Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1985, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1985, Blaðsíða 4
56 DV. LAUGARDAGUR 7. DESEMBER1985. KRÆRNAR •i KOBEN Sagt er aö sumir láti sig ekki muna um að ínnbyrða þrjátíu bjóra á dag - en ekki án þess á þeim sjái... Mynd: Nanna Biichert. Áður en ég fór af íslandi lofaði ég að skrifa eitthvað um krærnar hérna í Köben fyrir helgarblað D V. Síðan er liðinn mánuður og ég er búin að fara í ótal rannsóknar- ferðir. Þetta hefur verið afskaplega skemmtilegt, en kannski ekki bein- línis afkastahvetjandi. Það má nefnilega heimfæra upp á mig það sem sagt var um Odd nokkurn Gottskálksson, þann sem um miðja 16. öld sat í fjósinu í Skálholti og þýddi biblíuna. „Hann var iðinn maður og starf- samur, ef hann átti ekki öl og honum voru ekki tafir gerðar af öðrum mönnum." Ekki svo að skilja. Mér þykir bjór vondur. Hann fer ekki vel í mig. Ég verð sljó og slöpp af honum og heilinn eins og hafragrautur. Mig sem langar svo að hugsa skýrt og komast til botns í hlutunum en ekki í glösunum og ekki að botn- falla í lífinu. Þá sjaldan ég fæ mér bjór verður hann helst að vera það sem Danir kalla „Sort Guld", svart gull, og endilega ískaldur. Það er ekki áfengið sem dregur mig á krærnar, það er fólkið, tæki- færin sem gefast til að skoða mann- lífið. Ég get ekki gengið milli húsa, hringt dyrasímum hjá ókunnugum og spurt: „Má ég koma inn? Mig langar tii að skoða ykkur smá- stund?" En inn á krána get ég gengið óboðin hvenær sem er - með hverj- um sem er - fengið mér sæti, horft í kringum mig og hugsað eins og danska skáldið: „Hvor er de dog morsomme, disse mennesker. Hvor er de dog under- holdende i al deres menneskelig- hed." En nú verð ég að taka mig á. 1 kvöld ætla ég ekki út. Nú sit ég við ritvélina í síðdegisrökkrinu - alein með kaffibollann - því nú er ég að skrifa um krærnar í Köben. Eiginlega veit ég ansi mikið um þær eftir að hafa búið hér í borg hátt í tíu ár. Ég veit meira að segja mikið um kráarferðir íslendinga hér síðustu tvö hundruð og fimmtíu árin - og hverjar hafa verið uppá- haldskrærnar á hverjum tíma. Um miðja nítjándu öld voru það tvær við Kóngsins Nýjatorg, kjall- ari Hvíts og Mjóni, sem líklega hefur verið þar sem nú er matstað- urinn Stefan a Porta. Á Mjóna fóru íslendingar til þess að drekka súkkulaði og lesa heimspressuna. Á Hvít bara til að drekka bjór. Kjallari Hvíts er þann dag í dag eins og hann var þegar Jónas Hallgrímsson tæmdi þar síðustu kolluna. Lágar hvelfingar, rangal- ar og skuggsæl skot. Á vegg til vinstri, skammt innan við dyrnar, hangir þó nýleg mynd eftir örlyg Sigurðsson sem sýnir fjóra fræg- ustu Frónbúana sem staðinn hafa stundað að ráði: skáldin Jónas og Jóhann Sigurjónsson og sagnfræð- ingana Árna Pálsson og Sverri Kristjánsson. íslendingar setjast stundum við borðið undir mynd- inni í von um að þangað beri að fleiri íslendinga, og það ku geta heppnast. Úm miðja tuttugustu öldina drukku landar stífast á Nellunni í Kattasundi og fóru svo á morg- unkrær eins og Hanagalið og Jómfrúbúrið á eftir. Á Nellunni réðu íslendingar lögum og lofum. Fyndist þeim þröngt um sig fóru þeir að kyrja rútubílalög, kölluðu Danafælusöngva og báru tilætlað- an árangur. Þjónana skírðu þeir Surt og Bleik. Þessir staðir eru nú ekki nema svipur hjá sjón. Nellan er flutt úr Kattasundinu út á H.C. Andersens Boulevard, númer 7, Surtur farinn úr slagi og Bleikur orðinn aldrað- ur, en gekk þó enn um beina þegar síðast fréttist. En Islendingar koma þar ekki framar nema í pílagríms- ferðir. Skömmu upp úr 1970 var opnuð færeysk krá við Pílustræti og hét Skarfur. Hún varð brátt feikna vinsæl af íslenskum námsmönnum og eins víst að „Hæ, Stína stuð" kæmi glymjandi á móti manni úr hátalaranum þegar inn var gengið. Innrétting var einföld, fiskinet í lofti helsta skreytingin, en borð svo þung að gestir gátu ekki velt þeim. Hróður staðarins sem miðstöð æsandi gjálífis barst heim til Is- lands og ólíklegustu góðborgarar sáust þar á undarlegustu tímum. Mér er nær að halda að á Skarfin- um hafi ýmsir lent í ævintýrum, en upp úr 1980 fóru íslendingar að flytja sig á fínni stað, Brönnum. Þar með voru þeir aftur komnir niður á Kóngsins Nýjatorg því Brönnum er við hliðina á Konung- lega leikhúsinu og hefur mikið verið sóttur af dönskum leikurum og listamönnum gegnum tíðina. Þar eru marmaraborð og stórir speglar - og veitingar fremur dýrar. Brönnum-skeiðið stóð stutt og hvað sem því veldur virðast Islend- ingar ekki eiga sér neina fasta krá í Köben um þessar mundir. Vilji maður hitta landa er helst að labba upp í Jónshus, félagsmiðstöð ís- lendinga að Östervoldgade 12, sem nú er rekin af miklum krafti. Það byggist minnst á drykkju en mest af fjölbreytilegum, þjóðlegum uppákomum, allt frá því að snæða saman saltket eða bjúgu til að hlusta á fræðierindi um aids eða Guðmund góða. Guðmundur góði blessaði kalda vatnið fyrir Reykvíkinga, en sam- tíðarmaður hans (eða þar um bil), Þorlákur helgi, blessaði bjórinn fyrir íslenska námsmenn hér í borg. Eða svo segja þeir og drekka hon- um til fyrir hver jól þann dag í dag. Sjálfsagt hafa drykkjurnar verið stífari hér áður fyrr, heim- þráin sárari þegar ekki var hægt að fljúga yfir hafið á þremur klukkustundum, og kalt í súðar- herbergjunum, illa kyntum. Að minnsta kosti ganga miklar sögur af þessum Þorláksblótum. Inga Huld Hákonardóttir blaðamaður mun í vetur senda helgarblaði DV greinar frá Kaupmanna- höm. Inga Huld þekkir Höfh eins og lófann á sér, hefur enda búið þar í ein 10 ár. Fyrsta grein hennar fjallar um krár og kráariíf í Höfn, þann hluta Kaupmannahafn- arlífsins sem heiUað hefur margan landann. Xnga Huld segist ekki vera neinn sérfræðingur í kráarrandi. Við getum kallað hana sérfræðing í mannlifsrandi og hlokk- um til að fá frá henni fleiri greinar. Eftir eitt þeirra var námsmaður átalinn, því hann var allur kramb- úleraður og marinn í framan. En hann hafði góða og gilda afsökun. „Heilagur Þorlákur sló mig með gangstétt," sagði hann. . En krærnar í Köben halda áfram að blómstra hvort sem íslendingar stunda þær meira eða minna. Ég held þær séu fieiri nú en nokkru sinni fyrr. Það er varla sú gata í borginni að ekki sé þar minnst ein krá, oft fleiri, og á sumar kemur bara fólkið úr næstu húsum. ókunnugir eiga á hættu að verða litnir hornauga, næstum eins og þeir væru að ryðjast inn á einka- heimili. I miðborginni gegnir öðru máli. Þar ramba menn gjarna af einni krá á aðra, stansa stutt á hverri. Fræg er Dauðarútan svokallaða. Það er ákveðið ferðalag sem helst á að byrja á smástað beint á móti Skarfinum. Hann kallast Café Rex eða Hos fru Lind. Svo er flakkað á sjö, átta krær aðrar og eru þær næsta ólíkar hver annarri, en ekki svo langt milli þeirra að hætt sé við að fólk sé ískyggilega farið að þyrsta. Ég... Síminn hjá mér hringir. Auðvitað stenst ég ekki freistinguna að svara. Það er verið að minna mig á að afmæli Árna Magnússonar sé að hefjast. Hann hefði orðið þrjú hundruð tuttugu og tveggja. Það renna á mig tvær grímur. Var ég ekki búin að ákveða að vera heima í kvöld? En er ekki líka óhollt fyrir sálina að vera vondur við sjálfan sig? Ég veit það verða ekki nagaðar skóbætur í þessari veislu. Og það verður sungið og spilað.Hm! Ha! Jú,égfer!-áhjólinu. Æ, ég vona samt að afmælis- barnið sjái til með mér og fari ekki að slá mig með ljósastaur eða gangstétt á leiðinni heim. ihh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.