Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1985, Blaðsíða 22
22
Iþróttir
Iþróttir
DV. FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER1985.
Iþróttir
Iþróttir
ÁRNISLEIT
KROSSBÖND
— oghann munþví
ekki leika meira með
unglingalandsliðunum
ogliði Gróttu í vetur
Árni FHóleifsson, hinn stór-
efnilegi leikmaður Gróttu í
2. deild ha.idboltans, mun ekki
leika með 'iði sínu meira á þessu
keppnistírr-abili. Árni, sem á sœti
í þremur iandsliðum, 18, 19 og
undir 21-árs landsliðinu, sleit aö
öllum likindum krossbönd i hné
í leiknum við Dani með u-21 árs
liðinu á HM á Ítalíu. Hann fer í
uppskurð í dag.
Séu krossbönd slitin hjá Árna,
eins og flest bendir til, þá mun
hann verða tíu vikur í gipsi. Eftir
það getur hann fyrst farið að
reyna á fótinn. Það er því frekar
hæpið að Ámi muni geta ieikið
með 18 ára iandsliðinu á Norður-
landamótinu sem fram fer í vor.
Þá mun 19 ára landsliðið án efa
sakna Áma. Liðið hélt utan til
Noregs í dag þar sem það mun
leika tvo leiki við heimamenn.
-fros
STAÐAN
1. DEILD
Eftir leik Vals og Þróttar á
miðvikudaginn í Laugardals-
höllinni er staðan þannig eftir
leiki helgarinnar:
Víkingur..ll 9 0 2 271-210 18
Valur....11 9 0 2 257-219 18
Stjarnan.il 7 2 2 257-222 16
FH.....11 6 0 5 268-255 12
KA.....11 4 1 6 223-229 9
Fram.....11 4 0 7 257-264 8
KR.....11 3 1 7 234-256 7
Þróttur.ll 0 0 11 223-335 0
Keppnin hefst á ný 4'. janúar.
12. umferðin verður leikin 4.
og 5. janúar, 13. umferðin
þann 8. janúar og 14. og síðasta
umferðin verður leikin 11. og
12.janúar.
Opnað í
Bláfjöllum
— ef veöurleyfir
Sem óðast líður nú að því
að skíðamenn taki fram
skíðin sín og önnur áhöld
sem þarf til skíðaiðkana.
Margir bíða spenntir eftir því
aö Bláfjallasvæðið verði
opnað. Forráðamenn Blá-
fjallasvæðisins hyggjast
leggja í hann um helgina,
nánar tiltekið á sunnudag
EF VEÐUR LEYFIR. Blá-
ijallasvæðið mun síðan
verða opið á annan dag jóla
og milli jóla og nýárs. Allt
er þetta háð því að veður-
guðirnir verði skíðamönn-
um hagstæðir og nú er bara
að vona að svo verði. -SK. ’
PIERRE GEYS REK-
INN FRÁ WATERSCHEI
— „þjálfarinn átti ekki virðingu leikmanna lengur/’
sagði Ragnar Margeirsson
Frá Kristjáni Bernburg, fréttamanni
DV í Belgiu:
„Það var mikil óánægja með þjálf-
arann, Hann var búinn að missa
allan aga hjá liðinu og við leikmenn-
irnir vorum hættir að bera virðingu
fyrir honum,“ sagði Ragnar Mar-
geirsson, atvinnumaður hjá
Waterschei, í samtali við DV en þjálf-
ari liðsins hefur verið rekinn frá fé-
laginu.
Waterschei er nú í 2. neðsta sæti í
1. deildinni í Belgíu og því í mikilli
fallhættu. „Það fer um mig hrollur
þegar ég hugsa til þess að leika í
2. deildinni hér næsta keppnis-
tímabil. En ég vona að þetta lagist
með nýja þjálfaranum,“ sagði
Ragnar ennfremur.
Við þjálfun hjá Waterschei tók
varaþjálfari liðsins.
• Aari Haan hefur verið ráðinn
þjálfari Anderlecht frá 1. janúar
nk. og tekur hann við af Paul Van
Himst sem var rekinn frá félaginu
fyrir nokkru. Haan er 36 ára og
lék með Anderlecht á árunum
1975-81 og var fyrirliði liðsins um
tíma. Þess má geta að Paul Van
Himst fékk tæpar 2 milljónir
króna greiddar er hann hætti hjá
Anderlecht en hann var á samn-
ingi hjá liðinu til ársins 1987.
Þokkaleg laun fyrir að gera ekki
neitt. -SK.
Essen vann, 20:7
—og Alf reð skoraði 4 mörk
Staðan á toppnum í Bundesligunni en Essen er með sama stigaíjölda að
er nú þannig að Gummersbach er í loknum 11 leikjum.
efsta sæti með 18 stig eftir 10 leiki -SK.
Landsliðið án
Alf reðs og Atla
— og Páll Ólafsson mun líklega aðeins leika fyrsta
leikinn, gegn Dönum á milli jóla og nýárs
Frá Atla Hilmarssyni, frétta-
manni DV í Þýskalandi:
Leikmenn Lemgo áttu sér ekki
viðreisnar von í gærkvöldi er þeir
Iéku gegn Alfreð Gíslasyni og
félögum í Essen. Leikmenn
Lemgo voru algerlega heillum
horfnir og skoruðu aðeins sjö
mörk í leiknum en Essen skoraði
20. Alfreð Gislason skoraði 4
mörk í leiknum en Fraatz var
markahæstur hjá Essen með 9
mörk.
Fyrri hálfleikur var slakur hjá
báðum liðum en staðan að honum
loknum var 7-3. Fyrstu tuttugu
mínúturnar í síðari hálfleik skoruðu
leikmenn Lemgo ekkert mark og
staðan þegar tíu mínútur voru til
leiksloka var 16-3 Essen í vil. Síð-
ustu tíu mínútur leiksins skoruðu
liðin fjögur mörk hvort og lokatölur
urðu 20-7 eins og áður sagði. Þess
má geta að Essen fékk 13 vítaköst í
leiknum.
Alfreð Gíslason og Atli Hilmarsson
munu ekki leika með íslenska lands-
liðinu í handbolta gegn Dönum. Sem
kunnugt er munu þjóðirnar Ieika þrjá
leiki á milli jóla og nýárs.
Páll Ólafsson mun að öllum líkind-
um aðeins geta leikið fyrsta leikinn
þar sem félag hans Dankersen leikur
á hraðmóti á sama tíma.
Nokkrir menn koma nú á ný inn í
liðið frá því í leikjunum við Spán.
Kristján Árason mun leika alla þrjá
leikina og sómu sögu er að segja um
Geir Sveinsson, Jakob Sigurðsson,
Júlíus Jónasson og Valdimar Gríms-
son en þeir léku allir með landsliðinu
u-21 árs á HM fyrr í þessum mánuði.
-fros
„Tennisæði”
— hefur gripið um sig fVestur-Þýskalandi vegna
úrslitaleiks V-Þjóðverja og Svía
Frá Gunnlaugi A. Jónssyni, frétta-
manni DV í Svíþjóð: ^
1 dag hefst úrslitakeppni heims-
meistarakeppni landsliða í tennis.
Þriðja árið í röð eru það Svíar sem
leika til úrslita og nú gegn Vestur-
Þjóðverjum og fer keppnin fram í
Múnchen í Þýskalandi.
Fremstur í flokki í þýska liðinu er
dýrlingur þýsku þjóðarinnar um
þessar mundir, Boris Becker. Hann
varð þjóðhetja í Þýskaiandi eftir að
hann sigraði í Wimledon mótinu í
Englandi, yngstur allra frá upphafi,
19 ára að aldri. Og öðrum fremur
tryggði hann þýska tennislandslið-
inu þátttökurétt í úrslitum HM með
Saga West
Ham United
Saga enska knattspyrnuliðsins
West Ham eftir John Moyniham er
nú komin út í þýðingu Víðis Sigurðs-
sonar. Saga félagsins er rakin allt frá
stofnun þess árið 1895 er það nefndist
Thames Ironworks og fram til þessa
keppnistímabils.
Þrátt fyrir að West Ham hafi aldrei
unnið ensku deildakeppnina þá hefur
liðið ávallt verið meðal frægustu liða.
Geoff Hurst, Bobby Moore, Gordon
Banks, Trevor Brooking og fleiri hafa
séð til þess. Nú sjá önnur nöfn um að
halda nafni félagsins á lofti. Liðinu hefur
gengið mjög vel á þessu keppnistímabili
og kannski hrynur deildavígið í vor,
hver veit?
Fjölmargar myndir eru í bókinni sem
er 172 síður. Það er Bókhlaðan sem gefur
bókina út.
fros
glæsilegum sigrum yfir landsliðum
Bandaríkjanna og Tékkóslóvakíu.
Svíar mæta ekki með sitt sterkasta
lið í úrslitakeppnina. Sjötti besti
tennisleikari í heimi (samkvæmt
heimslista), Anders Járryd, hefur átt
við vanheilsu að stríða undanfarið,
legið í flensu, en verður samt vara-
maður i liði Svía í úrslitunum. Sér-
staklega mun fjarvera Járryds koma
sér illa fyrir sænska liðið í tvíliða-
leiknum. Þeir Stefan Edberg (i 5.
sæti á heimslistanum) og Anders
Járryd eru taldir bestu tvíliðaleiks-
spilarar i heimi í dag.
Gífurlegur áhugi er fyrir úrslita-
leik Svía og Þjóðverja í Múnchen
og uppselt er á alla leikdagana fyrir
mörgum vikum. Dæmi eru þess að
áhugamenn hafi boðið ibúðir sínar í
skiptum fyrir aðgöngumiða og konur
hafa boðið blíðu sína fái þær miða í
staðinn. Árangur Boris Becker á
tennisvellinum undanfarið hefur
hreinlega umturnað Þjóðverjum sem
ekki halda vatni yfir þessari nýju
stórstjörnu sinni. Algert „tennisæði“
ræður nú rikjum í iþróttaheimi þý-
skra og meira að segja knattspyrnan
hefur orðið að lúta í lægra haldi, um
stund að minnsta kosti. -SK.
• Birgir Michaelsson, KR,
skoraði 36 stig gegn Keflavík
en það dugði ekki.
— Keflavík sigraði KR
örugglega, 84:77
Frá Magnúsi Gislasyni, frétta-
manni DVáSuðurnesjum:
Stórgóður leikur nýliðanna í
úrvalsdeildinni i körfuknattleik,
ÍBK, tryggði þeim mikilvægan
sigur í gærkvöídi gegn KR. Kefl-
víkingar skoruðu 84 stig en
KR-ingar 77. Staðan i leikhléi var
43:34, IBKíhag.
Með þessum sigri blanda Kefl-
víkingar sér í toppbaráttu úrv-
alsdeildar og greinilegt er að
liðið verður við toppinn þegar
upp verðurstaðið.
Liðin skiptust á um að skora
og jafht var í byrjun, 22-22, en
fyrir leikhlé náðu Keflvíkingar
mjög góðum leikkafla og komust
í 41-26, í leikhléi var staðan
43-34. KR-ingar náðu að jafna
metin, 63-63, í síðari hálfleik en
þá voru sjö mínútur til leiksloka.
Heimamenn voru síðan sterkari
á lokasprettinum og sigruðu með
sjö stiga mun eins og áður sagði,
84-77._
Lið ÍBK er að styrkjast þessa
dagana og í gærkvöldi lék liðið
mjög vel. Leikmenn voru mjög
jaifhir að getu en Sigurður fngi-
mundarson var stigahæstur með
23 stig.
Iflá KR var Birgir Michaels-
son í sérflokki og skoraði 36
stig. Páll Kolbeinsson skoraði
18 stig og Garðar Jóhannsson
10. Ástþór Ingason og Þor-
steinn Gunnarsson skoruðu 4
stig hvor, Guðmundur Jó-
hannsson 3 og Samúel Guð-
mundsson 2.
Sigurður Ingimundarson
skoraði 23 stig fyrir ÍBK,
Guðjón Skúlason 15, Jón Kr.
13,Ingólfur Haraldsson 11,
Ólafur Gottskálksson 10,
Hreinn Þorkelsson 8 og Magn-
ús Guðfinnsson 4,
Leikinn dæmdu þeir Krist-
inn Albertsson og Bergur
Steingrímsson og gerðu engar
vitleysur að viðstöddum 219
áhorfendum. -SK.
Tvisvar
framlengt
Haukar sigruðu Valsmenn í
miklum baráttuleik i úrvals-
deildinni i körfuknattleik í
gærkvöldi með 88 stigum gegn
84. Framlengja þurfti leikinn
í tvígang til að knýja from
úrslit. Við þetta tap minnka
meistaravonir Valsmanna
verulega en að sama skapi
eykur þessi sigur á sigur-
möguleika Hauka í úrvals-
deildinni.