Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1985, Síða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1985, Síða 7
DV. FIMMTUDAGUR12. DESEMBER1985. 7 Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur PIPARKOKUR w V.'W Jólin nálgast óðum. Enn er þó tími til þess að baka og hér er uppskrift að deigi sem passar vel til þess að búa piparkökuhús, tré dýr og hver veit hvað. 200 g sykur 1 egg 2 tsk kardemommur 1/2 tsk negull 2 tsk kanill 1 msk sýróp 1 1/2 tsk lyftiduft 250 g smjör 250 g hveiti Hrærið saman sykur, egg, lyftiduft, sýróp og krydd. Bræðið smjörið, látið það kólna og hrærið saman við hitt. Hrærið síðast hveitinu saman við og látið bíða í kæliskáp í nokkra tíma. Jólaglögg á jólaföstu bæði með og án áfengis Það er orðinn útbreiddur siður hér á landi að bjóða fólki upp á jólaglögg í jólamánuðinum. Það er ágætur siður en ekki er jólaglögg heppilegur drykkur fyrir þá sem aka sjálfir heim á eftir. En til er jólaglögg sem er óáfengt og fer uppskrift að því hér á eftir. Óáfengt glögg 1 1 rauð vínberjasaft eða - þynnt sólberjasaft einnig má nota óáfengt rauð- vín 1 stk. heill kanill 4 negulnaglar 1 stk. kardimomma 1 appelsína 1 dl rúsínur 50 g möndlur Skerið appelsínuna í þunnar sneiðar og látið i pott með kryddinu. Látið 1 1 1/2 dl af vatni í pottinn og sjóðið 1 20-25 min. við vægan hita en hafið lok á pottinum. Sigtið kryddblönduna og látið í pott með saftinni og hitið að suðu. Bætið þá kryddinu út í og látið standa á heitri plötu i svona 10 mín. og berið fram með piparkökum, snarpheitt. Áfengt glögg 2 flöskur rauðvín 1 appelsína 10 negulnaglar 2 heilar kardimommur 1 stk. heill engifer 2 stk. kanilstengur 2 dl rúsínur 50 g möndlur sykur eftir smekk Ef þið viljið hafa glöggið sterkara er hægt að bæta 1 dl af brennivíni útí. - A.Bj. Fletjið þá deigið út, hafið það ca 3-4 mm á þykkt. Skerið út myndir og húshluta sem bakaðir eru á bök- unarpappír í ca 7 mín. í 200 gráðu heitum ofni. Langbest er að mála húshlutana áður en húsin eru límd saman en það er gert á eftirfarandi hátt: Bræðið strásykur á þurri pönnu við vægan hita. Dýfið börmunum, sem á að líma saman, varlega í sykurbráð- ina og ýtið hlutunum saman með gætni. Haldið þeim þannig í svolitla stund eða þar til sykurinn er stífnað- ur. Gleymið svo ekki að kveikja á þriðja aðventukranskertinu á sunnudaginn. - (þýttA.Bj.) S"«ÉL Aíd HM /aaaaaa * - ■I8H r.acDza ciuuo: m. JfHJggg LúLiCLiaaQaj^ JPQtJJJjiS Jón Loftsson hf. Hringbraut 121 Sími 10600

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.