Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1985, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1985, Blaðsíða 18
18 DV. FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER1985. Ertu með erlend viðskiptasambönd ? Hvemig er slíkum samböndum komið á? Námskeiðið í enskum bréfaskriftum er lykillinn að árangr- inum og er sérstaklega samið fyrir þá sem vinna við er- lend samskipti eða hyggja á slík störf. Þátttakendur verða þjálfaðir í uppsetningu enskra við- skiptabréfa, kennt verður að semja telexskeyti. Þátttak- endur fræddir um siði og venjur í enskumælandi löndum, farið í heimsóknir í stofnanir sem tengjast milliríkjaverslun á einn eða annan hátt. Námskeiðið fer að hluta til fram á ensku. Enn eru nokkur sæti laus. Ken.nslan fer fram á þriðjud. og fimmtud. frá kl. 17.35—19.00 og hefst mánudaginn 23. sept. Þátttaka tilkynnist i síma 14157. Verslunarskóli íslands, Grundarstíg 24, Reykjavík. Pepsi Áskorun! Um allctn heim hefur fólk tekiö áskorun frá Pepsi-cola og boriö saman Pepsi og adra kóladrykki. — Undantekningarlítid varö Pepsi fyrir valinu. Pepsi-cola skorar á þig.... aö gera samanburö. Takið Pepsi Áskorun i Látið bragðið ráða íþróttir íþróttir íþróttir Óskar Þorsteinsson. Axel Axelsson. Qeir Hallsteinsson. Breiðablik og Valur líklegust til sigurs Í2. deild karla og 1. deild kvenna. DV kynnir lista deildanna og veltir vöngum yfir styrk liðanna. Frá Stefáni Arnaldssyni, fréttaritara DV: Nú fer óðum aö styttast í þaö að Is- landsmótin hef jist í handknattleik. DV hefur áður birt lista yfir þá þjálfara er koma til með að stýra meistaraflokki karla í vetur en nú verða 2. deild karla og 1. deild kvenna gerð nokkur skil. 2. deild karla Afturelding—Axel Axelsson. Ármann—Pétur Bjarnason. Breiðablik—Geir Hallsteinsson. Grótta — Gauti Grétarsson. HK—Rudolf Havelik. Haukar—Sigurbergur Sigsteinsson. Þ6r Ve.—Eyjólfur Bragason. Breiðablik verður að teljast líkleg- ast til sigurs í deildinni. Félagið hefur nokkurn veginn sama mannskap úr að moða og leikmenn liðsins hafa fengið góða reynslu eftir síðasta keppnistíma- bil er liðið lék í 1. deild. HK kemur að öllum líkindum með að veita Blikunum einhverja keppni en liðið lenti í þriðja sæti deildarinnar í fyrra. Lið Þórs, sem féll úr þeirri fyrstu, er stórt spin-n- ingarmerki. Félagið hefur fengið nýjan þjálfara, Eyjólf Bragason frá Stjörnunni, en misst tvo snjalla leik- menn, þá Sigmar Þröst markvörð og Gylfa Birgisson. Afturelding hefur staðið sig ótrúlega vel í æfingaleikjum að undanförnu og meðal annars gjör- sigrað bæði Islandsmeistara FH og KR. Liðið vann FH með sjö marka mun, auk þess sem þaö vann sigur í tveimur leikjum gegn KR, annan með einu marki en hinn með níu marka mun. Haukar koma til með aö byggja lið sitt að mestu upp á ungum leik- ' mönnum en lið þeirra er enn sem kom- ið er ekki meira en efnilegt. Guðmund- ur Þórðarson er aftur kominn heim á fornar slóðir og mun hann bæði þjálfa og leika með IR-Iiðinu. Félagið hefur auk hans fengið Bjarna Bessason úr Stjömunni og Ársæl Kristinsson í sínar raðir. 1. deild kvenna FH—Viðar Símonarson. Fram—Gústaf Björnsson. Haukar—Friðrik Þorbjörnsson. KR—Ólafur Lárusson. Stjarnau—Margrét Theodórsdóttir. Valur—Óskar Þorsteinsson. Þór—tekur ekki þátt. Hvorki fleiri né færri en sex af sjö þjálfurum kvennaliðanna hafa leikið eöa leika í 1. deild karla. Þór sendir ekki lið vegna fjárskorts og mann- fæðar og Margrét Theódórsdóttir, sem lék með FH, mun nú þjálfa liö Stjörn- unnar. Tveir meistaraflokksmenn frá KR hafa nú tekið að sér þjálfun en það eru þeir Friðrik Þorbjörnsson sem mun þjálfa Hauka og Olafur Lárusson sem mun taka að sér stjórn KR-liðsins. Valsmenn líta sterkast út á pappírnum af 1. deildar liðunum en Óskar Þor- steinsson, leikmaður með Fram, mun sjá um þjálfun þeirra. Þetta mun vera frumraun hans sem þjálfara í meist- araflokki en hann hefur áöur fengist við þjálfun yngri flokka. Islandsmeist- arar Fram verða vart svipur hjá sjón frá því í fyrra. Liöið hefur misst Erlu Rafnsdóttir til Stjörnunnar og þá hafa þær Oddný Sigsteinsdóttir og Sigrún Blómsterberg báöar yfirgefið félagið. Þær halda til Noregs. Aðalmarkaskor- ari þeirra í gegnum árin, Guðríður Guöjónsdóttir, er þunguö um þessar mundir og ekki er reiknað með aö hún byrji að æfa fyrr en um áramótin. FH kemur að öllum líkindum til með að berjast í efri hlutanum þrátt fyrir að liðið hafi misst Kristjönu Aradóttir. Hún er flutt til Sauðárkróks þar sem hún mun sjá um þjálfun yngri flokka. Ekki er enn ljóst hvaða félag kemur til meö að taka sæti Akureyrarliðsins Þórs en líklegt er að fjögurra liða keppni verði leikin um lausa sætið. Lið IA, sem féll niður í 2. deild í fyrra, mun ekki koma til með að leika um sætið þar sem félagið hefur dregiö þátttöku sínaílslandsmótinutilbaka. -fros. Heimsins bestu: DANSARAR GERA ÞAÐ! ÍÞRÓTTAMENN GERA ÞAÐ! SÖLUMENN GERA ÞAÐ! HLJ ÓÐFÆRALEIKARAR GERA ÞAÐ! (Pjálfa sig!) Taktu þátt í Dale Carncgie námskeiðinu® og fáðu hagnýta þjálfun hjá úrvals kennurum. Kynningarfundur fimmtudaginn 5. scptemher kl. 20:30 að Síðumúla 35. Allir velkomnir. Upplýsingar í síma 8 24 11 DALE CARNEGIE NÁMSKEIÐIN » STJÓRNUNARSKÓLINN Konrid Adotpksson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.