Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1985, Side 16
16
DV. FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER1985.
Spurningin
Með hvaða liði í knattspyrnu
heldur þú og hvernig finnst
þér það hafa staðið sig í
sumar?
Sigurborg Leifsdóttir: Engu sérstöku.
Eg hef náttúrlega taugar til Snæfells í
Stykkishólmi því þar á ég heima. Þeir
hafa staöiö sig ágætlega þótt þeir séu í
3ju deild.
Árni Jónsson: Ég held meö ÍA. Eg hef
bara alltaf haldiö meö þeim. Þeir hafa
staöiö sig vel í sumar.
Stefán Garðarsson: Ég held aö sjálf-
sögöu meö Fram. Ég ætla ekki aö
segja þér af hverju. Þaö vita allir aö
þaö er besta liöið. Þeir hafa staöiö sig
vel ef viö gleymum síðustu þremur
leikjum.
Snæbjörn Snæbjörnsson: Ja, Breiöa-
blik sennilega. Þeir hafa staöiö sig
bærilega finnst mér miðaö viö aöstæð-
ur. Annars fylgist ég ekki svo náiö meö
þessu.
Sigurjón B. Sigurjónsson: Engin
spurning: Valur. Þeir eru bestir og
hafa staöið sig mjög vel í sumar.
Sæmundur Steinar Sæmundsson: Aö
sjálfsögöu Skagamönnum. Viö erum
búnir aö vera besta liöiö í 30 ár eins og
titlarnir vitna um. Ef viö leggjum ríka
áherslu á þjálfun yngri flokkanna
munum viö halda áfram að vera stór-
veldi íslenskrar knattspyrnu.
Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur
„Höldum neyslunni við helgamar”
Einar B. ísleifsson skrifar:
Mikiö hefur veriö rætt um góða
drykkjusiöi í þeim löndum þar sem
bjórinn er leyfður og alla dásemdina
sem þeim fylgja. Ég vil gjarnan
leggja orö i belg um galla þessara
„góöu drykkjusiöa” og kynna hvaö í
þeim felst.
England hefur löngum veriö kennt
viö góöa drykkjusiöi og sagt aö
þjóöin kunni meö áfengi aö fara og
þaö borið saman við óhófsneyslu
okkar um helgar. Á hverju máli eru
jafnan tvær hliöar og vil ég nú benda
á aðra.
Þar þykir sjálfsagt aö fara út á
„pöbb” og drekka'l—2 „pænt” (pint-
ara) a.m.k. áöur en farið er heim
eftir vinnu. Og síöan aftur um
kvöldið þegar fariö er út á „pöbb” til
aö hitta vini og kunningja.
Því verður ekki á móti mælt að
bjórinn slævir viljann og áhugann til
framkvæmda. Þegar fólk kemur
heim skortir þaö kraft og vilja til að
leysa þau vandamál og verkefni sem
bíöa úrlausnar heima fyrir.
Ætli Islendingum þætti ekki full-
mikið að drekka fjóra tvöfalda af
sterku víni á hverjum degi (en þaö
svarar til 4 „pænta” af bjór) og er þá
ekki tekinn meö í reikninginn sá vin-
sæli siöur aö fara út á „pöbb” í há-
deginu og fá sér snarl og a.m.k.
einn „pænt” meö.
Á laugardögum og sunnudögum
þykir og sjálfsagt aö byrja daginn á
því aö fara út á „pöbb” eftir hádegi
og drekka 2—3 „pænt”. Er þá ótalið
þaö magn sem fólk drekkur þegar
það fer út aö skemmta sér.
Á íslandi hefur þaö löngum verið
hefö aö vinir og vandamenn skiptast
á heimsóknum og ræöa öll heimsins
mál yfir kaffibolla. Á Englandi er
slíkt mjög sjaldgæft. Þar hittist fólk
úti á „pöbb” yfir könnu af bjór.
Eftir dvölina í Englandi á ég mjög
erfitt meö aö sjá hvaö er svona fínt
viö þessa drykkjusiði sem ranglega
Lesandi kann ekki við drykkjusiði Englendinga. Eftir að hafa skoðað þessa mynd hljóta fleiri
að vera sammála honum.
hafa veriö kenndir viö hófdrykkju.
Þaö hefur mikiö veriö rætt um hina
miklu drykkju Islendinga um helgar
en þá gleymist gjarnan aö þaö er
ekki nema lítill hluti þjóöarinnar
sem drekkur um hverja helgi. Meiri-
hlutinn fer kannski út aö skemmta
sér einu sinni í mánuöi og drekka
margir í óhófi en snerta síðan varla
áfengi þess á milli.
Minnihlutinn, mest ungt fólk, fer út
um aöra hverja eöa hverja helgi en
snertir varla vín þess á milli. Nær
þaö fólk sínum íslensku einkennum
aftur: Skarpleika í hugsun og
dugnaöi.
Eg tel þaö tvímælalaust betri vín-
menningu að halda neyslunni við
helgar en aö taka upp siöi erlendra
þjóöa með öllum þeirra göllum.
Ég var áöur hlynntur því að selja
áfengan bjór í ríkinu og á veitingastöð-
um en eftir að hafa kynnst vínmenningu
Englendinga er ég því mótfallinn.
Umferðarlagabrot
í Kópavogi
Kópavogsbúi hringdi:
Eg er óánægöur meö hvað lögreglan
fylgist lítið með umferöarlagabrotum í
Kópavogi. Eg verð vitni aö því á
hverjum degi aö menn þverbrjóta
allar umferöarreglur og viröa að vett-
ugi umferöarskilti sem sett hafa verið
upp og blasa viö þeim. Til hvers er
veriö aö setja upp þessi skilti ef enginn
fer eftir þeim? Vil ég nefna sem dæmi
umferðarmerki viö Byko Nýbýlavegi, í
Hamraborg og viö Engihjalla.
Hvareru
unglinga-
þættimir?
Stína skrifar:
Ég vil taka undir meö öllum þeim
sem hafa skrifaö vegna lélegrar sjón-
varpsdagskrár fyrir unglinga.
Þann 19. september skrifaöi 3893-
9203 og kvartaði undan skorti á
unglingaefni. I þeirri sömu grein var
rætt viö Hinrik Bjarnason hjá
sjónvarpinu og sagöi hann nú þegar
vera allmikið unglingaefni á dag-
skránni (t.d. Montreux-þátturinn).
Einnig nefndi hann Skonrokk sem er
eini þátturinn fyrir unglinga sem
sendur er út reglulega, þ.e.a.s. hálfs-
mánaöarlega. Eg held aö aöeins
helmingur unglinga nenni aö horfa á
Skonrokk vegna lélegs efnis sem þar er
oft.
Einnig minntist Hinrik á einhverja
ungiingaþætti. Eg hef nú verið aö fletta
gömlum óg nýjum sjónvarpsdagskrám
og hvergi rekist á neinn unglingaþátt.
Ég hvet sjónvarpsmenn til aö gera
betur og sýna góöa unglingaþætti. Svo
væri ekki amalegt ef viö fengjum Topp
of the Pops á skjáinn. Og munið nú aö
það er ár æskunnar.
Annað langaöi mig að minnast á en
þaö er dónaskapur fulloröins fólks í
garö krakka í strætisvögnum.
Um daginn kom ég dauöþreytt úr
bænum og var fegin aö fá sæti í fullum
vagni. Ég var ekki búin aö sitja lengi
þegar ég tók eftir því aö kona ein stóð
fast upp viö sætiö mitt og starði á mig.
Eg setti bara upp mitt blíðasta og
horföi á móti. Eftir aö hún haföi horft á
mig þessu stingandi augnaráði nokkra
stund spuröi hún frekjulega: „Ætlaröu
ekki aö standa upp fyrir mér?” Ég
svaraöi frúnni og sagði: „Nei þaö ætla
égekklaðgera.”
Fauk þá í hana og byrjaði hún að
röfla um hvaö þesir unglingar væru
spilltir og illa upp aldir.
Hér sjást þrjú ensk læri kljást um knöttinn á skjánum.
Enska boltann
á skjáinn strax
Eiríkur Jónsson skrifar:
Hvaö er að gerast í sjónvarpinu? Ég
get ekki oröa bundist lengur. Engin
ensk knattspyrna og þó hafa verið
leiknar níu umferðir. Veit ég vel að
Bretar hafa ekki tekið upp leiki fyrir
sig, en Evrópuþjóöir hafa fengið leiki í
beinni útsendingu og nú síöast leik
Everton-Liverpool sem er talinn besti
leikur á Bretlandi þaö sem af er
keppnistímabilinu. Svo ég vitni í blaðiö
Sunday Express en þar segir í laus-
legri þýðingu um leik Everton-Liver-
pool: „Þetta var andlit breskrar knatt-
spyrnu, til sýnis fyrir áhugamenn víöa
um heim. Og sem betur fer voru
sjónvarpsmyndavélar á staðnum í 133.
leik liöanna til að senda beint út til
milljóna Evrópubúa og annarra víða
um heim, og þaö þrátt fyrir aö viö í
Bretlandi fengjum ekkert að sjá.”
Nú var komið svo í fyrra aö margir
leikir voru sýndir beint úr ensku knatt-
spyrnunni, sem er talin vera sú erfið-
asta í heiminum og jafnframt sú
skemmtilegasta. Menn veröa aldrei
leiöir á henni eins og þeirri þýsku og
ítölsku. I ensku knattspyrnunni er allt-
af eitthvaö skemmtilegt aö gerast.
Ég skora því á yfirmenn sjónvarps-
ins aö ráöa bót á þessu, og bregðast við
skjótt svo þær þúsundir Islendinga
sem hafa átt um sárt aö binda í þessu
máli fái aftur sýnda leiki úr ensku
knattspyrnunni beint, sem fyrst.