Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.1985, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.1985, Blaðsíða 4
4 DV. FIMMTUDAGUR1. AGUST1985. Harkalegur árekstur varð á mótum Höfðatúns og Borgartúns. Range Rover, sem var ekið suður Hátún og inn i Borgartún, rakst á bíl sem ekið var austur Borgartún. Range Roverinn kastaðist i hálfhring og valt. Engin slys urðu á mönnum. DV-mynd S Skorturá hjúkrunarfræðingum: RÆTIST VONANDI ÚR MÁLUM Á NÆSTA ÁRI — að sögn Ingibjargar R. Magnúsdóttur, deildar- stjóra íheilbrigðis- og tryggingaráðuneytinu „Eg vil leggja áherslu á að það er ekki eðlilegt að sjúkrahúsin geti haldið uppi fullri starfsemi yfír sumarmánuð- ina. Hjúkrunarfræöingar eru mjög sér- hæfður starfskraftur og það er ekki við því að búast að sjúkrahúsin hafi að- gang að varaliði til að fylla upp í þær eyður sem skapast vegna sumarleyfa á fjögurra mánaða tímabiii,” sagði Ingibjörg R. Magnúsdóttir, deildar- stjóri í heilbrigðis- og tryggingaráðu- neytinu, í samtali við DV. Svo sem skýrt hefur verið frá er deildum víöa lokað á sjúkrahúsum í sumar, einkum vegna skorts á h júkrunarfræðingum. Að sögn Ingibjargar eru hér að baki fleiri en ein ástæða. „Ég álit aö Há- skóla Islands hafi ekki verið gert kleift að brautskrá nógu marga nýja hjúkr- unarfræðinga til starfa og þar að auki varð uppbygging heilbrigðiskerfisins á undanförnum árum hraðari en búist var við. Svo eru það launamálin: meirihluti ungra hjúkrunarfræðinga giftist og eignast börn og fer af vinnu- markaðnum um tíma, þaö er síðan misjafnlega aðlaðandi fyrir þær að koma inn á hann aftur og mörgum finnast launin lág.” Ingibjörg sagði að á næsta ári yrði Hjúkrunarskóla Islands lokað og hóp- urinn sem útskrifast þaðan verður sá síöasti. En á næsta ári útskrifast hjúkrunarfræðingar frá þremur stöö- um. Hjúkrunarskólanum, Háskóla Is- lands og Nýja hjúkrunarskólanum. Sá síðasttaldi er að mestu leyti fram- haldsmenntunarskóli. Heildarfjöldinn verður á annað hundrað. Að sögn Ingibjargar verður ástandiö á sjúkrahúsunum erfitt í vetur, þegar svo margir eru enn í námi, en á næsta ári myndi vonandi rætast eitthvað úr málum. „Þegar allt hjúkrunamámið verður komið á einn stað og ef búið verður vel að háskólanum í kennslu og starfsaðstöðu ætti námið að verða eft- irsóknarvert,” sagði Ingibjörg. -pá Skatta- skoðun DV 1985: Aðilar vinnu- markaðarins Skattaskoðun DV beinirspjótumsín- um í dag að forystumönnum vinnuveit- enda og verkalýðs. Hæstur þeirra fimmtán sem athugaðir eru er Víg- lundur Þorsteinsson, formaður iðnrek- enda, með um 880 þúsund krónur í skatta alls, og um 1,9 milljónir í árs- tekjur. Mótherji hans við samninga- borðið, Bjarni Jakobsson, formaður Iðju, er hins vegar næstlægstur, með um 130 þúsund krónur í skatta alls, og um hálfa milljón í árstekjur. Aðalheið- ur Bjarnfreðsdóttir, formaður Sóknar, greiðir lægstu skattana, eða um58 þús- undkrónuralls. Og enn skal tekið fram aö hér er um álögð gjöld aö ræöa þannig að ein- hverjar tölur gætu breyst ef viðkom- andi kærir og kæran er tekin til greina. Einnig gæti sums staðar verið um áætluð gjöld að ræða. Smærri gjöld, eins og kirkjugarös- gjald, falla undir „annaö,” en barna- bætur og persónuafsláttur undir „frá- drátt.” EA Tekju- Eigna- skattur: skattur: Útsvar: Annað: Aflstöðu- Frá- gjöld: dráttur: Samtals: 1. Viglundur Þorsteinsson, Sævargörflum 4, form. Fél. isl. iflnrekenda 643.414 17.092 189.700 37.925 0 9.375 878.756 2. Gunnar G. Schram, Frostaskjóli 5, form. Bandal. háskólamanna 452.999 20.799 155.890 28.437 0 0 658.125 3. Kristján Ragnarsson, Seljugerði 7, form. Landssamb. ísl. útvegsm. 448.604 23.720 153.200 27.965 0 3.750 649.739 4. Magnús Gunnarsson, Þernunesi 10, frkvst. Vinnuveitendasamb. ísl. 371.036 17.179 126.250 22.154 0 9.375 527.244 5. Magnús L. Sveinsson, Geitastekk 6, form. Verslunarmf. Rvíkur 303.188 11.500 111.920 18.953 0 0 445.561 6. Þorsteinn Ólafsson, Eikjuvogi 22, stjórnarform. Vinnumáiasamb. samvinnuf. 294.204 0 124.180 21.565 0 9.375 430.574 7. Indriði H. Þorláksson, Nökkvavogi 60, form. samninganefndar rikisins 257.543 641 112.440 19.164 0 9.375 380.413 8. Björn Þórhallsson, Brimalandi 17, varaforseti Alþýðusamb. isl. 209.466 8.060 86.830 14.313 4.050^ 0 322.719 9. Þröstur Ólafsson, Bræðraborgarstíg 21b, form. verkamannaf. Dagsbrúnar 228.267 0 88.130 14.438 0 28.125 302.710 10. Guflmundur J. Guflmundsson, Fremristekk 2, form. Verkamannasamb. isl. 194.014 5.492 81.760 12.736 0 0 294.002 11. Kristján Thorlacius, Bólstaðarhlið 16, form. Bandal. starfsm. ríkis og bæja 145.861 2.578 68.280 9.573 0 0 226.292 12. Ásmundur Stefánsson, Njörvasundi 38, forseti Alþýflusamb. isl. 130.350 2.202 68.980 10.184 0 9.375 202.341 13. Óskar Vigfússon, Álfaskeiði S, form. Sjómannasamb. Ísl. 119.383 0 58.320 7.873 0 0 185.576 14. Bjarni Jakobsson, Ásbúfl 13, form. Iðju, fél. verksmifljufólks 63.949 15.586 48.030 5.851 0 0 133.416 15. Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir, Kleppsvegi 134, formaflur Sóknar 26.139 0 30.270 2.119 0 0 58.528 j dag mælir Pagfari_____________j dag mælir Dagfari______ í dag mælir Dagfari LSD með pósfinum Lögreglan hefur haft hendur í hári fólks sem hefur smyglað inn miklu magni af LSD ofskynjunarefni. Það er fagnaðarefni. Hitt er heldur óhugnanlegra, hvernig að þessu smygll var staðið. Fólkið pakkaði eiturefninu inn í bréf og sendi þau síðan á aðskiljanlegar adressur vítt og breitt um bæinn þar sem öruggt var að enginn móttakandi fyrirfynd- ist með því nafni sem bréfið var merkt. Þar voru bréfin lögð til hliðar og skilin eftir af póstburðarfólki og smyglararnir áttu auðveldan eftir- leik að hirða bréfin þar sem þau lágu á glámbekk. Þannig er sagt að eiturlyf upp á nær þrjár milljónir króna bafi legið fyrir hunda og manna fótum i fjöl- mennum blokkum. Sjálfsagt finnst flestum það óprúttinn business að smygla slíku magni af LSD inn til landsins, en businessinn verður að biræfni þegar pósturinn er notaður til dreifingar á smyglinu með svo samviskulausum hætti. Maður spyr sjálfan slg, hvort það sé kannski algengt, að pósthúsið sé notað sem dreifingaraðili fyrir smyglgóss sem auðvitað er þægileg aðferð og ódýr fyrir glæpamenn af þessu tagi þegar smyglið er orðið að umfangsmiklum innflutningi? Bæjarbúar ættu sömuleiðis að hafa augun hjá sér þegar póstbréf liggja á glámbekk í heimahúsum þeirra því aldrei er að vita nema þar megi finna nokkra vikuskammta af eitur- lyf jum eða öðrum varnlngi sem ekki er f áanlegur í verslunum. Eins þurfa menn að hafa gætur á ókunnugum, sem eru á ferli í kringum híbýli þeirra, því ekki er að vita, nema þar sé á ferð glæpa- hyskið sem bíður eftir póstinum sínum. Nú gerir maður ráð fyrir að lögreglan hafi efnagreint LSD efnið en ekki væri síður ástæða til að sál- greina hyskið sem viðurkennt hefur á sig glæpinn. Það er sosum hverjum og einum frjálst að byrla sér eitur og sökkva sér í ógæfu eiturlyfjanna ef þeir hafa ekkert betra að gera við líf sitt. En það fólk hlýtur að vera, ekki aðeins biiað á geðsmunum, heldur forstokk- að til sálarinnar sem befur samvisku til að hafa eiturlyfjaneyslu annarra að féþúfu. Sagt er að hér eigi meðal annarra tvær systur hlut að máli. Eitthvað hlýtur fjölskyldulifið á því heimili að hafa skolast til þegar systur bindast samtökum um að troða eiturefnum upp á samborgara sína og leggja lif sitt og æru að veði. Hún er reyndar ekki mikils virði æran sú en skyldi nokkur geta lagst lægra í sóðaskap en einmitt að smygla eitri til að leggja líf og heilsu annarra í rúst? önnur systranna situr nú bak við lás og slá en á hina hefur verið sett farbann. Osköp eru það væg viðurlög fyrir fólk sem hefur það í ábataskyni að murka úr fólki liftóruna með smyglf og sölu á eiturlyf jum. Er það frekar ónotaleg tilfinning að vita til þess að skítapakk af þessu sauðahúsi gangi laust í bænum. Ekki kemur farbannið í veg fyrir það að þessi manneskja safni saman þeim óskila- pósti sem enn llggur á glámbekk i blokkunum. Svona fólki á að stinga inn í dýfliss- ur til eilífðar. Það er hættulegt um- hverfi sínu. Fangelsisvistin gæti von- andi kennt þvi að smygl á LSD efnl borgar sig ekki í þjóðfélagi þar sem borgaramir þurfa ekki á ofskynjunarefni að halda til að kunna skil á glæpum og ekki glæpum. Og svo geta þær skrifast á syst- urnar og meðreiðarsveinar þeirra. Þau kunna að minnsta kosti að koma bréfum í póst. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.