Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1985, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1985, Síða 11
DV. FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER1985. Forsiður Life-blaðanna sem héldu lifi á öskuhaugum Akureyrar síðastliðinn sunnudag. En þar var heilt Life-safn jarðað á mánudagsmorgun. „Fomleifafundur” á Akureyri: Nixon, Beta drottning, MonroeogJane Russel á öskuhaugum Akureyrar — einhver tók sig til og henti mörgum árgöngum af Life-safninusínu „Eg var aö henda rusli á haugana og rakst þá á gömul blöö af tímarit- inu Life um allt. Þaö voru margir kassar fullir af því. Eg stóðst satt aö segja ekki mátið og nældi mér í nokk- ur blöö,” sagði maður nokkur sem skrapp meö rusl á öskuhaugana á Akureyri síðastliðinn sunnudag. Maöurinn, sem vill ekki láta nafns síns getið, haföi samband við okkur á DV á mánudaginn. Við fórum þegar með honum upp eftir til að líta á Life- safniö, en þá reyndist búið að jaröa það fyrir fullt og fast. „Þaö er geysileg fúkkalykt af þess- um blööum. Eg er viss um að þaö hefur einhver veriö að hreinsa til í geymslunni hjá sér og brugðið á það ráð að henda öllum gömlu blöðunum sínum.” Blööin, sem maðurinn nældi sér í, voru flest frá árunum 1950 til 1960 en nokkur voru frá stríösárunum. Þrátt fyrir fnykinn er engu að síður skemmtilegt að skoða þessi gömlu blöö, sjá hverjir prýddu forsíður Life á þessum árum. Flest eru nöfnin kunnugleg. Þarna má sjá mynd af Elísabetu drottningu en hún prýddi forsíðu Life 15. janúar 1943. Leikkonumar Mari- Jane Russel voru á forsiðunni 29. júni 1953. Glæsilegar stellingar, ekki satt? lyn Monroe og Jane Russel voru þann 29. júní 1953. Og Nixon karlinn komst á forsíöuna 6. janúar 1958. Innihald blaðanna frá stríðárunum snýst að sjálfsögðu mest úm stríöið. Og forvitnilegt er að sjá hvernig aug- lýsendur nota stríöið til að koma vör- Nixon á forsiðunni 6. janúar 1958. Talar frá Hvíta húsinu. um sínum á f ramfæri. Ekki vitum við enn hver henti Life- safninu sínu á haugana. Eitt er víst, það hefur örugglega aldrei verið jafnmikið líf á öskuhaugum Akur- eyrar og þennan sunnudag. -JGH Svona leit hún út á forsiðu Life, 15. janúar 1953. Konan á myndinni er engin önnur en Elisabet Breta- drottning. Þeir hjá Campbell auglýstu svona þann 27. september 1943: Hvernig þú getur notað jeppa til að ná þér í heitan mat." Og svona auglýsti Mobilgas 27. september 1943 flugvélabensínið sitt, Flying Horsepower. Inni i hringnum stendur: ,,Þökk sé Fly- ing Horsepower að bandarisku sprengiflugvélarnar geta borið meira." Tannlæknar Tannlæknar óskast til starfa við Heilsugæslustöð Horn- brekku, Ólafsfirði. Fyrsta flokks aðstaða og aðbúnaður. Upplýsingar veittar í síma 96-62482. Forstöðumaður Hornbrekku. Lærið frönsku hjá Alliance Francaise — Kvöldnámskeið og síðdegisnámskeið fyrir byrjendur og lengra komna. — Bókmenntaklúbbur. — Upplýsingar og innritun á skrifstofu Alliance Francaise alla virka daga frá 16. til 27. sept. kl. 15 til kl. 19. — Kennsla hefst30. sept. — 15% afsláttur fyrir námsmenn. Alliance Francaise Laufásvegi 12 simi 23870. OSRAM Ijóslifandi orkusparnaður 80% lægri lýsingarkostnaður og sexföld ending LJOS&ORKA Suðurlandsbraut 12 @84488. Landsins mesta lampaúrval Nauðungaruppboð annað og síöara á fasteigninni Nestúni 8, austurhluta, Hellu, þinglesin eign Haralds Teitssonar, fer fram á eigninni sjálfri mánudaginn 30. september 1985 kl. 18.00. Sýslumaður Rangárvallasýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 95., 98. og 99. tbl. Lögbirtingablaðsins 1984 á 60% jarðarinnar Bakkavöllur i Hvolhreppi, þinglesin eign Lúðvíks Gizurar- sonar, fer fram að kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavik á eigninni sjálfri mánudaginn 30. september 1985 kl. 9.00. Sýslumaður Rangárvallasýslu. Nauðungaruppboð annað og síðara á fasteigninni Heiðvangi 19, Hellu, þinglesin eign Jóns Thorarensen, fer fram á eigninni sjálfri mánudaginn 30. september 1985 kl. 11.00. Sýslumaður Rangárvallasýslu. Nauðungaruppboð annaö og síðara á jörðinni Völlur II i Hvolhreppi, þinglesin eign Gunnars Jónssonar, fer fram á eigninni sjálfri mánudaginn 30. september 1985 kl. 14.00. Sýslumaður Rangárvallasýslu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.