Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1985, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1985, Qupperneq 13
DV. FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER1985. 13 Kjallarinn GARÐAR VIBORG / STJÓRNARMAÐUR RÉTTARBÓTAR ALDRAÐRA Þaö fer vart á milli mála aö rétt- indamál ellilífeyrisþega eru í megnasta ólestri og frómt frá sagt þjóðarleiðtogum öllum til vansæmdar. Þaö er vitað mál aö margt gamalt fólk lítur meö kvíöa til næsta dags. Þaö er nánast gleymt, er hornreka í því þjóðfélagi sem eftirstríösárin hafa mótaö. Þó erum við aö bögglast viö aö telja land okkar í hópi „velferðarríkja”. Tapaður sparnaður Sparifé þessa fólks er uppuriö og hefur hafnaö í verslunarhöllum og fögrum og rúmgóöum íbúðarhúsum braskara og embættismanna. Misréttið og ranglætið hefur bitnaö haröast á því fólki sem viö vinnu og sparnaði skóp það „velferðarríki” sem við státiun af í dag. Þó er ráðdeildin ekki meiri en svo aö ERUALDRAÐIR UTANGARÐSFÓLK? landið er aö sökkva í feni erlendra skulda. Þeir sem vel búa og hátt lifa hafa litlu aö miöla öörum og telja jafnvel eftir þaö sem nú er skammtaö til elli- og sjúkramála. Um langt árabil hafa ellilífeyris- þegar mátt heyja haröa baráttu fyrir rétti sínum til aö lifa mannsæmandi lífi. Margir hafa hreinlega gefist upp í baráttu sinni við kerfið og þá menn sem þar ráöa húsum. Tryggingakerfiö er frumskógur reglna, undanbragða og undan- þágna, lítt ratanlegur almenningi án tilsagnar löglærðra manna. Með vilja gert — eða hvað? Þaö hvarflar stundum að manni sú hugsun hvort viljandi sé reynt aö leyna fyrir fólki hver réttur þess er í stjórnkerfinu og að ókunnugleiki sé nýttur þangaö til eftir honum er gengið meö kostnaðarsömum mála- rekstri. Lög og reglur eru mistúlkaöar og þeim misbeitt eins og allirþekkja. Þótt löggjafinn sýni vilja í oröi til hagsbóta og leiðréttinga þeim öldruðu eru skúmaskotin mörg, leiöin gegnum stjórnkerfið holótt og skriffinnskan slík að hún virkar sem dragbítur. Óverjandi réttleysi Mörg réttarbótin týnist í „kerfinu”, jafnvel lokast í skúffum stofnana og nær ekki notum réttra aöila. Nú telst „tölvan” höfuösökudólgurinn þegar kerfið bilar. Réttleysi margra aldraöra þjóöfélagsþegna er staöreynd og óverjandi í nútíma þjóöríki í þjóðfélagi allsnægta. Það getur ekki talist eölilegt aö sá aldni sé troöinn undir og vanmetinn eins og oft viögengst og síst af öllu aö löggjafarvaldið mismuni jafnó- þyrmilega og nú tíðkast. Þeir öldnu hafa lokiö löngu dagsverki og hafa þann rétt að lifa viö sömu kjör og allur þorri fólks býr viö í dag. Staðreynd er að ellilífeyrir hefur rýrnað meira en laun annarra stétta. Kaupmáttur þessa fólks er nú langt undir nauðþurftamörkum. Margt aldrað fólk býr viö neyðarkjör og er vannært — þaö eru meinleg örlög í „velferðarríki”. Nú er svo komið aö aldraðir veröa aö hefja sókn til réttarbóta og kref jast mannsæmandi kjara og aðbúnaöar, heima og á stofnunum. Það veröur að knýja lög- gjafann og stjórnvöld til aö meta aldraða að jöfnu viö aðra þegna þjóðfélagsins. Velgengni og hagsæld þjóðarinnar leyfir ekki aö stór hópur fólks liggi utan garðs. Baráttan er framundan Það veröur að auka skilning lög- gjafans og stjómvalda á þörfum aldraöra, hvar þurfi aö bæta, hverju aö breyta og hvað þurfi nýtt aö gera í réttindamálum þeirra. Þaö veröur aö vinna aö auknum réttarbótum og í samstööu verja þau réttindi sem þegar hafa náðst í lögum og spyrna við fótum þegar og ef á réttindi og lífskjör aldraöra er gengiö. Ef þetta tekst er stórum áfanga náö; þótt nú þegar séu mörg félög, sem vinna aö málefnum aldraðra, er margt ógert sem þau geta vakið máls á og í samstöðu knúiö fram. Með góðri samstöðu tekst ef til vill að fylla upp í eyöur og bæta þær vanrækslur löggjafans sem blasa viö öllum sem kynna sér málefni og réttarstöðu aldraös fólks. GarðarViborg. £ „Tryggingakerfiö er frumskógur reglna, undanbragöa og undan- þágna, lítt ratanlegur almenningi án tilsagnar löglærðra manna.” Sameining frjálslyndra Fátt hefur oröiö evfópskri menningu þyngra í skauti en forsjár- hyggjan — miskunnarlaust rekin áfram af öfgaöflum sósíalismans — sem gegnsýrir allt líf á okkar tímum. Ekki einasta hefur þessi stefna drepið niður kjark og frumkvæði með hverri þjóöinni af annarri heldur hefur hún gert heila þjóöfélagshópa að ölmusufólki á ríkisframfæri. Lognið á undan storminum! Þessi hætta birtist eins og rauöur þráður í flestum skrifum Hanneáar Hólmsteins Gissurarsonar, þ.á m. í nýlegri grein hans í Mannlífi um horfur í Sjálfstæðisflokknum. Greinin er ódulbúin hótun til for- ystu flokksins um aö ef hún reynist þessum öfgaöflum ekki nægilega „Ekki einasta hefur þessi stefna drepið niður kjark og frum- kvæði með hverri þjóðinni af annarri, heldur hefur hún gert heila þjóðfélagshópa að ölmusufólki é ríkisframfæri." Núna, þegar þessi hatrammi faraldur er loks í rénun og frjálslynt fólk um allan heim er aö reka ófögnuðinn af höndum sér, er komin upp ný öfgahreyfing, síst skárri. Enda þótt þessi öfgakredda — frjálshyggjan — geti flýtt fyrir upprætingu sósíalismans býður hún um leið annarri hættu heim, hættu sem er margf alt meiri. leiðitöm sé stormur í aðsigi innan hans. 1 greininni notar Hannes gamalt herbragö: Aö væna andstæðinga sína um heybrókarhátt á meðan hann dáist aö kjarki hinna sem hlýða kalli hans og eru staöfastir í trúnni. Þetta er nákvæmlega sú aöferð sem Súslov og félagar hans í Æösta- ráöinu notuðu til þess aö brjóta frjálslynd öfl á bak aftur í Sovét- ríkjunum fram á þennan dag. Frjálsiyndi og stjórnlyndi I grein sinni notar Hannes hina klassísku skilgreiningu Jóns Þorlákssonar á frjálslyndi og stjórn- lyndi, en lætur þess ekki getiö aö þessi tvískipting er fyrir löngu úrelt. Frjálslyndir í Sjálfstæöis- flokknum, skv. skilgreiningu Jóns, skiptast núorðið t.d. í frjálslynda og frjálshyggjumenn og á milli þessara aöila er óbrúanlegt bil. Sams konar klofningur hefur löngu veriö landlægur í sósíalistaflokknum milli þeirra frjálslyndu sem vilja markaösbúskap og hinna sem vilja aöríkiö gíni yfir öllu. Frjálslynt fólk er því aö finna í öllum flokkum enda þótt frjáls- hyggjumenn séu í raun aðeins til í einum þeirra, þ.e. í flokknum sem Hannes f jallar um. Sameining frjálslyndra Einmitt núna þegar von er til þess aö endanlega veröi snúiö frá hafta- búskap ríkisforsjárinnar yfir til frjálsræðis skiptir sköpum aö frjáls- lyndir standi saman. Þaö sem er í húfi er aö þessi breyting leiði til meira frelsis fyrir almenning en verði ekki vatn á myllu nýrra öfgaafla sem þykjast hafa frelsið aö leiðarljósi. Verður að beita öllum tiltækum ráöum til þess aö „þróunin á næstu árum veröi til þess aö draga í raun úr ríkisafskiptum og geri um leiö þjóöfélagiö mannlegra, framfara- sinnaöra og sanngjarnara. Afvopnun ríkisvaldsins Þaö sem skiptir mestu er aö horfiö verði fyrir fullt og fast frá þeirri ríkisforsjárhyggju sem er beinlínis að leggja þetta þjóííélag í rúst. Þaö er ekki aöeins að Islendingum Kjallarinn JÓN ÓTTAR RAGNARSSON DÓSENT Frjálslyndi í framkvæmd sé beinlinis bannaö aö haga lífi sínu á skynsamlegan hátt heldur er þeim einnig bannaö að gera það aröbært á nýjan leik. I slíku þjóöfélagi liggur við að hægt sé aö skilgreina frelsi sem þá viðleitni að draga úr rikisafskiptum á flestum sviöum og þá sérstaklega í allri atvinnustarfsemi. Frjálslyndir ættu aö styðja alla tilraunastarfsemi sem miðar aö því að gefa einstaklingum kost á aö yfir- taka verkþætti sem ríkið annaöist áður, eða var jafnvel með einokun á. Þeir sem halda aö slíkar tilraunir þurfi aö stefna velferö þegnanna í voða vaða í villu og svíma af ástæðum sem öllum ættu aö geta oröið augljósar. Því fleiri byrðar sem við getum tekið af herðum stóra bróður þeim mun meiri líkur eru á aö hann geti sinnt þeim þáttum sómasamlega sem honum ber með réttu aö sinna. Lokaorð Islenskt þjóöfélag er aö lifna við. Alda frelsis og frjálsræðis fer nú um þjóðlífiö eins og eldur í sinu. Hlutverk frjálslyndra er að tryggja aö þessi breyting veröi upphafið að nýrri framfarasókn þar sem saman fer mannleg samfélags- gerö og arðbærir atvinnuvegir. Það er sem betur fer liöin tíö þegar þorri islenskra menntamanna áleit að þessir tveir grundvallarþættir gætu ekki fariö saman. Nú vitum viö betur. Það sem mestu skiptir er aö hafna þeim barnalegu öfgum og kreddum sem sósíalisminn leiddi yfir okkur á fyrri hluta þessarar aldar og láta þessi í stað skynsemina ráða íerðinni. Jón Óttar Ragnarsson ® „Það er ekki aðeins að íslending- um sé beinlínis bannað að haga lífi sínu á skynsamlegan hátt heldur er þeim einnig bannað að gera það arð- bærtánýjan leik.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.