Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1985, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1985, Blaðsíða 40
( TH* FR ETTASKOTIÐ (68) - (7Í) - (Í8 Sími ritstjórnar: 68-66-11. Auglýsingar, áskrift og dreifing, sími 27022. Hafir þú ábendingu éfia vitneskju um frétt — hringdu þá í sima 68-78-58. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist efia er notafl í DV, greið- ast 1.009 krónur og 3.000 krónur fyrir besta fréttaskotið í hverri viku, Fullrar nafnleyndar er gœtt. Vifl tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1985. Seyðisfjörður: Dular- fullur fugla- dauði „Þaö var fyrir fjórum dögum sem fyrst fór að bera á þessum fugladauða hérna. Þetta er eingöngu æðarfugl, sem virðist skríða hér upp á land til að drepast. Ég taldi um 50 hræ hér í nágrenninu,” sagði Sigurður Sigurðsson á Seyðisfirði er DV ræddi viö hann. Sigurður sagði að margir álitu að fuglinn dræpist af því að hann hefði farið í grút frá bræðslunni. „En ég held að þetta sé pest núna,” sagöi hann. „Fugl sem lendir í grút er mjög horaður þegar hann drepst því að hann er lengi án ætis. Þessir fuglar, sem nú hafa fundist dauðir, eru ekki horaðir. Og það myndi varla leyna sér heföu þeirlentígrút.” Þá kvað Sigurður þaö eftirtektarvert aö einkum virtust það vera ungir blikar sem skríða upp á land og drepast. Þeir væru þó ekki vanir aö vera aö lóna inni í firöi á þessum árs- tíma heldur héldu sig úti á hafi. Sigurður sagðist hafa tekið fjögur hræ sem send hefðu verið til Reykjavíkur til rannsóknar. Niðurstööur fengjust væntanlega á næstu dögum. -JSS Karpov með hvítt í dag Heimsmeistarinn Karpov gaf fyrstu einvígisskákina, sem farið haföi í bið. Tefldi hann biöskákina ekki frekar og virðast heimarannsóknirnar á bið- stöðunni hafa fariö heim og saman við álit skákfróðra á því aö staða svarts væri gjörtöpuö. Kasparov hefur þá hreppt fyrsta vinninginn en önnur einvígisskákin verður tefld í dag og stýrir Karpov þá hvítu mönnunum. EINANGRUNAR GLER 666160 LOKI A Siglufirði logar allt hjé slökkviliðinu! Myndi draga úr áhrifa mætti viðskiptaþvingana — breytir ekki miklu, segir forstjóri Coldwater Óskar Magnússon, DV, Washington: „Jú, það er rétt. Ef slíkt samstarf tækist geri ég ráð fyrir að það myndi draga úr áhrifamætti viðskipta- þvingana gegn Islandi,” sagði Russ- el Wilde, blaðafulltrúi Greenpeace samtakanna, í samtali við DV. Blaðið hafði samband viö hann vegna hugmynda um að hvalveiði- þjóðir standi saman að áróðri gegn hvalvemdarmönnum. Wilde undirstrikaði þó að við- skiptaþvinganir væru ekki fyrirhug- aðaríbiU. „Ef dregið yrði úr mætti aögerða okkar, þá getum viö enn gripið til beinna aðgerða og stjórnmálalegs þrýstings,” sagöi hann. „Það er gott aö hafa samflot við aðrar þjóðir um þau mál sem okkur eru mikilvæg, en því miður held ég aö í sambandi við hvalamáUö geti það ekki breytt miklu.” Þetta sagði Magnús Gústafsson, forstjóri Cold- water, dótturfyrirtækis Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna í Banda- ríkjunum, í samtali við DV. „Samstarf af þessu tagi er hins vegar nauðsynlegt að hafa yfirleitt og ef þaö hæfist nú geri ég ráð fyrir aö það væri góður undirbúningur ef friðunarmenn fara síðar að skipta sér af öðrum málum okkar, svo sem fiskveiðunum sjálfum,” sagði Magn- úsGústafsson. Hann sagði að ekki hefði orðið vart aukins þrýstings frá friðunarmönn- umuppásíðkastið. „Þaö er ekki mikið vopnaglamur núna. Ég vona að við notum okkur framlengdan frest til að endurskoöa vísindaáætlunina frá öllum hliðum,” sagði Magnús Gústafsson. -Þóg { 4 \ 4 \ 4 . Áburðarfram- leiðsla legið niðri í 12 daga • Að undanförnu hafa lögreglumenn í Árbæ fylgst með fallegri álft sem haldið hefur til i Hólmsá. Hún hef- ur bersýnilega verið að veslast upp, orflifl verri mefl hverjum deginum og í morgun var gripifl til þess ráfls að skjóta hana. DV-mynd S. Sigluf jarðarkaupstaður gæti fuðrað upp: Slökkviliösstjóri afsalar sér ábyrgö „Ég treysti mér ekki til að bera ábyrgð á eldvörnum hér á Siglufiröi og hef því afsalað mér allri ábyrgö yfir á bæjarstjórnina,” sagði Kristinn Georgsson, slökkviliösstjóri á Siglufirði, í,samtali viö DV. Kristinn t'elui- sig ekki fá þá fyrir- greiðslu frá bæjarstjórninni sem nauðsynlegt er til að sinna eldvörn- um í kaupstaönum. Brunamálastofn- unin gerði úttekt á ástandi mála á Siglufirði og samdi lista með tillög- um um úrbætur. „Tiimælum Brunamáiastofnunar- innar hefur ekki verið sinnt þannig að beinast iiggur viö að ætla aö bæjarstjórnin vilji ekki að rekstur slökkviliösins hér sé samkvæmt lög- um,” sagöi slökkvilíðsstjórinn. „Það vantar hér alls kyns tæki, eldvarna- eftirlit og svo eru engir slökkviliðs- menn á bakvöktum. Sú staða gæti meira aö segja komiö upp aö enginn væri í bænum þegar eldur kæmi upp og á veturna er ekki hægt að gera ráð fyrir hjálp annars staöar frá vegna einangrunar. Viö verðum að vera sjálfum okkur nógir i þessum efnum,” sagöi Kristinn Georgsson slökkviliðsstjóri. Að sögn Ottars Proppe bæjarstjóra. er hér ekkert stórmái á ferðinni: „Þaö eru skiptar skoðanir um hversu miklu fé á að veita til slökkvi- liðsins. En það hefur engum verið sagt upp og enginn hefur beðist lausnar.” Framleiðsla á áburði í Áburðarverk- smiðju ríkisins hefur legið niðri í tólf daga vegna verkfalls tuttugu járn- smiöa og rafvirkja. Verkfaliið hófst 10. ágúst og hefur því staðið yfir tæpar f jórar vikur. I Gufunesi eru í raun fimm verk- smiðjur. Vetnis-, köfnunarefnis- og ammoníaksverksmiðjurnar starfa enn eölilega en sýruverksmiðja og blönd- unarverksmiðja hafa stöðvast. „I sýruverksmiðjunni var komið að því aö stoppa vegna viðhalds og endur- nýjunar á stóru tæki. Það átti að fara í aö endurnýja þetta stykki en það hefur orðið að bíða,” sagði Jens Hinriksson, vélstjóri í Áburðarverksmiðjunni. Vegna skorts á sýru hefur blöndun- arverksmiðjan einnig stöövast. Horfur á samkomulagi í kjaradeil- unni eru ekki bjartar. Guðlaugur Þor- valdsson ríkissáttasemjari sagði í gær að dregist gæti í nokkra daga að hann boöaöi til sáttafundar. Hann sagði þó þreifingar vera á bak við tjöldin. -KMU. 4 4 4 4 4 4 4 Stefnirívíðtækt bónusverkfall Stór hluti af fiskvinnslufólki í land- inu mun hætta bónusvinnu í næstu viku, fáist ekki fram breytingar á bónuskerfinu. Fjögur verkalýðsfélög, á Eskifirði, Breiðdalsvík, Vopnafirði og Akranesi, höfðu í gær tilkynnt bónusverkfall. I dag bætast viö Höfn í Hornafiröi, Neskaupstaöur, Stöövar- fjörður, Stokkseyri, Þorlákshöfn og Siglufjörður. „Þetta segir ekki nema lítiö því að fjölmörg félög munu boöa samúðar- verkfall,” sagði Guðmundur J. Guð- mundsson, formaður Verkamanna- sambands Islands, í morgun. „Það bar ákaflega mikið á milli. Fundurinn stóð frá klukkan tvö til sex. Þeir báðu um frest til föstudags,” sagði Guðmundur um fund með at- vinnurekendum í gær. -KMU.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.