Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1985, Síða 18
18
DV. MÁNUDAGUR 30. DESEMBER1985.
HVAÐ ER MINNISSTÆÐAST FRA ARINU SEM ER AÐ LIÐA?
Ásmundur Stefánsson
Vonbrigði
„Framþróun á árinu sem er að líða
hefur trúlega verið flestum von-
brigði,“ sagði Ásmundur Stefánsson,
forseti Alþýðusambands íslands.
„Það hefur ekki tekist að auka
kaupmátt. Það hefur ekki tekist að
minnka verðbólgu.
Þó að ekki hafí verið neitt almennt
atvinnuleysi þá sýnist óvissa um
framtíðina vera mikil því að almenn
atvinnuuppbygging hefur ekki verið
stórstíg.
Stefnt er að nýjum kjarasamning-
um eins fljótt eftir áramót og unnt
er. Aðalkrafan er hækkun kaup-
máttar, í fyrsta áfanga um átta pró-
sent. Aukinn kaupmáttur er grund-
vallarforsenda fyrir þjóðfélagið ef
ekki á að koma til landflótta.
Mikil brotalöm er í rekstri 'hér á
landi. Tryggja þarf að fjárfestingar
nýtist betur og að fyrirtækjum sé
betur stjórnað," sagði Ásmundur.
Björn Ólafsson
Málin sett í
hakkavél
„Mér er minnisstæðast hversu
miklar undirtektir við fengum þegar
við vöktum athygli á vanda þeirra
sem standa í húsbyggingum og húsa-
kaupum. Og síðan hvernig stjórnvöld
hafa smám saman klúðrað húsnæðis-
málunum. 'Þau hafa verið sett i
hakkavél og möluð niður í nefndum
og ráðum. Árangurinn hefur síðan
verið eitthvað sem enginn skilur
neitt í,“ sagði Björn Ólafsson, sem
hefur látið að sér kveða í svokölluð-
um Sigtúnshópi.
„Á næsta ári vonast ég til að menn
setjist endanlega niður og leysi þessi
húsnæðismál á raunhæfan hátt. Og
að þeir beiti sér að einhverju öðru
en að kenna hver öðrum um þann
vanda sem húsbyggjendur eiga við
aðetja." - APH
Sigmundur
Guðbjarnason
Bókvitið
verður í
askana látið
„Eitt er mér minnisstæðara öðru
fremur, en það er úthlutun 50 milljón
króna á vegum Rannsóknaráðs ríkis-
ins,“ sagði Sigmundur Guðbjarna-
son, sem á gamla árinu settist í sæti
rektors Háskóla Islands.
„Þessum fimmtíu milljón krónum
var úthlutað til rannsóknar á þróun-
arverkefni í þeim tilgangi að styrkja
undirstöðu að nýsköpun í íslensku
atvinnulífi. Fjöldi ágætra umsókna
sýnir að íslensk rannsóknarstarfsemi
er vaxandi og þróttmeiri en margir
telja. Geta Islendingar verið bjart-
sýnir á framtíðina ef þeir hlúa að
slíkum vaxtarsprotum og virkja bæði
hug og hönd.
Okkur lærist seint að bókvitið
verður í askana látið - að minnsta
kosti nú á tímum. Er því brýnt að
efla menntun og þekkingaröflun og
ekki síst hagnýtingu þekkingar í
þágu atvinnulífs í landinu." -GP
Valgerður Bjarnadóttir
Ekkert sér-
stakt minnis-
stætt
„Mér er,ekkert sérstakt minnis-
stætt úr þjóðlífinu á þessu ári. Það
hefur sýnt sig að pólitíkin heldur
áfram í sama farinu og ekkert breyt-
ist. Sú ríkisstjórn, sem situr nú, er
bara framhald á 15 ára gömlu ævin-
týri. Þær vonir sem bundnar voru
við breytingarnar á ríkisstjórninni
eru orðnar að engu, m.a. vegna þess
að Þorsteinn Páísson er af gamla
skólanum. Ég get heldur ekki séð að
breytingar verði í stjórnmálalífinu á
næstu 5 til 10 árum,“ sagði Valgerður
Bjamadóttir, fyírverandi varafor-
maður landsnefndar Bandalags
jafnaðarmanna.
„ Þetta ár hefur reyndar verið
skemmtilegt fyrir mig og ég vona að
það næsta verði það líka. Pólitíkin
mun sulla áfram og verðbólgan verð-
ur komin upþ í 50 prósent á miðju
ári. Það er alveg sama hvað hag-
fræðingar og aðrir sérfróðir menn
ræða um þessi mál, það verða engar
breytingar." - -APH
Böðvar Bragason
Jöfn skipting
á jarðar-
gæðunum
„Mér er afar margt minnisstætt frá
þessu ári og er ekki reiðubúinn til
að gera upp á milli þeirra atburða,“
sagði Böðvar Bragason, nýskipaður
lögreglustjóri í Reykjavík.
„Á næsta ári vildi ég sjá aukið
samstarf á alþjóðavettvangi. Ég hef
áhuga á að jarðargæðum verði skipt
niður á réttlátan hátt. Þá á ég við
misskiptinguna á milli suður- og
norðurhluta jarðar. Ef ekki verða
breytingar á þessu sviði er ekki hægt
að gera sér vonir um varanlegan frið
í heiminum. Ég tel að lausn á þessum
vanda sé miklu mikilvægari en t.d.
lausn á deilum stórveldanna." APH
Guðmundur Einarsson
Tutu
einstakur
ræðumaður
„Af erlendum vettvangi er mér
minnisstæðast að hafa hlustað á
Desmond Tutu á þingi Sameinuðu
þjóðannna í haust þar sem hann
flutti magnaða ræðu um málefni
Suður-Afríku. Hann er einstakur
ræðumaður og það að vera prestur
og stjórnmálamaður virðist nýtast
honum vel.
Af innlendum vettvangi er mér í
fersku minni málefni Hafskips og
Útvegsbankans. Það var margt sem
upplýstist í því máli. Þar var af-
hjúpuð sú pólitíska samtrygging í
peningakerfinu og að menn í íslensk-
um stjórnmálum skulu ekki vera
ábyrgir gerða sinna. Það var maka-
laus jólagjöf sem gömlu flokkarnir
gáfu þjóðinni þegar þeir endurkusu
bankaráð Otvegsbankans. Allt tal
um endurskipulagningu bankakerf-
isins hvarf i einu vetfangi með þess-
ari kosningu," sagði Guðmundur
Einarsson, formaður Bandalags jafn-
aðarmanna.
„Á nýju ári lít ég björtum augum
á að BJ mun leggja fram nýja pólitík
um möguleika og framtíð fólksins í
landinu. Við ætlum að sýna fólkinu
hvernig samfélag við viljum sjá hér
á landi í framtíðinni fyrir börnin.“
Þórir Oddsson
Annasamt ár
hjá Rann-
sóknarlög-
reglunni
„Þetta hefur verið annasamt ár hjá
Rannsóknarlögreglunni. Upp hafa
komið stór mál, s.s. okurmálið. Að
því leyti er þetta ár sérstakt. Á
dagblöðunum hefur skort skilning á
störfum Rannsóknarlögreglunnar
sem byggist auðvitað á hagsmunaá-
rekstrum, blöðin vilja fréttir en geta
um leið eyðilagt fyrir okkur fram-
gang rannsókna í einstaka málum,“
sagði Þórir Oddson vararannsóknar-
lögreglustjóri.
„Hjá mér verða ekki stórfelldar
breytingar. Rannsóknarlögreglan
heldur áfram með svipuðu sniði.
Norska skýrslan um breytingar á
uppbyggingu lögreglunnar í landinu,
sem birtist fyrir skömmu, getur auð-
vitað skipt sköpum fyrir okkur ef
henni verður sinnt,“ sagði Þórir
Oddsson. - KB
Sólveig Ólafsdóttir
Verkefnin
eru ærin fyrir
konur
„Árið 1985 hefur í mörgu tilliti
verið mjög viðburðaríkt," sagði Sól-
veig Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri
Sambands ísl. auglýsingastofa, um
árið semer að líða.
„Þegar ég rifja upp atburði ársins
fer ekki hjá því að upp í hugann
komi það sem tók mjög mikið af frít-
íma mínum á árinu,
en það voru störf í framkvæmda-
nefnd 85-nefndar í lok kvennaára-
tugar Sameinuðu þjóðanna. Nægir
þar að nefna viðburði eins og útgáfu
bókarinnar KONUR-HVAÐ NÚ,
Listahátið kvenna, Kvennasmiðj-
una, útifundinn á Lækjartorgi 24.
október og atburði tengda þeim degi
þegar forseti íslands sýndi stuðning
sinn við íslenskar konur á eftir-
minnilegan hátt. í tengslum við þetta
vænti ég þess að konur láti nú hend-
ur standa fram úr ermum á komandi
ári og fylgi málum sínum eftir af
krafti. Verkefnin eru ærin,“sagði
Sólveig Ólafsdóttir. . ÞG
Sigríður Dúna
Kristmundsdóttir
Kraftur
kvenna á
árinu
„Það tókst að endurvekja stemmn-
inguna nú í haust sem ríkti á kvenn-
afrídeginum 24. okt. 1975. Konur
sýndu á þessu ári hversu gífurlegum
krafti þær búa yfir. Það sem gerðist
á Alþingi íslendinga aðfaranótt 24.
okt. í ár, þegar lög um verkfallsbann
í kjaradeilu flugfreyja voru keyrð í
gegnum þingið, sýnir glögglega það
skilningsleysi sem ríkir í garð
kvenna sem launþega. Ákvörðun
Vigdisar Finnbogadóttur forseta um
að fresta undirskrift laganna er
sögulegur atburður," sagði Sigríður
Dúna alþingismaður.
„Réttinda- og launamál kvenna er
meðal brýnustu mála næsta árs á
landsvísu. Á heimsvísu eru afvopnun
og þróunarmál fyrst á dagskrá,“
sagði Sigríður Dúna ennfremur. KB
Kristófer Már Kristinsson
Árið sem ég
var í pólitík
„Þetta hefur verið nokkuð við-
burðaríkt ár miðað við þau 37 ár sem
ég hef lagt að baki, bæði í pólitík og
prívatlífi. Mér er minnisstæður
landsfundur BJ í byrjun þessa árs
og það starf sem unnið var eftir hann
og einnig hversu auðvelt reyndist að
eyðileggja það. Ég mun líklega
minnast þessa árs sem ársins sem ég
var í pólitík.
Ég er ekki eins bjartsýnn á að
pólitík geti breytt þjóðfélaginu eins
og ég var í upphafi þessa árs. Mér
sýnist ekki að Bandalag jafnaðar-
manna geti í nánustu framtíð orðið
það afl sem geti rótað upp í íslensku
stjórnmálalífi," sagði Kristófer Már
Kristinsson, fyrrverandi formaður
landsnefndar BJ.
„Annars er ég hress og bjartsýnn
á komandi ári. Ég ætla nú að taka
mér fyrir hendur það sem ég hef
áhuga á að gera. Fyrstu dagana á
þessu ári ætla ég að nota til að leita
mér að skemmtilegri vinnu." - APH