Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.1985, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.1985, Blaðsíða 11
DV. FIMMTUDAGUR1. AGUST1985. 11 Viðskiptf og efnahagsmál r Sigurflur Sigurðsson útskrifaðist úr verkfrœflideild Hðskóla Íslands í vor. Lokaritgerðin var sannarlega um hagnýtt mál; hvernig nota megi frœsað malbik aftur. Sigurflur vinnur á Almennu verkfrœðistofunni. Lokaritgerð hans í vor var um endurvinnslu malbiks: Vegagerðin þegar með miklar tilraunir í kjölfar ritgerðarinnar — talið að hægt sé að spara 30% f lagningu malbiks með því að nota f ræsinguna af tur „I lokaverkefninu geröi ég tilraunir þar sem ég fann út hvemig hægt væri að nýta malbikið aftur og hversu mikið asfalt er í því malbiki sem hefur verið fræsað,” sagði Sigurður Sigurðs- son, nýútskrifaður byggingarverk- fræðingurfrá Háskóla Islands. Lokaritgerð Sigurðar bar yfirskrift- ina Endurvinnsla malbiks, ákaflega athyglisvert mál. Talið er að hægt sé aö lækka verð malbiks tun 30% með því að endurvinna gamalt. Og þegar í sum- ar er búið að fræsa um 5 þúsund tonn af malbiki í Reykjavík. Asfaltið eftir í efninu En hver er niöurstaða lokaverkefnis Sigurðar í verkfræðinni? „Hún er sú að svo til allt asfaltið er eftir í efninu enda má kannski spyrja sig hvert það ætti að fara, ” sagði Sigurður. „Niðurstaðan er einnig sú að malbik- ið er gott til lagningar aftur ef koma- stærðin er löguð örlítið, um 30% af nýj- um steinefnum bætt í blönduna.” Sigurður sagðist hafa haft mikið samband við Rögnvald Jónsson, verk- fræðing hjá Vegagerðinni, er hann vann lokaverkefnið. „Vegagerðin var mér mjög innan handar með upplýs- ingar.” Þá má geta þess að Sigurður hefur undanfarin sumur starfað hjá malbik- unarstöð Miðfells í Smárahvammi en stöðin heitir nú Hvammsvík. „Þetta er eina stöðin hér á landi þar sem mögu- legt er að endurlaga fræsaðmalbik.” 150 tonn á Arnarnesveg Lokaverkefni Sigurðar vakti áhuga þeirra hjá V egagerðinni að skoða þessi Hár spœnir fræsarinn malbikifl upp af Miklubrautinni. Ekifl var með fræs- inguna niflur að Skúlagötu. Og safnast þegar saman komur; búifl er að fræsa 5 þúsund tonn af malbiki i Reykjavik i sumar. mál betur, gera enn frekari tilraunir og þá fyrst og fremst í því að prófa að leggja malbik, sem hefur verið fræsað. „Vegagerðin ákvaö að fræsa 350 tonn, það var aðallega tekið undir Kópavogsbrúnni og því ekið beint í blöndunarstöð Hvammsvíkur. Það kemur í ljós að þetta er hægt, nægur hiti næst upp í fræsingunni og hún bráðnarniður.” A þriðjudaginn í síðustu viku var stóra skrefið stigið í tilraunum Vega- gerðarinnar, 150 tonn af fræsuðu mal- biki voru lögð á Amarnesveginn uppi viðRauðavatn. Efnið uppfyllir allar kröfur Og niðurstöður eru rjúkandi heitar; efnið uppfyllir allar venjulegar kröfur sem gerðar eru til nýs malbiks. I tilrauninni var f ræsað malbik notaö til helminga við nýtt efni. Tilraunir með hærra hlutfall standa yfir, þeir hjá Hvammsvík hafa blandaö saman fræsuðu malbiki og innfluttu graníti í hlutf öllunum 70 á móti 30. En hver verður framvinda þessa máls á næstunni? Það er verðmæt spurning. Reykjavíkurborg á um 5 þúsund tonn af efninu, hugmyndir eru um að nota það í undirlag. S jálfur telur Sigurður að ef fræsingin verði notuð aftur í malbik megi verð- leggja tonnið á um þúsund krónur en um 300 krónur fari það í undirlag. Þetta er gróft mat og miðað við ákveðnar f orsendur. -JGH HITAVEITA SUÐURNESJA RAFMAGNS- VERKFRÆÐINGUR Hitaveita Suðurnesja óskar eftir að ráða sem fyrst til starfa rafmagnsverkfræðing. Umsókn er greini frá aldri, menntun og fyrri störfum sendist skrifstofu hitaveitunnar að Brekkustíg 36, Njarðvík, fyrir 7. ágúst og eru þar jafn- framt veittar allar nánari upplýsingar. IO bfleigendur veroa IO þúsund kr. ríkari á morgun 10 ný bílnúmer verða birt á öllum OLÍS stöðvum á landinu í fyrramálið. Er þitt þar á meðal? Komdu við á næstu OLÍS stöð og athugaðu málið. Vertu með, fylgstu með. 10 ný bílnúmer í hverri viku. - gengur lengra

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.