Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1985, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1985, Blaðsíða 17
DV. FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER1985. 17 Lesendur Lesendur Lesendur Rangt að úthýsa Vernd Húsmóöirhringdi: Ég tel þaö alranga stefnu aö úthýsa starfsemi Verndar í Teigahverfi. Þessir menn, sem Vernd er aö hjálpa, eiga flestir viö áfengis- og fíkniefnavanda að stríða, komnir yfir þaö versta og vantar bara hlýlegt heimili svo þeim takist aö ná áttum í lífinu á ný. Þaö er hluti af aöskilnaöar- stefnu af versta tagi, eins og tíök- ast í Suður-Afríku, að gera ógæfumenn þessa útlæga úr hverfum borgarinnar. Ibúum Teigahverfis stafar miklu meiri hætta frá ofbeldis- og árásarseggjum sem viröast geta gengið lausir lengi eftir aö dómur fellur í máli þeirra og þangað til honum er fullnægt. Og sumir þeirra eru staðnir aö sömu of- beldisverkunum aftur og aftur. Hvaða skilá Erna Öskarsdóttir hringdi: Ég fer mikiö á útsölur og um daginn keypti ég skó á einni slíkri í Skóverslun Þóröar Péturssonar á Laugavegi. Ég mátaöi bara annan skóinn í búöinni en þegar heim kom fannst mér hinn vera of þröngur svo ég ákvaö aö skila þeim. Þegar ég kom í verslunina og hugð- ist fá innleggsnótu fyrir skóna fékk ég þau svör aö hana fengi ég ekki. Ég yröi aö fá mér aöra útsöluskó. Ég varö hvumsa viö því ég hef áöur skilaö út- söluvörum án nokkurra vandkvæöa og fengiö innleggsnótu. Fæ ég ekki séö aö það breyti neinu fyrir viðkomandi verslun. Þegar ég maldaöi í móinn sagöi stúlkan: „Skelfing ertu erfið.” Lýsti hún því yfir aö svona væru reglurnar í Skóverslun Þóröar Péturssonar og ætti ég þá kost aö fá mér aöra útsöluskó eöa gera mig ánægöa með þá þröngu. Þóttu mér þetta afarkostir og ákvað aö hafa tal af eigandanum. Hann var ekki viö þennan dag svo ég reyndi síðar. Þegar ég hitti eigandann haföi hann greinilega fengiö veður af komu minni í verslunina fyrri daginn. Tók hann undir allt sem afgreiöslustúlkan haföi sagt og kvaö þaö í hæsta máta eðlilegt. Spuröi ég hann þá hvort ekki væri rétt aö hengja téöar reglur upp svo aö viö- skiptavinir vissu rétt sinn. ,,Ég ætla ekki aö fara hengja einhverja snepla upp um alla búö,” var þá svariö. Skóverslun Þórðar Péturssonar: Hjá Skóverslun Þórðar Péturssonar varö Erna Gunnarsdóttir fyrir svörum og kannaöist hún viö aö umrædd viö- skipti heföu fariö fram. Kvaö hún þaö reglur fyrirtækisins aö þegar útsölu- vörum væri skilað fen'gi viöskiptavin- urinn ekki innleggsnótu heldur yröi hann aö taka út aðrar útsöluvörur fyrir andviröiö. Sagöi hún þessar reglur hafa gilt lengi þar í versluninni og hún vissi til aö svo væri einnig í fleiri verslunum. Kaupmannasamtökin: Magnús E. Finnsson varö fyrir svörum hjá Kaupmannasamtökunum. Sagöi hann engar almennar reglur gilda um tilvik sem þetta. Um útsölur væri f jallað í lögum um verölag, sam- keppnishömlur og óréttmæta viö- skiptahætti nr. 56/1978. Þar segöi ein- Oft er hægt að gera mjög góð kaup á útsölum en ekki gilda alls staðar sömu reglur ef skila þarf hinni keyptu vöru. reglur gilda um útsöluvörum? ungis aö útsölu eöa aöra sölu, þar sem selt er á lækkuöu verði, má því aöeina auglýsa eöa tilkynna aö um raunveru- lega verðlækkun sé aö ræöa og þess gætt aö greinilegt sé með verömerk- ingum hvert hiö upprunalega verö vör- unnarvar. Magnús sagðist ekki sjá aö þaö skipti verslunina neinu máli þótt hún gæfi innleggsnótu því hún hljóðaði upp á ákveöna upphæö. Ney tcndasamtökin: Jóhannes Gunnarsson, formaöur Neytendasamtakanna, sagöi aö í þessu tilviki heföi verslunin fullan rétt til aö neita aö taka viö vörunni kysi hún þaö. I kaupalögunum væri viöskiptavinur- inn ekki verndaður nema um gallaöa vöru væri aö ræða. Jóhannes kvaö verslun þessa til tyrirmyndar um margt og furöaöi sig á þessari stífni. Þetta væri mat hverrar verslunar hverju sinni en réttinn hefði hún sín megin. Hvaö gildir í öörum skóbúðum? Viö höfðum samband viö níu skó- búöir og spurðum hvort innleggsnóta fengist ef útsöluskóm væri skilaö. I átta þeirra reyndist slíkt engum vand- kvæðum bundið. Þær eru: Skóverslun Steinars Waage, Skæöi, Axel Ó., Skó- ver, Hvannbergsbræöur, Stjörnuskó- búöin, Ríma og Skósalan Laugavegi 1. I Skóverslun Kópavogs gilda sömu reglur og hjá Skóverslun Þóröar Péturssonar. Viö höföum ennfremur samband viö þrjár verslanir sem selja mikið af skóm en þar er einnig verslaö meö margt annað. I Torginu sögöust menn reyna að gera viöskiptavininum allt til hæfis. I Miklagarði reyndist auösótt aö fá inn- leggsnótu og væri þá hægt aö kaupa annaö en skó ef mönnum sýndist svo. I Hagkaupi bauðst viöskiptavinum inn- leggsnóta og jafnvel endurgreiösla ef þeir kæröu sig um. Meira fyrir unglinga DísaH. skrifar: Ég er sammála unglingnum sem skrifaöi í DV 27. ágúst sl. og sagöi aö klukkustund í mánuði í sjónvarpinu væri of lítill tími fyrir okkur ungling- ana. Hann (unglingurinn) sagöi aö hann væri nýkominn frá Portúgal og þar væri vinsældalistinn sýndur vikulega í sjónvarpinu. Ég var sjálf 6 mánuöi í Bretlandi fyrir stuttu og þar var líka sýndur vinsældalistinn í sjónvarpinu vikulega og þá „Top 30”. Hvernig væri aö hafa svona þátt fyrir okkur hér heima þótt við höfum Skonrokk og þaö er ekki nóg aö hafa Skonrokk tvisvar í mánuöi. Þaö er hægt aö hafa svona þátt á fimmtu- dagskvöldum eöa á einhverjum öörum kvöldum og þá sýna „Top 20” og sýna lögin sem eru vinsæl hér á landi eöa úti í löndum? Er þetta ekki ár æskunnar? Þaö hefur ekkert veriö gert fyrir okkur krakkana hingað til, ekki nema þá Live Aid sem var mjög skemmtilegt en viö fengum bara aö sjá frá Fíladelfíu en alls ekkert frá Wembley. Hvernig væri nú aö gera okkur unglingunum eitthvað til geös? Eitt enn: Hvernig væri aö sýna spurn- ingaþáttinn sem var á milli Duran Duran og Spandau Ballet, sem BBC sýndi? Ég sá hann sjálf og hann er frábær, ég er viss um að aðdáendur Duran Duran og Spandau Ballet mundu vilja þaö og aðrir krakkar lika. Eins og ég sagöi er keppnin al- veg frábær og þið ættuö ekki aö missa af henni. Þaö hefur alltaf veriö lítið gert fyrir unglingana hér á landi miöaö viö það sem sjónvarpið gerir fyrir unglingana úti í Bretlandi og fólki hér á sjónvarpinu er bara til skammar hvað þaö gerir lítið fyrir unglingana. Ef ég ætti aö þakka ein- hverjum fyrir það sem gert hefur verið fyrir unglingana er það rás 2, hún gerir öllum aldurshópum til geös. Þiö sem eruö sammála mér ættuö endilega aö skrifa í blöðin og hvetja sjónvarpsfólkið til að sýna meira fyrir okkur ef þiö viljið. Er þetta ekki ár æskunnar, eöa hvað? Veriö nú ekki feimin og skrifiö ræki- lega í blööin. Fóstrur Okkur vantar 2 fóstrur á nýtt skóladagheimili sem tekur til starfa í september. Upplýsingar hjá forstöðumanni i Litluhlíð i síma 16077. Reykjavík 5. ágúst 1985. Frá Borgarskipulagi Reykjavíkur Kynning á skipulagstillögu á stofnanasvæði á miðsvæði Eiðsgranda. Tillöguteikningar að stofnanasvæði við Frostaskjól/Keilu- granda hanga uppi til kynningar hjá Borgarskipulagi Reykjavíkur, Þverholti 15, frá og með 5. til 14. septemb- er. Ábendingar eða athugasemdir berist Borgarskipulagi Reykjavíkurfyrir 16. september 1985. Borgarskipulag Reykjavíkur, Þverholti 15. KOKKURINN Matreiðslunámskeið hefjast 9. september. Tökum að okkur matarveislur fyrir alls konar mannfagnaði, t.d. brúðkaup, ráð- stefnur, fundi, fermingar. Upplýsingar og pantanir í síma 45430 kl. 13—18 alla virka daga. KOKKURINN SmiAsbúft 4 2io (iuróalMt* Síml 45430 ■ IMÝTT FRÁ BRAUN Nýkomnar berja- og safapressur á BRAUN MULTIQUICK hræri- vélarnar. Við höfum prófað pressuna á krækiberjum með ágætum árangri. Verð aðeins kr. 980,00. VERSLUNIN BORGARTÚNI 20.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.