Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1985, Blaðsíða 5
DV. FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER1985.
5
Undirskriftir íbúa Teigahverfis:
Geta ekki átt
við um okkur
—segir formaður Verndar
Ibúar Teigahverfis, 455 aö tölu, hafa
undirritað mótmæli sem beinast gegn
fyrirhugaöri starfsemi fangahjálpar-
innar Verndar í hverfinu. Undirskrift-
irnar hafa verið afhentar borgaryfir-
völdum.
I texta sem íbúar í hverfinu skrifuðu
undir segir:
„Haft hefur verið samband við
lækna, sálfræðinga og félagsráðgjafa.
Þaö er samhljóma álit þeirra að óráð-
legt sé að reka heimili til endurhæfing-
ar fyrir fleiri en átta fyrrverandi fanga
á sama stað. Við viljum því, undirrit-
aðir íbúar Laugarneshverfis mótmæla
fyrirhuguðum rekstri 23 manna heim-
ilis á Laugateig 19 og lýsum ábyrgð á
hendur stjórnar Verndar á þeim afleið-
ingum sem af því kunna að hljótast.”
„Þessi texti sem fólkið hefur undir-
ritaö á ekki við um okkur og við getum
alls ekki tekið hann til okkar,” segir
Jóna Gróa Sigurðardóttir, formaður
Verndar. Hún bendir á að 30 til 40
prósent af skjólstæðingum Verndar
séu menn sem hafa ekki setiö inni en
aðeins átt við áfengisvandamál að
stríða. Sumir þeirra séu á skilorðs-
bundnum dómi og hafi aldrei setið inni.
Aö hennar dómi sé þetta plagg ákaf-
lega óvandað.
Hún bendir einnig á að núverandi
fjöldi skjólstæðinga sé 14 manns auk
þriggja starfsmanna og engin ákvörð-
un hafi verið tekin um að fjölga þeim.
Jóna Gróa segir einnig að fróðlegt væri
að fá nánari rökstuöning þeirra sem
íbúarnir höfðu samband við og fá að
vita við hvað þeir hafi miðaö því hér á
landi séu engin önnur sambærileg
heimili.
H já einum íbúa Teigahverfis fengust
þær upplýsingar að málið væri afgreitt
af hálfu íbúanna og væri nú í höndum
borgaryfirvalda. Haft hefði verið sam-
band við lækna, sálfræðinga og félags-
ráögjafa en ekki vildi þessi íbúi gefa
upp nöfn þeirra. Hann sagði hins vegar
að erlendis væru svipuð heimili og þar
Uppsögn skipverja
áDalborginni:
Ákvörðuninni
ekki breytt
„Þegar skipið fór út á miðin í síöustu
veiðiferð var allt útlit fyrir að það
sigldi utan með aflann og sumir voru
jafnvel um borð vegna þess. Það var
hins vegar ákveðið sl. fimmtudag að
landa hér á staðnum. Mennirnir um
borð urðu gramir og sendu skeyti til
stjórnarformanns þar sem þeir sögðu
upp störfum. Stjórnin harmar þetta
því að hér er um mjög góða áhöfn að
ræða.”
Svo fórust Stefáni Bjarnasyni,
bæjarstjóra á Dalvík og stjómarmanni
í Söltunarfélagi Dalvíkur, orð en Sölt-
unarfélagið er eigandi togarans Dal-
borgar. Mestur hluti áhafnar skipsins
sagði upp störfum unf helgina.
Aö sögn Stefáns voru tvær megin-
ástæður fyrir því að ákveðið var að
láta skipið landa á Dalvík. Annars veg-
ar kom verðtilboð í kola frá frystihús-
inu á staðnum sem var samkeppnis-
fært við það verð sem fæst í Bretlandi.
Hins vegar hafði atvinnuástandið á
Dalvík sitt að segja. Búiö var að segja
öllum upp í frystihúsinu og atvinnu-
leysi fyrirsjáanlegt.
A stjórnarfundi í Söltunarfélagi Dal-
víkur var stjórnarformanni falið að
leita leiða til að leysa málið. „Stjórnin
telur ekki verjandi að breyta ákvörðun
sinni, en við vonum að hægt verði að ná
sáttum,” sagði Stefán.
-JKH.
væri stefnan að hafa sem fæsta saman
á einu heimili.
Borgaryfirvöld hafa óskaö eftir
fundi við forráðamenn Verndar en ekki
hefur verið ákveðið enn -hvenær hann
verður.
APH
NÚERGULUD
TÆKIFÆRI!
AÐ. EICNAST TECHNICS
HUOMTÆKI A SERSTOKU
TILBOÐSVERÐI
FJÓRAR fullkomnar samstæður með öllu í
fallegum skáp, með litaðri glerhurð og loki.
System z-120 ............. 32.500 stgr.
System z-100 (mynd)..............36.900 stgr.
System z-200 ..............46.900 stgr.
System Z-300 ............. 53.900 stgr.
Útborgun frá kr. 5.000.-
ÞAÐ BORGAR SIG AÐ VEUA VANDAÐ.
£
^JAPIS