Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1985, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1985, Blaðsíða 26
26 DV. LAUGARDAGUR14. DESEMBER1985. Halldór Halldórsson, ritstjóri Hel- garpóstsins, hefur einbeitt sér að skrifum um Hafskipsmálið undan- fama sjö mánuði. Það er fáheyrt i sögu íslenskrar blaðamennsku að einn maður taki sér tíma og einbeiti, sér á þann hátt að einu máli í þeim tilgangi að „fletta ofan af‘ - leiða öll kurl til grafar. Það verður ekki frá Halldóri tekið að hann er nú um stundir eini ís- lenski blaðamaðurinn sem af ein- beitni hefur sinnt svokallaðri rann- sóknarblaðamennsku. Aðeins sú staðreynd var að dómi helgarblaðs DV nægilegt tilefni til að eiga orða- stað við manninn en óhjákvæmi- lega bar Hafskip á góma. Við hittumst í ibúð Halldórs á áttundu hæð í húsi einu í austur- borginni. Halldór býr einn og íbúð hans vitnar um að hún er aðeins svefnstaður — sparlega búin hús- gögnum, símsvari við símann, segul- band við útvarpið, kaffivélin senni- lega eina eldunaráhaldið sem húsr- áðandi notar að ráði og bækur og biöð í flestum hornum. Þeir sem hafa unnið á fjölmiðlum við hliðina á Halldóri tala stundum um „dugnaðinn í dýrinu" maðurinn er alltaf að, sívinnandi, líka þegar hann á að vera í fríi. Blaðamennska er þannig allt líf Halldórs, hann er „atvinnumaður“, sérmenntaður í rannsóknarblaða- mennsku frá Bandaríkjunum og vitnar oft til þarlendrar blaða- mennsku. Þegar maður tyllir sér niður með Halldóri beinist talið æði oft að starfi nu og hann tekst j afnan á loft, fínnst skemmtilegt að tala um heim blaðamannsins og starfsað- ferðir sem eru reyndar æði mismun- andi eftir viðfangsefni. „Deap Throat“ „Hafskip? Það var nú bara eins og hvert annað mál í fréttunum. Þetta fyrirtæki hafði verið til um- ræðu manna á meðal. Það sem fyrst vakti áhuga minn var að þeir juku alit í einu hlutafé sitt um 80 milljón- ir. Það er dálagleg summa - einkum fyrir fyrirtæki sem var áður með aðeins 15 milljónir í hlutafé. En svo fékk ég vísbendingar - þær komu mér af stað. Ég var farinn að athuga þetta mál - kanna hvort það væri „mál“ eða ekki. Þau svör, sem ég fékk við mínum fyrstu spurningum, voru á þann veg að mér sýndist fljót- lega að þarna væri eitthvað meira en lítið rangt á ferðinni.“ - Vísbendingar? Byrjuðu einhveij- ir af starfsmönnum eða yfirmönnum Hafskips að leka strax i maí sl. þegar þú fórst af stað? „Ég hafði stöðugt samband við mann sem hefui' ekki enn látið það uppi hver liann er. Hann hringdi í mig, kallaði sig Jón Jónsson - eða „nafnlausa manninn". Hann veitti mér þýðingarmiklar upplýsingar. Allt sem þessi „Deap Throat“ sagði mér reyndist svo rétt þegar ég leitaði eftir staðfestingu eftir öðrum leið- um.“ („Deap Throat“ var. dulnefni sem blaðamenn Washington Post í Bandaríkjunum gáfu manni sem hjálpaði þeim við að upplýsa Water- gatemálið og aldrei lét nafns síns getið). - Hefurðu ekki hugmynd um hver þessi „Deap Throat" sá nafnlausi er? „Ég get sagt að kannski gruni mig það. Ef grunur minn er réttur þá er viðkomandi þjóðkunnur - og hann hefur reynst áreiðanlegur." - En er ekki nauðsynlegt fyrir blaðamann að hafa samband við menn sem „leka“ upplýsingum þekkja sinn nafnleysingja í nánast hverju máli? „Auðvitað er það heppilegast. Menn eru ekki vanir því á íslandi að leka í blaðamenn. Það stafar m.a. af því hvemig blaðamennska er stun- duð hér. Embættismenn t.d. kunna fæstir að notfæra sér fjölmiðlana." Með spádómsgáfu - Vissirðu kannski frá fyrstu byrj- un að Hafskip hlyti bráðlega að verða lýst gjaldþrota. Þú skrifaðir fimmtán, sextán greinar um þetta mál, kostaðir til tveimur ferðum til Bandaríkjanna - þú ætlaðir þér að „negla“ þá, ekki satt? „Ragnar Kjartansson, stjómarfor- maður Hafskips, sagði í sjónvarpinu um daginn að ég væri með spádóms- gáfu, hefði séð það fyrir sem aðrir sáu ekki. Ég er nú svolítið upp með mér af þeirri umsögn. En það blasir við staðreynd í þessu máli. Upplýs- ingamar, sem komu fram i upphafi, sýndu að ljóst var strax í maí að þetta fyrirtæki væri komið á haus- inn. Fyrsta greinin mín um þetta mál birtist 6. júní. Sú grein var stað- hæfing þess efnis að Hafskip væri komið á hausinn. Að það væri verið að reka gjaldþrota íyrirtæki og það hefði verið gert um alllangt skeið. Og að þessu fyrirtæki væri haldið á lífi af einhverjum óskiljanlegum ástæðum. Ég var þannig ekki hissa á því að Hafskip var tekið til gjaldþrota- skipta, en ég gat ekki gert mér fulla grein fyrir því hverjar yrðu nákvæm- lega lyktir málsins. Ég vissi að eitt- hvað yrði að gera í málefnum þessa fyrirtækis - að reksturinn yrði tek- inn til endurskoðunar eina ferðina enn - það hefur oft gerst á 27 ára ævi þess en eftir því sem á leið varð þetta mál æ stærra. Ég gerði mér ekki grein fyrir umfangi þess. í upphafi var talað um að Hafskip skuldaði svona 260 milljónir kr. umfram eignir. Það var byggt á „svartsýnisspá" minni sem er mjög vinsælt orð hjá þeim Hafskipsmönn- um. Þeirra áætlanir byggðust á „svartsýnisspám". En ég var mjög varfærinn og íhaldssamur í sambandi við framsetningu á þessu efni. Þar með tel ég allar tölur sem ég nefndi. En nú hefur komið í ljós að ég hafði rétt fyrir mér. Það hefur ekkert verið hrakið af því sem stóð í fyrstu greininni. En umfangið var miklu meira. Síðasta talan, sem nefnd er í sambandi við ótryggðar skuldir, er rúmlega hálfur milljarður. Það er ekki rétt að segja að ég hafi ætlað að „negla" Hafskipsmenn. Réttara væri að segja að ég hafi verið stað- ráðinn í því að vinna málið í botn.“ Sjálfstæöismenn - Hefurðu myndað þér skoðun á því hvers vegna lífi var haldið í fal- lítt fyrirtæki svona lengi? „Nei. Ég þekki ekki þessa menn sem reka eða ráku fyrirtækið. Hef reynd- ar aldrei hitt þá, nema hvað ég hitti stjórnarformanninn, Ragnar Kjart- ansson, í síðustu viku.“ - Urðu það ekki fagnaðarfundir? „Það fór mjög vel á meo okkur. Við lögðum okkur i líma við að vera kurteisir hvor við annan. En ég veit ekki hvers vegna var haldið lífi í fyrirtækinu. Því hefur verið varpað fram að þama hafi verið einhvers konar mikilmennskubrjálæði á ferð- inni. Ég veit að það er stórt orð. En ég hef ekki séð neina skynsamlegri skýringu. Ætli menn hafi ekki viljað kaupa sér tíma. Og sumir í fyrircæk- inu höfðu víst þá trú að það væri hægt að bjarga þessu þrátt fyrir allt. Hafi það verið ástæðan, þá er það dæmi um hið fullkomna óraunsæi." Stjórnmálamenn hafa bent á tengsl Hafskipsmanna við Sjálfstæðisflokk- inn og að þeirra pólitísku tengsl hafi auðveldað þeim aðgang að ríkis- banka- „Já, það eru alls kyns kenningar á lofti um þetta. En þetta eru stað- hæfingar. Ég hef aldrei staðhæft þetta. En ég hef minnst á þá stað- reynd að forráðamenn þessa fyrir- tækis eru nátengdir einum stjórn- málaflokki. Og stjórnarformaður fyrirtækisins frá 1981 fram á mitt ár 83 er einn af oddvitum Sjálfstæðis- flokksins. í bankanum eru fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, svo sem banka- stjórar. Og þá má alls ekki gleyma fyrrverandi bankastjórum. Þeir hafa gjarna gleymst í þessu - tveir af þeim sem núna eru, eru tiltölulega nýir í starfi. Ég veit að mörg af þessum stóru lánum til Hafskips eru veitt á sama tíma og fyrrverandi fjármála- ráðherra og núverandi iðnaðarráð- herra var í bankanum. Björgólfur Guðmundsson framkvæmdastjöri var formaður Varðar. Því hefur verið fleygt að hann hafi verið settur inn í þetta fyrirtæki vegna pólitískra tengsla og vegna kunningjatengsla við Albert Guðmundsson. Og að það hafi ekki haft lítið að segja þegar Hafskip tókst að tryggja sér leigu á mjög góðri hafnaraðstöðu í Reykja- víkurhöfn til ársins 2001. Ég held að það sé enginn í stjórn þessa fyrirtækis sem ekki er í Sjálf- stæðisflokknum. Nokkrir þeirra eru talsvert virkir. Það verður ekki horft framhjá þessu.“ „Ég setti ekki Hafskip á hausinn - á HaUdór HaUd< Hinir dyggu þjónar - Hafskip er gjaldþrota - ertu far- inn að gjóa augum á næsta fyrirtæki til að taka sömu tökum? • „Ég tók Hafskip ekki neinum sér- stökum tökum. En ég tók vandamál- ið Hafskip „föstum tökum", eins og stjórnmálamennirnir segja. Ég lagði mikla vinnu í að afla mér upplýsinga um þetta mál. Það reyndist mjög erfitt. Þeir sem tengjast þessu fyrir- tæki á einn eða annan hátt, allt frá stjómarmönnum til hinna almennu verkamanna, þeir reyndust mjög „company-minded“ - eins og það

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.