Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1985, Blaðsíða 8
8
DV. LAUGARDAGUR14. DESEMBER1985.
Frjálst.óháó dagbfað
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaðurog útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON
Auglýsingastjórar: PÁLLSTEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11.SIMI27022
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF„ ÞVERHOLT111
Prentun: ÁRVAKU R H F. - Askriftarverð á mánuði 450 kr.
Verð í lausasölu virka daga 45 kr. - Helgarblað 50 kr.
Tæknileg ósannindi
Oft telja stjórnendur fyrirtækja og stofnana óþægilegt
að svara spurningum fjölmiðla. Víða um heim er sá
háttur hafður á við slíkar aðstæður, að þeir neita að
svara spurningunum. Er þá skýrt frá neituninni og
íjölmiðlarnir reyna að afla upplýsinganna á annan hátt.
Hér á landi hefur oftast vérið farið eftir þessari reglu
í samskiptum forsvarsmanna og fjölmiðla. Nýlega hefur
þess þó gætt í auknum mæli, að ráðamenn fyrirtækja
og stofnana víki sér ekki undan svari á hefðbundinn
hátt, heldur fari beinlínis með rangt mál.
DV spurði í haust þáverandi formann stjórnar Haf-
skips, hvort fundað hefði verið með hugsanlegum kaup-
anda um sölu fyrirtækisins. Formaðurinn harðneitaði
þessu og hafði þar á ofan stór orð um, hvílík firra þetta
væri. Skömmu síðar kom í ljós, að viðræður höfðu átt
sér stað.
I fyrstu varði þáverandi stjórnarformaður ósannindi
sín með því að halda fram, að viðræðurnar hefðu snúizt
um sölu á hluta af rekstri fyrirtækisins, en ekki á fyrir-
tækinu í heild. Átti hann þá við, að rætt hefði verið
um íslands-, en ekki Atlantshafssiglingarnar.
Hin tæknilega útskýring breytir því ekki, að gerð var
tilraun til að villa um fyrir almenningi. Hið sama var
uppi á teningnum, þegar forstjóri Arnarflugs sagði
öðrum íjölmiðli, að hann hefði ekki sagt upp störfum
hjá félaginu „í gær“, eins og hann orðaði svarið.
Þessi forsvarsmaður var einnig með tæknilegri brellu
að reyna að villa um fyrir almenningi. Hann var að
reyna að koma í veg fyrir, að uppvíst yrði um, að hann
hafði sagt starfi sínu lausu. Hann þóttist fara formlega
með rétt mál, en fór efnislega með rangt mál.
Síðar varði hann þetta með því að vísa til þess, að
hann og stjórn félagsins hefðu samið um að skýra ekki
frá málinu fyrr en eftirmaður væri fundinn. Slíkt sam-
komulag er verjandi, ef það fjallar um neitun svara, en
ekki, ef það felur í sér efnisleg ósannindi.
Stjórnendur fyrirtækja eru ekki einir um að hafa hætt
sér út á hálan ís í slíkum efnum. Á svipuðum tíma og
ofangreindar rangfærslur voru bornar á borð voru
embættismenn í heilbrigðiskerfinu á sama hátt að
hindra, að almenningur fengi að vita um eyðni á íslandi.
Tveir sérfræðingar í sjúkdómi þessum, sem ýmist er
kallaður eyðni, alnæmi eða ónæmistæring; svo og land-
læknir, héldu því fram lengi vel gagnvart DV, að enginn
slíkur sjúklingur lægi á sjúkrahúsi hér á landi. Einn
væri með svokölluð forstigseinkenni.
Þessir embættismenn heilbrigðiskerfisins geta auðvit-
að reynt að verja sig með tæknilegum útskýringum eins
og hinir tveir. En það breytir því ekki, að þeir voru að
reyna að koma því inn hjá almenningi, að eyðni væri
skemmra á veg komin hér á landi en var í raun.
Svo harðskeyttir voru þeir, að tveimur dögum eftir
fyrsta mannslátið af völdum eyðni héldu þeir því enn
fram, að enginn slíkur sjúklingur væri hér, hvað þá að
einhver hefði látizt. Þeir fetuðu þannig í fótspor ýmissa
yfirvalda í Afríku, sem hafa reynt að breiða yfir eyðni.
Augljóst er, að landlæknir hlýtur að lenda í erfiðleik-
um í framtíðinni, er hann telur sig þurfa á fjölmiðlum
að halda, úr því að þeir hafa nú ástæðu til tortryggni.
Um öll þessi dæmi má segja, að tæknilegu ósannindin
hafa ekki borgað sig. Þau verða vonandi öðrum til
viðvörunar, svo að niður falli hinni nýi ósiður.
Jónas Kristjánsson
Maðurinn sem
ekki þoldi börn
Hann hallaði sér uppað skýlis-
veggnum, virtist vera með ólundar-
svip á þeim hluta andlitsins, sem
sást í. Húfan sat framarlega á
enninu, og skúfurinn lafði niður
yfir vinstra eyra. Eldrauð kápan
náði honum niður að hnjám, og var
farin að láta á sjá.
Við vorum nokkur í skýlinu,
bíðandi eftir strætó, og horfðum
öll á hann útundan okkur og velt-
um því fyrir okkur hvað jóla-
sveinninn væri að gera, bíðandi
eftir strætó, í slydduéli og kulda.
Tvö lítil börn, sem biðu þama með
móður sinni, horfðu opinmynnt á
sveinka, og fór ekki á milli mála,
að þau vildu bæði ræða við hann
og koma á framfæri óskum um
jólagjafir og sælgætistegundir, sem
helst ættu að koma í skóinn.
En hann starði á móti börnunum,
svo brúnaþungur og reiðilegur, að
þau höfðu ekki uppburði í sér til
þess að taka hann tali.
Loks leit hann til mín, og tók
alltíeinu til máls.
- Jólin eru að koma!
Hann sagði það reiðilega, og með
hálfgerðum undrunartón, eins og
þau hefði laumast aftan að honum
og gert honum bilt við. Hann saug
upp í nefið og barði vætuna úr
skegginu og bætti við, eins og
annarshugar.
- Égþoli ekkijólin!
Litlu bömin störðu á hann opin-
mynntari en áður, undrandi eins
og þau hefðu rekist á orðljótan
engil. Móðir þeirra leit til jóla-
sveinsins hneyksluð á svip og sagði
að hann ætti að skammast sín -
að tala svona frammi fyrir bömun-
um! Síðan tók hún börnin og leiddi
þau út í slydduna. Frekar vildi hún
hætta á að bömin fengju lungna-
bólgu en leyfa þeim að hlusta á
sjálfan jólasveininn hallmæla jól-
unum.
Jólasveinninn horfði áhugalaus á
eftir henni, og virtist hvorki þykja
þetta gott né slæmt, en gat þess þó,
tónlausri röddu, að hann þyldi ekki
böm.
Gömul kona tók nú til við að
skamma jólasveininn fyrir tillits-
leysi við blessuð bömin og sagði
Úr ritvélinni
Ólafur B. Guðnason
það maklegast að hann færi fljót-
lega í vonda staðinn fyrir svona
tal, sem væri hreint guðlast.
- Fari ég í vonda staðinn slepp
ég þó örugglega við jólaböllin,
svaraði sveinki, og virtist hýrna
yfir honum við tilhugsunina.
En nú var flestum þeim sem í
skýlinu biðu nóg boðið, og tóku
allir til máls í einu, svo ekki heyrð-
ust nema setningarbrot á stangli:
-. . þokkalegur jólaseinn. . . hver
ætli ráði hann á skemmtanir. . .
hlýtur að hafa góð áhrif á börnin.
. . varla á hann börn sjálfur. . .
eflaust vandræðamaður. .. viss um
að hann gefur ekkert upp til skatts.
. . ætti að kæra hann. . . ég skrifa
íblöðin...
Jólasveinninn virtist nú fyrst
verða þess áskynja, að flestir við-
staddra voru honum andsnúnir.
Hann leit í kringum sig og þóttist
víst greina það á svip mínum að
ég væri ekki svo mjög hneykslaður
og beindi þess vegna orðum sínum
til mín.
- Veist þú nokkuð hverskonar
pína jólavertíðin er fyrir okkur?
Þetta var ekki svo slæmt, fyrir tíu,
fimmtán árum, þá vom börnin
kurteisari ag feimnari. En nú byrj-
ar jólavertíðin um miðjan nóvemb-
er með því að börnin em gerð
snarbrjáluð með auglýsingunum,
svo að þau eru orðin hysterísk,
þegar kemur að jólaböllunum. Og
uppeldisaðferðir hafa gerbreyst
líka, börnin eru orðin svo fram-
hleypin, vilja fá að tala við jóla-
sveininn núorðið, en í gamla daga
földu þau sig. Og þau vilja koma
við jólasveininn og tala við hann.
Og þau voga sér að finna að, ef
maður gleymir einu og einu versi
úrjólasálmunum!
Hann þagnaði um stund, en hélt
svo áfram og mátti heyra greinileg
merki geðshræringar í röddinni.
- Ég hef bara ekki tölu á því
hvað börnin em mörg, sem hafa
slefað yfir mig, pissað á mig, og
jafnvel ælt á mig, síðustu tíu árin.
Það er ekki lengra síðan en í gær,
að fimm ára strákur tilkynnti mér,
að ef hann fengi ekki Masters of
the Universe í jólagjöf myndi hann
biðja pabba sinn að berja mig! Og
í fyrra kvartaði stelpuhnokki við
mig vegna þess að hún hafði fengið
hráa kartöflu í skóinn eftir að hafa
verið óþekk eitt kvöldið. Þegar ég
sagði henni að óþekk börn ættu
ekki betra skilið, þá beit hún mig!
Sjáðu bara!
Og hann hélt upp vísifingri
vinstri handar, og mikið rétt, þar
mátti sjá greinilegt ör.
Hann greip í handlegg mér og
spurði klökkur: - Getur þú ímyn-
dað þér sársaukann sem hlýst af
því, þegar fimm ára boldangsstrák-
ur grípur báðum höndum í skeggið,
sem er límt á kjálkana á manni,
og dinglar þar meðan maður syng-
ur Jólasveinar einn og átta?
Hann sá samúðina í svip mér, og
sleppti handlegg mínum og leit í
kringum sig. Hann sá að varnar-
ræðan hafði haft sín áhrif og sam-
úðin skein úr augum viðstaddra.
Hann hallaði sér aftur upp að
skýlisveggnum, og saug upp í nefið.
En eitt hafði hann látið óútskýrt,
ogégvarðað spyrja.
- Af hverju stendurðu þá í þessu?
Hann leit á mig vorkunnsamlega,
og svaraði með ýtrustu kurteisi og
þolinmæði: - Annars hefði ég ekki
efni á að halda almennileg jól fyrir
íjölskylduna!