Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1985, Blaðsíða 7
DV. FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER1985.
7
Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur
• Kiwitertan frá Matstofu Náttúru-
lækningafélagsins er ágæt tilbreyt-
ing frá þessum venjulegum eftir-
réttum og þar að auki bráðholl eins
og flest sem þaðan kemur.
DV-mynd PK
Vatnsvari
skynjar
flóðið á
svipstundu
Flestir hafa heyrt um reyskynjara,
en færri sennilega um vatnsskynjara
eöa vatnsvara. Slíkt tæki er nú komiö á
markaöinn. Þetta er lítiö tæki sem
gengur fyrir 9 volta rafhlööu og gefur
frá sér skerandi hljóö ef „neminn”
kemst í samband viö vatn.
Vatnsvaranum má koma fyrir á bak
viö uppþvottavélina, í baðherberginu
og hjá þvottavélinni en þetta eru þeir
staðir þar sem oftast flæðir. Tæki þetta
kostar 8—900 kr. út úr búð, en þaö er
flutt inn á vegum Th. Svavarsson í
Hafnarfirði, sími 53400.
A.Bj.
• Vatnsvarinn er lítið tæki, ekki
ósvipað reykskynjara. Vatnsnem-
inn er festur með lítilli sogskál t.d. á
gólfið bak við uppþvottavélina og
tækið hangir á veggnum.
DV-mynd
Öðruvísi eftirréttur
Kiwi og agar-agar á kökuna
Þá er þaö tertan fyrir þá heilbrigöu,
þaö er aö segja eitthvað fyrir áhang-
endur heilsufársins sem náö hefur
heljartökum á mannfólki austan hafs
og vestan. Þessi eftirréttur inniheldur
einungis þau sætindi sem falla inn í
heilsuramma og því huggun harmi
gegn fyrir tertuætur og aðra sælkera
sem eru ákveðnir í aö lifa heilsusam-
legu lífi héðan í frá. Uppskriftin er frá
matstofu Náttúrulækningafélagsins og
flest hráefnið er fáanlegt til dæmis í
Heilsuhúsinu eöa Kornmarkaönum.
Kiwikaka:
Uppskriftin hentar í eitt 10” form
3 bollar heilhveiti
1 bolli kókosmjöl
1/2 tsk. salt
1 bolli hrásykur
1 tsk. lyftiduft
Blandið þurrefnunum saman.
1 tsk. vanilludropar
1/2 bolli olía
Blandið saman viö þur refnin.
Hræriö vel þar til olían þekur allt
heilhveitið. Síöan skal blanda saman
viö deigið 1 bolla af ísköldu vatni og
hræra líkt og lummudeig. Látiö ekki
þeytast og þynnast heldur haldast vel
þykkt.
Setjið í smurt kökuform og bakiö í
miöjum heitum ofni sem hefur náö
175°C í 20—30 mínútur þar til kakan
hefur náö gullinbrúnum lit og er orðin
stinn þannig aö þegar þrýst er á yfir-
boröiö meö fingri á ekki aö veröa eftir
far í deiginu.
Á meðan kakan er aö bakast má
setja í lítinn pott:
2 bolla eplasafa
1/2 teskeiö agar-agar duft eöa
1 1/2 teskeið agar-agar flögur. Þetta
fæst í næsta kornmarkaöi eins og flest
þaö annaö í uppskriftinni sem er ekki
algengt aö finna í matvörubúöum.
1 teskeið hunang
1 tsk. vanilla
Látiö sjóöa í 2—3 mínútur. Þetta
leysir upp agar-agariö og veröur til
þess aö það nær aö hlaupa síöar.
Látiö kólna — samt ekki í ísskáp.
Þegar kakan er bökuö er betra aö
kæla hana í nokkrar mínútur í form-
inu. Losiö síöan á kökudisk. Skreytið
meö kiwisneiöum og ristuöum ljósum
hnetum. Hrærið upp agar-agarblönd-
una og helliö yfir kiwisneiðarnar og
hneturnar. Þannig myndast himna yfir
kökunni.
Um leiö og sagt er veröi ykkur aö
góöu er rétt aö benda á aö hráefnið í
þessa köku er mjög dýrt. Bakara-
meistararnir eru ekkert fyrir slíka
heilsufæöu yfirleitt. Margt af innihald-
inu nýtist einmitt í aöra heilsufæðu —
annars ekki — og því kannski þjóöráö
aö renna fyrst viö á matstofu Náttúru-
lækningafélagsins og kaupa hreinlega
eina sneið af kökunni, setjast út í horn
og bragöa varlega á fyrirbrigöinu. Ef
þetta hentar bragölaukunum er stutt
aö fara í næstu kornmarkaði og kaupa
efni í baksturinn. Falli bragðið ekki í
kramið getur verið betri kostur aö
gleyma heilsuæðinu og boröa bara
gömlu góöu brúntertuna. Þá er samt
sælerinn laus við aö horfa meö sektar-
kennd á alls kyns afganga af hráefni
sem keypt var meö góöum ásetningi en
engin ieið er aö sætta bragðlaukana við
þaö sinniö.
baj.
NISSAN MICRA
ék, 317.000.-
VEGNA HAGSTÆÐRA SAMNINGA VIÐ FRAMLEIÐENDUR
STÓRKOSTLEG .
VERÐLÆKKUN HJA
IVIIQQAN
NISSAN PULSAR
ákr. 336.000.-
NISSAN SUNNY
á kr. 370.000.-
Aðeins þessi eina sending. Tökum flesta notaða bíla upp í nýja.
Munið okkar landsfrægu kjör. Bílasýning laugardag og sunnudag kl. 14—17.
U| INGVAR HELGASON HF
Sýningarsalurinn/Rauðagerði, sími 33560-