Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1985, Page 32
32
DV. FIMMTUDAGUR12. DESEMBER1985.
Andlát
Guðrún Guðnadóttir, Karlagötul
■ 19, lést í Landspítalanum 11. des&mb-
er sl.
Sigmundur Friðriksson, Hjarðar-
haga 58, lést í Landakotsspítala 10.
desember.
Knut Langedal, Þórsgötu 15,
Reykjavík, lést í Landspítalanum 8.
desember 1985.
Mundína Freydís Þorláksdóttir,
frá Ytri-Á í Ólafsfirði, verður jarð-
sungin frá Ólafsfjarðarkirkju föstu-
daginn 13. desember kl. 14.
Ragnhildur Davíðsdóttir frá
Vopnafirði verður jarðsungin frá
Fossvogskirkju föstudaginn 13. des-
ember kl. 13.30.
Arngrímur Vídalín Guðmunds-
son frá Hesti í Önundarfirði, Þing-
hólsbraut 24, Kópavogi, verður
jarðsunginn frá Fossvogskapellu
föstudaginn 13. desember kl. 10.30.
Ingimundur Guðmundsson fv.
brunavörður lést 4. desember sl.
Hann fæddist í Ámundarkoti í Fljóts-
hlíð 24. mars 1911. Foreldrar hans
voru Guðmundur Guðmundsson og
kona hans Þórunn Tómasdóttir.
Ingimundur starfaði lengst af sem
slökkviliðsmaður hér í borg. Eftirlif-
andi eiginkona hans er Kristjana
Kristjánsdóttir. Þau hjónin eignuð-
ust eina dóttir. Útför Ingimundar
verður gerð frá Dómkirkjunni í dag
kl. 13.30.
Afmæli
85 ára er í dag, 12. desember, Elísa-
bet Guðjónsdóttir er um árabil
starfaði hjá Bæjarútgerð Reykjavík-
ur og átti þá heima á Njálsgötu 8B,
nú Norðurbrún 1. Hún ætlar að taka
á móti gestum nk. sunnudag milli
kl. 15 og 17.
70 ára er í dag, 12. desember, Jón
G.- Þ. Jóhannsson, Óðinsgötu 11
hér í bænum, starfsmaður hjá Eim-
skip. Hann ætlar að taka á móti
gestum á sunnudaginn kemur á
Norðu^lrúii 1 kl. 15-17. Þau eru.
góðkunningjar Elísabet og Jón og'
slá saman móttöku vina og vanda-
manna.
70 ára er í dag, 12. desember, Svavar
Bjarnason frá Fljótsdal, síðar á
Seyðisfirði en nú í Engihjalla 25,
Kópavogi. Hann ætlar að taka á
móti gestum í tilefni afmælisins á
laugardaginn kemur, 14. þ.m., á
Suðurlandsbraut 30, húsi Trésmíða-
félags Reykjavíkur, milli kl. 15 og 19.
Tilkynningar
Söng- og skemmtidagskrá á
Hótel Borg
I kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 20.30
heldur Leikfélag Reykjavíkur dans-
leik á Hótel Borg. Þar verður kynnt
nýútkomin plata með lögum úr söng-
leiknum LAND MÍNS FÖÐUR sem
gerist á stríðsárunum og einmitt að
hluta til á Hótel Borg. Einnig verða
flutt skemmtiatriði ,,í stríðsárastíl"
og gömlu stríðsáraslagararnir
sungnir. Loks mun sextett Leikfé-
lagsins spila fyrir dansi til kl. 1 eftir
miðnætti.
íslandsdeild Amnesty gefur út
póstkort
Islandsdeild Amnesty hefur nú byrj-
að útgáfu póstkorta vegna fanga
mánaðarins. Á kortin er prentuð
áskorun til stuðnings fanganum og
heimilisfang hlutaðeigandi stjórn-
valda. Kortin verða seld í áskrift og
það eina sem áskrifendur þurfa að
gera er að undirrita kortin og koma
þeim í póst. Þeir sem hafa áhuga á
áskrift eða nánari upplýsingum hafi
samband við skrifstofu samtakanna,
Hafnarstræti 15, Reykjavík, sími
16940. Skrifstofan er opin frá kl.
16-18 alla virka daga.
Jólafundur Kvenfélags Kópa-
vogs
verður í dag, fimmtudaginn 12. des-
ember, kl. 20.30 í Félagsheimilinu.
Dagskrá helguð jólunum.
Regine Deforges í Nýja köku-
húsinu í kvöld
Franska skáldkonan Regine Deforg-
es, höfundur bókarinnar Stúlkan á
bláa hjólinu, mun halda stuttan
fyrirlestur á vegum Alliance Fran-
caise og Isafoldar í Nýja kökuhúsinu
við Austurvöll í kvöld, fimmtudaginn
12. desember, kl. 20.30. Hún mun
fjalla um efnið „Höfundur og út-
gefandi". Fyrirlesturinn verður á
frönsku og eru allir velkomnir á
meðan húsrúm leyfir. Boðið verður
upp á kaffi og smákökur.
Mtnningarkort Áskirkju
Minningarkort Safnaftarfélflgs Askirkju hafa
eftirtaldir aðilar til sölu:
Þuríður Agústsdóttir,
Austurbrún 37, sími 81742.
Ragna Jónsdóttir,
Kambsvegi 17, simi 82775.
ÞJónustuibúðir aldraðra,
Dalbraut 27.
Helena Halldórsdóttir,
Norðurbrúnl.
Guðrún Jónsdóttir,
Klelfarvegi 5, sími 81984.
Holtsapótek,
Langholtsvegi 84.
Verslunin Kirkjuhúsið,
Klapparstíg27.
|
Þá gefst þeim, sem ekki eiga heimangengt,
kostur á að hringja f Askirkju, síma 84035,
milli kl. 17.00 og 19.00 á daginn og mun kirkju-
vörður annast sendingu minningarkorta fyrir
þásemþessóska.
íMiklagarði
Lokal, ný verslun
Nýlega var opnuð að Þórsgötu 14,
Reykjavík, verslunin „Lokal“. Þar
er til sölu mikið af heimaunnum
Jólakort Barnahjálpar Sameinuðu
þjóðanna (UNICEF) eru enn á ný
komin á markaðinn. Það er Kven-
stúdentafélag Islands sem í þrjátíu
ár hefur séð um sölu kortanna hér á
landi.
Kortin eru prýdd myndum eftir
ýmsa þekkta listamenn. Margar
myndanna hafa verið gerðar sérstak-
lega fyrir Barnahjálpina auk þess
sem sumar eru eftir gamla meistara
málaralistarinnar. Á hverju ári er
valið úr um 700 myndum til að setja
saman úrvalið hverju sinni. Þar eru,
auk jólakortanna, kort fyrir ýmis
tækifæri, s.s. sérstök blómakort,
Austurlandakort, ,,visit“-kort og
ýmis önnur kveðjukort.
Barnahjálp SÞ hefur það aðal-
markmið að bæta aðstæður barna
og mæðra alls staðar í heiminum.
Starfið felst meðal annars í neyðar-
hjálp, eins og nú nýverið í kjölfar
jarðskjálftanna í Mexíkó og eldgoss-
ins í Kólumbíu. 1 Kaupmannahöfn
er sérstök birgðastöð fyrir Bama-
hjálpina m.a. vegna þessa og er það
tryggt að innan sólarhrings geti flug-
vélar verið komnar í loftið með
hjálpargögn ef válegir atburðir eiga
sér stað einhvers staðar í heiminum.
Engu að síður leggur Bamahjálpin
mesta áherslu á starf sem stuðlar að
varanlegri lausn vandamála hvar
sem er. Þess vegna vinnur starfsfólk
Barnahjálparinnar mest að ýmsum
langtímaverkefnum.
vörum, svo sem fatnaði, brúðum,
gjafavörum og ýmsu fleiru. Eigandi
verslunarinnar er Oddný Sigurvins-
dóttir.
Starfsemi Barnahjálparinnar
byggir á frjálsum framlögum ríkja
og einstaklinga. Tekjur af sölu jóla-
kortanna nema um 10-12% af fram-
kvæmdapeningunum.
Jólakortin eru til sölu í öllum
helstu bókabúðum landsins, auk þess
sem þau eru fáanleg á skrifstofu
Kvenstúdentafélagsins að Hallveig-
arstöðum í Reykjavík.
Frá Óskari Magnússyni, frétta-
manni DV í Washington:
„Röksemdir voru í meginatriðum
þær sömu og fyrir undirrétti og
málatilbúnaður svipaður," sagði
Helgi Ágústsson, sendifulltrúi við
íslenska sendirúðið i Washington, í
samtali við DV um málflutninginn í
Rainbow-málinu.
Málið var flutt munnlega fyrir
áfrýjunardómstólnum hér í Was-
Þegar sagt var frá verðkönnun
Verðlagsstofnunar á leikföngum í
gær urðu mistök. Sagt var að eld-
fláug úr leikfangaseríunni Masters
of the Universe væri langsamlega
dýrust í bókaversluninni Snerru í
Mosfellssveit. Þetta var ekki rétt.
Eldflaugin var dýrust í Miklagarði!
Þar kostaði þessi eldflaug 79%
meira en þar sem hún var ódýrust, í
bókaversluninni Vedu í Kópavogi.
Þar kostaði eldflaugin 945 kr. en
1695 kr. í Miklagarði.
Beðist er velvirðingar á þessum
mistökum. . A.Bj.
hington í gær. Óvíst er hvenær
dómur verður kveðinn upp en ljóst
er að vegna aðstæðna mun reynt að
hraða málinu eftir föngum.
Undirréttur í málinu dæmdi Rain-
bow skipafélaginu í vil og meinaði
þannig bandarískum stjórnvöldum
að bjóða út flutningana fyrir varnar-
liðið en um slíkt útboð hafði verið
gert samkomulag við íslensk stjórn-
völd.
Jólakort Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna
Rainbow-málið flutt í gær:
Málf lutningur sá
sami og í undirrétti
Samtök áhugamanna um
stjörnuspeki
Sunnudaginn 15. desember kl. 13.45
verður haldinn í Víkingasal Hótel
Loftleiða stofnfundur SÁS, samtaka
áhugamanna um stjörnuspeki.
Markmið samtakanna er það að
skapa aðstæður til að áhugamenn
um stjörnuspeki geti hist og rætt það
sem efst er á baugi, einnig að miðla
upplýsingum um stjörnuspeki, m.a. í
gegnum fyrirlestra og almenna um-
ræðu. Allir áhugamenn eru vel-
komnir. Ekki er skilyrði fyrir þátt-
töku að hafa þekkingu á stjörnu-
speki, heldur að hafa áhuga og vilja
til að fræðast frekar um fagið. Mark-
mið okkar er að halda tíu fundi á
ári, stundum með mat og drykk, og
sameina þannig lifandi samveru-
stund og skemmtilega umræðu. Við-
fangsefnið verður það sem stendur
öllum nálægt, stjörnuspeki og mann-
legt eðli. Nánari upplýsingar í síma
10377. Undirbúningsnefnd.
Fyrsta sólóplata Hjalta Gunnlaugssonar
I byrjun desember kom út gospel—
plata á vegum útgáfunnar Ný tónlist.
Hún inninheldur 10 lög, öll samin
af Hjalta í léttum rokkstíl, þar sem
hann vitnar um trú sína á Krist
Jesúm á hispurslausan hátt eins og
nafn plötunnar gefur til kynna,
„Sannleikurinn í mínu lífi“. Hjalti
syngur einnig flest laganna. Við gerð
plötunnar hefur Hjalti vandað mjög
til verks og fengið til liðs við sig
úrvals tónlistarmenn. Þar má helst
nefna Páll E. Pálsson, Ásgeir
Óskarsson og Magnús Kjartansson
auk fjolda annarra. Upptökur fóru
fram í Hljóðrita, Hafnarfirði, undir
stjórn Gunnars Smára Helgasonar,
sem einnig sá um útsetningar og
hljóðblöndun ásamt Páli E. Pálssyni
og Hjalta Gunnlaugssyni. Alfa sá um
pressun og Prisma um filmuvinnu
og prentun.
Doktorsvörn viö læknadeild
Háskóla íslands
Laugardaginn 14. desember fer fram
doktorsvörn við Læknadeild Há-
skóla Islands. Nikulás Þ. Sigfússon
læknir mun þá verja doktorsritgerð
sína sem læknadeild hefur metið
hæfa til doktorsprófs í læknisfræði.
Heiti doktorsritgerðarinnar er: „HY-
PERTENSION IN MIDDLE-AGED
MEN. The Effect of Repeated Scre-
ening and Referral to Community
Physicians on Hypertension Cont-
rol“. Andmælendur af hálfu lækna-
deildar verða prófessor Göran Berg-
lund, yfirlæknir við Sahlgrenska
sjukhuset í Gautaborg, og dr. med
Þorkell Guðbrandsson. Prófessor
Davíð Davíðsson stjórnar athöfn-
inni. Doktorsvörnin fer fram í há-
tíðasal háskólans og hefst kl. 14.
Öllum er heimill aðgangur.
Fræðslufundur um íþróttasálar-
fræði
Fræðslunefnd ISl gengst fyrir
fræðslufundi um íþróttasálarfræði,
laugardaginn 14. desember nk. kl.
14 18 í kennslustofu ÍSl í íþróttamið-
stöðinni í Laugardal. Erindi flytja
Jon S. Karlsson sálfræðingur og
Hildigunnur Gunnarsdóttir BA, en
þau sóttu námskeið í íþróttasálar-
fræði sem haldið var á vegum
íþróttasambands Danmerkur í júni
sl. Þjálfarar, leiðbeinendur og leið-
togar í íþróttum eru sérstaklega
hvattir til að mæta á þessum fræðslu-
fundi. Þátttökutilkynningar berist
skrifstofu Isl í síma 83386 sem fyrst.
Jólaball FB og Kvennó
verður haldið í Broadway 17. des-
ember nk. Herbert Guðmundsson
kemur í heimsókn, hljómsveitin Cosa
Nostra leikur nokkur lög, einnig
munu þar skemmta jólasveinar skól-
ans. Miðasala verður í anddyri skól-
ans milli kl. 11 og 13, 16. og 17. des-
ember.
Eldflaugin
langdýrust
Ný verslun með sælgæti á
Opnuð hefur verið ný sérverslun með
sælgæti að Laugavegi 53 og ber hún
nafnið Dandý. Á boðstólum eru yfir
80 tegundir sælgætis sem er selt í
lausri vigt og er allt selt á sama
verði. Er það nýjung hér á landi að
Laugavegi
viðskiptavinurinn geti sjálfur valið
úr svo mörgum tegundum og blandað
eftir eigin smekk. Eigendur verslun-
arinnar eru Már Jónsson, Jósef Sig-
urgeirsson og Sólveig Jónsdóttir.