Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1985, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1985, Blaðsíða 2
2 DV. FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER1985. Víkurbær gaf st fyrst upp í verslanastríðinu á Suðurnesjum: „Guðjón er sá fyrsti, það koma fleiriáeftir IJ Það voru erfiö spor fyrir Guöjón Omar Hauksson, eiganda Víkurbæjar, er hann gekk á fund fógetans í Keflavík síöastliöinn föstudag. Hann var kom- inn til að biöja um aö verslun sín yröi tekin til gjaldþrotaskipta. Víkurbær hafði orðið undir í baráttunni, þeirri geysihöröu samkeppni sem nú ríkir í verslun á Suöurnesjum. „Guöjón er sá fyrsti, þaö koma fleiri á eftir, það munu fleiri gefast upp, þetta er kannski ekki spurning um mánuöi, frekar vikur,” sagði maöur kunnugur verslun á Suöurnesjum um ástandiðþar. Víkurbær var fyrsti stórmarkaöur- inn á Suðurnesjum. I fyrstu var versl- unin í eigu Árna Samúelssonar, eig- anda Bíóhallarinnar. Hann seldi Guð- jóni síöan verslunina. Til aö byrja með var rífandi uppgangur en síöan skeöi þaö. Hagkaup og Samkaup geystust á markaðinn Stórmarkaöimir Hagkaup og Sam- kaup geystust inn á markaöinn, önnur eins samkeppni í matvöruverslun haföi ekki átt sér staö á Suöurnesjum. Menn telja að þegar baráttunni lýkur muni örfáar verslanir veröa eftir á Suöumesjum. „Þaö sem meira er, stórmarkaöirnir hafa tæplegast ofan í sig, slík er sam- verða það aðeins Nonni og Bubbi, Hagkaup og Samkaup sem standa stríðið af sér? keppnin. Ég tel að þaö sé aöeins pláss fyrir annan þeirra,” sagöi áöurnefnd- ur heimildarmaður DV. Um 14 þúsund manns búa á Reykja- nesi. Byggðin spannar yfir Grindavík, Voga, Njarövík, Keflavík, Sandgeröi, Garöinn og Hafnirnar. „Ég veit aö kaupmaöurinn í Sand- gerði á í erfiöleikum, en ég hef heyrt aö hann ætli sér aö berjast áfram. Og kaupmaðurinn í Garöinum segir aö tæplegast sé grundvöllur fyrir hans verslun.” Kaupmenn í blaðinu Reykjanes I nýjasta hefti Reykjaness er viötal viö nokkra kaupmenn um ástandiö á Suðurnesjum. Þar komast allir aö einni niðurstöðu, erfiöleikarnir séu slíkir að þaö sé nánast engin spurning hvort hinn heföbundni kaupmaður verði undir í samkeppninni. Einn kaupmannanna er reyndar aö loka, hann er búinn aö segja upp starfsfólki og hurðinni verður skellt í lás um mánaðamótin september-októ- ber. Þetta er kaupmaöurinn í Vogabæ í Vogum. Staðan í verslun á Suöurnesjum gæti því oröið sú innan nokkurra mánaöa aö engin matvöruverslun verði í Vogum, engin í Garðinum og verslanirnar Kostur og Brekkubúðin í Keflavík loki. I Njarðvík er verslunin Friðjónskjör. Haft er eftir mönnum í Njarövík aö þar séu einnig erfiöleikar. Einn sagöi: „Ég er reyndar hissa á því að ekki skuli vera búiö að loka versluninni.” Borgarkjör í Grindavík Þaö er kaupfélagiö sem á Samkaup. Auk þeirrar verslunar rekur kaupfé- lagið þrjár smærri búöir í Keflavík, eina í Sandgeröi og eina í Grindavík. I Grindavík er verslunin Borgarkjör. Hún er sögö standast ágætlega sam- keppnina. Kemur þar mest til aö þaö er tiltölulega langt aö fara frá Grinda- vík til Keflavíkur til aö kaupa í matinn. Vandamáliö hjá kaupmönnunum á Suöurnesjum lýsir sér í því aö fólk kemur aöeins í miðri viku til aö kaupa' vörur eins og mjólk, brauö „og kannski kjötfars” eins og einn orðaöi þaö. Þetta eru allt vörur með lítilli álagn- ingu. Fast þeir sækja á föstudögum Suðurnesjamenn streyma svo í stór- markaöina Hagkaup og Samkaup á föstudögum og gera þar vikukaupin, ekki aöeins á matvörum, líka á gjafa- vörum og ýmiss konar sérvörum. „Þetta hefur leitt til þéss að sér- vöruverslanir eiga verulega undir högg aö sækja. Þaö er verið aö loka einni og einni og einnig er talsvert um eigendaskipti,” sagöi heimildarmaður okkar á Suöurnesjum. Verslunin Nonni og Bubbi, sem Jón Ragnarsson kaupmaöur á, er talin lifa baráttuna af. Verslunin er sögö góö, hæfilega lítil og á mjög góöum stað. Menn á Suðurnesjum hafa einnig spurt sig að því hvort litlu kaupfélags- verslanirnar í Keflavík, Sandgeröi og Grindavík þoli samkeppnina. Ekki eru allir á einu máli um þaö. Sumir spá því að kaupfélagið mun fækka verslunum og leggja alla áherslu á Samkaup. Stóra spurningin er svo hvort annar hvor stórmarkaðurinn leggi upp laup- ana í samkeppninni. Rætt er um aö Samkaup hafi veriö rekiö meö tapi á síðasta ári, minna er vitað um Hag- kaup. Aðeins þessar eftir nokkra mánuði Hagkaup, Samkaup, Nonni og Bubbi, engin matvöruverslun í Vogum og Garðinum, kaupfélagið í Sandgerði og tvær verslanir í Grindavík. Þannig spá sumir því aö staðan veröi þegar yfir lýkur á Suðurnesjum. Einu má ekki gleyma í þessum um- ræðum. Samkeppnin hefur þýtt aö verö matvara er sennilega hvergi eins lágt og í Keflavík. Þaö hefur komiö Suður- nesjamönnum til góða. Og þá er bara aö bíöa og sjá hvort verðið hækkar aft- ur þegar flestirveröa hættir . . . -JGH • Stórmarkaður Hagkaups i Njarðvík. Hann kom skömmu eftir að Sam- kaup opnaði. Menn ó Suðurnesjum telja að stórmarkaðirnir tveir hafi tæplega sjálfir ofan i sig og aðeins sé rúm fyrir annan þeirra. * Frétt DV siðastliðinn laugardag um gjaldþrot Víkurbæjar. Víkur- bær var fyrsti stórmarkaðurinn i Keflavík. • Verslunarstriðið á Suðurnesjum hófst fyrir tæpum tveimur árum þegar stórmarkaðarnir Hagkaup og Samkaup geystust inn á markað- inn. Baráttan hefur síðan verið i algleymingi og nú er fyrsta verslunin fallin. Þvi er spáð að fleiri komi i kjölfarið. Dagvistunarmálin: Deildir lokaðar og opnaðar á vfxl ICELANl) A bleuk; vokunic island jlnmi ihc íi/.e nl Kenliicky. Il is mosily lablclaiul. hicli. rtiggoi! aiul banon. Small i'rcsli-vvalcr lakcs, hoi sprinjis, gcyscis. still'iir bcds, cauyoiiv. walcrl’alls and svvil'i rivcrs arc i'oiind ll is moiiiiiaiiions coiiniry covcrinp an aica oí .Þ>.7(>X sqiiarc milcs. 'l'bc capiiol is Kcvkuvik. oibci l.n ciiics .iic Jak.nla. Sinabaia. and Ikiinlnn^ Thc populalion is 2.?I.(>0S atul Ihc lancuacc is lcclandic. vvbicb bcloiics to ibc Xordic group ol'ilic (icrmanic languagcs. Tlicy havc a picsidcm aud pailiai 'mcmbcrs. Thc main iiuluslry is fisliiiig and ilicy cxpori lisli and vvool producis. * Kynningargreinin um ísland i bandariska pöntunarlistanum „Scandinavia by mail": — Höfuðborgin heitir Reykjavik aðrar stórar borg- ir, Jakarta, Surabaja og Bandung. ísland íbandarískum pöntunarlista: Er Jakarta á Norðurlandi? Vegna manneklu á dagvistunar- stofnunum Reykjavíkurborgar hefur oröiö aö loka deildum á nokkrum stofn- unum. I byrjun þessarar viku var áætl- aö aö það vantaði um 20 starfsmenn til aö manna dagvistunarheimilin. Á mánudag voru deildir á fimm dagvist- unarheimilum lokaöar. Þetta ástand breytist þó frá degi til dags. Á Austur- borg var t.d. ein deild lokuð á mánu- dag. Hún var opnuö daginn eftir, en samtímis er ljóst aö loka veröur ann- arri deild vegna skorts á starfsfólki. A þriöjudag var eitthvaö um aö foreldrar tækju böm sín meö til vinnu til aö mót- mæla þessu ástandi sem veldur for- eldrum og bömum miklum óþægind- um. Bergur Felixson, forstöðumaöur Dagvistar barna í Reykjavík, segir aö vonir standi til aö barnaheimilin verði fullmönnuð um miðjan mánuö. Haldiö veröi áfram aö auglýsa eftir fólki og reynt að standa við skuldbindingar. Það sem einkum hefur verið bent á er uö ófaglært fólk sem fæst til starfa staldrar stutt við og er því mjög óstöö- ugur vinnukraftur. Nú stendur til aö þetta fólk fari á námskeiö sem vonast er til aö veröi til þess aö þaö festist lengur í starfi. Laun eru ekki há í þessari starfs- grein og enginn möguleiki á yfirvinnu. Byrjunarlaun ófaglærös starfsfólks eru rúmlega 16 þúsund og byrjunar- laun fóstra eru rúmlega 23 þúsund krónur. Fóstruskortur á dagvistunarheimil- um hefur verið vandamál í langan tíma. Reiknaö hefur veriö út aö þaö vanti um 56 fóstrur. I þessar stöður hefur verið ráðið ófaglært starfsfólk. Anna K. Jónsdóttir, formaöur stjórn- arnefndar Dagvistar barna í Reykja- vík, segir að ótrúlega vel hafi tekist til aö ráða í þær stööur sem óráöiö var í í sumar en þá vantaði um 80 manns. Hún segir aö á næstunni veröi gerö út- tekt á því hver hinn raunverulegi vandi sé. Hún bendir einnig á aö fóstruskort- ur sé ekki nýr vandi. Hann sé nú hlut- fallslega minni en hann var 1980. Anna segir einnig að ekki megi dragast aö leiðrétta það misrétti sem þriðjungur foreldra býr viö núna og nýtur ekki niö- urgreiöslna á dagvistunargjöldum. Ef í ljós kemur að stefni í samdrátt þeirr- ar öru uppbyggingu sem hefur verið undanfarin ár á dagvistunarheimilum verðiaöleitanýrraleiöa. APH 1 bandarískum pöntunarlista sem dreift er víða um heim segir meðal annars að Island sé á stærö viö Kentucky-fylki, höfuöborgin heiti Reykjavík og meöal annarra borga megi nefna Jakarta, Surabaja og Bandung. Pöntunarlisti þessi heitir „Scandin- avia by mail” eöa Noröurlönd í pósti og býöur viðskiptavinum sínum aö kaupa húsgögn, uliarvörur, gufuböö og margt Samtök um byggingu tónlistarhúss hafa boöið arkitektum frá öllum Norö- urlöndunum að taka þátt í samkeppni um hönnun væntanlegs tónlistarhúss í Laugardalnum. Skipuö hefur veriö dómnefnd til að velja úr tillögunum. Þrenn verölaun veröa veitt fyrir fleira frá Noröurlöndunum meö aðstoð póstþjónustunncu-. Eitthvaö hefur landafræöikunnáttan skolast til hjá Bandaríkjamönnunum vegna þess aö Jakarta, Surabaja og Bandung eru borgir í Indónesíu. Þaö gæti reynst erfitt aö panta ACT-skóna frá Sambandinu á Akureyri þar um slóðir ef einhverjir vestan hafs hefðu áhuga á aö eiga viöskipti viö kaup- menn í næststærstu borg á Islandi. bestu tiliögurnar. Samtals nemur upp- hæð þeirra 2,6 milljónum króna. Fjár hefur enn ekki veriö aflaö til húsbyggingarinnar. Samtökin munu á næstu mánuðum leita til almennings og yfirvalda um fjárstuöning. GK • Katrín Didriksen, formaður foreldrasamtakanna og gullsmiður, tók dóttur sina, hana Eliu Þórunni, til vinnu sinnar í gær til að vekja athygli á þvi ástandi sem nú rikir á dagheimilum borgarinnar. DV-mynd KAE -EIR. Samkeppni um tónlistarhús

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.