Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1985, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1985, Blaðsíða 11
DV. FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER1985. 11 Harður skóli að stjóma sýningunni — segir Jón Eggertsson, framkvæmdastjóri Heimilisins '85 „Petta er harður skóli en mjög skemmtilegur,” sagöi Jón Eggerts- son sem síðustu daga hefur unnið höröum höndum viö að stjórna heim- ilissýningunni í Laugardalshöllinni. Það er Kaupstefnan í Reykjavík sem heldur sýninguna. Þar hefur Jón ver- iö framkvæmdastjóri í tæpt ár. Áður var hann sölustjóri þar í álíka langan tíma. Jón réðst í þjónustu Kaupstefn- unnar eftir að hafa unnið um 11 ára skeið hjá Tollgæslunni. „Þennan tíma sem sýningin stend- ur er ég í þessu nánast allan sólar- hringinn,” sagöi Jón þegar DV tókst aö tefja hann stutta stund frá störf- um. En þegar hinu daglega amstri sleppir er þaö laxinn sem heillar. „Ég hef að vísu lítið komist á veiðar þessi ár sem ég hef veriö hjá Kaup- stefnunni,” sagði Jón. „Hér eru sumrin aðalannatíminn svo það gef- ur augaleiö aö lítiö verður úr laxveið- um. Eg hef almennt áhuga á úti- veru. T.d. væri gaman að fara í úti- legu með f jölskyldunni inn á hálend- íslandsmeistarakeppnin í ökuleikni BFÖ-DV: Keppt um utanlandsferðir og glæsilegan Mazda 626 Jón Eggertsson, framkvœmdastjóri Heimilisins '85. DV-mynd GVA. ið. Stöngin verður auövitað að vera með,”sagðiJón. tþróttir sagðist Jón ekki stunda ef frá er talin keilan. Aftur á móti hefur Jón verið með annan fótinn í pólitík- inni og er nú formaður Varðbergs. Eiginkona Jóns er Þórdís Helga- dóttir, fulltrúi hjá Húsnæðisstofnun ríkisins. Þau eiga tvö börn, Eggert Þór, 13 ára, og Margréti Jónu, 9 ára. GK — i spennandi keppni a laugardagmn kemur Nú líður að lokum ökuleikni Bindind- isfélags ökumanna og DV þetta sumar- ið. Á laugardaginn kemur verður loka- spretturinn tekinn. Þá verður úrslita- keppni sumarsins haldin. Hún er jafn- framt Islandsmeistarakeppni í öku- leikni. Það má búast við haröri og spenn- andi keppni, því bestu ökumenn hverr- ar keppni mæta. Það er ekki heldur svo lítið að keppa að. Verölaun í ökuleikni hafa aldrei verið eins glæsileg og í ár. Sigurvegarar í karla- og kvennariðli fá utanlandsferðir með Arnarflugi. Þá mun Mazda-umboðið Bílaborg hf. gefa glæsileg bikarverðlaun fyrir 3 efstu sætin í hvorum riðli. Þá er það síðast en ekki síst glæný Mazda 626 GLX í boöi fyrir þann kepp- anda sem tekst að aka villulaust í gegnum þrautaplanið. Viðkomandi eru sett tímamörk og verður hann að vera með einn af 15 bestu tímunum í brautinni. Þetta hljómar kannski sem ókleift en keppendur aka tvær umferð- ir og nægjanlegt er aö aka aðeins aðra umferðina villulaust til að hljóta bíl- inn. Það er einnig Mazda-umboðið sem ber kostnað af vinningsbílnum. Kepp- endur munu allir keppa á sams konar bíl af Mazda gerð og er það gert til að gera öllum jafnt undir höfði. Sumir spyrja eflaust hvað ökuleikni sé. Það er keppni sem byggir á hæfni keppenda í þrautaakstri ýmiss konar og umferðarreglunum. Fyrst erukepp- endur spurðir um ýmis atriði í umferð- inni. Því næst aka þeir í gegnum þrautaplanið sjálft, sem samsett er úr þrautum sem fyrir geta komið í um- ferð. I þrautaakstrinum skiptir máli að aka vel og vera ekki of lengi, því tím- inn er reiknaður sem refsistig. I keppninni á laugardaginn er ráð- gert aö akstur í fyrri umferð hef jist kl. 11.00 fyrir hádegi og veröi lokið kl. 14.30. Þá verður hlé milli umferða og munu þá nokkrir vaskir lögregluþjón- ar úr lögreglunni í Reykjavík, Kópa- vogi og Hafnarfirði og slökkviliðsmenn úr Hafnarfirði og Reykjavík mæta á staðinn og reyna við þrautaplaniö. Seinni umferðin mun síðan hefjast kl. 15.00 og mun hún verða meira spennandi en sú fyrri því þá hafa kepp- endur þegar reynt einu sinni við planið og hafa því meiri möguleika á að aka villulaust í seinni umferð. Keppnin fer fram við Osta- og smjör- söluna á Ártúnshöfða. Að lokinni keppni mun trygginga- félagið Ábyrgð hf. bjóða keppendum í kaffisamsæti, þar sem verölaunin veröa afhent, ásamt reiðhjólunum sem voru vinningar í reiðhjólahappdrætt- inu, en samhliða ökuleikninni í sumar var reiðhjólakeppni haldin og keppendur fengu happdrættismiða að launum. Það er Fálkinn sem gefur reiðhjólin í þessu happdrætti. Við hvetjum fólk til að koma upp á Ártúnshöfða á laugardag um hálfþrjú- leytið og fylgjast með skemmtilegri keppni. EG Mynd þessi var tekin i pressukeppni i ökuleikni fyrr i sumar. Þar var keppt ó Mazda 626, en þafl er sams konar bill og verflur í bofli fyrir villulausan akstur i úrslitakeppninni. Varaklutir óskast l Hudáon 1947 Ástand og útlit skiptir ekki máli. Upplýsingar í símum 50755 og 37680. / Gpps, klaufi varstu ... en þetta gerir svo sem ekkert til Effco þurrkan gerir hluti sem þessa að smámáli Enginn sem á Effco þurrku kipp- utan. Það er alltaf öruggara að hafa ir sér upp við svona smáslys. Enda þurrkar Effco þurrkan upp allt sem sullast og hellist niður. Með Effco þurrkunni er enginn vandi að halda eldhúsinu fínu, sama hvað gengur á. Hún gerir eldhússtörfin ánægju- legri en nokkru sinni fyrr. En hún er ekki bara til að þrífa þess háttar ósköp. Þú notar hana líka til að þrífa bílinn - jafnt að innan sem Effco þurrkuna við hendina, hvort sem það er á heimilinu, í sumar- bústaðnum, bátnum eða bílnum. Já, það er fátt sem reynist Effco þurrkunni ofraun. Effco-þurrkan fæst á betri bensínstöðvum og verslunum. ISKOLANN Olympia, kr. 370, nr. 30—41 Samba, kr. 395, nr. 30—41

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.