Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1985, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1985, Blaðsíða 3
DV. LAUGARDAGUR 7. DESEMBER1985. 55 HAPPILY E VER AFTER Loksins kom sjónvarpið okkar með lausn á vanda húsbyggjenda og var að margra áliti kominn tími til að þaðan kæmi eitthvað annað en beinar útsendingar af því þegar Kenny Dalglish og félagar bruna upp vinstri kantinn í Englandi og óbeinar af brosi JR í Dallas því að þótt hann virðist tilbúinn undir tréverk mörgum sinnum í hverjum þætti hef ég alltaf litið fremur á það sem auglýsingu fyrir viskí en innlegg í baráttu þeirra sem eru að reyna að koma þaki yfir höfuðið á sér á háa verðinu. í kvikmyndinni laugardaginn tuttugasta og þriðja nóvember fengu menn sem sagt það resept sem þá vantaði tilfinnanlega til að bjarga sér úr skuldafeninu og lifa síðan happily ever after eins og menn gerðu í amerískum stríðs- myndum forðum daga þegar þeir voru búnir að drepa alla óvinina fyrir föðurlandið og skunduðu heim með bros á vör, gullstjörnu dinglandi í barminum og skriflegt loforð um verkstjórastöðu í slátur- húsi upp á vasann. Uppskriftin í myndinni að sæl- unni eilífu amen var hins vegar háð þeim skilyrðum að menn ættu konu ,og bíl og skammbyssu sem gæti orðið jafnerfitt að komast yfir og það ætti að reynast auðvelt að komast yfir konu og bíl ef marka má tölur um mannfjölda og bíla- eign landsmanna. Að uppfylltum áðurnefndum skil- yrðum sestu inn í bílinn ásamt konunni þinni sem biður þig vin- samlegast að skjóta ekki af þér fótinn með byssunni í buxna- strengnum sem er að vísu óhlaðin en það kemur ekki að sök varðandi fyrirhugað rán því að í Ameríku eru dæmi þess að menn hafi rænt flugvél af stærstu gerð með því móti að miða rúgbrauði á flug- manninn og hóta að skjóta hann í gagnaugað með því ef hann fljúgi ekki á stundinni til dæmis til Kúbu. Það þarf því ekki að hafa áhyggj- ur af því þótt ekkert skot sé í byss- unni. Næsta atriðið á fjárhagsáætlun- inni er að finna apótek að kvöldi dags sem er opið, missa byssuna niður í vinstri buxnaskálmina og kaupa tveggja ára birgðir af magn- íltöflum á meðan verið er að reyna að ná í byssuna svo að hægt sé að ógna konunni í apótekinu með henni. Þetta fyrsta rán mistekst sem sagt en það gerir ekkert til því ballið er rétt að byrja. Daginn eftir misheppnaða magn- íltöfluránið er enn haldið af stað og að þessu sinni er brunað í hljóm- plötuverslun, tómu byssunni miðað á afgreiðslumanninn á meðan konan tæmir peningakassann og afgreiðslumaðurinn biður vinsam- legast um að verða drepinn áður en eigandi verslunarinnar snúi hann úr hálsliðnum fyrir að hafa gleymt að fara með peningana í banka en viðþeirri bón er auðvitað ekki hægt að verða þar sem platan með samkór alþingismanna er uppseld í bili og eins og áður sagði ekkert skot í byssunni. Á heimleiðinni er komið við í banka og borgað af vísitöluláni sem hækkar um fimmtíu þúsund við það eins og lög gera ráð fyrir. Babb í bátinn Eftir mörg árangursrík rán kem- ur babb í bátinn. Ríkisstjórnin ákveður að lækka tolla á sykruðum ávöxtum og fella niður vörugjald af hljómplötum í þeim tilgangi að hagur heimilanna vænkist og þess vegna koma færri krónur í kassa kaupmannanna og því minni fjár- munum hægt að stela. Af þessum sökum verður að finna lyginn, samviskulausan, ríkan og hæfilega drykkfelldan mann sem stundar mútur sér til dægrastytt- ingar og geyniir mútuféð í peninga- skápi í klæðasképnum sinum í skrifstofunni og ræna því. Og af því að það ert þú en ekki ég sem ætlar að ræna mútufénu skal ég segja þér hvernig á að fara að því. Þú ekur að stórhýsi samvisku- lausa, ríka og hæfilega drykkfellda mannsins og töltir upp á tíundu hæð þar sem skrifstofan með fata- skápnum er. Þar verður fyrir þér ÞoLÍX £k.ki AÐ FÓL< J4AM £& AP P?£yKJA. Háaloft BENEDIKTAXELSSON vörður sem þú snýrð upp á hend- urnar á þangað til hann fer að öskra eins og hann eigi lífið að leysa, þá keflarðu hann með ullar- trefli svo að hann hætti því og að svo búnu rotarðu hann til vonar og vara. Þegar þú ert búinn að ganga tryggilega frá verðinum læðistu inn í fataskápinn og bölvar talsvert í hljóði yfir því að peningaskápur- inn skuli vera læstur því að það gerir þér erfiðara fyrir að nálgast peningana. Þú lætur samt ekki hugfallast, tekur borvél upp úr töskunni þinni og borar gat á skáp- inn sem þú stingur hárnál í og þá opnast hann og við þér blasa fleiri dollarar en þú hefur áður séð og nokkrirtíkallar. Þegar þú ert búinn að horfa á dollarana í dálitla stund seturðu þá i töskuna sem borvélin og hár- nálin voru í og ferð síðan fram á gang þar sem vörðurinn er að rakna úr rotinu og kvarta yfir því hvað ullartreflar séu vondir á bragðið og þar sem vörðurinn er ágætisnáungi spyrðu hann vin- gjarnlega hvort þú eigir kannski að kefla hann með vínarbrauðs- lengju að þessu sinni áður en þú rotirhann. Að svo búnu rogastu með tösk- una heim til þín, borgar alla reikn- ingana daginn eftir, ef þá er ekki sunnudagur, og lifir síðan happily ever after. Kveöja - Ben. Ax. ^Mwrm GÆÐIN í ÖNDVEGI ¦ *V* .*' * ** •? «* •? 'í.Vff.t*.* „ ¦***", lll^l IkCSKYRTUR IIIVIi Mw** GÆDIN í ÖNDVEGI W vka buxur u GÆÐIN í ÖNDVEGI elka úlpur VINSÆLASTI HERRAFATNAÐUR I EVROPU. OTRULEGA HAGSTÆTT VERÐ. Ika í ÚLLUM BESTU HERRAFATAVERSLUNUM Á LANDINU.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.