Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1985, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1985, Blaðsíða 11
DV. LAUGARDAGUR 7. DESEMBER1985. 63 I talinn ef eiturlyfja- og fíkniefnaneyt- endur yrðu skráðir sjúklingar. Neytandinn sem selur Þetta leiðir aftur hugann að því hver er staða þess sem selur til þess að geta fjármagnað fíkn sína. Slíkur einstaklingur getur hvenær sem er hlotið dóm fyrir að selja eiturlyf eða fíkniefni. Hann er vissulega að brjóta lög en hvað verður svo um hann þegar hann kemur úr fangelsinu? Læknast hann þar eða fer hann að þjóna fíkn sinni á sama hátt og áður um leið og hann er laus? Ljóst er að í miklum fjölda tilvika er svo því að ekki er um að ræða neina markvissa endurhæfingu í fangelsum yfirleitt. Sú spurning hlýtur að vakna hvort það væri ekki vænlegri leið fyrir þjóðfélagið að endurhæfa, með nýrri löggjöf eða á annan hátt, eitur- og fíknilyfjaneytendur sem selja því að þannnig tækist að fækka sölumönn- unum og það hlýtur að vera eitt meginverkefnið í baráttunni við eit- urlyfin. Þessa hugmynd og fleiri þarf að sjálfsögðu að taka til umhugsunar nú er ljóst er að yfirvöld ná stundum aðeins í um eða innan við tíu af hundraði þess magns eiturlyfja og fíkniefna sem smyglað er milli landa. Hefðbundin meginskipting Segja má að í Bandaríkjunum hafi sú hefð ríkt að skipta baráttunni gegn eiturlyfjum og fíkniefnum í þrennt: (1) Að stöðva ræktun á maríjúanarunnum, kókarunnum (úr blöðunum á þeim er kókaín unnið) og ópíumjurtinni (úr henni er heróín unnið); (2) að reyna að ná sendingum eiturlyfja þegar þær eru á leiðinni frá landinu þar sem þau eru búin til og til Bandaríkjanna; (3) að reyna að uppræta starfsemi eiturlyfiasal- anna í landinu sjálfu. Aðferðir manna í öðrum löndum eru yfirleitt hliðstæðar tveimur síðari aðferðun- um þótt nokkur ríki reyni að koma i veg fyrir ræktun jurtanna sem eit- urlyfin eru unnin úr í öðrum ríkjum. Ekki hafa þó þessar aðferðir dugað fram til þessa og því er ekki að undra þótt andstæðingar eiturlyfja beiti nú nýjum ráðum. Verður að nokkrum vikið hér á eftir, en fyrst skulu sagð- ar nokkrar sögur af því hvernig til- raunum Bandaríkjamanna til þess að draga úr framleiðslu eiturlyfja i Mið- og Suður-Ameríku hefur stund- um verið mætt. Skipulögð andspyrna og morð Fyrr á þessu ári var einn starfs- manna DEA, Enrique Camarena Salazar, og flugmaður að nafni Al- fredo Zavala drepnir eftir að þeim hafði fyrst verið rænt og þeir pyntað- ir. Atburðurinn gerðist eftir að lauk aðgerðum gegn eiturlyfjasölum í Kólumbíu en þær báru talsverðan árangur. I framhaldi af því hafa kókaínbarónarnir boðið hverjum þeim 350.000 dali sem fært getur þeim höfuðið af Francis „Bud" Mullen sem var yfirmaður DEA frá því í nóvember 1983 og fram á síðastliðið vor. Þá hafa barónarnir einnig lagt 300.000 dali til höfuðs ýmsum öðrum starfsmönnum DEA og annarra stofnana í Bandaríkjunum sem berj- ast gegn eiturlyfjasölum. Þá hafa barónarnir einnig lagt til atlögu við sum sendirað Bandaríkj- anna í þessum heimshluta. Þannig reyndu þeir að sprengja sendiráðið í Bogotá í loft upp með því að koma sprengju fyrir í bíl en það tókst þó ekki. Ein kona lét lífið. Bandaríkjamenn hafa gert út hópa manna til þess að reyna að eyðileggja kókaekrur þar syðra og voru nítján þeirra drepnir í Perú. Fjórir þeirra voru pyntaðir fyrst. Þá hafa eitur- lyfjaframleiðendur í Kólumbíu og Bóliviu heitið hverjum þeim 500.000 dölum sem drepið geti Edwin Corr, sendiherra Bandaríkjanna í Bólivíu. Þá voru tíu bandarískir sendimenn þar í landi nýlega sendir heim ásamt fjölskyldum sínum vegna líflátshót- ana. Óvíst er hvenær þeir verða sendir til starfa á ný. Þá var dómsmálaráðherra Kol- Hótanir bera lítinn árangur Bandaríkjastjórn hefur gripið til þess ráðs að hóta einstökum rikjum því að efnahagsaðstoð til þeirra verði felld niður ef stjórnir þeirra taki ekki höndum saman við bandarísk yfir- völd um að draga úr framleiðslu eit- urlyfja. Þær hafa þó ekki borið ár- angur og var slíkum tilraunum hætt snemma á þessu ári, að minnsta kosti í bili, þótt í gildi séu í Bandaríkjun- um tveggja ára gömul lög sem kveða svo á um að fella skuli niður beina fjárhagsaðstoð við þau ríki sem draga ekki úr framleiðslu eiturlyfja. Hvað veldur? Vandinn er meðal annars sá að eiturlyfjaframleiðslan er sums staðar orðin svo mikill þátt- ur í efnahagslífi þessara landa að efnahagsaðstoð Bandaríkjanna skiptir stundum litlu. Þannig má nefna að helmingur allra gjaldeyris- tekna Bóliviu kemur af sölu kókaíns. Angist og eíturlyf eiga oft samleið. Margur maðurinn hefur fallið í valinn og fórnarlömbunum fjölgar sífellt. umbíu, Rodrigo Lara Bonilla, drep- inn í maí á síðasta ári er tveir menn á mótorhjóli óku að bíl hans og skutu á hann. Þeir komust undan. Talið er að þeir hafi verið útsendarar Pablos Escobars Gaviria. Baráttan gegn smygli Baráttan gegn smygli hefur ekki megnað að drga úr innflutningi eit- urlyfja til Bandaríkjanna og hlið- stæða sögu er að segja frá öðrum löndum. Þó hefur nú verið gripið til þess ráðs vestra að kalla út herskip og flugvélar í baráttunni við smygl- ara. Þá hefur verið komið fyrir sér- stökum ratsjártækjum til þess að fylgjast með ferðum flugvéla og mun nú orðið mjög erfitt að flytja eiturlyf loftleiðina til Flórída af þeim sökum, miðað við það sem áður var. Þetta hefur hins vegar leitt til þess að smygl til annarra ríkja í suðurhluta landsins, þar sem slíkar varnir eru ekki til, hefur aukist. Mörgum nýjum tækjum er nú beitt í baráttunni gegn smyglurum, þar á meðal hlustunar- tækjum sem eru svo næm að þau geta greint sendingar eins fjarskipta- tækis frá öllum öðrum, þannnig að í sumum tilvikum getur reynst þýð- ingarlaust fyrir smyglara að gefa rangar upplýsingar um sig og farkost sinn. Þó er það svo að smyglið hefur aukist. Af því má ekki draga þær ályktanir að baráttan gegn því hafi ekki borið árangur. Meira er nú tekið af eiturlyfjum en fyrr en á móti kemur að framboðið er meira en áður. 85smálestirístað15 Talið er að fyrir um fimm árum hafi 25 smálestum af kókaíni verið smyglað til Bandaríkjanna en nú er talið að magnið sé um 85 lestir á ári. Það er því ljóst hvers átaks er þörf og enginn vafi er á því að þróun- in í ýmsum öðrum löndum er mjög á sama veg. Margt virðist því benda til þess að neysla eiturlyfja sé mun meiri en menn hafa látið sér koma til hugar og til eru þeir í hópi sérfræðinga um þessi mál sem telja að rekja megi hluta hallans á utanríkisviðskiptum Bandarikjanna til þess fjármagns sem streymir úr landi til eiturlyfja- salanna. Vandinn er hins vegar margbrotinn og kallar á nýjar ráð- stafanir eins og þessi listi yfir helstu þætti hans sýnir en einn varautan- ríkisráðherra Bandaríkjanna tók hann saman: 1. Tíð skipti í æðstu embættum í öðrum löndum. 2. Mikill fjöldi fólks er farinn að hafa lífsframfæri sitt af fram- leiðslueiturlyfja. 3. Þeir sem framleiðsluna stunda láta sig litlu skipta hvað verður um bandaríska neytendur. 4. Sú röksemdafærsla að eiturlyfja- neysla í Bandaríkjunum sé banda- rískt vandamál sem rekja megi til eftirspurnarinnar þar í landi. 5. Kröfur um að Bandarikjamenn endurskipuleggi atvinnulíf þeirra landa þar sem mest er framleitt afeiturlyfjum. 6. Mikil spilling í framleiðslulönd- unum en í sumum þeirra standa opinberir aðilar að baki eitur- lyfj aframleiðslunni. Af löndum, sem koma við sögu eiturlyfiaframleiðslunnar í Mið- og Suður-Ameríku, eru Mexíkó, Kól- umbía, Bólivia, Perú, Venezuela, Paraguay, Guyana, Súrnínam, Costa Rica, Panama, Honduras, Guate- mala, Ekvador og Nicaragua. Loftnefnd Margt hefur komið á óvart í barátt- unni við eiturlyfjasalana. Þannig var til skamms tíma talið að lítið kæmi af eiturlyfjum frá Ekvador. Nú er hins vegar komið á daginn að það er orðið þriðja mesta kókaínfram- leiðsluland í heimi. Þá hefur komið í ljós að í Belize er nú framleitt svo mikið af maríjúana að landið er þriðja í röðinni af þeim löndum sem sjá fíkniefnasölum í Bandaríkjunum fyrir því. Strössner neitaði að ræða málið Dæmi um háttsetta opinbera starfsmenn, sem grunaðir eru um aðild að eiturlyfjasölu,' er að finna í Paraguay sem liggur fyrir sunnan Bólivíu. Seint á síðasta ári náðust þar birgðir hráefnis sem nægt hefðu til þess að framleiða átta smálestir af kókaini. Jafnframt komu í leitirn- ar tugir þúsunda gallona efna sem notuð eru við vinnsluna. Það var því ljóst hvað til hafði staðið og grunur beindist að mönnum í æðstu embætt- um. Bandaríski sendiherrann bað um fund með Alfredo Strössner forseta sem er æðsti maður hægrisinnuðu herforingjastjórnarinnar, sem situr við völd, en forsetinn neitaði um viðtalið. í Perú, þar sem meira er framleitt af kókalaufi en í nokkru öðru ríki sem vitað er um, leiddu tilraunir yfirvalda til að draga úr framleiðsl- unni til gagnaðgerðahóps sem nefnir sig Vegurinn skínandi en hann mynda vinstrisinnaðir skæruliðar sem hafa tejur af eiturlyfjasölunni. Endurhæfing Minnst hefur verið á nokkrar nýjar aðferðir í baráttunni við eiturlyfja- salana en ljóst er að sjálfsögðu að án kaupenda yrði þeim ekkert ágengt. Því hafa menn mjög velt því fyrir sér hvað hægt sé að gera til að fækka neytendum og þá um leið sölumönnum því löngu er ljóst að stór hluti þeirra sem selja eiturlyf í stórborgum Vesturlanda eru eitur- lyfjasjúklingar sem eygja aðeins tvær leiðir til þess að afla fjár til að standa undir kostnaðinum við þá dýru ánetjan sem hrjáir þá: (1) Að selja öðrum, og (2) afbrot. Margir, sem til vandans þekkja, vita að fang- elsun eiturlyfjasjúklinga er aðeins tímabundin lausn. Þeir fá, eins og fyrr segir, sjaldnast nauðsynlega meðferð og koma aftur ,,á götuna" með vanda sinn, oft svo illa haldnir að þeir geta enga vinnu stundað. Þeir snúa sér því að því að afla fiár með annarri eða báðum ofangreindra aðferða, og ljóst er, að án liðs stórs hluta þessara eiturlyfjasjúklinga við stóru eiturlyfjasalana myndi vand- inn vera annar og minni. Gallinn er bara sá að margir vilja alls ekki líta þannig á að eiturlyfjaneytendur séu sjúklingar og meðal annars af þeim sökum hefur gengið erfiðlega að koma á fót stofnunum til að endur- hæfa þá svo að þeir geti snúið sér að venjulegum störfum og farið að lifa venjulegu lífi. Ljóst er að sjálf- sögðu að ekki myndi takast að lækna alla en fækka mætti mjög þessu óhamingjusama fólki og um leið yrði hagur þjóðfélagsins mun betri. Þá er ljóst að þegar fram í sækti mætti nota hlutann af þeim kostnaði, sem er nú við rekstur fangelsa, við að reka endurhæfingarhæli. Menn hafa rætt þessa hlið málanna það mikið vestan hafs að í drögum að áætlun um baráttuna gegn eitur- lyfjum, sem lögð voru fram þar á fyrstu árum Reaganstjórnarinnar, var lagt til að starfsmenn fyrirtækja sem uppvísir yrðu að neyslu eitur- lyfja (margir atvinnurekendur krefi- ast þess nú orðið að umsækjendur um störf láti taka af sér þvagsýni svo að ganga megi úr skugga um hvort þeir reyki maríjúana eða neyti eitur- lyfia) yrðu settir í hald án dóms uns þeir hefðu verið endurhæfðir. Það er því ljóst að meðal æðstu embættis- manna þar eru þeir sem telja eitur- lyfianeyslu sjúkdóm og vilja beita lækningu. Ýmsir halda því þó fram að með þessu sé verið að svipta fólk þvi frelsi sem lýðræðið tryggi því og ljóst er að í mörgum löndum yrði að koma til ný lagasetning ef fara ætti þá leið sem að framan er nefnd. Augljóst er þó að þeir sem vilja fara þannig að líta svo á að taka verði fram fyrir hendurnar á þeim sem komnir eru út á eiturlyfjabrautina þar sem þeir megna sjálfir ekki að snúa við og stuðla meðal annars að stóraukinni glæpastarfsemi. Tíminn leiðir í ljós hvort þetta verður ein af þeim nýju aðferðum sembeittverður. ÁSG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.