Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1985, Page 19
DV. FIMMTUDAGUR12. DESEMBER1985.
19
Menning Menning Menning Menning
Bókmenntir
Matthías Viðar
Sæmundsson
„Þótt ein bára brotni, rís alltaf
önnur í staðinn." Ætli megi ekki
túlka samstefnu söguþráðanna á
eftirfarandi hátt: Örlagasaga Sólu
gömlu kennir rithöfundinum að
hann sjálfur er hluti af þjóð og
sögu, að enginn getur skilið sjálfan
sig - og lifað af, án þess að þekkja
uppruna sinn. Fólk hennar lifði við
sárustu örbirgð en átti þó lífsvilja
og fögnuð í brjósti. Gafst ekki upp
þótt á móti blési. Saga Sólu gerir
honum kleift að ganga í fótspor
ómagans, föður Sólu, sem gaf barn
sitt nýrri öld, þótt það kostaði hann
sjálfan allt. Taka illa nauðsyn í
sátt. Fórna.
Sé þessi túlkun í áttina er boðskap-
ur verksins afar uppbyggilegur.
Sóla, Sóla er þá öðrum þræði sjálfs-
uppgjör þeirrar kynslóðar sem nú
er að nálgast miðjan aldur, firrtrar
kynslóðar sem slitnað hefur úr
tengslum við fortíð sína og framtíð.
Þeirri spurningu er hins vegar
ósvarað hvort sagan standist sem
listræn heild. Sannast sagna efast
ég um það, því að heimar fortíðar
og nútíðar tengjast minna en við
hefði mátt búast innan hennar. Þó
að greina megi ýmsar vísanir og
hhðstæður koma þeir hvor öðrum
furðanlega lítið við. Ástæðan er
öðru fremur fólgin i lýsingu Sólu
gömlu. Hún er tengiliðurinn:
mögnuð og rammgöldrótt, búin
hæfileikum sem nútímafólk hefur
glatað og lifir í ljósaskiptum hins
náttúrlega og yfirnáttúrlega. Guð-
laugur nýtir hins vegar möguleika
hennar fulllítið. Þótt hún geri
öðrum sendingu öðru hverju er hún
lítið annað en sagnaþulur: massi
af sögum. Af þeim sökum verður
fortíðin ekki að lifandi afli í sam-
tíðarsögunni. Og það var jú til-
gangurinn. - MVS
Bókmenntir
Hildur
Hermóðsdóttir
Eykur áhuga fyrir náttúrunni
Fuglarnir okkar er hið mesta lista-
verk hvað varðar alla vinnu og frá-
garig. Þar er að finna nákvæmt efnis-
yfirlit, atriðisorðaskrá, myndaskrá
og heimildaskrá sem auðveldar notk-
un bókarinnar í vísindalegum til-
gangi. Ljósmyndirnar eru hver ann-
arri betri og skemmtilegri og. sýna
þær allar fuglana í sínu rétta um-
hverfi. Sumar þeirra sýna einnig egg
þeirra eða unga og eru þær hvað
bestar t.d. mynd af uglu með unga
(bls. 37), fýll á eggi (bls. 55), þúfutittl-
ingur og skógarþröstur með unga
sína (bls. 12 og 15). Höfundur textans
hefur víða leitað fanga. Einstaklega
skemmtilegt er að tengja svona
saman líffræðilegan fróðleik og
menningarlegan. Þetta færir lesend-
ur nær dýrunum og eykur skilning
á tilfinningu fólks fyrir náttúrunni
áður fyrr meðan menn lifðu í sátt og
samlyndi við hana. 'Slík meðferð
efnis hlýtur að auka á virðingu og
áhuga barna fyrir náttúrunni og
tengslum við hana. Verðum við að
vona að Stefán Aðalsteinsson haldi
áfram að miðla börnum af fróðleiks-
brunni sínum varðandi íslenska
náttúru á sem flestum sviðum. Þessi
bók á erindi miklu víðar en á bóka-
söfn og skólastofur. Hún er kjörin
fyrir böm og foreldra til að njóta
saman í sumarfríum, sunnudags-
bíltúrum eða heima í stofu. Hún
gefur líka tilefni til margs konar
umræðna því að fróðleikur hennar
vísar út á við, skírskotar til margra
sviða. Hún hefur þann kost að sam-
eina bæði fræðslu og skemmtigildi.
H.H.
Níunda Bruckner-Te Deum
Tónleikar Sinfóniuhljómsveitar íslands i
Háskólabíói 5. desember.
Stjórnandi: Karolos Trikolldis.
Einsöngvarar: Anna Júliana Sveinsdótt-
ir, Elisabet Waage, Garðar Cortes, Krist-
inn Hallsson.
Kór: Söngsveitin Filharmonia.
Efnisskrá: Anton Bruckner: Sinfónia nr.
9 i d-moll, Te Deum.
Af ýmsum alkunnum ástæðum
hefur hljómsveitin okkar lítt glímt
við helstu meistara germanskrar
rómantíkur þeirra er til wagner-
íana teljast. Yfirleitt eru ástæður
þessar mjög svo skiljanlegar hér
hjá okkur. Fyrst og fremst veldur
að þeir voru frekir á mannskap og
áttu til að nota sérsmíðuð eða
nýsköpuð hljóðfæri. Hins vegar
höfum við farið varhluta af því
stjórnmálalega og menningar-
pólitíska moldviðri sem þyrlað var
upp um þessa karla. Helst er að
andmælendur þeirra hnussi og
hunsi tónleika þar sem verk þeirra
eru á dagskrá. Sú ástæða, til
dæmis, að sniðganga Brucknersin-
fóníur vegna þess að á þeim tón-
leikum er yfírleitt ekki hlé, er skilj-
anlega nærri óþekkt hér um slóðir.
Sá háttur reyndist stúdentum hins
vegar kærkominn, að minnsta
kosti hér í eina tið, því þá átti
maður von á sæti á tónleikum eða
öllu fremur að geta laumast í sæti
úr sínu annars kærkomna stæði.
Engar afsakanir
Kannski er það af því að maður
býst ekki fyrirfram við neinni
glansframmistöðu að maður gleðst
svo ósegjanlega þegar hljómsveit-
inni tekst vel við svo vandasamt
verkefni sem Níundu Bruckner. I
upphafi verð ég að lýsa undrun
minni yfir frumhlaupi stjórnan-
dans að afsaka fyrirfram í fjölmiðl-
um hugsanleg mistök wagnertúbu-
þeytara. Hann ætti, hreinræktaður
Vinarbúinn, að vita að hljómsveit-
arfær hornisti blæs wagnertúbu af
sama öryggi og opið horn og að þar
sem þær eru á annað borð í brúki
oftar en einu sinni á áratug ætlast
menn til að blásið sé á þær með
sama árangri og önnur hljóðfæri
hljómsveitarinnar. Því er kannski
við að bæta að auðveldara mun
talið þeim hornistum, sem gjarnan
blása á einfalt horn, að stíga yfir á
wagnertúbu, þótt það helgist
kannski af því að þar sem wagn-
ertúban er tíðast blásin halda menn
hvað harðast í einfalda hornið.
Nú vantaði viðbótarstrengi
Úr því að fyrir því var haft að
leigja hingað wagnertúbur hefði
átt að viðhafa svipaða rausn við
strengjaliðið og fjölga upp í þolan-
legan Wagner/Bruckner/Strauss-
kjarna. Það hefur borið góðan
Tónlist
Eyjólfur Melsted
árangur að bæta við vel undir-
búnum, langt komnum nemum á
slíkum stundum og vantaði átak-
anlega á stundum þótt strengjalið-
ið léki gegnumsneitt mjög vel.
Hvergi kom vöntunin þó eins ber-
lega í ljós og í undirröddum djúp-
fiðlanna við „Te per Orbem".
Hornistarnir, allir níu, voru heið-
ursfylking hljómsveitarinnar þetta
kvöldið. Þeirra hljómur, mjúkur
og þykkur, hefði gjarnan mátt
enduróma í leik trompeta og bás-
úna. En grófleiki lúðurþeytaranna
stakk oft óþyrmilega í stúf við spil
annarra. Einnig stóðu flautunnar
menn fyrir þeim óvanalega verkn-
aði að valda hnökrum á leik tré-
blásaraliðsins.
Vel undirbúinn
Kórinn kom vel undirbúinn til
leiks. Ekki fór milli mála að þar
kunnu menn sitt. Það skal viður-
kennast að erfitt er að syngja sig
upp á tiltölulega stuttum spretti
eftir að hafa setið á Sviðinu undir
þremur köflum sinfóníunnar. Því
hefðu kórlimir að ósekju mátt gefa
meira í. Þnð gerðu reyndar tenór-
arnir, þó án þess að rjúfa heildina,
og er langt síðan ég hef heyrt jafn-
kjarnmikið tenóralið í stórkór.
Einsöngvarar komu vel út og ber
þar fyrstan að nefna Kristin Halls-
son, sem átti afgang frá söngtækni-
legum þenkingum til að leggja
hjartans einlægni og virðingu í það
drottins orð sem hann fór með.
Hátónarnir reyndust Garðari Cort-
es skeinuhættir og stundum verk-
uðu kvennaraddirnar einum um of
til baka. En í flestu stóðu einsöngv-
ararnir sig vel, hafandi á bak við
sig góðan kór og fyrir framan sig
vel spilandi hljómsveit. Karl Ka-
spar Trikohdis náði góðum árangri
með hljómsveit og kór og ekki
skemmdi, sem reyndar lá ljóst fyrir
þegar á námsárunum, að sviðsí-
mynd hans á stjórnpalli væri feik-
nagóð.
- EM
Ingi-
bjargar
. .. það er
stíll á
þessu hjá
Sheldon
. . . þetta
er bara
dúndur-
reyfari!
Eftir Hailey,
Jaí
Verðkr. 975,00.
Verðkr. 975,00.
Aðrar útgáfubækur Bókaforlags Odds Björnssonar 1985:
GUÐJÓN SVEINSSON: Glaumbæingar samirvið sig. Verðkr. 675,00.
JÓN GÍSLI HÖGNASON: Gengnarleiðirll. Verðkr. 975,00.
JÓNAS THORDARSON Vestur-íslenzkar æviskrár V. Verð kr. 2.250,00.
Verðkr. 750,00.
fer ad
BÓKDFORLflGSBÓi
?*i*»jgira~iact.Tri3tiaaw
... buslubækumar
um Depil!
Depill fer ad
busla
Eric Hill
... mjúkar
íbaðið,
þola tómat-
sosuna!
Kr. 181,25
hvorbuslubók.