Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1985, Blaðsíða 18
18
DV. FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER1985.
MÖGNUÐ SPENNUSAGA
Menning Menning Menning
DAVID 0SB0RN
SAMSÆRIÐ
,,ÞAÐ VERÐUR EKKI GEFIN ÚT BETRI BÓK f ÁR ...
feannprtiaberðlunín
Crla
Snorrabraut 44. Sími 14290
MJUK BARNATEPPI
Flugferö.
Stærð 80x110cm.
Verð kr. 586,-
Bjartir litir.
Æskan.
Stærð 80x110cm.
Verð kr. 61 2,-
Stærð 110x140.
Verð kr. 1.012,-
Gulbrúnn grunnur
og skýr mynd.
Púðar úr mjúku þvottekta akrýli.
Nr. 1 Velðiferð.
Nr. 2 Gönguferð.
Nr. 3. Vinarferð.
Nr. 4. Skógarferð.
Þvottekta. Stærð 35x38 cm
innrömwun
Margar stærðir af tilbúnum römmum og úrval rammalista.
Póstsendum. Snorrabraut 44. Simi 14290 Pósthólf 5249.1
Nr. 5 Dúlla.
Nr. 6 Snúlli.
Þvottekta. Stærð 35x38 cm.
Nú er skáldhjartað
köllunar klukka
Ingimar Erlendur Sigurösson:
LJÓSAHÖLD OG MYRKRAVÖLD.
Víkurútgáfan 1985.
Hartnær þrír áratugir eru síðan
Ingimar Erlendur gaf út fyrstu ljóða-
bók sína, Sunnanhólma, hálfþrítugur
að aldri. Nú sendir hann okkur hina
tíundu að ég held. Það duldist engum
að skáld var á ferð í Sunnanhólmum
en þó annað. Það er sem því hafi
orðið tafsamt að brjótast úr steinin-
um, og það sé að reyna að líma saman
brot hjartans á öðrum vegum og með
gömlum ráðum. Hin skarpa hugsun
og líkingaauðgi eru enn á sínum stað
og með í för, en orðkynngin er harð-
hentari og óvægnari, stundum stirð-
legri. Því veldur einkum breyting
að fylgja honum eftir, enda getur
enginn trúað fyrir aðra:
Er ljósboði himins
í lyfting stár
og lokið er skúrum,
ég hengi til þerris
mín harmatár
á himneskum snúrum.
Ingimar Erlendur Sigurðsson - „boðunarkrafan farin að reyna ugg-
vænlega á skáldskaparstoðirnar“.
- ungt atómskáld að þeirrar tíðar
nafngift, orti alveg órímuð lausmáls-
ljóð, en kunni vel með orð að fara
og var hvass og snjall í hugmyndalík-
ingum, hitti oft naglann vel á höfuð-
ið. Og ástin var ofarlega á baugi,
oftast hugumglöð en þó með skugg-
um:
Ástin er steinn sem opnaðist
og bauð þér inn, luktist síðan aftur,
brjótirðu hjarta þitt kemstu út.
Tíunda ljóðabókin heitir Ljósahöld
og myrkravöld, og er fróðlegt að lesa
hana samhliða hinni fyrstu. Engum
dylst að þar er sama skáld á ferð -
ljóðstíls og lífsviðhorfs. Lausmáls-
skáldið er orðið að harðsvíruðum
rímara og stuðlara, jafnvel svo að
stundum dugar ekkert minna en
hringhenda eða sama endarím í
hverri línu allvæns kvæðis.
Skáldið vissi svo sem af guði í
Sunnanhólmum, en sú snerting var
aðeins lausleg. Nú gegnir öðru máli.
í nýju bókinni er að minnsta kosti
annað hvert ljóð og hjarta skáldsins
„köllunar klukka“, knúin til þess að
ná áheyrn almættis. Það er vafamál
hvort rímið og guð hafi í nokkru
aukið skáldskap Ingimars vængi, en
ef til vill orðið vegabót og sáttagjörð
í lífi hans, þó að ég eigi bágt með
Laglega orðuð trúarjátning, ekki
skal því neitað. Þótt trúarbirtingin
í þessum ljóðum Ingimars sé oftast
nokkuð orðská, svo að orðin verði
stundum eins og steinar sem kastað
er af afli að hörðum hnetuskurnum
til þess að brjóta þær að kjarna - og
takist það stundum en ekki ætíð, á
hann líka til mildan og bljúgan hljóm
eins og í þessu jólavöggustefi.
Vöggu hvitri vetur ruggar,
varla andar blær.
Hvítir eru himinskuggar,
hnígur j ólasnær.
Vonarbarn sem veika huggar,
varla hjartað slær.
Signdir eru sálargluggar,
sjálfur guð þeim nær.
Honum þykir nútíðin heldur reikul
á guðs vegum og segir í spurn og
svari:
Hví á nútíð hvergi lausnarson?
hendur orðsins snara fleyga von.
Frelsun andans fjötrar hagsýn trú
fjölmiðlun í hennar stað er nú.
Það þykir skáldinu ill skurðgoða-
dýrkun sem von er til.
Þótt Ingimar Erlendur hafi nú svo
að segja alfarið sveigt skáldfák sinn
á himingötu verður varla sagt að
ganglag fararskjótans sé trúarvingl
eða flótti. Honum virðist ekki gatan
til sátta og lausnar sérlega greið og
hann herjar á múra svo að segja í
hverju ljóði. Orðin eru hvassar örvar
Drög að smásögum
Eiríkur Brynjólfsson.
ISMÁSÖGUR FÆRANDI:
Skákprent 1985.
Þau eru stór orðin á baksíðu
þessarar þókar. H.S. segir að í
sögum Eiríks Brynjólfssonar grein-
ist hvergi byrjandabragur, hann
kveði sér hljóðs sem þroskaður
höfundur og gangi með sinni fyrstu
bók til sætis framarlega á íslensku
skáldaþingi. Þessi samsetningur
tekur flestu því fram sem í bókinni
stendur og má þó ýmislegt um hana
segja. Hverjum er H.S. að þjóna
með þessum ummælum? Varla
höfundinum, því enginn hefur gott
af oflofi. Því síður lesandanum.
Útgefandinn reynir í þessu tilviki
að selja honum vöru á fölskum
forsendum. Og ætti að varða við
neytendalög. Það er því miður allt-
of mikið um innantómt skrum á
bókakápum. Þeir sem að því standa
mega svo sem gera sjálfa sig að
athlægi. En hvers vegna höfund-
inn? Af hverju að gera til hans
kröfu í huga lesenda sem hann
getur ekki risið undir?
Smámenni og máttarstólpar.
Sögumar átta í I smásögur
færandi eru misjafnar að gæðum
en einkennast þó allar af gaman-
sömum og kæruleysislegum stíl;
höfundurinn gerir sér far um að
vera frjálslegur og veður oft á
súðum eins og kerling yfir kaffi-
bolla, orðmargur um of. Þessi stíll
nýtur sín skást í þeim sögum sem
eiga fyrst og fremst að vera gaman-
mál. En jafnvel þeim er spillt með
Eiríkur Brynjólfsson - „eyði-
leggur ágætar hugmyndir“.
Bókmenntir
MATTHÍAS V.
SÆMUNDSSON
óþarfa lausmælgi. Höfundurinn
fellur í sömu gryfju og ótalmargir
á undan honum: leyfir sögunni
sjálfri ekki að tala sínu máli heldur
fyllir hana athugasemdum og út-
skýringum, málalengingum. Vont
dæmi um það er í sögunni Allsber
maður og konur í buxum sem
þó er með þetri textum í þókinni.
Þar sér höfundur ástæðu til að taka
fram í eftirskrift að setningar, sem
hann leggur einni persónunni í
munn, séu hafðar innan gæsalappa
af því þær séu teknar úr tilteknum
blöðum - hallærislegum. Þessi
skýring er að vísu í anda stílsins
en sýnir þó einn höfuðgalla flestra
sagnanna. Þær eru hálfgildings
ritgerðir um vond ástönd í þjóð-
félaginu, ádeilur fullar af boðskap
sem höfundur reynir að troða í
lesandann - með góðu eða illu. I
sögunum eins og Litla manninum
og Atburðum dagsins beinir höf-
undurinn spjótum sínum að mátt-
arstólpum sem setjast á smámenni,
ráðherrum með stóra vindla, kapít-
alískum föntum. Þessar persónur
eru fífl og fautar, asnalegar með
afbrigðum. Nú er í lagi með ádeilu
en til að hún sé boðleg í bók-
menntaverki verður hún að lúta
listrænum kröfum. Höfundurinn
tekur hins vegar upp klisjubornar
manngerðir og notar þær nær
óbreyttar með þeim árangri að
ádeila hans verður flatneskjuleg
eða „banöl“. Eyðileggur með þvi
móti annars ágætar hugmyndir
eins og í Litla manninum.
Ég er í engum vafa um að höfund-
ur þessarar bókar getur skrifað.
Víða bregður fyrir líflegum lýsing-
um og fjörlegum athugunum sem
hafa má gaman af. Hins vegar
skortir hann, enn sem komið er,
vandvirkni og sjálfsgagnrýni, vit-
und um að orðið er dýrt.
Svo mælist ég til þess að H.S.
hætti að skrifa utan á bækur.
MVS