Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1985, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1985, Blaðsíða 19
DV. FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER1985. 19 Iþróttir Iþróttir Iþróttir íþróttir Heimir Karlsson Valsmaöur hefur sent boltann í Viðismarkið i leik lið- anna á dögunum. Valsmenn hafa nú forystu i deildinni en ekki eru all- ir sammála um að þeir vinni. DV-mynd Bjarnleifur. „Valur tryggir sér sigur” Mér er alveg sama þótt einhverjir segi aö viö eigum erfiöasta prógramm- ið eftir. Við vinnum bara í Kefló og tryggjum okkur titilinn með sigri á KR þann 12,” sagði Jón Karl Helgason, blaðamaður og bakpokahetja, í lauf- léttum samræðum við undirritaðan. „Valsarar eru langbestir enda efsta liöið í deildinni. Eg er ekki hræddur við Þórsara. Norðanmenn hafa löngum þótt frægir fyrir annað en að vera Is- landsmeistarar í knattspyrnu,” sagði Jón. Er hann var spuröur hvaö helst — segir Jón Kaii Helgason þeir væru frægir fyrir. setti hann hljóð- an en tautaði eitthvaö fyrir munni sér um Vaglaskóg og Glerárhverfi. „Eg er smáhræddur við Framara en get alveg sofið fyrir því. Eg spái að Fram verði í ööru sæti en Þór í þriðja og hreppi Evrópusæti. Reykjavíkurfé- lögunum Þrótti og Víkingi spái ég falli. Sú spá er reyndar byggð á algerri van- þekkingu og ég segi þetta aöeins því mér finnst Suðurnesjamenn skemmti- legir upp til hópa,” sagöi Jón Karl og beit í flatkökuna sína. SigA. Jón Karl Helgason. ÍA vinnur — segir Sigþór Eiríksson „Ég hef nú löngum þótt maður hlutlaus í skrifum en þvi er ekki að neita að ég vona að Skagamenn vinni,” sagði Sigþór Eiríksson, fréttaritari og enskumaður, í símann á Akra- „Var í Val en hélt með Fram” nesi. „Ég vil bara ekki viðurkenna það sem blöð hafa vcrið að segja að við eigum minnsta von þeirra Uða sem mesta möguleika eiga á titl- inum. Við höfum verið óheppnir og klaufskir eins og í leiknum gegn FH og sama má segja um tapið gegn KR. Svona hcimaleikir eiga ekki að tapast og ef IA ekki vinnur þá er hægt að fara aftur til þessara leikja og kenna um að einhver ju leyti. Svo má auðvitað taka fram að við höfum misst sex leikmenn frá í fyrra og er það mesta blóðtaka sem íslenskt lið varð fyrir í vetur. Þetta eru Sigurður Halldórsson, Bjami Sig- urðsson, Guðbjörn Tryggvason, Sigþór Ómarsson og Sigurður Jónsson. í staðinn hafa komið ungir og óreyndir sírákar sem hafa staðið sig vel, sérstaklega Birgir Kristjánsson í markinu, en reynslan hefur mikið að segja,” sagði Sigþór og saup á gosflóskunni. — segir Eiríkur Jónsson „Eg spilaði fótbolta með Val í 5. C og 4. B. Eg held að ég sé eini maðurinn sem hefur leikið með Val og haldið með Fram,” sagði Eiríkur Jónsson, blaða- maður og baunavinur, í stuttu (mjög stuttu) spjalli. „Það var eiginlega orðið óbærilegt á æfingum því hinir strákarnir vildu aldrei gefa á mig. Ég ákvað þá bara að hætta og fór stuttu síðar til útlanda og hætti að fylgjast með íþróttum,” sagði Eiríkur. Áður en tókst að spyrja hann um hver hann héldi að ynni var hann kominn í símann og baö um Bandarík- in. SigA. Eirikur Jónsson. Megi þeir bestu vinna — ogþað eru mínir menn, segja eitilharðir stuðningsmenn toppbaráttuliðanna Þetta er nú orðið svo fjandi spenn- andi á toppi deildarinnar aö venjulegt fólk „bíta nagl og bíða spent” eftir aö 17. og næstsíðasta umferðin byrji á laugardaginn kemur. Og hvaö segja stuðningsmenn? DV fór á hina heims- frægu stúfa og spurði ofstækisfulla stuðningsmenn toppbaráttuliðanna hverju fram yndi síöustu tvær umferð- irnar. Svörin voru öll á einn veg. Þeirra lið myndu auðvitað vinna og öll hin liðin tapa. Staðan yrði þá auðvitað orðin svo slæm, eða kannski flókin, og helst aö varpa yrði hlutkesti um hvaða liðynnideildina. Auðvitað er þetta bara óskhyggja í köppunum fjórum en að lokum mun einn þeirra hafa rétt fyrir sér. Hér fara röksemdafærslur JKH, KMU, SE og SA, eða Jóns Karls Helgasonar, Krist- jáns Más Unnarssonar, Sigþórs Eiríks- sonar og Stefáns Arnaldssonar. Megi þeir bestu vinna. Ugg. SigA „Sannfærður um að Fram sigri” — segir Kristján Már Unnarsson „Ég er saunfæröur um að Framarar vinna þá leikl sem eftir eru og tekst að koma Islandsmeistaratitlinum í hús. Við ryðjum FH úr vegi, fjarvera Pét- urs Ormslev kemur ekki að sökum, þar sem Ormar Örlygsson er kominn úr banni og Örn Valdimarsson er vel lið- tækur leikmaður þegar hann er með,” sagði Kristján Már Unnarsson, blaða- maður og golfari, við undirritaðan i g*r. Blaöamaður hitti Kristján að máli stuttu eftir hádegisverö en hann haföi þá nýlokiö viö aö lesa Sandkom. Krist- ján var hinn hressasti þrátt fyrir ógöngur Framara aö undanförnu og sagöi m.a. „Framliöið mun ná toppleik gegn tA í síðustu umferðinni. Leik- menn taka þó upp sína fyrri iðju og rót- bursta IA, 4—1. Mínir menn munu nýta færin aðeins betur en í leiknum við IBK í bikarnum,” sagöi Kristján og brosti gleitt er hann minntist þeirrar viður- eignar. „Þetta gera 37 stig og vegna eins stigs forystu Vals þurfum við að- stoð utanaökomandi afla. Þar hef ég stóra trú á IBK, þeim tekst að taka stig af Val og sterkir varnarmenn Þróttara munu sjá til þess að Þórsarar fari ekki meö sigur af hólmi í viðureigninni. næsta laugardag,” sagöi Kristján, stakk úr tönn og byrjaði aftur að lesa Sandkorn. SigA Kristján Már Unnarsson. „Þór vinnur 1. deildina” — segir Stefan Arnaldsson „Jú, jú, eg berst meö sverði og spjót- um fyrir málstað Þórsara í þessu máli og hef ekki trú á neinu öðru en aö þeir vinni deildina,” sagði Stefán Arn- aldsson, fréttaritari og flautuleikari, viö DV í gær. „Þaö getur fariö svo að taugarnar segi til sín hjá ungu og óreyndu Þórs- liðinu í leiknum gegn Þrótti á laugar- daginn, en ég held að liðið sigri FH ör- ugglega hér fyrir norðan. Liðið hefur veriö ósgrandi hér heima og hefur, held ég, alla burði til að vinna mótið. Eina vafaatriöiö er leikurinn gegn Þrótti í Reykjavík. Ef hefst aö sigra hann þá vinnum við mótið. KR og Keflavík sjá um Valsarana, þau lið eiga ennþá séns á Evrópusæti og þau munu berjast fyrir því,” sagði Stefán ogleitútEyjafjörðinn. SigA. PISA puntar upp á — Ja ekki nóg með það þvi að Pisa hornsófinn, sem er bólstraður með buffalóskinni á slitflötum, er einhver Opið föstudag til kl. 8 (20.00) og laugardag til kl. 4 (16.00). þœgilegasti sófinn á markaðnum að sitja og liggja i. Breidd 210 cm, lengd 260 cm. Margir litir (fœst einnig i áklæði). Útborgun er 30% og eftirstöðvar á 6 mánuðum. Stað- greiðsluafsláttur 5% og að sjálfsögðu eru kreditkortin bæði tekin sem útborgun á samninga og staðgreiðsla. greiðsla. HCSGAGNAUÖLLIN BÍLDSHÖFÐA 20 110 REYKJAVÍK S 91-81199 og 81410

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.