Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1985, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1985, Page 10
10 Útlönd DV. FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER1985. Útlönd Útlönd Útlönd Nú virðist ljóst að ekki verði samiö um geimvopnaáætlanir Reagan- stjórnarinnar á samningafundum í Genf eða á toppfundum í nóvember. David Emery, aðstoðaryfirmaður vopnatakmörkunarstofnunar Banda- ríkjanna — og því einn æðsti emb- ættismaöurinn sem fer með slík mál í bandaríska utanríkisráðuneytinu, svaraði neitandi spurningu DV um hvort hægt yrði að semja um áætlan- irnar. „Það er í rauninni ekkert aö semja um,” sagði Emery, „þetta er bara rannsóknaráætlun. Við erum bara að kanna þetta. Það er samningur sem bannar vopnakerfi sem eiga að granda kjarnaflaugum þannig aö geimvopnaáætlunin er í raun ekki neitt sem við getum tekið að samn- ingaborðinu. Enginn embættismaður hefur sagt að við séum reiðubúnir að skipta geimvopnaáætluninni fyrir eitthvaö annað.” Veigamikil röksemdafærsla Ihaldsmenn utan Reagan-stjórnar- innar hafa haldið því fram að með því að setja ekki peninga í rann- sóknaráætlanir væru þingmenn aö taka vopn úr hendi samningamanna Bandarikjamanna í viðræðunum við Sovétmenn. Þessi röksemdafærsla var liklega sú veigamesta í umræð- unum um þessar áætlanir. Ef síðan kemur í ljós aö ekki verð- ur samiö um áætlanirnar er erfitt aö sjá hvers konar samningaefni þær eru. Ef samningamenn geta ekki prangaö meö geimvopnaáætlanir forsetans þá geta þær varla skipt nokkru máli í viöræðunum, nema til að gera þær erfiðari og ólíklegri til árangurs. Emery hafnaði þessari röksemda- færslu en kom ekki með rök gegn henni. Hann lagði enn áherslu á að ein- ungis væri um rannsóknaráætlun að ræða og að Sovétmenn væru í raun miklu lengra komnir hvað varðaöi vopnakerfi gegn kjarnorkuárás. Þeir 1. Fylgst með gervitungli. 2- Vopni skotið frá F-15 vél. 3. Annað þrep skilur sig frá. ^<4 4- Vopnið stillir sig á markið. -i 5- Gervihnötturinn eyðileggst. í). Flisar úr gervihnettinum dreifast inn í lofthjúp jarðar og lenda sem peð á taflborði stórveldanna í Genf. IJbyBlure Svona héldu menn að geimvopnin ættu að virka. Ekki samið um geimvopn fundum í Genf heföu slíkt kerfi í kringum Moskvu og þeir hefðu kerfi til að granda sprengjuflugvélum. „Eg er hræddur um aö Banda- ríkjamenn ættu erfitt með aö trúa mér ef ég segöi þeim að viö heföum ekki varnarkerfi gegn sprengjuflug- vélum, en það er nú samt satt,” sagöi liann. Vill öðlast sess í sögunni Aörir sérfræðingar í vígbúnaöar- málum eru sammála því aö ekki veröi samið um geimvopnaáætlun- ina. „Ég trúi því að forsetinn telji rétti- lega að hann komi til meö að öðlast sinn sess í sögu heimsins með þeirri herfræðibreytingu sem geimvopnin hafa í för með sér,” segir Daniel Graham, fyrrverandi hershöfðingi. Bruce Weintrod, herfræðingur viö hina áhrifamiklu og íhaldssömu stofnun, Heritage Foundation, telur að Reagan forseti myndi ekki einu sinni hætta við geimvopnin fyrir 25 prósent niðurskurð á kjarnavopnum Sovétmanna. Þessir sérfræðingar og aðrir eru sammála um að Reagan sjái hug- myndir sínar í sögulegu samhengi sem hugmyndir sem bjargað geti heiminum. Ótryggari heimur Sérfræðingar bandaríska þingsins eru þó á annarri skoðun. Þeir segja í nýrri skýrslu aö geimvopnin kunni þvert á móti að leiða til veraldar sem verði óöruggari og ótraustari en áð- ur. Tæknirannsóknarskrifstofa þings- ins gaf út tvær skýrslur á þriðjudag þar sem ýmis þankastrik eru sett við bjartsýnishugmyndir ríkisstjórnar- innar. Önnur skýrslan segir að jafn- vel þó bæði Sovétríkin og Bandaríkin komi sér upp geimvopnum veröi heimsfriðurinn ótryggari eftir en áð- ur. Sérfræðingarnir, sem settu skýrsl- una saman, sögðu að það væri ein- ungis ef Sovétmenn gerðust einkar hjálplegir sem áætlunin gæti orðið til góðs. „Það sem þetta þýðir er að eftir að hafa eytt milljörðum dollara eigum viö samt á hættu aö hafa keypt okkur meira óöryggi en veröldin hefur nokkurn tíma þurft aö búa við á þess- ari kjarnorkuöld,” sagði Les Aspin, þingmaður demókrata og formaður hernefndar fulltrúadeildarinnar. Hann hélt áfram: „Það kaldhæðn- islega er að útkoman yrði kannski ótraustasta ástand sem hægt er aö búa viö — þar sem það stórveldi, sem fyrst skýtur kjarnaflaugum sínum á hitt, er líklegast til að lifa af.” ÞAR DUGA ENG- AR FEILNÓTUR Chopin-keppnin í Varsjá að byrja Frá því Frederic Chopin-píanó- keppnin var innleidd 1927 hafa ýmsir af mestu músíköntum heims hafið sinn frægðarferil í Fílharmoníu- hljómleikahöllinni í V arsjá. Sumir voru að vísu orðnir frægir fyrir, eins og Dimitri Shostakovich, sem var orðinn virt tónskáld í Sov- étríkjunum þegar hann tók þátt í fyrstu keppninni. Vladimir Ashkenazy öðlaðist sína frægð í Chopin-keppninni. Hann hlaut silfurverðlaunin, varð sem sagt annar í keppninni 1955 og var þá sovéskur ríkisborgari. Það árið var við ramman reip að draga í keppninni því að meðal þátttakenda voru snillingar á borð við Ungverj- ana Tamas Vasary og Pieter Frankl. 142 þátttakendur Þessi músíkhátíð, sem haldin er til heiðurs frægasta tónskáldi Póllands, á sér í dag ekki hliöstæður nema í Tchaikovsky-keppninni í Moskvu og Brussel-keppninni sem kennd er viö Elísabetu drottningu, enda eru Pól- verjar afar stoltir af henni. Þann 1. október nk. hefst þessi fræga píanókeppni enn og veröur sú ellefta í röðinni frá upphafi. Munu koma þar fram 142 ungir píanistar frá 35 löndum. Það mun taka þá þrjár vikur að flytja hin ýmsu verk Chopins fyrir alþjóölegri dómnefnd virtra músíkanta, þar á meðal fyrr- verandi sigurvegara úr þessari keppni. Þetta unga fólk er á aldrin- um sautján til tuttugu og atta ára. Það verða ekki nema sex sem kom- ast í úrslitin. Auk ýmissa einleiks- verka verður að leika að minnsta kosti annan af tveim píanókonsert- um Chopins fyrir dómnefndina. Auk strangs námsferils hafa allir keppendurnir búið sig sérstaklega undir þessa keppni núna marga und- anfarna mánuði og spreytt sig á meira og minna flókinni tækni ball- aða, pólonesa og masúrka með allri þeirri fingrafimi og valdi á blæbrigð- um sem það krefst. Mikið í húfi Þarna er líka meira í húfi en rétt aðeins gullverölaunin. Eitthvert sigursætið í Chopin- keppninni jafngildir byrjun á raun- verulegum framaferli í tónlistinni og er mörgum þaö sama og lykillinn að frægðinni. Það er píanistanum það sama og þegar smástirni í kvik- myndaheiminum er „uppgötvaö”. Borið hefur á því að pólskir og sov- éskir píanistar hafi veriö í meiri- hluta í keppninni í gegnum tíðina og flestir sigurvegararnir hafa verið af því þjóðerni. En það setur svip sinn á keppnina að þessu sinni að þaö eru töluvert margir — og sumir þeirra sigurstranglegir — þátttakendur frá Austurlöndum. Það eru 27 Japanir á móti 18 Bandaríkjamönnum og 13 Pólverjum, svo aö nefnt sé dæmi. — Annars fór með sigur í keppninni 1980 Dang Thai, sonur flóttamanns frá Víetnam. Japanir með smekk fyrir Chopin Japan átti fyrst þátttakanda í keppninni 1937 og Japanir hafa verið með síöan. Mitsuko Uchida hafnaði í öðru sæti 1970 á eftir Garnick Ohllsson frá Bandaríkjunum. — Stjómandi keppninnar, Bogumil Pal- asz, segir: „Japönsku þátttakend- urnir eru meistaralegri og meistara- legri meö hverri keppninni og okkur hér í Póllandi er það mikil ánægja hve mikill áhugi er orðinn í Japan á tónlist Chopins. Hver ástæðan er vit- um við ekki en svo virðist sem hún höföi til tónlistarsmekks Japana, og raunar má sjá þess merki annars staðar í Austurlöndum.” I keppninni núna verða í fyrsta skipti japönsk hljóðfæri, nefnilega flyglar frá bæði Yamaha og Kawai, auk hinna heföbundnu frá gamal- frægum fyrirtækjum eins og Stein- way og Bosendorf. — Sérhvert hljóö- færi er stillt tvisvar á dag þessar vik- ur sem keppnin stendur. Yfirumsjón með því hefur Zbigniew Kempinski sem það hefur annast í 25 ár. Hann Vladimir Ashkenazy fékk silfurverðlaunin í Chopinkeppninni 1955 og hlaut þá heimsfrægð. stillir einnig píanóið í fæðingarstað Chopins, Zelazowa Wola, skammt frá Varsjá, þar sem haldnir eru tón- leikar reglubundið á sumrin. Vandaverk Kvöldið áður en keppandi á að koma fram fær hann fimmtán mínút- ur til þess aö velja sér hljóðfæri. Oft eru þeir svo taugastrekktir og tví- stígandi aö þeir gætu ekki ákveðið sig þótt þeir hefðu margfalt lengri tíma. Þegar þeir taka loks af skarið er það venjulega Steinway sem verð- ur fyrir valinu, jafnvel líka hjá þeim japönsku. Þegar kemur til verölaunaveiting- arinnar er dómnefndin ekki of sæl af hlutverki sínu. Auðvitað koma stund- um upp skiptar skoðanir um endan- legu niðurröðunina. En keppnin hef- ur sloppið við hneyksli á borð viö það aö í efstu sætum lenti einhver sem ekki ætti þar heima eða einhver væri sniðgenginn, sem borið hefði af. Og reynslan hefur sýnt að sigurvegar- arnir í þessum keppnum hafa allir staðið undir nafni. Umsjón: Guðmundur Pétursson og ÞórirGuðmundsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.