Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1985, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1985, Qupperneq 8
8 Útlönd Útlönd DV. FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER1985. Utlönd Utlönd Grafarar i Maxíkó hafa nóg að gera við að grafa fórnarlömb jarðskjálftans i Mexíkó. j.: . 2 /j ■I-11* Er matarúthlut- unin í ólestri? — margir kvarta undan þvíað matarsendingarnar nái ekki tii þurfandi í Mexíkóborg Fjórum átta daga gömlum bömum var bjargað úr rústum Mexíkóborgar í gær. Þykir ganga kraftaverki næst hvaö komabömin hafa þraukað og eru læknar furðu lostnir yfir seiglunni í svona litlum manneskjum. Alls hefur 41 hvítvoðungi verið bjargaö úr braki fæðingarheimila og sjúkrahúsa. 35 var bjargað á fimmta degi en sex var bjargaö eftir viku eða átta daga undir rústunum. Mexíkanar, sem standa í biðröðum til að fá úthlutað gjafamat, kvarta undan því aö sjálfboðaliðar við björgunarstörfin láti greipar sópa um birgðimar. Hefur sést til björgunar- manna bera eitthvað burt heilu kassana af aðsendum matvælum þegar skyggja tekur. A meðan hefur þurft að vísa bág- stöddum mæðrum meö börn, sem þjást af næringarskorti, burtu úr biðröðun- um, slyppum og snauðum. — Hefur þó Mexíkóforseti sjálfur sagt aö nóg hafi borist af hjálpargögnum og matvælum erlendis frá. Ein húsmóðirin með sjö ung börn var farin að örvænta þegar bónda hennar var þrjá daga í röð vísað frá tómhent- um eftir sjö stunda stöðu í biöröð hvern daginn. „Við sjáum matvælin rotna í portinu í birgöastöðinni en kl. 2 daglega tilkynna þeir, sem deila út matar- skömmtumun, að allt sé gengið til þurrðar,” sagði ein konan við blaðamann. Starfsmenn Rauða krossins bera á móti þessu og segja að öllum tiltækum mat sé deilt út jafnharðan og eins fljótt og auðiö sé til þeirra sem þurfandi eru. Tugir þúsunda manna, sem misstu heimili sín í jarðskjálftunum, hírast í tjöldum í almenningsgörðum og eru algjörlega upp á matargjöfina komnir. Fellibylurinn stefnir núna á New York Fellib ylurinn „Gloría” stefnir beint á þéttbýlissvæði á austurströnd Bandaríkjanna. New York virðist vera beint á leið Gloríu, sem mun bera aö ströndinni einhvern tíma með kvöldinu. Gloría hefur ögn breytt stefnu sinni og gengur nú meir norður á bóginn svo aö horfir beint á New York, Long Island og Nýja England. Gloría er sögð einhver grimmilegasti fellibylur sem sögur fara af á þessari öld. Fólk á þessum svæðum hefur verið varað við og tekur viövörunin til 40 milljóna manna, sem þarna búa. Þúsundir hafa flúið heimili sín á blá- ströndinni og innar á land. Fellibylurínn nálgast nú land með 32 km hraöa á klukkustund, en vind- hraðinn er um 210 km. Loftárásir í Líbanon Palestinumenn taka á móti israelskri árásarflugvél með SAM-7 loftvarnareldflaug. ísraelskar flugvélar vörpuðu í gær- kvöldi sprengjum yfir austurhluta Bekaa-dalsins í Líbanon í skjóli myrk- urs. Útvarp kristinna í Líbanon sagöi að sprengjunum virtist einkum beint að bækistöðvum skæruliða Palestínuar- aba, og sama segir útvarp Drúsa. Israelar hafa gert tíðar loftárásir aö undanförnu á skæruliða Palestínuar- aba og aðra skæruliða fylgjandi Sýr- lendingum í Líbanon. Árásirnar í gær- kvöldi fylgja í kjölfar morðanna á þrem Israelsmönnum í höfninni í Kýpur á dögunum. Það hefur lengi verið siður ísraelska flughersins að grípa til sprengjuárása til hefnda fyrir einhver hervirki, unnin á Israelsmönnum. DOLLAR FELLUR ISALFRÆÐISTRIDI Dollarinn féll mikiö gagnvart yen- inu á f jármálamörkuðum í gær. Þetta er tekið sem merki þess að seðlabank- ar hafi ákveðið aö halda loforð sín um aö þrýsta verði dollarans niður. Þegar kauphöllum var lokað var dollarinn fáanlegur á 221.10 yen, en á miövikudag var verð hans 226,10 yen. Punjabar sýndu andúð sína á öfgamönnum með því að hlusta ekki á áskoranir um að snið- ganga kosningarnar. í þvi felst einhver sárabót fyrir Rajiv Gandhi, þrátt fyrir að flokkur hans fengi ekki nema rúm 30 þingsæti. Á föstudag, fyrir helgina sem seðla- bankastjórar komu sér saman um að veikja dollarann, kostaði dollarinn 238,85 japönsk yen. Það varð frekar til að veikja dollar- ann gagnvart yeninu að frétt birtist um að Japansbanki ætlaði að koma dollaranum niöur í allt að 200 yen og hygðist selja fleiri dollara. Orðrómur sagði að Japansbanki heföi seít allt að milljarð dollara til að lækka verð hans. Kauphallarmenn segja að dollara- stríðið sé orðið að sálfræðibaráttu milli seðlabankanna og markaösins, þar sem hvorir reynir að fá aðra til aöblikna. Vilja ekkigefa jóla- trétilLondon Punjab-kosningarnar: STÓRSIGUR AKAU DAL Akali Dal flokkurinn, sigurvegari kosninganna í Punjab, mun funda síðar í dag til að velja aðalráðherra fyrir Punjab og binda enda á beina stjórn ríkisins frá Nýju Delhí. Akali Dal, flokkur hægfara sikka, vann 65 af 102 þingsætum í Punjab. Enn á þó eftir að telja atkvæði frá 13 einmenningskjörnum. Þingsætum flokksins kann því enn að fjölga. Einnig var kosið um sæti fylkisins í þjóðþinginu í Nýju Delhí. Akali Dal hefur forystuna í sjö af 13 kjördæmum á því sviöi. Eftir þessar kosningar kemst Akali Dal í fyrsta skipti á þjóðþingið síðan 1977. UrsUt kosninganna eru séð sem sigur hinna hægfara sikka gegn öfga- mönnum og sem mikiU ósigur Kongressflokks Gandhis forsætis- ráðherra sem háði harða kosninga- baráttu í fylkinu. Þegar enn átti eftir að telja í 13 kjördæmum haföi Kongressflokkurinn aðeins fengið 31 sæti á fylkisþinginu. Þaö er líklega forseti Akali Dal, Surjit Singh Barnala, 59 ára gamall lögmaður, sem verður valinn aðal- ráðherra. Hann sagöi að engin barátta yrði um embætti aðalráöherra. Barnala sagði að kosningarnar sýndu stuðninginn við fyrri leiðtoga flokksins, Harchans Singh Longowal, sem öfgamenn sikka drápu fyrir einummánuði. Það var í júU sem Longowal skrifaði undir sáttmála við Rajiv Gandhi og stjórn hans í Nýju Delhí. Sá sáttmáli á að vera grundvöllurinn að bættum samskiptum sikka og stjórnarinnar. Þrátt fyrir að öfgamenn heföu skorað á fólk að sniðganga kosningarnar greiddu 60 prósent manna afkvæði. Það er hærra hlutfall en yfirleitt fæst í sumum ríkja á Vesturlöndum, til dæmis Bandaríkjun- um. Umhverfisverndarmenn vilja að Oslóborg hætti að gefa Lundúnabúum jólatré á hverju ári. Þetta á að vera svar viö trega Breta til að minnka hjá sér útblástur eiturefna sem umhverfis- verndarmenn segja að séu nálægt því aö leggja skóga á Noröurlöndunum í auðn. Fyrir hver jól sendir borgarráð Oslóar stórt jólatré til London sem er svo sett upp á Trafalgartorgi. Umhverfisverndarhópurinn, sem lagði þetta til, sagði aö meö því aö binda enda á þessa hefð myndu Norð- menn benda Bretum á að það væri ekki góðum nágrönnum sæmandi að eyði- leggja skóga vina sinna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.