Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1985, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1985, Blaðsíða 22
22 DV. LAUGARDAGUR14. DESEMBER1985. ST. JÓSEFSSPÍTALI, LANDAKOTI ÍBÚÐ í VESTURBÆNUM óskast fyrir hjúkrunarfræðing (hjón með 1 barn) frá miðjum febrúar. Upplýsingar veitir hjúkrunarfor- stjóri St. Jósefsspítala, Landakoti. Reykjavík, 14.12.1985. / HVttfí: Reykjavík Kópavog Langholtsveg Kársnesbraut Barðavog Vesturvör Laugaveg 1-120 Bankastræti Blaðbera vantar á biðlista í öll hverfi. Frjalst.ohaö dagblaö AFGREIÐSLA Þverhohi 11 - Sími 27022 ÚRVALS NOTAÐIR BÍLAR Árg. Km Kr. Scout II, 6 cyl., vökvast. Opel K. Berl. d. Ford Bronco, 6 cyl. Toyota Hilux, yfirb. Dodge Omni, sjálfsk. Volvo 345 Dodge Sportsman, 11 m. Volvo 343 Isuzu Gemini Mazda 929 harðtop Opel Ascona, sjálfsk. Isuzu Trooper dísil Buick Skylark Opel Rekord d., sjálfsk. Peugeot 504 st. Isuzu Trooper dísil Datsun Bluebird Isuzu pickup 4 d. 4x4 Datsun Cherry GL Daihatsu Ch. Runab. Austin Allegro st. Opel Ascona Fastb. Ch. Malibu Classic fsuzu Trooper Highroof, 8 m. 1974 130.000 180.000 1982 87.000 450.000 1973 ný vél 230.000 1980 70.000 540.000 1980 56.000 280 000 1982 64.000 295.000 1975 52.000m 350.000 1977 45.000 125.000 1981 47.000 210.000 1980 87.000 260.000 1982 52.000 380.000 1982 50.000 680.000 1981 12.000 420.000 1981 330.000 1978 87.000 195.000 1983 54.000 750.000 1981 64.000 300.000 1983 32.000 440.000 1982 31.000 265.000 1980 80.000 170.000 1979 71.000 95.000 1984 14.000 490.000 1979 93.000 285.000 1984 13.0001 .080.000 Opiö virka daga kl. 9 —18 (opiö í hádeginu). Opiölaugardagákl. 13 — 17. Sími 39810 (bein lína). BÍLVANGUR sf HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 687BOO Menning Menning Menning Frönsk afþreying Stúlkan á bláa hjólinu Höfundurt: Régine Deforges. Þýóandi: Dalla Þóróardóttir. ísafoldarprentsmiðjan, 360 bls. Stúlkan á bláa hjólinu heitir Lea Delmas, unglingsstúlka í franskri sveit þar sem faðir hennar er vín- ræktandi og gildur bóndi. Leu fer mn margt líkt og Scarlett OHara í Á hverfanda hveli enda þakkar Régine Deforges Margréti Mitchell kærlega fyrir áður en hún hefur söguna. Lea er, eins og Searlett, ástfangin upp fyrir haus af giftum manni og á aðdáanda sem minnir um margt á Rhett Butler, kvenna- gullið sem Clark Gable gerði ódauðlegt þegar saga Mitchell var kvikmynduð. Lengst af sefur Lea þó hjá æskuvini sínum, einföldum sveitadreng með úfinn hárlubba. Régine Deforges gengur ögn lengra í kynlífslýsingum en aðrir skemmtisagnahöfundar sem skrifa fyrir konur og þýddir hafa verið á íslensku. Lýsingar hennar á ástalífi Leu og karlmannanna þriggja eru berorðar en langt frá því að geta kallast klám. Að öðru leyti sker sagan um stúlkuna á bláa hjólinu sig lítið úr hópi óteljandi skáld- sagna om ástríður ungra stúlkna. Bókmenntir SOLVEIG K. JÓNSDÓTTIR Á bókarkápu og í sjónvarpsþætti um samtímaskáldkonur, sem sýnd- ur var í sjónvarpinu í haust, er Régine Deforges talin aðsópsmikill rithöfundur og kvikmyndaleik- stjóri sem barist hefur fyrir tján- ingarfrelsi á sviði kvenna- og kyn- lífsbókmennta. Vafalaust er þetta allt saman rétt en Stúlkan á bláa hjólinu er ekki tímamótaverk á nokkurn hátt og sver sig beint í ætt ofurvenjulegra skemmtisagna þar sem spennan byggist á stríði aðalpersónunnar í ástalífinu, þó auk þess séu í bókinni rakin átök Frakka og Þjóðverja í seinni heimsstyrjöldinni. Tengslin við Á hverfanda hveli benda líka til þess að höfundurinn hafi ekki ætl- að sér stærra hlutverk en semja frambærilega afþreyingarsögu. I Stúlkunni á bláa hjólinu er baráttu kvenna fyrir aukinni menntun gefið ofboðlítið undir fótinn og Lea segist gjaman vilja nema bókmenntir við háskóla. Stallsystir hennar hefur þegar fet- að þessa slóð, er sögð bókhneigð, en liggur því miður í yfirliði nær allan fyrri hluta bókarinnar. Þegar hún raknar loks endanlega úr rot- inu er hún brosandi og blíðan sjálf, nokkurs konar arftaki móður Leu sem var sannkallaður dýrlingur og móðurímyndin uppmáluð. Bók- menntaáhugi Leu er líka undir- strikaður þegar hún les á kili frægra bókmenntaverka í bókabúð og eins þegar henni eru færðar bækur að gjöf. Hugðarefni Þór Whitehead: STRÍÐ FYRIR STRÖNDUM. ísland i síðari heimsstyrjöld, 2. bindi. Almenna bókafélagið, Reykjavík 1985. Dr. Þór Whitehead prófessor hefur sent frá sér annað bindi hinnar miklu styrjaldarsögu sinnar, en fyrsta bindið kom út árið 1980. Þetta bindi nefnist „Stríð fyrir ströndum" og tekur til tíma- bilsins í styrjaldarbyrjun. í bókinni segir frá njósnum og annarri starf- semi þýska ræðismannsins Gerlachs og aðstoðarmanna hans á Islandi, njósnum Fortescues hins breska og hans manna og því stríði, sem breskir og þýskir sæfarar háðu fyrir ströndum. Skemmst er frá því að segja, að dr. Þór hefur sett saman stórfróðlega bók og stór- skemmtilega. Þar fer saman ræki- leg úrvinnsla heimilda, frásagnar- gleði höfundar, ágæt tök hans á íslenskri tungu og næmur skilning- ur á því, hvaða fróðleik lesandann fysir að nema. Þjóðverjar seilast til áhrifa I fyrri hluta bókarinnar dregur dr. Þór fram í dagsljósið ýmis skjöl um ótrúlegan áhuga Þjóðverja á íslandi og ýmsar fyrirætlanir þeirra. Til þess voru einkum tvær ástæður, sýnist mér, að þýskir þjóðemis-sósíalistar reyndu að seilast hér til áhrifa í meira mæli en flesta íslendinga grunaði þá. í fyrsta lagi var hinn íslenski kyn- stofn talinn „hreinni“ og óspilltari en flestir aðrir og því líklegur til stórræða í fyrirhuguðu veldi Þjóð- verja. Einkum renndi SS-foringinn Himmler hýru auga til íslendinga. í öðru lagi lá landið auðvitað vel við öllum siglingum og veðurfars- athugunum á Atlantshafi, og kom hemaðargildi þess því betur í ljós, sem á leið ófriðnum. En ísland var talið á valdsvæði Breta, og hlaut takmark Þjóðverja því að vera að færa það þaðan. Gerlach, hinn harðskeytti og aðsópsmikli sendimaður Þjóðverja hér á landi í stríðsbyrjun, átti merkilegan feril að baki í Svissl- Heinrich Himmler. andi og Þýskalandi. Hann var í góðu sambandi við suma illræmd- ustu ráðamenn Þriðja ríkisins, svo sem Himmler, Göring og Heydrich. Hann lét mjög til sín taka þann stutta tíma, sem hann dvaldi hér á landi, eins og dr. Þór rekur, endur- skipulagði starfsemi þýskra þjóð- ernis-sósíaíista á ísiandi, reyndi að hafa áhrif á íslensku blöðin, komst í kynni við ýmsa menntamenn, reiðj njósnanet um landið og aðstoðaði- þýska sjómenn eftir föngum. Dr. Þór leiðir rök að því, að hinn kunni athafnamaður Friðþjófui Jóhannesson á Patreksfirði hafi hjálpað Gerlach við fréttaöflun, en að líkum lætur, að hún gat skipt mikiu máii í styrjaldarbyrjun og skilið í bókstaflegustu merkingu á

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.