Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1985, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1985, Síða 15
DV. FIMMTUDAGUR12. DESEMBER1985. 15 Hvílíkirtímar, hvílíkir siðir Eitt sinn var sagt: tímarnir breyt- ast og mennirnir með, en mér er spurn hvort það séu ekki mennirnir sem breyta tímunum? Hvað höfðin- gjarnir hafast að hinir ætla sér leyfist það, segir máltækið. Það sýnir að það eru höfðingjarnir sem breyta tímunum, siðum og venjum. Höfðingjar okkar tíma eru fána- berar stjórnmálanna, alþingismenn og ráðherrar. Samkvæmt þessu er ljóst að við, pupullinn í þessu landi, eigum ekki annarra kosta völ en hafa í hávegum og líkja eftir því sem þessir höfðingjar hafast að. Og margt er það og æði misjafnt, sumt nokkuð nýstárlegt, annað orðið þekkt og viðurkennt, svo sem eins og loforð og yfirlýsingar sem ekki þarf að standa við. En það sem ég ætla nú sérstaklega að varpa kastljósi á eru gjafir, athöfnin að gefa og sú nýja hefð sem höfðin- gjarnir hafa innleitt. Hallast ég að því að ekki hafi allir veitt þessum nýja sið verðuga athygli og því ætla ég að hrinda þessu efni fram á ritvöllinn. Rausnargjafir Sú var tíðin að menn gáfu gjafir af rausnarskap og þótti sjálfsagt að gjöfin væri til staðar við af- hendingu. En árið 1974 gerðist atburður sem markað hefur þátta- skil í íslenskum gjafamálum. Þá gaf íslenska þjóðin sjálfri sér þjóð- arbókhlöðu í afmælisgjöf. Átti þessi gjöf að vera táknræn fyrir bókmennta- og bókaþjóðina miklu sem stærir sig af því að hafa endur- heimt sjálfstæðið vegna bók- mennta sinna og hreins máls. Nú eru liðin 11 ár og aðeins umbúðirn- ar komnar til skila og farið að slá í þær vestur á Melum. Frændi minn einn á stórafmæli á næstunni og hef ég satt að segja haft nokkrar áhyggjur af að eiga ekki peninga fyrir gjöf handa hon- um við hæfi, því mér þykir vissu- lega afar vænt um hann og vil gjarna heiðra hann og gleðja á afmælinu. Nú þ'arf ég ekki lengur að kvíða: ég ætla að „aflienda" honum ritsafn Halldórs Laxness og því til staðfestingar mun ég senda honum kápuna af fyrsta bindinu árið 1996, eftir 11 ár. Það sýnist mér vera opinberlega viðurkennd- ur afhendingartími. Þegar svo kemur að því að hann fái fyrstu bækurnar afhentar (ég veit ekki enn hvenær) verður hann að öllum BSíiHííH SMiiMHS „í draumnum um Þjóðarbókhlöðu birtist mönnum hins vegar lestraraðstaða fyrir 800 manns. Er gott til þess að vita að þjóðar gjöfin hafi að minnsta kosti fært mönnumfagrandraum.“ líkindum dauður (hann verður 75 ára 8. des, nk.) Kannski sleppur íslenska þjóðin jafnbillega frá sinni gjöf, því hver veit nema hún verði líka dauð þegar blessuð þjóðarbók- hlaðan verður loks tilbúin? Því rökrétt er að álykta að ef bók- menntir og íslenskt mál hafa hjálp- að henni til að öðlast sjálfstæði á ný þá glatar hún því jafnskjótt og hún hættir að hirða um þessa hluti, og þjóðarbókhlaða er forsenda þess að hér viðhaldist bókmenntalíf og íslenskt mál. Annars las ég nýlega gleðilega frétt þeim sem teljast gefendur þjóðarbókhlöðu. Vísindamenn standa ráðþrota gagnvart gjöreyð- ingu pappírs í bókum sem prentað- ar hafa verið síðustu hundrað árin, og er það þegar orðið alvarlegt vandamál á stórum bókasöfnum, þar sem bækur hreinlega leysast upp í höndunum á bókavörðum og fræðimönnum. Kannski er þarna komin lausn á vanda Landsbóka- safns og Háskólabókasafns, þ.e. að vegna þessa pappírsdauða þurfi enga þjóðarbókhlöðu? HRAFN HARÐARSON BÓKAVÖRÐURí KÓPAVOGI Fengum þó draum Til gamans má geta þess að lestr- araðstaða í Landsbókasafni Islands er nú fyrir 45 manns, eru sumir stólarnir þar sívolgir af setum landsfrægra fræðimanna og rit- höfunda. I Bókasafni Hafnarfjarð- ar eru sæti fyrir 16 manns á lestrar- sal og í Bókasafni Kópavogs eru sæti fyrir 11, þótt enginn sé þar lestrarsalur enn sem komið er. Miðað við höfðatölu er því rúmlega 1 sæti fyrir hverja 1000 Hafnfirð- inga en á Landsbókasafni u.þ.b. 1 sæti fyrir hverja 5.500 landsmenn. í draumnum um þjóðarbókhlöðu birtist mönnum hins vegar lestrar- aðstaða fyrir 800 manns. Er gott til þess að vita að þjóðargjöfin hafi að minnsta kosti fært mönnum fagran draum. I friði og ró. Hrafn Harðarson. a „...ég ætla að „afhenda“ honum rit- ^ safn Halldórs Laxness og því til stað- festingar mun ég senda honum kápuna af fyrsta bindinu árið 1996, eftir 11 ár.“ Okur og ekki okur Sá sem fer til okurlánara og slær upp á kjör sem hann veit nákvæm- lega hver eru, hann á ekki skilið að eiga fasteign, segir Matti við- skiptaráðherra. Sá sem slær skammtímalán með lánskjaravísitölu með kjörum sem hann hefur ekki hugmynd um hver eru á ekki skilið að eiga fasteign, segir innheimtumaður ríkissjóðs og býður manninn upp. Sá sem á skilið að eiga fasteign, hver skyldi það vera? Sagaaf mannisem átti tveggja herbergja Jón og Gunna áttu tveggja her- bergja. Og þau unnu úti og skul- duðu ekki nema gamalt lífeyris- sjóðslán og svo húsnæðislánið. Og börnin urðu þrjú og íbúðin of lítil. Og Jón og Gunna keyptu raðhús, gott 140 fm raðhús. Þau seldu tveggja herbergja íbúðina og bílinn, það dugði upp í fokhelt, og þau fengu húsnæðislán og lífeyris- sjóðslán. Og það sem á vantaði var brúað með skammtíma lánskjara- vísitöluláni. Húsið þaut upp, þetta er dugnað- arfólk, og það var keypt allt hið sæmilegasta, í eldhús og bað, flísar á forstofu og góðar hurðir. En svo átti að borga af og af- borgunin var jafnhá launum beggja, og launin höfðu lækkað vegna þess að menn úti í bæ voru orðnir þreyttir á vísitölum og verð- bólgu. Og þá var slegið fyrir hálfri fyrstu afborgun, Jón vann og vann Gunna vann og vann. En allt kom fyrir ekki. Þau fóru til ráðgjafa og hann sagði að eina sem hægt væri að gera væri að selja og Jón og Gunna seldu. En í millitíðinni hafði raun- verð fasteigna lækkað og salan rétt slapp fyrir skuldum. Þetta tók tvö ár, tvö ár að tapa einni tveggja herbergja. Og Jón kom til mín Og Jón kom til mín, hann skul- daði smávegis, og hann borgaði, hann var skilamaður eins og hans fólk. Segðu mér, hvernig stendur á því að ég tapaði heilli íbúð og gerði allt rétt? Ég er búinn að spyrja marga en þeir hrista bara höfuðið. Það er vegna þess, Nonni minn, að þú þurftir að greiða niður Lands- virkjun og ýmsa óráðssíu, segi ég. Þetta er alvarlegt mál, segir Nonni, að minnsta kosti fyrir mig. Ég veit það og þeir í Seðlabank- anum vita það líka, en þetta er nú samtsvona. Sko, sjáðu til, þegar dollarinn hækkaði þá hækkuðu skuldir Landsvirkjunar, það þýðir að veð- bærni Landsvirkjunar minnkaði og Landsvirkjun fór að tapa. En ríkið er skuldbundið Alþjóða gjaldeyris- sjóðnum að láta Landsvirkjun skilahagnaði. Og nú þurfti að hækka rafmagnið til að Landsvirkjun hætti að tapa. Og það var hækkað um 166%, en til þess að þessi hækkun kæmi að gagni þá varð Landsvirkjun að fá dollarann keyptan á föstu verði. Til þess að hann væri á föstu verði þá varð að taka verðbótavísutölu launa úr sambandi. Annars hefði alltaf þurft að vera að hækka raf- magnsverðið við hverjar vísitölu- bætur. Landsvirkjun fékk semsé gjaldeyriáútsölu. En þá lækkaði kaupið og fólk eyddi meiru af sparifé sínu, en til þess að geta haldið dollaranum á föstu gengi þá varð að skaffa nóg af dollurum og það var gert með lánum. Og þeir sem fóru að tapa, sjávar- útvegurinn sérstaklega, þeir tóku erlend lán. Þannig var framkvæmd eignaupptaka hjá þeim til að greiða niður Landsvirkjun. Og bankarnir lánuðu í innlendum krónum, en þurftu að borga háa vexti af erlend- um skuldum, þeir fóru líka að tapa. En Seðlabankinn reddaði því, það var gert með lánum með lán- skjaravísitölu og vöxtum eins og Seðlabankinn ákveður hverju sinni. Sko. með því að taka lán upp á þrjú árskaup til þriggja ára þá borgar þú ef þú getur sex árskaup á þrem árum, sko með lánskjara- vísitölu. Og gæti verið meira. Og i þetta fór íbúðin þín, Nonni. Og þess vegna, Nonni minn, áttu ekkert land lengur, vinur, þér er meinuð vist á þessu landi, þú átt núna ekkert og getur ekkert eign- ast. Kerfið verður að ganga upp, Nonni minn, þú veist það, það mátti ekki skerða viðskiptaheiður kerfismannanna, Nonni minn, þeir kölluðu útgerðarmenn skussa i staðinn. Nonni satþögull. Ég skil ekkert af þessu, en mér sárnaði það um daginn þegar hann Jói frændi spurði mig hvort ég væri aumingi sem gæti ekki byggt. Löglegt okur Það er tilraun til að redda kerfinu að lengja lánstíma og afnema lán- skjaravísitölu á skammtímalánum, ekki húsbyggjendum, undanfarin ár hafa sannað að kerfið varðar ekkert um þá. Og það að taka sex árslaun fyrir lán upp á þrenn árslaun til þriggja ára er ekki okur, það er löglegt. Bara ef orðið lánskjaravísitala er notað. Það er svo heilnæmt loftið á Ís- landi að húsbyggjendur geta lifað á því eingöngu og þeir sem alast á þessu lofti koma alltaf með nokkra fúlgu er þeir ganga örna sinna. Annars gengur kerfið ekki upp. Það eru bara aumingjar sem fara til Noregs. ÞORSTEINN HÁKONARSON í LANDSNEFND BANDALAGS JAFNAÐARMANNA Þeir eiga ekki skilið að eiga fas- teign, segir kerfið. Kerfið er ekki bara ónýtt heldur handónýtt Þetta kerfi, með allri þeirri vit- leysu, sem á bak við er, er handó- nýtt, það er á mörgum sviðum, það þýðir t.d. ekkert að ætla sér að koma viðunandi ástandi á efna- hagsmál án þess að koma fjármála- kerfi þjóðarinnar i nothæft ástand fyrst. Þetta kerfi hvetur til offjár- festingar, til draumfjárfestinga manna sem ekki eiga að bera ábyrgð og leiðir til fátækrar þjóðar. Við í Bandalagi jafnaðarmanna, sem kerfið hefur reynt að útrýma með persónulegum óhróðri, sem fjórflokksmenn þurfa ekki að óttast vegna samtryggingarinnar, ætlum að breyta þessu kerfi, til þess að það verði lífvænlegt á Islandi, eða á það að vera þannig að lífvænleg- asta sveit á íslandi sé í Noregi? Þorsteinn Hákonarson. A „Það er svo heilnæmt loftið á íslandi ^ að húsbyggjendur geta lifað á því eingöngu og þeir sem alast upp á þessu lofti koma alltaf með nokkra fúlgu er þeir ganga örna sinna.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.