Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1985, Síða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1985, Síða 9
DV. MÁNUDAGUR 30. DESEMBER1985. ' 9 Utlönd Utlönd Utlönd Utlönd Afganistan á innrásaraf mælinu: Felldu tuttugu sovéska hermenn Afganskir skæruliðar felldu yfír 20 sovéska hermenn í Kabúl, höfuðborg Afganistan, á fimmtudaginn, annan dag jóla, í umfangsmikilli eldflauga- árás á borgina. Vestrænir stjórnarerindrekar í Kabúl hafa staðfest að árásin hafi átt sér stað. Aðalskotmörk skæruliðanna voru fimm, víðs vegar um borgina, þar á meðal Darulawan herstöðin, aðal- herstöð Sovétmanna í borginni. Stóð árásin yfir í þrjá tíma. Árásin átti sér stað á sama degi og Sovétmenn og afganskir leppar þeirra héldu upp á 6 ára byltingaraf- mæli afganska kommúnistaflokksins og 6 ára veru Sovétmanna í landinu. Skæruliðar héldu einnig uppi hörð- um ‘ árásum á afganska stjórnar- hermenn á pakistönsku landamær- unum og felldu þeir þar, að eigin sögn, yfir 50 stjórnarhermenn. Afganskir skæruliðar héldu upp á sex ára innrásarafmæli Sovétmanna með umfangsmikilli eldflaugaárás á skotmörk í Kabúl. í árásinni felldu þeir yfir 20 Sovétmenn. SONUR BHUTTOS DÆMDUR í HEGN- INGARVINNU Sprengdu neðanjarðar Bandaríska orkumálaráðuneytið tilkynnti um neðanjarðarkjarnorku- vopnatilraunir hersins á tilrauna- svæði í Nevadaríki á laugardag. Að sögn talsmanns ráðuneytisins var styrkur tilraunarinnar alls 150 kílótonn eða sem svarar 150 þúsund tonnum af TNT sprengiefni. Hér er um að ræða 16. tilraun Bandaríkjamanna með kjarnorku- vopn neðanjarðar á árinu. Sovétmenn lýstu því yfir í sumar að þeir myndu ekki láta fara fram frekari tilraunir með kjarnorkuvopn neðanjarðar á árinu og skoruðu á Bandaríkjamenn að gera slíkt hið sama. Stjórn Reagans vísaði tillögu Sov- étmanna á bug sem áróðursbragði. Herdómstóll í Pakistan hefurdæmt son Ali heitins Bhuttos, fyrrum for- sætisráðherra landsins, í fjórtán ára þrælkunarvinnu. Sjálfur var hann ekki við því að hann dvelst í útlegð í Damaskus í Sýrlandi. Murtaza Bhutto var í hópi 37 stjórnarandstæðinga sem dæmdir voru fyrir að beita ofbeldi til þess að útbreiða pólitískar skoðanir sínar en dómarnir gengu að þeim öllum fjarverandi. Murtaza stofnaði ásamt yngri bróður sínum, Shahnawaz, skæru- liðasamtökin Alk-Zulfikar og stóðu þau meðal annars að flugvélaráni 1981 sem endaði í Kabul í Afghanist- an. - Shahnawaz fannst látinn í júlí í sumar í íbúð sinni i Cannes í Frakklandi en í ljós kom að bana- meinið var afar sjaldgæft eitur þótt rannsókn hafi ekki enn leitt i ljós hvernig dauða hans hefur að öðru leyti borið að höndum. Ali Bhutto átti fjögur börn. Dóttir hans, Benazir, er leiðtogi Alþýðu- flokks Pakistans en hin hafa ekki tekið þátt í stjórnmálastarfi. Palestinskir hryðjuverkamenn í æfingabúðurn. Allir leita Abu Nidaís — en Gaddafi hefur skotiö skjólshúsi yfirhanníLíbýu Abu Nidal, hinn róttæki leiðtogi skæruliða Palestínuaraba, sem orðaður hefur verið við árásirnar í flughöfnum Vínar og Rómar núna eftir jól, hefur lengi verið eftirlýst- ur vegna hryðjuverka. Einn hryðjuverkamannanna frá Róm sagði yfirvöldum að hann til- heyrði sjálfsmorðssveit á vegum skæruliðasamtaka Nidals og að í bígerð væru fleiri hryðjuverkaár- ásir í Evrópu. - Það voru samtök Abu Nidals sem lýstu á hendur sér sprengjutilræðinu í afgreiðslu ísra- elska fiugfélagsins E1 A1 í Amster- dam í október síðasta þar sem engan sakaði þó. En átján létu lífið og yfir hundrað særðust í árásunun í Vín og Róm á föstudagsmorgun. Klauf sig frá Al Fatah Abu Nidal, sem heitir réttu nafni Sabri Al-Banna (hitt þýðir „Faðir baráttunnar"), klauf sig út úr A1 Fatah-skæruliðasamtökum Arafats 1974 og stofnaði eigin samtök (Fatah byltingarráðið) sem höfðu aðalbækistöðvar sínar fyrst í Bagdad og síðar í Sýrlandi. Nú er talið að hann haldi sig í Líbýu. Menn halda að hann hafi lagt á ráðin um ránið á egypsku farþega- þotunni sem lenti á Möltu í síðasta mánuði en það flugrán kostaði 60 mannslíf. Samtök hans eignuðu sér skotárásina á sendiherra ísraels í London 1982 sem leiddi síðan til innrásar Israels í Líbanon. Sá kvittur komst. á kreik í fyrra að Abu Nidal hefði dáið af hjarta- slagi en í nóvember birtist hann í Trípólí þar sem fréttist af honum á fundi með Gaddafi ofursta, leiðtoga Líbýu. Myrða hófsama PLO-menn Hann var aðalfulltrúi PLO í Bagdad þar til honum var vikið úr þjóðfrelsishreyfingunni og hann dæmdur til dauða fyrir samsæri um að ráða Arafat af dögum. Hann hefur eindregið verið andsnúinn friðarsamningum í Austurlöndum nær og er talið að hryðjuverka menn hans hafi ráðið bana ýmsum fulltrúum PLO í London, París, Brussel, Madrid og Róm á síðasta áratug. - Sjálfur hefur Nidal í við- tali við blað eitt í Kuwait sagt að hann hafi margsinnis hafnað kröf- um um að drepa Arafat. Nidal hefur sakað stjórnir ýmissa arabaríkja um að styðja ekki mál stað Palestínuaraba nema rétt orði kveðnu og Fatah og aðrar skæruliðadeildir innan PLO hefur hann sakað um að „villast út af by ltingarbrautinni". Myröir kaupanauta sina Tólf hryðjuverkamanna hans bíða réttarhalda í Tyrklandi fyrir morð á jórdönskum diplómat Ankara í júlí síðasta sumar. Þrír voru handteknir í Jórdaníu í síð- asta mánuði fyrir morð á arab ískum kaupsýslumanni sem sagður var hafa orðið saupsáttur við Nidal út af einhverjum viðskiptum. Sam- tök Nidals eru sögð hafa staðið að morðinu á palestínskum lögfræð- ingi á vesturbakka Jórdanár desember síðasta. Nidal er fæddur í Jaffa 1943 og var faðir hans áhrifamaður meðal araba en íjölskyldan var í hópi um 100 þúsund Palestínuaraba sem hröktust burt í sjálfstæðisstyrjöld gyðinga og araba 1948. íranirtóku danskt flutningaskip Herskip frá íran stöðvaði á Oman- flóa í fyrradag danskt skip, Horne- land, sem meðal annars hafði um borð 60 smálestir af sprengiefni er fara átti til íraks. Horneland var látið sigla til hafnar í íran þar sem hald var lagt á þennan farm. Horneland er þriðja danska skipið sem írönsk yfirvöld stöðva á siglingu þarna eystra síðan Persaflóastríðið braust út en alls hafa þau síðan í ágúst stöðvað þrettán erlend flutn- ingaskip til að skoða farminn. írönsk yfirvöld hafa ekki látið uppi til hvaða hafnar Horneland var látið sigla og ekkert hefur spurst af áhöfn- inni ennþá þótt íranir kannist við að skipið sé á þeirra valdi. Sífellt íjölgar í fjölskyldu pólska verkalýðsleiðtogans Lech Walesa. Á laugardaginn fæddist Walesa-hjónunum áttunda barnið, myndar- legt stúlkubarn. Ennfjölgarhjá Lech Walesa Lech Walesa, leiðtogi hinnar bönn- uðu „Einingar", og eiginkona hanS; Danuta, hafa nú eignast áttunda barnið. Er það meybarn eins og sjö- unda barnið sem Danuta átti 1982 á meðan Walesa var í haldi. „Ef hún kemur til með að líkjast föður sínum eitthvað þá verður þetta lagleg stúlka," sagði Lech Walesa, drjúgur með sig, við blaðamenn á laugardag. Þau hjónin eiga nú fjóra svni og fjórar dætur. - „Eg vildi gjarnan láta þar staðar numið,“ sagði Walesa. íran lokarKarq íran ætlar að loka Karqeyju og hætta að nota hana fyrir olíuútskip- unarhöfn vegna stöðugra loft- og eldflaugaárása íraka á hana. - Á Karqeyju var stærsta olíuhreinsun og útskipun olíuiðnaðar írans. Síðan Persaflóastríðið braust út hafa íranir byggt sér nýja hafnarað- stöðu í Ganaveh um 25 nmílur norð- austur af Karq og verður hún nú tekin í gagnið og sömuleiðis verður útskipun í hafnarbænum Jask, rétt utan við Hermez-sund. Þriðja olíuút- skipunarhöfnin er enn í byggingu. Frá því í miðjan ágúst hafa Irakar gert 59 árásir á Karqeyju og hafa valdið miklu tjóni á mannvirkjum, sem hefur orðið til þess að draga mjög úr olíuútflutningi írans. Verkfall lækna Að minnsta kosti 25 sjúklingar á sjúkrahúsum í Bangladesh hafa andast síðan læknar landsins hófu verkfall sitt fyrir viku. Aðallega sjúklingar skólasjúkrahússins í Rangpur sem þjást af nýrna- og lifr- arsjúkdómum. Sjúkraliðar og hjúkrunarfræðing- ar annast sjúklingana á sjúkrahús- um landsins á meðan læknarnir eru í verkfallinu. Alls taka þátt í verk- fallinu 40 þúsund læknar, verkfræð- ingar og búnaðarfræðingar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.