Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1985, Qupperneq 20
20
DV. FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER1985.
Menning Menning Menning Menning Menning
Konur þurfa ekki
að vera litlar
REYNDU ÞAÐ BARA
Höl. Kristín Bjarnadóttir.
Útg.: Briet.
Konur i karlastörfum. Og hvað
með það? Við fyrstu sýn getur þetta
virkað eins og þreytt umræðuefni,
jafnvel að manni finnist asnalegt
að þurfa að ræða það eitthvað frek-
ar að jafnréttisbaráttan hafi náð
þetta langt.
í bókinni ræðir Kristín Bjama-
dóttir við sjö konur sem vinna störf
sem hingað til hafa verið nær ein-
göngu unnin af karlmönnum; stýri-
maður, vélstjóri, prófessor, hús-
gagnasmiður, söðlasmiður og
fangavörður.
Það sem er einkar athyglisvert
við bókina er að jafnréttishugsjón-
in sem slík - krafa kvenna um að
eiga jafna möguleika á vinnumark-
aðinum - virðist ekki hafa grund-
vallað starfsval þessara kvenna.
Má vera að jafnréttisbaráttan hafi
ýtt undir þær að leita í starfsgrein-
ar sem þær höfðu áhuga á. Þær
virðast öllu fremur hafa brotist
áfram af eigin rammleik og áhuga.
Engin „remba“
Einn viðmælandinn virðist mæla
fyrir munn þeirra allra þegar hún
segir: „Hvort konur em í meiri-
hluta í sumum starfsgreinum og
karlmenn í öðrum, finnst mér að
ætti ekki að skipta máli í jafnréttis-
baráttunni. Það sem skiptir máli
er að litið sé á manneskjuna og
störfin sem hún vinnur sömu aug-
um, hvort heldur hún er karl eða
kona. Enn er það ekki gert. Og það
gerist ekki allt í einu. Margir þurfa
tíma til að átta sig á því að konur
þurfi ekki endilega að vera svo
litlar."
Ef einhver heldur að konurnar
Bókmenntir
SÚSANNA
SVAVARSDÓTTIR
sem rætt er við séu með „rembu“
yfir starfi sínu; að þær séu að reyna
að sanna eitfhvað eða ögra sam-
félaginu, er sá með ranghugmynd-
ir. Þær lýsa.baráttu sinni gagnvart
fordómum bæði karla og kvenna
án beiskju. Þær gera sér grein fyrir
því að fordómar segja meira um
fólk sem hefur þá en þær manneskj-
ur sem verða fyrir þeim.
Engin einkamálahnýsni
Um tilurð bókarinnar segir höf-
Kristín Bjarnadóttir.
undur í eftirmála: „Kannski var
hugmyndin sú að reyna að átta sig
á hvort konur sem ynnu með körl-
um í grónum karlastörfum væru
eitthvað „öðruvísi" konur og
hugsuðu á allt annan hátt en þær
sem vinna hefðbundin kvenna-
störf.“ Á mig virkuðu þessar konur
blátt áfram og skemmtilegar, laus-
ar við alla tilgerð og sýndar-
mennsku. Eru það öðruvísi konur?
Þessi bráðskemmtilega bók hefur
fleira gott til að bera en ánægjuleg-
ar persónur; hún er einkar vel
unnin: Efninu er vel fylgt eftir -
engin einkamálahnýsni. Viðtölin
eru hæfilega löng og að síðustu er
setning bókarinnar einstaklega
góð.
Ég óska nýja kvennabókaforlag-
inu Bríet til hamingju með þessa
frumraun og sting jafnframt upp á
því að allir atvinnurekendur í hefð-
bundum karlagreinum fái hana í
jólagjöf. S.S.
Góðir dómar
Jóhanna Kristjónsdóttir, gagnrýnandf Mbl.
Ámi Bergmann, gagnrýnandi Þjv.
Erlendur Jónsson, gagnrýnandi Mbl.
Jóhanna Kristjónsdóttir, gagnrýnandi Mbl.
• • •
Það þarf ekki fleiri orð
ÍSAFOLD
„Margt skipast á
mannsævi,“ sagði
Þrándur í Götu
Sr. Emil Björnsson:
-MINNI OG KYNNI.
Útgelandi: Örn & Örlygur, 1985.
Mörgum mun hafa þótt sem
þáttaskil hafi orðið í sögu ríkisút-
varpsins, þegar þeir létu af störfum
með stuttu millibili tveir máttar-
stólpar þess, þeir Andrés Bjömsson
útvarpsstjóri og sr. Emil Björns-
son, fréttastjóri sjónvarps. Þessir
menn voru svo lengi búnir að vera
heimilisvinir þjóðarinnar, að fáir
hafa komizt til samanburðar, vin-
sælir og virtir. Lengi var það siður,
að efldur væri ófriður í ríkisútvarp-
inu og þá ekki sízt af stjórnmála-
mönnum, en mér finnst, þegar ég
lít til baka, að í tíð þeirra tveggja
hafi ríkt nánast Fróðafriður.
Varla hafði sr. Emil staðið upp
úr sæti sínu hjá sjónvarpinu, fyrr
en frá honum kom bók, ekki mikil
að vöxtum, en drjúg að efni um
ýmsa einstaklinga, sem hann hefur
átt meiri og minni samskipti við.
Bókin nefnist Minni og kynni.
Mér virðist, að auk tveggja inn-
gangsritgerða sé hér um að ræða
kafla úr ræðum (líkræðum?) úr
starfi sr. Emils sem prests hjá
Óháða söfnuðinum og svo sjón-
varpsviðtöl. Ekki kemur fram,
hvenær þessar frásagnir hafa verið
samdar, en margir munu kannast
við sjónvarpsviðtölin.
Svipur hjá sjón
Þetta er allt vel samið og oft
komizt ágætlega að orði auk þess
sem víða er fjölbreytilegan fróðleik
ágætra greina, t.d. eftir Vilhjálm
S. Vilhjálmsson blaðamann (í rit-
gerðasafninu Við sem byggðum
þessa borg, III. bindi).
Þakka þér sömuleiðis
Það er góður fengur að frásögn-
um af þeim fjölfróða og skemmti-
lega manni Hendrik Ottóssyni og
hans einlæga byltingarstússi, og
af þeim skörungskonum Aðal-
björgu Sigurðardóttur, sem Jónas
kallaði „allrasystur" og Maríu
Maack, sem hefði þó mátt gera
meiri skil. Sama á við um Guðrúnu
H. Þorgrímsdóttur, móður sr. Em-
ils.
Stórskemmtileg er frásögnin af
sr. Vigfúsi Þórðarsyni, sem taldi
sig töluvert öruggari um lífið á
öðrum hnöttum, þegar ófermdur
drengurinn var búinn að láta í ljós
skoðun sína á þessu merkilega
máli.
Margir muna sjónvarpsþættina,
þar sem sr. Emil ræddi við þá Sig-
urð Nordal, Brynjólf Bjarnason og
Gylfa Þ. Gíslason, afburðamenn
hvern á sínu sviði, en óneitanlega
verður þetta allt dauflegra, þegar
það er komið i bókarform. Mér
finnst jafnvel hálfkauðalegt, þegar
viðtalinu við Brynjólf lýkur með
þessum orðum:
Sr. Emil: „Þakka þér fyrir
skemmtilegt spjall.“
Brynjólfur: „Þakka þér sömuleið-
is, Emil.“ Þarna hefði nú verið
gott að hafa skæri við höndina.
Sr. Emil Björnsson - „getur skrifað betri bók‘
Bókmenntir
PÁLL LÍNDAL
að finna enda slípast margt á
mannsævi. Ég er þó viss um, að
sr. Emil hefði getað samið töluvert
áhugaverðari bók. Ég held, að það
sé ekki mjög algengt, að ræður,
þótt góðar séu í sjálfu sér, njóti sín
á prenti og sama má segja um sjón-
varpsviðtöl. Áhrif ræðu eru eins
og menn vita mjög háð því um-
hverfi, þar sem ræðan er flutt og
hvernig flutningur er. Og sjón-
varpsviðtöl eru á sama hátt háð
sínum myndræna bakgrunni og
hvernig orðaskipti fara fram. Þetta
fer allt meira og minna forgörðum
í prentuðu máli. Þótt margt gáfu-
legt og skemmtilegt falli til, verður
þetta oft svipur hjá sjón.
En snúum okkar nánar að efninu.
Fyrst í bókinni eru tvær alllangar
ritgerðir um Jónas frá Hriflu og
Halldór Laxness. Ekki fæ ég séð,
að þær bæti neinu við öll þau
ósköp, sem um þessa garpa hefur
verið ritað, þær eru þó vel læsileg-
ar. Sama má raunar segja um frá-
sögn af Jóhönnu Egilsdóttur. Ævi-
saga hennar er aðgengileg auk
Hlutur sr. Emils í þessum þáttum
hefur verið rómaður.
Kararterstyrkur
Ég sá ekki viðtalið við Ömar
Ragnarsson, en það er fróðlegt og
skemmtilegt aflestrar. Kannski
nýtur maður þessa betur því að
maður sá ekki þáttinn í sjónvarpi.
Viðtalið gefurmjög geðfellda mynd
af þessum ágæta sjónvarps- og
skemmtimanni, sem hefur tekizt
flestum, ef ekki öllum betur að búa
við frægð og vinsældir án þess að
bíða tjón á sálu sinni, svo að maður
formerki. Til þess þarf mikinn
karakterstyrk.
Ég hef verið nokkuð gagnrýninn
á þessa bók, ekki vegna þess að ég
geri mér ekki ljóst, að hún er langt
fyrir ofan meðallag þess, sem nú
er boðið upp á. Gagnrýnin er ein-
göngu af því sprottin, að ég er viss
um, að sr. Emil getur skrifað betri
bók, og ég vona, að þess verði ekki
langt að bíða. Til þess skortir hann
hvorki greind, söguefni né ritfæmi.
Bókin er geðug að frágangi öll-
um. Efnisyfirlit þykir mér þó held-
ur ófullkomið og ekki fylgir nafna-
skrá. Á bls. 137 er minnzt á mikinn
loftbelgjafrömuð, Holgeir Másson.
Heitir maðurinn ekki Holberg
Másson? Misminnir mig kannski?
P.L.