Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1985, Side 16
16
DV. FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER1985.
Spurningin
Strengir þú
áramótaheit?
Sigurlaug Sigurfinnsdóttir hús-
móðir: Nei. það geri ég aldrei. Mér
dettur það ekki í hug. Ég veit ekki
hvort fólk gerir svoleiðis, ég hef alla-
vega aldrei gert það.
Garðar Ingólfsson, starfsmaður
SVR: Það er eitthvað um það, ekki
alltaf en ég var að spekúlera að fara
að hætta að reykja. Ég vona að ég
standi við það.
steinunn tsjartmarsdottir hus
móðir: Ekki nema það að ég reyn
að verða betri manneskja. Annar;
er ég hætt að reykja. Jú, ég stíg
eflaust á stokk á nýársnótt og heit
einhverju góðu. Gerum við það ekk
öll?
Edda Björnsdóttir, sendill og
húsmóðir: Nei, alveg ábyggilega
ekki, það hef ég aldrei gert. Fólk
gerir það en heldur yfirleitt ekki
þessi heit sín. Það er betra að vera
ekki að því, standa frekar við orð sín.
Ingigerður Guðmundsdóttir
nemi: Nei, ég er svo ofsalega góð.
Ég hef aldrei gert svoleiðis. Sumir
gera það, reyndar frekar margir, held
ég. Én ég efast um að heitin séu
haidin.
Magnús J. Hinriksson, gerir allt
mögulegt: Ég á ekki von á að ég
stígi á stokk og strengi heit. Fólk
gerir þetta, hættir að reykja eða
eitthvað slíkt, ég veit ekki um önnur
heit.
Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur
Islenskar
bókmenntir
ÓA skrifar:
Mikið af bókum streymir nú á
markað og kennir þar margra grasa.
Stundum verður mér á að hugsa
hvort þetta sé ekki fullmikið af því
góða því ég er nær viss um að tals-
verður hluti þeirra bóka sem nú
koma út mun ekki verða lesinn nema
aförfáum.
En það er kannski ekki endilega
aðalmálið að sem flestir lesi bækurn-
ar, vera má að þær séu jafnmikilvæg-
ar þó enginn fletti þeim. Þá standa
þær uppi í hillu árum saman, svolítið
leyndardómsfullar og luma á merki-
legum sannleika sem aldrei nær fram
í sviðsljósið.
En hver er ánægja þeirra sem
skrifa bækur sem ekki vekja athygli?
Svarið við því er ekki einhlítt, þeir
eru eflaust til sem þykir mest um
vert að vita það með sjálfum sér að
hafa gert góða bók og finnst viðtökur
almennings engu hafa við að bæta.
Og þeir sem eru sannfærðir um að
bókin þeirra er ekki eins góð og
æskilegt var mega sjálfsagt vera
fegnir því hversu fáir vita það.
Ég er reyndar komin á þá skoðun
að mestu skipti að skrifa bók, hvort
sem einhver les hana eða ekki; Is-
lendingar virðast hafa svo óskaplega
þörf fyrir að koma sér á framfæri,
gera upp við hitt eða þetta sem
angrar þá og þeir losna ekki við fyrr
en þeir hafa borið það á torg. En
undarleg er sú árátta að vera sífellt
að grufla í annarra ævi, banka upp
á hjá einhverjum Jóni, Páli, Sigga,
Nonna eða guð veit hverjum og fá
að vita um ástir hans og leyndustu
hugsanir, setja síðan á blað og birta
landslýð með þeim ummælum að nú
sé komin á markað óvenju opinská
og hrífandi saga um mann sem aldrei
lét deigan síga og hefur sko aldeilis
lifað tímana tvenna.
Víst hafa íslendingar gaman af bókum, um það efast enginn.
Ekkiaðástæðulausu
Dreifbýlingur hringdi:
Agætu landsmenn! Ég er eldri
kona á Hellu og get lítið hreyft
mig. Þess vegna langar mig í nafni
aldraðra að fara þess á leit við
sjónvarpið að Derrick verði sýndur
klukkan 21.00.
Ég er nú hreint ekkert hissa á
því að hagur myndbandaleiganna
vænkist, jafnvel mig, eldri konu á
Hellu, langar að fá skerm á þakið
til að geta náð í erlendar sjón-
varpsstöðvar. Dagskrá sjónvarps-
ins er svo fjarskalega léleg - alveg
með ólíkindum hvað hún getur
verið léleg. Þess vegna er ég nú að
kvarta, ég er ekki ein af þeim sem
kvarta að ástæðulausu.
„Vini hagstætt
veittu lán“
Tilvonandi skuldari skrifar:
í DV 6. des. í lesendadálki má sjá
að einhverjum hefur brugðið við að
lesa grein mína 29. nóv. um dráttar-
vaxtalánin hagstæðu. Villa slæddist
þó i grein mína í meðferð hjá DV,
5% breyttust í 7%. Lán, sem skuldari
framlengir einhliða í 7-9 mánuði með
því að neita áð borga (hann getur
það vegna seinlætis fógeta), ber ekki
7% ársvexti umfram verðbólgu, eins
og stendur í DV, heldur aðeins 5%
eins og stóð í grein minni, ef verð-
bólgan er 38% á ári (145/138 = 1,05).
Sé verðbólguhraðinn 38,7% eins og
hann hefur verið nú í 2 mánuði þá
eru ársvextir umfram verðbólgu
aðeins 4,5% (145/138,7 = 1,045). Það
er hagstætt lán, ekki satt?
Fógetakostnaður með auglýsing-
um er ekki mikill (um kr. 9.000 af
500.000 kr. skuld) og lögfræðikostn-
aður er enginn ef skuldareigandi
snýr sér beint til fógeta. Sé um lög-
fræðikostnað að ræða, þá er það víst
að skuldareigandinn fær ekki eyri
af þeim peningum og heldur ekki af
fógetakostnaðinum. Hann fær bara
áðurnefnd 4,5% á ári umfram verð-
bólgu, og á meðan sá skuldseigi getur
jafnvel lánað út peninga, sem hann
sveikst um að borga, og fengið íyrir
þá okurvexti í 7-9 mánuði. Kostnað-
urinn til fógeta og lögfræðings, ef
um hann er að ræða, er mjög léttvæg-
ur hjá þeim hagnaði (helmingur).
Já, 21 sala á 10 eða 11 mánuðum
er lág tala miðað við að uppboðs-
beiðnir skipta þúsundum. Lang-
flestir geta borgað áður en síðara
uppboð fer fram, það er bara stað-
reynd hvað sem fröken skuldseig
segir.
Það er gömul saga að skuldarinn
fyrirlíti þann sem lánaði honum
peninga, þ.e. eftir að hann hefur
fengið peningana. Þannig hefur það
alltaf verið, enda segir máltækið;
cadPra/acaD®
KARLMANNASKÓR
Póstsondum
IKQflÆEs&M
Laugavegi 1 — Sími 1-65-34
Vini hagstætt veittu lán,
viljirðu losna við’ann;
vænir hann þig víst um rán,
vonlaust er að sið’ann.
ENDURSKINS-
MERKI ERU
NAUÐSYNLEG
FYRIR ALLA
yUJJ^ROAR