Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1985, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1985, Blaðsíða 47
DV. LAUGARDAGUR14. DESEMBER1985. 47 T Stórmeistara- heppni eða snilld? Sigur sovésku sveitarinnar á heimsmeistaramóti landsliða í Luz- ern á dögunum kom engum á óvart. Er upp var staðið skildu þó aðeins þrír vinningar milli hennar og næstu sveitar, þeirrar ensku, en búist var við miklu stærri sovésk- um sigri. Nánast allir sterkustu skákmenn þeirra skipuðu sveitina, ef heims- meistarinn Kasparov er frátalinn og Mikhail Tal sem átti í vændum bar- daga við Jan Timman um sæti í áskorendaeinvígjunum - þeir skildu jafnir á endanum, 3-3, og Timman komst áfram. Það telst ávallt til tíðinda ef Sovét- maður tapar skák í sveitakeppni. Hér í eina tíð mátti sjá sovéska sveit sigra á heilu ólympíuskákmóti án þess að tapa nokkurri skák. Oft hefur þó hurð skollið nærri hælum og heilla- dísirnar verið hliðhollar. „Heppnin fylgir þeim sterka,“ segir máltækið. í Luzern voru sex Sovétmenn af átta taplausir og náðu allir fram- bærilegum árangri. Svörtu sauðirnir í hópnum voru Sokolov, sem tapaði fyrir Frakkanum Haik og hlaut aðeins 3 v. af 6, og sjáifur Beljavsky, sem tapaði tveimur skákum, fyrir Rúmenanum Stoica og Ungverjanum Pinter. Beljavsky varði fyrsta borð Sovétmanna á ólympíumótinu í Þessalóniku en i Luzern tefldi hann „aðeins“ á 5. borði. Hann náði að klóra í bakk- ann og vann tvær síð- ustu skákir sínar sem gaf honum í heildina 4 'A v. af 7. En taflmennskan var langt frá því að vera sannfærandi og litlu munaði að hann tapaði fleiri skákum, eins og við sjáum hér á eftir. Karpov stóð fyrir sínu á fyrsta borði, þótt gárungarnir úr fjármála- heiminum hafi sagt hann hafa farið annarra erindagjörða til Sviss en að tefla skák. Hann vann Spassky, eins og svo oft áður, og einnig skákir sínar gegn Kínverjum og Afríkubú- um. Jafntefli gerði hann við Subu (Rúmeníu), Portisch (Ungverjal- andi), Miles (Englandi) og Lobron (V.-Þýskalandi). Samtals 5 v. af 7. Sama vinningshlutfall hlaut Jusu- pov á 2. borði og fyrsti varamaður, Tsjérnín. Smyslov hlaut 3 'A v. af 5 á 6. borði en Vaganjan og Polugajev- sky stóðu sig best. Vaganjan hlaut 6 v. af 8 á 3. borði en Polugajevsky, sem var annar varamaður og vann þrjár síðustu skákir sínar, fékk 5% v. af 7. Sovétmenn töpuðu viðureign sinni við Ungverja með minnsta mun, er Beljavsky tapaði, en öðrum skákum lauk með jafntefli. Og litlu munaði að á sömu leið færi i næstu umferð á eftir gegn Svisslendingum. Vaganj- an átti í mestu erfiðleikum gegn fyrrum heimsmeistara unglinga, Werner Hug, sem lét sér nægja að þráskáka, og glæsileg leikflétta Beljavskys gegn Wirtensohn var ekki öll þar sem hún var séð. Svo virðist sem Beljavsky hafi ekki áttað sig á bráðsnjallri vörn Svisslendings- ins og hann varð að gefa hrók til þess að halda taflinu áfram. En þá kom stórmeistaraheppnin, eða snilldin, til skjalanna: Staðan reynd- ist svo öflug að hún var fyllilega hróksins virði! Hvítt: Beljavsky Svart: Wirthensohn Bogo-indversk vörn. 1. d4 Rf6 2. Rf3 d5 3. c4 e6 4. g3 Bb4+ 5. Bd2 Be7 6. Bg2 0-0 7. 0-0 Rbd7 8. Dc2 c69. Hdl b6 Svartur kemur biskupi sínum á löngu skálínuna en einnig má leika 9. - Re4 ásamt f7-f5, sem gefur taflinu „hollenskt" yfirbragð. 10. Bf4 Bb711. Rc3 Nú hefur hvítur ekki áhyggjur af 11. - dxc4 vegna 12. Rd2 og vinnur peðið aftur - ef 12. - b5, þá 13. Rxb5. 11. - Rh5 12. Bcl f5 13. a4 a5 14. b3 Hc815. e3Bd6 Vitanlega leiktap og því kom til greina að segja „pass“ með t.d. 15. - Kh8, sem einnig er ágæt öryggis- ráðstöfun ef skálínan a2 - g8 skyldi opnast. Hins vegar gengur ekki 15. -RhfB?? vegna 16. Rg5! og e-peðið verður ekki varið. 16. Ba3 Bxa3 17. Hxa3 Rhf6 18. H3al De719.Re2c5! Þar með er ljóst að svartur hefur náð að jafna taflið. Hvítreitabiskup- inn, sem oft er til svo mikilla vand- ræða í áþekkum s.töðum, er orðinn að manni og baráttan um miðborðs- reitina er í járnum. 20. Hacl Ba6 21. Da2 cxd4 22. Rfxd4 dxc4 23. bxc4 Rc5 24. Hbl Hvíta c-peðið er lítið augnayndi en hann hefur gagnfæri að b-peðinu og á fagran reit á b5 fyrir riddara. Möguleikarnir vega jafnt. 24. - Rfd7 25. Rb5 Re5 26. Red4 Bb7 Eðlilegur leikur, þó svo svartur hafi örugglega ekki gert sér grein fyrir afleiðingunum. Beljavsky kem- ur auga á óvænt tækifæri og sleppir því náttúrlega ekki... 27. Bxb7 Rxb7 Ekki 27. - Dxb7? vegna 28. Rd6 og vinnur skiptamun. 28. Ra7! Ha8 Og nú gengur ekki 28. - Hxc4? vegna 29. f4! og eitthvað lætur und- an. 29. Hxb6!!?Hxa730. Hxe6 Hvítur hefur fómað manni og virð- ist nú standa með pálmann í höndun- um. Eftir 30. - Dc7 kæmi 31. Hxe5! Dxe5 32. Rc6 Dc5 33. Rxa7 Dxa7 34. Hd7! og nú er svartur varnarlaus gagnvart hótuninni 35. c5+ ásamt 36. c6, eða 36. Db2 með tvöföldu uppnámi. Ef 35. - Da8 þá 36. c5 + Kh8 37. Db2 og vinnur. Flétta Beljavskys er snjöll og er Wirtensohn hafði litið á stöðuna kom honum til hugar að gefast upp. Þá sá hann skyndilega ljós í myr- krinu... 30. - Rf3 + 31. Kg2 Df7! Það er hæpið að Beljavsky hafi tekið þennan óvænta möguleika með í reikninginn er hann fórnaði mann- inum. Nú kemst hann ekki hjá því að verða liði undir, vegna valdleysis hróksinsádl. , Skák Jón L. Ámason 32. Kxf3! Dh5+ 33. Kg2 Dxdl Svartur er heilum hrók yfir, sem undir eðlilegum kringumstæðum ætti að nægja til sigurs. En lítum nánar á stöðuna: Hrókurinn á a7 er úr leik, riddarinn á b7 stendur illa, kóngsstaðan er opin og drottningin er ekki í neinum tengslum við hina mennina. Hvítu mennirnir standa á hinn bóginn vel og í ljós kemur að Beljavsky hefur svo öflugt frum- kvæði, að svartur má hafa sig allan við að halda jöfnu. Stórmeistara- heppni, eða snilld? 34. c5 Kh8 Þvingað. Ef 34. - Rxc5 35. He7 + Kh8 36. Df7! Hg8 37. Hxa7 og vinnur létt. 35. He7H7a8 Gefur mann til að blíðka goðin en hann átti ekki annars úrkosti. Aðal- hótun hvíts var 36. Df7! Hg8 37. He8 og mát í öðrum leik. 36. Re6! Eftir 36. Hxb7 f4! myndi svartur ná frumkvæðinu og ætti þráskák eftir 37. gxf4 Dg4 + o.s.frv. Beljavsky teflir enn til vinnings en svartur læturekki bugast. 36. - Rxc5! 37. Rxf8 Ekki 37. Rxc5? vegna 37. - Dd6. Nú virðist svartur enn glataður, því að 37. - Hxf8? gengur ekki sem fyrr vegna 38. Df7! Hg8 39. He8 með máti og tilraun til björgunar með 37. - Dxa4 38. Df7 Dc6+ 39. f3 Df6, strand- ar á 40. He8!! og vinnur. 37. — Rd3!! Smekklegt, hvítur er í óverjandi þráskákneti. Drottning og riddari vinna vel saman en riddari hvíts á fBernúúrleik. 38. Df7 Rel + 39. Kfl Rd3 + Og jafntefli. Skemmtileg skák, þar sem sókn og vörn toguðust fimlega á. Úrklippubók um heimsmeistaraeinvígið Eins og fram hefur komið í frétt- um hefur Karpov skorað heims- meistarann Kasparov á hólm og er fyrirhugað að einvigi þeirra hefjist • þann 10. febrúar nk. Þeir félagar settust fyrst að taflborðinu í sept- - ember í fyrra en eftir 48 skáka þóf greip Campomanes í taumana og stöðvaði einvígið. Aftur settust þeir niður nú í september og þá fór Kasparov með sigur af hólmi eftir 24 skákir og æsispennandi einvígi. Að flestra dómi var nýlokið ein- vígi þeirra eitt hið skemmtilegasta og best teflda frá upphafi heims- meistarakeppninnar. 1 íslensku dagblöðtinum voru fréttir frá gangi mála i Moskvu nánast daglegur viðburður og skákirnar birtust með ítarlegum skýringum. Nú hefur Miðlun hf. safnað þess- um greinum saman og gefið út á bók. Þar er heimsmeistaraeinvígið rakið frá upphafi til enda, skákirn- ar 24 eru birtar með skýringum úr öllum blöðum, auk þes er þar að finna „greinar um kappana sjálfa, allar fréttir af gangi mála, tauga- stríði, heilsufari, spennu og úrslit- um,“ eins og segir í frétt frá fyrir- tækinu. Bókin um heimsmeistaraeinvígið er ein þriggja úrklippubóka Miðl- unar sem nú koma út, en úrklippu- þjónusta fyrir .viðskipta- og at- vinnulíf er meginhluti starfsemi . fyrirtækisins. Ætlunin er að bæk- urnar leysi af hólmi úrklippusöfn- un í heimahúsum og að þær verði helstu heimildasöfn áhugamanna og fjölskyldna í landinu þegar fram líða stundir. Skákmenn ættu ekki að verða sviknir af því að hafa allt heims- meistaraeinvigið á sama stað. Öhætt er að segja að bókin sé frá- bær heimild um átökin í Moskvu og einkar fróðlegt er að bera saman skýringar „spekinganna" við skák- irnar, sem ekki eru alltaf sam- hljóða. Þess má geta að bókin fæst aðeins hjá Miðlun, Ægisgötu 7, pöntunarsími er 23660. JLÁ. FRANSKA VINNUKONAN UPPÞVOTTAVÉLIN SEM GENGUR BARA FYRIR VATNI ÚR KRANANUM. Heildsölubirgðir Brauðform. Þannig hefst hin hugvitssamlega flétta Dick Francis í Hrossakaupum, bók sem heldur vöku fyrir lesanda sínum. Hrossakaup er eitt frægasta verk þessa dáöa spennusagnahöfundar og hvalreki fyrir unnend- ur góðra spennubóka.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.