Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1985, Side 4
4
DV. FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER1985.
íslendingar semja við Norðmenn:
Norömenn veiða loðnu innan200 nulna
Frá og með deginum í gær var
norskum veiðiskipum heimilað að
yeiða allt að 75 þúsund lestir af loðnu
innan 200 sjómílna fiskveiðilögsögu
íslands ú tímabilinu 1. janúar til 15.
febrúar. Þetta er í fyrsta skipti sem
Norðmönnum er heimilað að veiða
innan 200 mílnanna.
Um þetta hefur orðið samkomulag
milli norskra og íslenskra stjórn-
valda. Samkomulagið er bundið því
að Alþingi samþykki það. Samkvæmt
Ekki bara hraðsuðu-
kanna!
Þessi kanna hefur alla kosti
venjulegs hraðsuðuketils auk
fjölmargra annarra. Hún er
ótrúlega snögg að ná upp
suðu, þú getur ráðið hitastig-
inu, ef þess gerist þörf og
brunahætta af völdum gufu er
sáralítil þegar hellt er; þökk
sé haganlegri hönnun. I könn-
unni má sjóða súpur, egg,
grænmeti o.fl., auk gamla
góða blávatnsins. Botninn er
sléttur - elementin falin þar
undir - svo að leikur einn er
að þrífa könnuna.
- nutsöiD loloaiot
Útsölustaðir:
Árvirkinn sf. Selfossi
Bjamabúð Tálknafirði
Borgarljós Skeifunni
Búsáhöld og leikföng Hafnarfirði
Búsáhaldaverslun B.V. Hólagarði
Domus, raftaekjadeild
Einar Guðfinnsson Bolungan/ík
Elís Guðnason Eskifirðl
G. H. Ljós Garðabæ
Garðakaup Garðabæ
Gellir Skipholti
Glóey Ármúla
Guðni E. Hallgrímsson Grundarfirði
H. G. Guðjónsson Suðurveri
Hagkaup
Heimilistæki Sætúni
Heimilistæki Hafnarstræti
Hekla hf. Laugavegi
Húsið Stykkishólmi
JL-húsið
Vöruhús K.Á. Selfossi
Verslunin Kassinn Ólafsvik
Kaupfélag A-Skaftfellinga Höfn
Kaupfélag Borgfirðinga Borgarnesi
Kaupfélag Borgfirðinga Akranesi
Vöruhús KEA Akureyri
Kaupfélagið Fram Neskaupstað
Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga Fáskrúðsfirði
Kaupfélag Héraðsbúa Egilsstöðum
Kaupfélag Hrútfirðinga Borðeyri
Kaupfélag Húnvetninga Blönduósi
Kaupfélag Langnesinga Þórshöfn
Kaupfélag Rangæinga Hvolsvelli
Kaupfélag Skagfirðinga Sauðárkróki
Kaupfélag Vopnfirðinga Vopnafirði
Kaupfélag Þingeyinga Húsavík
Kjami sf. Vestmannaeyjum
Mikligarður
Mosraf Mosfellssveit
Norðurfell hf. raftækjas. Akureyri
Óttar Sveinbjörnsson Hellissandi
Radio- og sjónvarpsstofa Selfossi
Radiohúsið Hverfisgötu
Rafbær Siglufirði
Rafmagn Vesturgötu
Raforka hf. Akureyri
Rafha Austurveri
Raftækjaverslun Gríms og Áma Húsavík
Rafviðgerðir Blönduhlíð
Rafbúð R.Ó. Keflavík
Rafbúðin Auðbrekku
Rafþjónusta Sigurdórs Akranesi
Raíbúðin Álfaskeiði
Samkaup Njarðvík
Sveinn Guðmundsson verslun Egilsstöðum
Straumur (safirði
Verslun Sig. Pálmasonar Hvammstanga
JÓHANN ÓLAFSS0N & C0
43 Sundaborg >104 Reykjavík • Sími 82644
samkomulagi þessara landa eiga
Norðmenn rétt á 15% af heildar-
loðnuaflanum. í haust var loðnuk-
vótinn aukinn um 500 þúsund lestir.
Samkvæmt því eiga Norðmenn rétt
á 15% af þessari aukningu, sem eru
75 þúsund lestir. Undir eðlilegum
kringumstæðum hefðu Norðmenn
fengið þennan hlut á næstu vertíð.
Horfurnar á loðnuafla á næstu vertíð
eru ekki góðar. Hugsanlegt er að
heildarkvótinn verði ekki nema 300
þúsund lestir. Þá ættu Norðmenn
rétt á að veiða 75 þúsund lestir af
þeim kvóta plús 15% af heildarkvót-
anum eða 120 þúsund lestir af 300
þúsund lestum.
íslensk stjórnvöld leituðu til Norð-
manna og könnuðu hvort þeir hefðu
áhuga á að veiða þessar 75 þúsund
lestir á vetrarvertíð. Niðurstaðan
varð sú sem að framan greinir. - APH
Guörún Ámadóttir
framkvæmdastjóri BSRB
Á síðasta stjórnarfundi BSRB var
Guðrún Ámadóttir, meinatæknir á
Landspítalanum, ráðin . fram-
kvæmdastjóri bandalagsins.
Við atkvæðagreiðslu á stjórnar-
fundinum fékk Guðrún sjö atkvæði
og Svanhildur Halldórsdóttir,
fræðslufulltrúi BSRB, fékk fjögur.
Tveir aðrir umsækjendur voru um
stöðuna, annar óskaði nafnleyndar
og hinn var Björn Arnórsson, hag-
fræðingur bandalagsins. Áður en til
kastanna kom höfðu þeir báðir dreg-
ið umsókn sína til baka.
Guðrún Árnadóttir hefur setið í
stjórn BSRB og var formaður verk-
fallsstjómar í fyrra.Hún sest í stól
framkvæmdastjórans 1. febrúar á
næsta ári.Haraldur Steinþórsson
gegndi embættinu til síðustu mán-
aðamóta.
-ÞG
ÍslandsþátturíBBC
Frá Sigurbirni Aðalsteinssyni,
fréttaritara DV í London:
Á annan jóladag verður sýndur í
breska sjónvarpinu, BBC, þáttur sem
ber nafnið Magnússon’s Iceland.
Þetta er 50 mínútna langur þáttur
sem tekinn var á íslandi fyrir breska
sjónvarpið síðastliðið sumar undir
stjóm Magnúsar Magnússonar.
„Þátturinn er unninn úr sjö tólf
mínútna pistlum sem sýndir hafa
verið í þættinum Temple Mill Ath
One að undanförnu," sagði Magnús
í samtali við fréttaritara DV. „Við
vorum á fslandi í þrjár vikur í júlí í
sumar og tókum upp efni á stöðum
eins og Bláa lóninu, Mývatni, Gull-
fossi og Geysi. Einnig fjalla ég um
bókmenntir á íslandi, bæði að fornu
og nýju og talaði við forseta íslands,
Vigdísi Finnbogadóttur."
f kynningu BBC á þættinum segir
að þetta sé saga af persónulegri píla-
grímsferð Magnúsar til íslands. Þar
hsifi hann hitt gamla vini og heimsótt
eftirminnilega staði. „Ég hef gert
mitt besta til að kynna land og þjóð
og það var gaman að fara til íslands
og fjalla um það sem maður vildi.
Mér hafa borist mörg hundruð bréf
frá því að þættirnir voru sýndir á
Temple Mill. Fólk hefur sýnt lækn-
ingamætti Bláa lónsins mikinn
áhuga og eins hefur mikið verið um
bréf frá fólki sem kom til íslands í
stríðinu og hefur áhuga á því að
endumýja kynni sín við landið,“
sagði Magnús.
Um fjórar milljónir áhorfenda hafa
fylgst með Temple Mill þáttum
Magnúsar og má búast við að annar
eins fjöldi sjái þáttinn á annan í
jólum. Nú nýlega hófust upptökur á
Mastermind, hinum vinsæla spurn-
ingaþætti Magnúsar. Að meðaltali
fylgjast um 12 milljónir manna með
þessum þáttum en sýningar á þeim
hefjast í upphafi næsta árs.
Við þetta er svo að bæta að í síð-
ustu viku fæddist Magnúsi hans
fyrsta barnabarn er dóttir hans, Sally
Magnússon, eignaðist sveinbarn og
lýsti Magnús sér sem „i sjöunda
himni“ er hann ræddi við fréttaritara
DV í gær. v
Ríkisútvarpið:
Breytt innheimta afnotagjaldanna
Yfir 80% af notendum útvarps og
sjónvarps hafa greitt gjöld sín fyrir
árið 1985. Það eru mun lakari skil
heldur en á sama tíma sl. ár. Inn-
heimtuaðgerðir eru hafnar og hafa
þeir sem skulda allt árið og meira
fengið bréf frá RUV.
Breytingar verða gerðar á inn-
heimtu afnotagjalda á næsta ári. Þá
verða afnotagjöld innheimt fjórum
sinnum á ári en ekki tvisvar. Áfnot-
endur fá senda fyrstu reikningana í
byijun árs. Innheimtudeildin bíður
nú eftir að fá nýja afnotendagjald-
skrá.
- -sos