Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1985, Page 37

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1985, Page 37
DV. FIMMTUDAGUR12. DESEMBER1985. 37 Sviðsljós Sviðsljós Sviðsljós Sviðsljós Danskir prinsar í prinsessuleit Dönsku prinsarnir, Friðrik og Jóakim, eiga nú í vök að verjast í einkalífínu því áhugi fjölmiðla á hinum smæstu athöfnum þeirra á sér lítil takmörk. Friðrik er eldri og þykir hægari manngerð en yngri bróðir hans, Jóakim, einkum á yfir- borðinu. Krónprinsinn hefur að sögn fjöl- miðla fundið sér efnilegt drottning- arefni og nú keppast dönsku blöðin um að birta myndir af þeim - hvoru í sínu lagi og saman. Rigmor Zobel heitir sú útvalda og er skólasystir prinsins frá Öregaard Gymnasium.- Hún er bæði fögur og rík. nokkuð sem gleður hjarta fjölmiðlamanna á staðnum. Faðir hennar er forstjóri og býr með börnum sínum tveimur í dýrasta hverfi Kaupmannahafnar. Móðir Rigmor lést í bílslysi árið 1971. Á meðan Friðrik læðist milli kvik- myndahúsa með kærustuna pent undir arminn og reynir að komast hjá athygli vegfarenda situr Jóakim í stofufangelsi vegna óláta sem hann tók þátt í á skólaskemmtun fyrir skömmu. Það var reyndar nokkrum dögum eftir íslandsheimsóknina með skóla- félögunum að haldin var kvöld- skemmtun þar sem nemendur fluttu leikrit - eða reyndu sitt besta til þess. I miðjum þætti gátu Jóakim og nokkrir aðrir í salnum ekki á sér setið og hófu sína einkaskemmtun með eggjakasti og framíköllum. Nokkrir ávextir fengu að fljúga líka og allt var í hers höndum þegar tókst að skakka leikinn. Flestir óeirðaseg- girnir sluppu - nema prinsinn sjálfur. Honum var tilkynnt að slík hegðun væri stöðu hans ekki samboðin, hann ætti að ganga á undan með góðu fordæmi. Því situr hann inni í höll- inni, fær einungis námsbækur að lesa og samskipti við kunningjana eru ekki til umræðu. Þar er meðtalin kærastan, Helena, sem, eins og Rigmor, er ung, rík og ljóshærð og öll ganga þau í sama skólann. Blöðin sitja um Helenu og fjölskylduna í þeirri von að einhver fáist til þess að gefa yfirlýsingu um málið. Það er ekki til umræðu, þau neita að ræða hegðunarvandamál í kóngs- höllinni og nú er beðið i eftirvænt- ingu þess dags þegar færi gefst á syndaselnum sjálfum. Þangað til verða menn að fjalla um prinsessu- leit prinsanna tveggja og þar virðist allt á hreinu - lítil , feit , fátæk og dökkhærð kvenpersóna kemur alls ekki til greina í danska hásætið. Rigmor Zobel er væntanleg Danadrottning ef marka má umsagnir danskra tímarita. Fagurt útlit spillir ekki fyrir ef stefnt er á hásætissetu og sýningarstúlkan Rigmor prýðir forsíður helstu tímaritanna. Þetta er nýleg forsíða á Alt for damerne. Krónprinsinn Friðrik slapp með skrekkinn og mætti í skólann eins og ekkert hefði í skorist. Jóakim var rekinn úr skóla í eina viku og hafður í eins konar stofu- fangelsi. ALLT Á SAMA STAÐ! ÞVERHOLTI11. Sízninn á öllum deildum 27022. ESI Mtcrn HÁRSNYRTIVÖRUR H. HELGASON SÍMAR 18493-22516 SENNILEGA BESTU HÁRSNYRTIVÖRUR SEMVÖLERÁ, SPYRJIÐ FAGFÓLKIÐ. FÁST AÐEINS Á HÁRSNYRTI- STOFUM. NÝTT ÚTLIT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.