott eitt um það að segja aö kaupmenn gefi með því borginni liflegra yfir- bragð. Hins vegar er margt varasamt því tengt og i fréttatilkynningu frá Neytendasamtökunum er varað við slíkri meðferð á kartöflum. Þær eru mjög veikar fyrir sólaráhrif um og geta við slík skilyrði myndað eiturefnið Solanum. Því beina Neytenda- samtökin þeim tilmælum til Heil- brigöiseftirlitsins aö Hollustuvernd taki málið til meðferðar í samvinnu við hellbrigðiseftirlit á öllu landinu. Þann 22. júlí birtist héma á neyt- endasiðu bréf frá lesanda sem lýsti áhyggjum sínum af þessu og í svari kaupmannsins kom fram að auk þess sem kartöflur seldust hratt væru þær nýjar og kæmu inn oft í viku. Þess vegna væri síður hætta á að þær skemmdust. Hins vegar kom hvergi fram þessi hætta á eiturefnamyndun og í ljósi þess ættu kaupmenn að fara varlega í alla útisölu þeirra, jafnvel þótt þær stæðu í skugga mestan hluta dagsins. Kartöflur eru lítifl fyrir sólböfl og geta myndað i sór aiturefni af þaim er baj misboAið ó því sviði. STÆKKUN Á FERM- INGARMYNDINNI Sæbjörg hringdi: „Þið ættuð að athuga þama hjá DV verð á myndatökum þvi mér finnst það alltof hátt. Það var fermt hjá mér í vor og þá kostuðu 12 litlar myndir 3.700 krónur hjá Mats Wibe Lund. Núna vildi ég láta stækka eina myndina og þá kostar 20x 25 stækkun 1.959 krónur. Má ég ekki fara með myndina eitthvert annað? Það getur verið að aðrir stækki fyrir minni greiðslu.” Hjá Mats fengust þær upplýsingar aö verð á myndatöku væri 3.300 krónur en ekki 3.700 og þá væm teknar fleiri myndir en 12, þær bestu teknar og unnar á pappír. Ein stækkun í 20 x 25 kostar 1.384 en 1.959 ef hún er sérunnin — plasthúðuð og límd á pappa og þá þarf ekki ramma. Ljósmyndarar afgreiða ekki eigin filmur í hendur annarra vegna þess að reynst hefur erfitt og stundum ókleift að endurheimta þær aftur og þeir eiga höfundarrétt á öllum sínum myndum. Elín hringdi: „Eg get nú ekki annaö en haft sam- band við neytendasíðuna vegna máls sem ég lenti í varðandi keðjukaup um daginn. Þannig var að í fyrra keypti ég hjól handa sex ára gömlum syni mínum, tékkneskt krakkahjól af algengri gerð. Svo slitnaði keðjan núna og ég fór í Fálkann aö kaupa keðju. Þegar ég kom heim með hana reyndist stærðin þannig að keðjan hefði getað komist tvisvar utan um hjólið. I Fálkanum var mér sagt að þeir seldu einungis eina stærð af keðjum og þyrfti sér- staka keðjutöng til þess að stytta hana — tæki sem þeir sjálfir höfðu ekki og gátu því ekki bjargað málum á staðn- um en bentu mér á aö tala viö einhvem sem ætti keðjutöng. Enginn ættingi eða vinur reyndist eiga grip af því tagi í fórum sínum og þá var mér bent á að fara með hjólið á verkstæði til þess að fá keðjuna stytta. Það kostaði 203 krón- ur að gera það sem er fimm minútna verk og er talsvert dýrara en keðjan sjálf sem kostaði 149 krónur. Þetta finnst mér léleg þjónusta og ég hringdi í aðra reiðhjólaverslun og fékk T-lagið á bleiunum gerir það að verkum að bleian situr á réttum stað, rennur ekki aftur eins og venju- legar bleiur. Lenina T-bleian erþykkust þar sem þörfin er mest. Lenina T-bleian veitir lofti að líkama barnsins þar sem notaðar eru T-taubuxurnar í stað bleiuplasts á öðrum bleium. Barnsrassar þurfa á miklu lofti að halda til að líða vel. Hvafl ætli kosti afi koma kaflju á þetta apparat? sömu svör — aöeins seld ein stærð af — er allt of dýrt að borga meira en keðjum. Fyrir utan hvað þetta kostar verðkeöjunnarfyrir styttinguna.” mikið umstang — akstur og snúninga baj „Keðjan kæmist tvisvar í kringum hjólið” Neytendur Neytendur Neytendur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.