Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1985, Blaðsíða 4
4
DV. FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER1985.
Laxá í Aðaldal efst
r
—en Laxá á Asum sé miðað við stangaf jölda
Veiðinni er nú lokið í nokkrum
veiöiám og lokatölur að liggja fyrir.
Laxá í Aðaldal er efst og hefur verið
það nokkuð lengi í sumar. En ef mið-
að er við stangafjölda er Laxá á
Ásum sigurvegarinn því þar er að-
eins veitt á tvær stangir og komu
1482 laxar, en í Laxá í Aðaldal er
veitt á 20 stangir. En hér kemur stað-
anáhádegiígær:
1. Laxá í Aöaldal 1930 laxar.
2. Þverá (Kjarrá) 1545 laxar.
3. Laxá á Ásum 1482 laxar.
4. Grímsá
5. Laxá í Dölum
6. Langá á Mýrum
7. Norðurá
8. Hofsá
9. Laxá íKjós
1295 laxar
1230 laxar
1135 laxar
1129 laxar
1116 laxar.
10851axar
G. Bender
Laxá í Mývatnssveit:
5050 URRIÐAR VEIDDUST
Veiðinni er lokið á urriöasvæðun-
um í Laxá í Mývatnssveit og hefur
aldrei gengið betur. Margir hafa
fengiö góða veiði og sumir fengið þá
væna, þann stærsta dró Rögnvaldur
Ingólfsson, 13 punda urriða, eins og
við sögðum frá á sínum tíma.
„Það komu 3550 urriðar og Rögn-
valdur veiddi þann stærsta, en næst
kemur 7 punda fiskur,” sagði Hólm-
fríður Jónsdóttirá Arnarvatni erviö
leituðum frétta af efra urriðasvæð-
inu. „Júní gaf 1680, júlí 1040 og ágúst
um 730 og þetta er mjög góð útkoma
miöað við veðurfarið hér í sumar.
Reyndar er þetta langbesta sumarið
sem hefur komið og næst þessu gaf
1800 urriða. Merkilegt hvað veiöi-
menn stóðu við þetta, stundum oft
það kalt og snjóaði í lokin. Besta
flugan í sumar hefur verið Þingey-
ingur, skammt á eftir koma Micky
Finn og Black Chost, allt straumflug-
ur, en þegar menn hafa minni flugur,
hafa Peter Ross og Black Zulu verið
mjög góðar. Þaö hefur verið talsvert
bókað fyrir næsta sumar bæði Islend-
ingar og útlendingar. Það er gleði-
legt að tslendingar eru farnir að
panta meira fyrirfram.”
Það veiddust 1500 urriðar á neðra
svæðinu í Laxárdalnum, sem er einn-
ig met, þar hafa veiðst þetta 800 fisk-
ar mest. Stærsti fiskurinn vó, 6,5
pund og veiddi Gunnar Rafn Jónsson
í Ferjuflóa á Þingeying.
Þessi góða veiöi ýtir stoðum undir
það sem haldið hefur verið fram að
urriöasvæðið í Laxá í Mývatnssveit
sé besta og fallegasta veiðisvæði í
heimi. Kannski maður kíki næsta
VEIÐIVON
GunnarBender
sumar og fái nokkra? Eða eins og
einn veiðimaður sagði um urriöa-
svæöið: „Það er frábært aö vera
þarna og veiða, enda dugir þetta mér
allt árið að fara þarna einu sinni á
sumri, á bæði svæðin. Bæði fallegt og
mjög góð veiði yfirleitt.”
G. Bender.
Fallegir urriðar af efra svæðinu.
DV-mynd FA.
Þeir eru margir ungir og efnilegir veiðimennirnir okkar. Á myndinni
rennir Geir Arnar Marelsson fyrir fisk i Geirlandsá nýlega, en fiskurinn
var tregur. DV-mynd G. Bender.
• Nýr viðlegukantur var tekinn í notkun í Norðurfirði á Ströndum ný-
lega. Hér sést Askja sem var eitt fyrst skipa til að leggjast upp að kant-
inum. DV-mynd Emil.
Greiöslujöf nun húsnæðislána:
Færri fá jöfnuð
lán en ætlað var
Ljóst er aö svokölluð greiðslujöfnun
húsnæðislána kemur mun færri lántak-
endum til góða en áætlað hafði verið.
Hagstofan hefur reiknaö út launavísi-
tölu sem er viðmiðunarvísitala fyrir
greiðslujöfnunina. Þegar þessi vísitala
er yfir lánskjaravísitölunni á sam-
kvæmt reglum um greiðslujöfnun að
fella hluta niöur af greiöslum lántak-
enda.
Greiöslujöfnun átti að gilda frá 1.
júní 1979 eða þegar lán urðu vísitölu-
tryggð. Samkvæmt útreikningum Hag-
stofunnar á launavísitölunni, sem er
búin til úr þróun launa samkvæmt töxt-
um og þróun heildarlauna með yfir-
borgunum, þá fylgjast launavísitalan
og lánskjaravísitalan í megindráttum
að frá 1979 fram til seinni hluta 1982.
Þá tekur viö tímabil, eöa fram til
seinni hluta 1983, þar sem launavísital-
an er undir lánskjaravísitölunni. Sam-
kvæmt því á að greiðslujafna á þessu
tímabili. Hins vegar kemur í ljós aö
eftir þetta tímabil og fram til dagsins í
dag snýst þetta við og launavísitalan
er hærri en lánskjaravísitalan.
Hjá Húsnæðisstofnun fengust þær
upplýsingar aö ekki væri búið að
reikna út hvaða þýðingu þetta heföi í
för með sér.
Samt er ljóst aö færri fá greiðslujöfn-
un á lán. Þá fær enginn greiöslujöfnun
sem tekið hefur lán á seinni hluta 1983
og fram til dagsins í dag.
Þá er gert ráö fyrir því í greiðslu-
jöfnun lána að þegar launavísitalan fer
yfir lánskjaravísitöluna eigi greiðslur
að hækka og það sem greiöslujafnað
hefur verið greitt til baka. Samkvæmt
niðurstööum Hagstofunnar getur farið
að það sem greiöslujafnað verður 1982
til 1983 étist upp á tímabilinu eftir 1983.
APH
Bændurað
tölvuvæðast
I gærmorgun hófst endurmenntunar-
námskeiö í búnaðarhagfræði á bænda-
skólanum á Hvanneyri. Námskeiöið er
einkum ætlað búnaöarráðunautum
búnaðarsambandanna. Sveinn Björns-
son, skólastjóri á Hvanneyri, setti
námskeiðið og Jón Helgason landbún-
aðarráðherra flutti ávarp.
Námskeiðið er haldið á vegum
bændaskólans og Búnaðarfélags ís-
lands. Það er liður í þeirri áætlun að
efla ráðgjafaþjónustu í búnaðarhag-
fræði. Á námskeiðinu verður m.a.
kynnt tölvuforrit til áætlunargeröar en
búnaðarsamböndin eru nú um þessar
mundir að tölvuvæöa starfsemi sína.
APH
jdagmælir Dagfari
í dag mælir Dagfari
í daa mælir Dagfari
Albert er litríkur
Viðtalsþátturinn við Albert á
þriðjudagskvöldið var óborganlegur.
Að eigin sögn hefur ráðherrann fýsik
og starfsþrek á við tvítugan mann,
og „ég er bara fljótari að hugsa en
aðrir”, sagði Albert og gaf fingur-
smell til áréttingar. Vegfarendur
voru yfirleitt sammála Albert sjálf-
um um að hann væri hinn ágætasti
maður. Hann er litríkur, sögðu þeir,
án þess að útskýra það frekar. Ung
stúlka hitti þó naglann á höfuðið þeg-
ar hún sagði að Albert segði eitt í dag
en annað á morgun. Það er einkenni
þeirra sem hugsa hraðar en aðrir.
Albert vill selja Kananum lamba-
kjöt. Hann er þeirrar skoðunar að
varnarsamningurinn geri ráð fyrir
því að vamarliðið éti lambakjöt.
Hann hefur meira að segja svo mikla
trú á lambakjötinu að bandarískir
hermenn heimti framvegis íslenskt
lambakjöt í öðrum herstöðvum.
Þessarí landbúnaðarstefnu Alberts
hefur verið vel tekið af Stéttarsam-
bandi bænda.
Albert veit ekki hver „lak” í Flug-
leiðamálinu. Það var ekki Fjár-
festingarfélagið, ekki ríkisstjórnin,
ekki félagar hans í Sjálfstæðisflokkn-
um. Hann heldur því fram að Birkir
sjálfur hafi lekið.
Fréttaspyrlamir komust ekki upp
með moðreyk þegar þeir ætluðu að
hanka ráðherrann á söluverðinu. Al-
bert veit að sjö milljónir em sjö
milljónir og hann var ekki beittur
neinum þrýstingi í flokknum. Satt að
segja fengu flokksmenn Alberts ekk-
ert að vita um tUboðið. AUt era það
þó góðir vinir hans. Eins og reyndar
Morgunblaðsmenn em líka. Og Guð-
rún Helgadóttir. Þessi vinskapur aU-
ur var staðfestur í bak og fyrir og
maður beið allan timann eftir ástar-
játningum, svo mikU var vináttan.
Jón Baldvin kvað Albert góðan fót-
boitamann og ennþá betri bisness-
mann og var háUhissa á því að fót-
boltinn og bisnessinn skyldi ekki nýt-
ast þessum vini sinum í fjármála-
ráðuneytinu.
Sigríður Dúna og Stefán arkitekt
vom ekki eins vinsamleg, ef marka
má athugasemdir þeirra. En þá er
þess líka að geta að Stefán Bene-
diktsson er óttalegt bara, að sögn Al-
berts. Stefán var efnUegt bam, hann
er ennþá bara og talar því eins og
bam. Þar með var það mál útrætt.
Vonandi sitja ekki mörg böm á al-
þingi önnur en Stefán því að barna-
skapur eins og sá að halda að Albert
Guðmundsson sé óvinur fólksins og
launþeganna er ekki mönnum bjóð-
andi.
Albert er á móti sköttum. Samt
neyðist hann tU að hækka skatta á
næsta ári. Það er að segja hann ætlar
að lækka skattana minna en áður. En
það er ekki honum að kenna heldur
öllum hinum, þið vitið.
Og svo var það þetta með erlendu
skuldimar. Hvað er Guðrún að þvæla
um það að Albert hafi ætlað að segja
af sér ef erlendar skuldir fæm yfir
61% af vergri þjóðarframleiðslu?
Veit ekki Guðrún að það sem maður
segir í dag gildir ekki á morgun?
Veit ekki Guðrún, sem er vinur Alberts,
að fjárlög breytast frá ári tU árs og
þó að erlendar skuldir megi ekki fara
yfir 61% af vergri þjóðarframleiðslu
í fyrra eða hittiðfyrra þá gegnir allt
öðru máli í ár? Þar að auki er það
ekki Albert að kenna þótt f járlög fari
úr böndum. Það em hinir, þið vitið.
Staðreyndin er líka sú að Albert er
fljótari að hugsa heldur en aðrir og
því neyðist hann tU að segja annað i
dag en hann sagði í gær. Stefán, sem
er bara, Guðrún, sem er kommi, og
Jón Baldvin, sem hvorki er fótbolta-
maður né bisnessmaður, halda að
pólitikusar þurfi sífeUt að vera að
endurtaka sig. Og standa við það.
Það er þeirra vandamál en ekki Al-
berts. Enda hafa þau hvorki hugsun
né fýsik á við tvítugan mann. Þess
vegna fer Albert í framboð og vinnur
þegar honum sýnist. En ekki þau.
Dagfari