Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1985, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1985, Qupperneq 12
GOTT FÖLK / SÍA 12 D V. FIMMTUD AGUR12. DESEMBER1985. I SS-búðunum versla þeir sem kjósa k +M. u Jólin eru á næsta leiti og í SS-búðunum getur þú fengið nánast allt sem þarf til hátiðarinnar — nema lifandi jólasveina. í búðunum er þér nú boðið uppá glæsilegt úrva,I af girnilegum kjötvörum með öllu tilheyrandi, úrvals ávexti, óviðjafnanlegt sælgæti og allt sem þú hugsanlega þarft í jóla- baksturinn. Það er auðvitað ekki ráð- legt að fara í búðarkerru- kappakstur í SS-búðunum, en rýmisins vegna er það vel mögulegt. Þar ert þú laus við þrengsli, hama- gang og hávaða stór- markaða; þar er afslapp- andi umhverfi og nægt olnbogarými. I SS-búðunum rignir vör- unum hreinlega yfir þig — úrvalið er eins og best verður á kosið. Og þar er auðvelt að nálgast vörurn- ar; hjá okkur hittir þú nefnilega fyrir hjálpsamt og nærgætið starfsfólk sem veitir hraða og góða þjónustu af alúð og hlýleik. I Austurveri, Glæsibæ, Skólavörðustíg, Hafnarstræti, við Hlemm og á Akranesi. MEMEDMJÓI Ut er komin skáldsaga eftir Yashar Kemal, frægasta núlifandi höfund Tyrkja og hinn vinsælasta meðal tyrkneskrar alþýðu. Memed mjói kom út árið 1955 í Tyrklandi og var fyrsta skáldsaga höfundarins. Það er Þórhildur Öláfsdóttir dósent sem þýðir söguna úr tyrknesku og skrifar eftirmála. Yashar Kemal fæddist árið 1923 í litlu fjallaþorpi í Suðaustur-Tyrkl- andi og ólst upp í rammtyrkneskum menningarheimi. Hann er sjálfur af kúrdískum ættum en í þorpinu bjuggu aðallega hirðingjar af ætt- flokki Turkmena. Meðal þessa fólks varðveittust hetjuljóð og munn- mælasögur frá ómunatíð sem Yashar laerði í æsku og hreifst af. Memed mjói, söguhetjan, elst upp í þorpi ríkismannsins Abdi aga sem hefur sölsað undir sig landareignir fólks í fimm þorpum á Tsjúkuróva- sléttunni og drottnar með harðn- eskju. Memed er bara barn að aldri þegar hann gerir uppreisn gegn þess- um harðstjóra og hefnist grimmilega fyrir. Þegar hann er unglingur gerir hann markvissari uppreisn, skipu- legur flótta með unnustu sinni. En flóttinn tekst ekki ög fyrr en varir er Memed kominh í flokk stiga- manna og útlaga í fjöllunum. Memed mjói er 408 bls., gefin út hjá Máli og menningu bæði í bandi og sem Ugla. Prentsmiðjan Oddi hf., prentar bókina, en Robert Guille- mette gerir kápumynd. Ingimar Erlendur Sigurðsson. Ljósahöld Út er komin ljóðabókin Ljósahöld og myrkravöld eftir Ingimar Erlend Sigurðsson. Er þetta sextánda bók höfundar. í bókinni eru 86 ný ljóð. Skáldið hefur að einkunnarorðum þessar ljóðlínur: Meðan hefur myrk- rið völdin/í mannsins sál,/lífsins eru ljósahöldin/guðs leyndarmál. Ljósahöld og myrkravöld er 101 bls. á stærð, prentuð í Prentsmiðju Áma Valdimarssonar hf. Víkurútgáfan gef- urút.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.