Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1985, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1985, Blaðsíða 9
DV. FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER1985. 9 PolPotbragð? Stjórnin í Kampútseu segir að til- færslan á Pol Pot úr embætti yfir- manns hers rauðu kmeranna sé aöeins bragð af hálfu kmeranna. „Ovinurinn hefur reynt mörg brögð áður en honum hefur mis- tekist smánarlega,” sagði í umsögn fréttastofu Kampútseu. Pol Pot er talinn eiga sök á dauða hundruða þúsunda Kampútseu- manna á meðan rauðu kmerarnir fóru með völd, þangaö tii Víet- namar réðust inn og hernámu land- iö., Það var eitt skilyrða Víetnama fyrir brottför frá Kampútseu aö Pol Pot yrði ekki í forsæti kmer- anna. AðstoðRússa Norsk stjórnvöld hafa gefiö norskum fyrirtækjum leyfi til að selja Sovétmönnum aðstoð sína við vinnslu á olíu á hafi úti. Þetta gildir þó ekki um svæði sem löndin tvö deila um. Sovésk yfirvöld hafa lýst yfir áhuga sínum á að fá norsk fyrir- tæki til þessa. Norsku fyrirtækin hafa yfir tæknikunnáttu að ráða sem Sovétmenn hafa áhuga á og Norðurmenn hafa áhuga á aö bæta atvinnuhorfur í norðurhéruöum landsins. Vill kæra Breta Venstre flokkurinn í Noregi vill að Noregur fari í mál við Bretland vegna súrs regns sem berst frá Bretlandi til Noregs. Flokksfor- maðurinn Odd Einar Dörum segir að fara eigi með máliö í Alþjóða- dómstólinn í Haag ef Bretlands- stjórn hefur ekki lýst því yfir fyrir árslok að hún vilji minnka útblást- urum30prósent. Dörum segist hafa tvennt í huga með þessu. Það fyrsta sé að minnka súrt regn í Noregi. Það annað sé að vekja athygli á vanda- máli súrs regns á alþjóðavett- vangi. Sumir segja að þriðja ástæðan sé sú að hann vilji vekja athygli á Venstre á innanlandsvettvangi fyrir kosningarnar á mánudag. Lögregla barflist við blökkumenn í Jóhannesarborg og i Höfðaborg, eins og hér sést. Hvítir borgarar í Jóhannesarborg: Tóku á móti árásar- mönnum með skothríð dögum viö nemendur í hverfi kyn- blendinga i Höfðaborg á suðurodda landsins eftir aö unglingarnir brenndu líkkistu sem merkt var „Apartheid.” Á meðan barist var í Suður-Afríku hélt yfirmaður seölabanka landsins áfram tilraunum sínum til aö lappa upp á gjaldmiðil landsins. Gerhard de Kock var væntanlegur til Bretlands í dag eftir samtöl við bankamenn í Bandaríkjunum. Á blaðamannafundi í New York sagði de Kock að Suöur- Afríka yrði ef til vil aö veðsetja gull- forða sinn til aö fá ný lán sem landið þarf nauðsynlega á að halda til að borga af eldri lánum. Viðskipti með suður-afríska randið á gjaldeyrismörkuðum í Asíu í nótt gáfu til kynna að gjaldmiðill Suöur-Afríku lækkaði enn í verði gagnvart öðrum gjaldmiðlum. Hvítir borgarar skutu á um 100 unglinga af blönduðum kynþætti sem réðust inn í úthverfi hvítra manna í Jóhannesarborg í Suður-Afríku. Ungl- ingarnir hentu grjóti og bensin- sprengjum í híbýli hvítra, að sögn lög- reglu. Slíkar árásir kynblendinga eða blökkumanna á hvíta hafa verið sjald- gæfar í Suður-Afríku. Engar nákvæmar fréttir af mannfalli hafa borist, en fréttir herma aö 40 manns að minnsta kosti hafi særst þegar lögregla skaut á ungling- ana og þegar vegatálmi brann og lokaði aðalvegi. Víða um Jóhannesarborg var barist í gærkvöldi. Lögregla átti í götubar- Njósna- tilkynning? Fölsk dánartilkynning sem birtist í Times blaðinu breska kann að hafa verið á einhvern hátt tengd njósna hneykslinu mikla í Vestur-Þýska- landi. Hún kann jafnvel að hafa verið dulbúið skeyti til austur-þýskra njósnara í Bretlandi. Dánartilkynningin skýrir frá því VON HESSEN. - On August 21st at Penzance. Cornwall. Timothy. Mark and James. Dearly beloved sons of Margarita Countess Von Hessen and the late Count Rlchardt. Funeral servlce to be held tn Germany. Do- natlon to the NSPCC. að Timothy, Mark og James von Hessen verði grafnir í Þýskalandi. Þeir séu synir Margarita greifynju von Hessen. Þetta fólk er ekki til. Þó er til 72 ára gömul prinsessa sem heitir Margaret von Hessen, en hún er nú gestur Elísabetar drottningar í Balmoral kastala. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Vilt þú eignast sælureit undir suðrænni sól? Magaluf, Palma de MaBorca Við vinnum að því að skapa íslendingum aðstöðu í eigin húsnæði í sólarlöndum, einkum til heilsubótar- og vetrar- dvalar að afloknum löngum og ströngum starfsdegi fyrir land og þjóð. Okkur hefir tekist að fá fráteknar í stuttan tíma 50 íbúðir með góðri aðstöðu á viðráðanlegum kjörum á eftirsóttum stað á Mallorca, Magaluf, skammt frá strönd og höfuðborg- inni Palma. Vegna þess hvað staðurinn er eftirsóttur, íbúð- irnar vandaðar og margvísleg þjónusta og aðstaða á staðnum er endursöluverð tryggt, auk hárra leigutekna yfir sumarmánuðina, ef fólk vill, sem einar nægja til þess að skila eigendum kaupverðinu aftur næstum alveg með 15 sumra leigu og íbúðin er þá frjáls til afnota yfir veturinn raunveru- lega frítt fyrir eigendur. í íbúðasamstæðunni eru alls 120 íbúðir, tveggja og þriggja herbergja, fullfrágengnar með innréttingum, hreinlætistækj- um, eldavél og isskáp. Sýnishorn af verði og kjörum, (háð reglum íslenskra gjald- eyrisyfirvalda). Stór útisundlaug er í hótel- garði, upphituð innisund- laug, gufubaðstofa, heilsu- ræktarstöð með endurhæf- ingaraðstöðu, gestamót- taka, setustofur, veitinga- staðir, kjörbúð, hárgreiðslu- stofa og fleira. Verð Þar af lánað til 10ára Leigutekjur 5 sumur Leigutekjur 10 sumur Leigutekjur 15 sumur 2. hæð 3. hæð 1.737 Þ. kr. 1.775 Þ.kr. 625 Þ. kr. 625 Þ. kr. 500 Þ.kr. 500 Þ.kr. 1.000 Þ.kr. 1.000 Þ.kr. 1.500 Þ.kr. 1.500 Þ.kr. / SAMTÖKIN SOlARHUS Garðastræti 17, 3. hæð, simi 11651 (skrifstofan opin virka daga kl. 4—6 síðd. og aðra tima eftir samkomu- lagi).

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.