Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1985, Side 10
10
DV. FIMMTUDAGUR12. DESEMBER1985.
Útlönd ÚUönd ÚUönd Útlönd
BROTTREKSTVR FÁLLDINS
MÆUSTILLA FYRIR
Gunnlaugur A. Jónsson, frétta-
ritari DV í Lundi:
„Það er skelfilegt til þess að vita
að Thorbjörn Fálldin, einn hæfasti
stjórnmálamaður Svía, sem gert hef-
ur svo mikið fyrir Svíþjóð og Mið-
flokkinn, skuli þurfa að segja skilið
við starf sitt á þennan hátt,“ sagði
Karin Söder, varaformaður Mið-
flokksins sænska, er hún var innt
álits á þeirri ákvörðun kosninga-
nefndar flokksins að sparka Fálldin
úr sæti formannsins.
Það kom svo í hlut Söders að gegna
til bráðabirgða formennsku þar til
nýr formaður hefur verið valinn.
REYNIR PÉTUR
og Islandsgangan
Rijjið upp ísíanásgönguna
Kynrdst viðíwrfum monns
órsins 1985
Styrkið storfsemina í
SóCFidmum
Bókin um Reyni Pétur og ís íondsgöngtma,
sem Eðvorð Ingóífsson skróðij ex skemmdíeg
og íœrdómsrík Cesning, ítreint út sagt
ntantiBcetandí.
h
Otgáfan
SKÁLHOLT
Söder var þó mjög treg til þess og
hafði um hríð í hyggju að segja af
sér varaformennsku í mótmælaskyni
við ákvörðun kosninganefndarinnar,
en þegar Fálldin sjálfur lagði að
henni lét hún undan.
Látinn gjalda ósigursins
Ákvörðun kosninganefndarinnar
hefur mælst misjafnlega fyrir, svo að
ekki sé dýpra tekið í árinni. Eru
flestir þeirrar skoðunar að Fálldin
hafi að minnsta kosti átt skilið að
fá að yfirgefa formannsstólinn með
meiri reisn en raun varð á. Sagt er
að nokkrir þingmenn flokksins hafi
fellt tár þegar Fálldin greindi þeim
frá ákvörðun kosninganefndarinnar.
Bakgrunnur málsins er sá að Mið-
flokkurinn fékk í kosningunum i
haust innan við helming þess fylgis,
sem hann fékk í kosningunum 1973,
er Fálldin leiddi flokkinn í fyrsta
sinn -eða 12,5% núna (og raunar eru
þá atkvæði Kristilega flokksins
meðtalin) á móti 25,1% í kosningun-
um 1973. Óhjákvæmilegt virtist að
þetta fylgishrun flokksins mundi
draga dilk á eftir sér, eins og raunar
er komið á daginn. Fálldin lýsti því
hins vegar strax yfir um kosninga-
nóttina að hann sem fyrrum íþrótta-
maður hefði ekki í hyggju að hætta
í kjölfar ósigurs heldur vildi hann
ekkert frekar en jafna hlut sinn í
næstu kosningum. - Nú er hins vegar
orðið fjóst að Fálldin fær ekki tæki-
færi til þess að hefna ósigursins.
Áframhaldandi fylgishrun
Skoðanakannanir að undanförnu
höfðu sýnt að enn hafði sigið á
ógæfuhliðina eftir kosningarnar og
að fylgi Miðflokksins væri komið
niður í um 6% -eða svipað og þegar
fylgi Þjóðarflokksins var komið nið-
ur úr öllu valdi og Ola Ullsteen,
formaður hans, var þvingaður til
þess að segja af sér. Arftaki Ullste-
ens, Bengt Westerberg, reyndist
mjög farsæll og var hinn stóri sigur-
vegari kosninganna í haust. Skoð-
anakannanir að undanförnu sýna að
Þjóðarflokkurinn, undir stjórn
Westerbergs, er orðinn stærstur
borgaralegu flokkanna með 24%
fylgi-
Óánægja með frávikninguna
Það er án efa velgengni Wester-
bergs sem á þátt í því að kosninga-
Bóndinn sem varð forsætisráðherra Svíþjóðar, Thorbjörn Fálldin.
nefnd Miðflokksins vill nú fá nýjan
leiðtoga til þess að leysa Fálldin af
hólmi, leiðtoga sem hafi næga per-
sónutöfra til að bera til að veita
Westerberg samkeppni.
Ýmsir eru þó efins um að eins vel
takist hjá Miðflokknum við leið-
togaskiptin og hjá Þjóðarflokknum.
Ekki síst vegna þess að margir eru
óánægðir með að Fálldin skyldi
sparkað og telja að hann hafi átt
annað og betra skilið eftir langt og
dyggilegt starf í þágu flokksins. Auk
þess telja þeir að flokkurinn hafi
einfaldlega ekki á að skipa betri
foringja en Fálldin.
Bóndinn við stýrið
Árið 1976 var sögulegt fyrir Fálld-
in. Þá fyrst komst hann í heimsfrétt-
irnar. Hann varð forsætisráðherra í
fyrstu ríkisstjórn borgaralegu flok-
kanna í Svíþjóð í 44 ár. Alls staðar
var rætt um bóndann sem var orðinn
forsætisráðherra Svíþjóðar. Jafn-
framt má segja að árið 1976 hafi verið
upphafið að endi stjórnmálaferils
Fálldins. Þegar kjamorkuverið í
Barsebáek var sett í gang, þrátt fyrir
aðalloforð Fálldins um að slíkt
mundi aldrei verða ef borgaralegu
flokkarnir kæmust í ríkisstjórn, hó-
fust umræðurnar um „svik Mið-
flokksins" í kjamorkumálunum.
Ýmsir fréttaskýrendur telja eimmitt
að sú umræða hafi verið ofarlega í
huga kosninganefndarinnar þegar
hún ákvað að víkja Fálldin frá eftir
ósigur flokksins í fjórum kosningum
íröð.
Stutt skólaganga
Thorbjörn Fálldin fæddist 26. apríl
1926. Þegar á unglingsárum gekk
hann í Bændaflokkinn sem síðar
varð Miðflokkurinn. Eina menntun
GEYSILEGT
- úrval leikja og
1 forrita
og KíonamL
Gunnar Ásgeirsson hf. %
Suóurlandsbraut 16 Simi 9135200 (jjLU-
Abörirtöba í étrulegu verðil
MSX fSANYO
* ÖRTOLVA Z-80 A
* ROM minni, 32 KB
* RAM minni, 64 KB
* UPPLAUSN 258x192
* LITIR 16-Microsoft basic
* 72 LYKLAR í BORÐI
14“ TOLVULITSKJAR
12.900.-
Aðeins kr.