Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1985, Blaðsíða 11
DV. MÁNUDAGUR 30. DESEMBER1985.
11
HVAÐ ER MINNISSTÆÐAST FRA ARINU SEM ER AÐ LIÐA?
Sif Sigfúsdóttir
Fyrirsætu-
störf í París
„Mér er óneitanlega minnisstæðast
þegar ég var kosin ungfrú Norðurl-
önd í Helsinki nú í haust,“ sagði Sif
Sigfúsdóttir er DV spurði hana hvað
henni væri minnisstæðast frá árinu
sem er að líða.
Hún hefur dvalið erlendis mikinn
hluta ársins, nú síðast í Finnlandi
og í París.
„Ég fer aftur út núna fljótlega eftir
áramótin. Ég fer fyrst til Finnlands,
þar sem ég vinn smátíma, og svo til
Parísar þar sem ég hef fengið samn-
ing sem ljósmyndafyrirsæta,“ sagði
Sif.
„Þetta er allt búið að vera æðislega
skemmtilegt og spennandi og ég er
mjög hamingjusöm," sagði Sif Sig-
fúsdóttir, ungfrú Norðurlönd. Þess
má geta að Sif varð númer 3 í keppn-
inni um titilinn ungfrú ísland í vor
semleið. -A.Bj.
Helgi Pétursson
Úr rólegu og
notalegu
starfi í
ritstjórastól
áNT
„Mér er efst í huga sú ákvörðun
að fara úr rólegu og notalegu starfi
í ritstjórastjól hér á NT með þeim
slagsmálum við peningavandamál
sem því fylgja," svaraði Helgi Pét-
ursson, ritstjóri NT, er hann var
inntur eftir eftirminnilegasta atburði
ársins hvað hann snertir.
Hvað væntingar næsta árs varðar
sagðist hann vonast til að það takist
að sameina vinstri dagblöðin.
„Verði sú sameining ofan á tel ég
að hún muni þá valda straumhvörf-
um í íslenskri blaðamennsku og jafn-
vel í stjórnmálum í landinu," sagði
Helgi. „Ég mun svo hafa tækifæri til
að fylgjast með úr návígi breytingum
í fjölmiðlun í landinu á næsta ári.
Ég býst við að það verði athyglis-
vert.“
Helgi er nýskipaður af Alþingi í
útvarpsréttarnefndina. Fyrir utan
fjölmiðlahugleiðingar á næsta ári
sagðist Helgi Pétursson, ritstjóri NT,
vonast til þess að hann kæmist í
gott frí á árinu.
Guðni Jóhannesson
Fórnarlömb
húsnæðis-
og vaxta-
stefnu ríkis-
stjórnarinnar
efst í huga
„Af erlendum viðburðum eru mér
efstir í huga tveir, eldgosið í Kolomb-
íu og jarðskjálftarnir í Mexíkó. Þetta
eru hörmungar hliðstæðar þeim er
við þekktum úr okkar sögu,“ sagði
Guðni Jóhannesson, formaður Bú-
seta, aðspurður um minnisstæða
viðburði ársins sem er að líða.
„Af innlendum vettvangi eru mér
efst í huga þau ótalmörgu fórn-
arlömb húsnæðis- og vaxtastefnu
ríkisstjórnarinnar sem hafa haft
samband við mig og kynnt mér að-
stæður sínar eftir að ég hóf opinber
afskipti af þeim málum.
Á næsta ári verða borgarstjórnar-
kosningar og er það von mín að sú
umræða og barátta sem þá verður
uppi beinist að nýrri stefnu í hús-
næðismálum, bæði hvað varðar
skipulag og frumkvæði að byggingu
félagslegs húsnæðis," sagði Guðni
Jóhannsson, formaður Búseta, um
væntingar næsta árs.
Frlðrik Pálsson
Árið verið
okkur
hagstætt
„Árið, sem er að kveðja, hefur að
mörgu leyti verið okkur Islendingum
hagstætt til lands og sjávar þó við
höfum sjálfir komið okkur í margs
konar vanda sem okkur reynist erfitt
að leysa.
Batnandi skilyrði í sjónum og
aukinn afli hlýtur að auka mönnum
bjartsýni.
Ég geng til nýs starfs eftir áramótin
éftir tólf ára skemmtilegan tíma með
saltfiskframleiðendum.
Ég kveð gamla starfið að sjálfsögðu
með söknuði en nýja starfið leggst
líka vel i mig,“ sagði Friðrik Pálsson,
nýráðinn forstjóri Sölumiðstöðvar
hraðfrystihúsanna.
Eðvarð Ingólfsson
Fékk mér
dökkar
gardínur
Eðvarð Ingólfsson skrifaði og gaf
út tvær bækur á árinu 1985. Sextán
ára í sambúð varð metsölubókin í
ár - seldist í rúmlega 7.000 eintökum.
Og bókin um Reyni Pétur seldist líka
vel eða í um 3.000 eintökum.
„Þetta ár verður mér minnisstætt
sem eitt hið annasamasta - og
óvenjulegasta í mínu lífi. Ég skrifaði
tvær bækur. Ég tók við ritstjórn
Æskunnar. Ég gifti mig á árinu. Og
við keyptum saman íbúð. Ég hef
þannig kynnst mikilli vinnu - og
velgengni í tengslum við hana og
velgengni í einkalífinu einnig. Ég er
nú ekki nema 25 ára en þetta ár er
án efa hið eftirminnilegasta sem ég
heflifað.
I vor sem leið hafði ég ekki tekið
ákvörðun um að skrifa Sextán ára í
sambúð - en svo fékk ég þessa flugu
í höfuðið. Ég var með söguþráðinn
fyrirfram ákveðinn, keypti mér
dökkar gardínur, dró fyrir sólina -
ég held að sumarið sem leið hafi verið
einkar sólríkt og heitt - og sat við
allan júlí og ágúst og skrifaði bókina.
Þegar ég leit upp frá því verki þurfti
ég svo að skrifa aðra bók, bókina um
Reyni Pétur. Á stundum vann ég 17
eða 18 tíma i lotu, lokaði mig frá
öllu öðru. Enda fór það svo að ég
gleymdi giftingardeginum mínum.
Við höfðum ákveðið að gifta okkur
20. september klukkan 14. Og ég
ákvað að fara þann dag upp í Borgar-
nes á bókaþing. Ég skrifaði í vasa-
bókina mína: 20. september kl. 14 -
Bókaþing.
Konan mín minnti mig á að þarna
átti fremur að standa: Gifting í
Áskirkju. Og svo giftum við okkur.
Árið hefur svo sannarlega verið
annasamt. Við gerðum andlitslyft-
ingu á Æskunni og það var tímafrekt
verk sem fór fram fyrrihluta ársins.
Auk starfanna þar og starfanna við
bækumar þá var ég með tvo útvarps-
þætti, einn á Rás 1 og annan á Rás
2.“ -GG
Kjartan Ragnarsson
Ráðlaus
stjórn og
fálmkennd
andstaða
„Mér er efst í huga átakið í sam-
bandi við að koma sýningunni Land
míns föður á svið hér í Iðnó. Allt
árið 1985 var helgað þessari sýningu.
Skömmu fyrir síðustu áramót var
tekin ákvörðun um að ráðast í þetta
verkefni. Og þegar sú ákvörðun var
tekin þurfti að fara ofan í öll smáat-
riðin. Fjárhagshliðin var auðvitað
stærsti höfuðverkurinn. Ég var svo
heppinn að fótbrotna um páskaleytið
þannig að ég hafði afsökun fyrir því
að halda kyrru fyrir og hugsa málið.
Þann 20. maí hófust svo æfingar
við Land míns föður og síðan hefur
maður verið á káfi í öllu sem tengist
sýningunni.
Við gáfum okkur þó tíma til að
taka okkur stutt sumarleyfi. Við
fórum á Bláfellsháls og riðum þaðan
til byggða. Og vorum viku á Búðum
á Snæfellsnesi.
Þegar ég lít yfir árið og reyni að
horfa framhjá Land míns föður, þá
finnst mér einna ánægjulegast
hversu mikið hefur verið gert í nýja
Borgarleikhúsinu. Og um leið og ég
hugsa til þess. - og framtíðarinnar
þá geri ég mér ljóst að það eru blikur
á lofti. Ungir sjálfstæðismenn halda
því fram að framlög til lista og
menningarmála eigi að skera niður
- og það stórlega. Hin harkalega
peningapólitík er að ríða hér öllu á
slig. Mér finnst ríkisstjórnin ráðalítil
og stjórnarandstaðan fálmkennd í
aðhaldi sínu.
En veðrið í vetur hefur verið gott
- og haldið bjartsýninni við líf.
Þórarinn V. Þórarinsson,
aöstoðarframkvæmda-
stjóri VSÍ
Ábyrgir
kjarasamn-
ingar
„Það sem mér er efst í huga frá
starfsvettvangi mínum á árinu er
tvennt: kjarasamningar ASÍ og VSÍ
í júnímánuði og lækkun á gengi
bandaríkjadollars, sem valdið hefur
okkur miklum búsifjum," sagði Þór-
arinn V. Þórarinsson, aðstoðarfram-
kvæmdastjóri VSÍ.
„Kjarasamningar voru gerðir á
grundvelli tilboðs VSÍ rúmum tveim-
ur mánuðum áður en samningar gátu
fyrst orðið lausir og án þess að aðilar
vinnumarkaðarins gætu beitt hvor
annan þvingunum af neinu tagi.
Þetta gerir kröfu til ábyrgari vinnu-
bragða því að það er miklu auðveld-
ara að gera vitlausa samninga undir
verkfallspressu." sagði Þórarinn.
VERKAMANNABÚSTAÐIR í REYKJAVÍK
SUÐURLANDSBRAUT 30, REYKJAVÍK. SÍMI81240.
UMSOKNIR
Stjórn verkamannabústaða í Reykjavík óskar eftir umsóknum um kaup á 108 tveggja
til fjögurra herbergja íbúðum, sem eru í byggingu í Grafarvogi í Reykjavík.
Ennfremur er óskað eftir umsóknum um ca 100 eldri íbúðir sem koma til endursölu
síðari hluta árs 1986 og fyrri hluta árs 1987. Um ráðstöfun, verð og greiðsluskilmála
þessara íbúa gilda lög nr. 60/1984.
Umsóknareyðublöð verða afhent á skrifstofu V.B., Suðurlandsbraut, frá mánudegin-
um 6. jan. og verða þar einnig veittar allar almennar upplýsingar.
Skrifstofan er opin mánudaga-föstudaga kl. 9-12 og 13-16.
UmsÓknum skal skila eigi síðar en 7. febr. 1 986. Stjórn verkamannabústaða i Reykjavik.