Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1985, Blaðsíða 11
DV. LAUGARDAGUR14. DESEMBER1985.
11
Eyðni dreg-
ur úr vænai
Á undanförnum árum hafa tekjur
af vændi verið allmiklar i Vestur-
Þýskalandi. Úr þeim hefur nú dregið
verulega vegna ótta fólks við AIDS,
eyðni, sem tengist mjög vændiskon-
um og kynhverfu fólki.
Hvergi er tekjusamdrátturinn
sagður hafa orðið meiri en í St.
Paulihverfinu í Hamborg. Þar eru
fleiri klúbbar og barir sem tengjast
vændi og afbrigðilegu kynlífí en í
nokkurri annarri borg í Evrópu, að
sögn nokkurra eigenda klúbbanna.
Reeperbahn
Sú gata í St. Pauli, sem þekktust
er, er Reeperbahn. Hún er um hálfur
annar kílómetri á lengd, og þar er
ein samfelld röð klúbba, gufubaða,
hóruhúsa, dansstaða og bjórkjallara.
Um 40.000 manns leggja leið sína á
þessa staði á hverju kvöldi. Þar
starfa nú um 3.000 vændiskonur, en
þeir, sem verið hafa þar á ferð að
undanförnu, segja að augljóst sé að
verulegur samdráttur sé í viðskiptum
kvennanna.
23 ára gömul húsmóðir
segirfrá
Er fréttamaður AP-fréttastofunn-
ar, Tom Wolf, var á ferð um St. Pauli
fyrir nokkrum dögum hitti hann að
máli 23 ára gamla húsmóður, Helgu,
sem hefur drýgt tekjur fjölskyldunn-
ar með blíðusölu þar í hverfinu. „Ég
hef verið í þessu á kvöldin undan-
farin tvö ár,“ sagði hún, „og sam-
drátturinn í tekjunum hefur orðið
um 50 af hundraði síðustu mánuð-
ina.“ Helga gagnrýndi fjölmiðla fyrir
umfjöllun um AIDS, eyðni, og sagði:
„Þeir gera ekkert annað en fjalla um
AIDS og hafa valdið mikilli hræðslu.
Það hefur komið illa niður á við-
skiptunum."
sjálfssala fyrir verjur. Bandarísk
heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir því
að verjur geti dregið úr hættunni á
því að fólk fái eyðni.
Helmingssamdráttur
Dagblað í Hamborg gekkst nýlega
fyrir skoðanakönnun í Vestur-
Þýskalandi, og náði hún til 379
klúbba, þar sem vændiskonur bjóða
þjónustu sína. Niðurstaðan varð sú
að í 151 þeirra voru viðskiptin sögð
hafa dregist saman um allt að sextíu
af hundraði. Það er því Ijóst að eyðni
hefur dregið verulega úr vændi í
Vestur-Þýskalandi og svipaða sögu
er að segja víðar á Vesturlöndum.
- Þýð: ÁSG
Nú harðnar á dalnum fyrir gleði-
konur.
Samkeppnin harðnar
í tveimur einkaklúbbum, Erosmið-
stöðinni og Palais D’Amour, starfa
um 50 vændiskonur, og er samkeppni
þeirra um viðskiptavini nú orðin
mikil. Stúlkurnar, sem eru sumar
hverjar varla komnar af skólaaldri,
standa þar mismunandi mikið
klæddar og bjóða þjónustu sína.
Ein þeirra, Gwen, sem er 19 ára og
ættuð frá Filippseyjum, hefur unnið
í Erosmiðstöðinni í átta mánuði, en
er nú að hugsa um að fara heim.
„Mennirnir koma bara til að horfa
núna,“ segir hún. „Þó höfum við
lækkað verðið og látum athuga tvi-
svar í viku, hvort við séum með
kynsjúkdóma. Við förum einnig í
skoðun til þess að láta athuga hvort
við höfum fengið AIDS.“
Gengur betur
í Herbertstrasse
Herbertstrasse, sem er hálflokað
bakstræti, hefur enn nokkra sér-
stöðu í viðskiptum. Þar eru stúlkur
í leðurklæðum og stígvélum og með
svipur og handjárn. Þær bjóða þeim,
sem njóta sjálfspyntinga, „pyntingar
og niðurlægingu", og sú þjónusta er
meira keypt en sú sem venjulegar
vændiskonur bjóða. Wolf segir þó að
stúlkurnar þar séu fjölmiðlum reiðar
og neiti að ræða einstök atriði starf-
seminnar við fréttamenn, sem þær
segja að hafi valdið þeim fjárhags-
tjóni.
Hjón gæta meiri varúðar
Eigandi klúbbs, þar sem hjón geta
fundið sér „vin“, sem tekur þátt í
kynlífinu með þeim, segir: „Við höf-
um tekið eftir því að hjón, sem kjósa
sér félaga af báðum kynjum, fara nú
varlegar en fyrr.“ Eigandinn kennir
meðal annars um því sem um eyðni
hefur verið skrifað í Bandaríkjunum
og segist hafa orðið að setja upp tvo
Fram aS jólum
bjóöum vid COMMODORE 64
heimilistölvuna á sérstöku jólatilboði:
irðáðurkr. i Í.9SO,- Jólatilboðkr. 9.950,-
Að sjálfsögðu fylgir segulband með í kaupunum.
F= ÁRMÚLA11 SfMI 81500
UTSOLUSTAÐIR:
REYKJAVÍK:
HAFNARFJÖRÐUR:
KEFLAVÍK:
VESTMANNAEYJAR:
SELFOSS:
HVOLSVÖLLUR:
Þór hf., Ármúla 11
Bókabúð Braga við Hlemm
Kf. Hafnfirðinga
Stapafell hf.
Kjarni sf.
Radio & Sjónvarpsstofan
Kf. Rangæinga
HÖFN:
EGILSSTAÐIR:
REYÐARFJÖRÐUR:
SEYÐISFJÖRÐUR:
HÚSAVÍK:
Kf. Austur-
Skaftfellinga
Kf. Héraðsbúa
Kf. Héraðsbúa
Stálbúðin
Bókav. Þórarins
Stefánssonar
AKUREYRI:
SAUÐÁRKRÓKUR:
BLÖNDUÓS:
ISAFJÖRÐUR:
BOLUNGARVÍK:
BORGARNES:
AKRANES:
KEA - Hljómdeild
Kf. Skagfirðinga
Kf. Húnvetninga
Póllinn
Ljósvakinn
Kf. Borgfirðinga
Bókaskemman