Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1985, Qupperneq 19

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1985, Qupperneq 19
DV. MÁNUDAGUR 30. DESEMBER1985. 19 HVAÐ ER MINNISSTÆÐAST FRÁ ÁRINU SEM ER AÐ LÍÐA? Sigurður Guðmundsson Mannfegurð og bersvæði landsins „Flutningur til íslands er mér minnistæðast á árinu og þær breyt- ingar sem hér hafa orðið á mörgum sviðum mannlífs til hins betra. Menningarlífið er blómlegra, sam- skiptin frjálslegri og veitingastaðir fleiri. Það er gaman að koma heim eftir 7 ára fjarvist. Það sló mig hve Islendingar eru glæsilegir og landið er bert og hrjóstrugt," sagði Sigurður Guðmundsson læknir. „Framtíðin í mínu starfi er fólgin í því að rannsaka og vinna við eyðni- sjúkdóminn. Framtíðin er ekki björt því þessi faraldur á eftir að breiðast út á íslandi eins og annars staðar í Evrópu. Þetta mun kosta aukinn ótta og mæðu meðal fólks og aukin peningaútlát af hálfu ríkisins," sagði Sigurður. - KB Jón Baldvin Hannibalsson Fundaher- ferðin minnisstæð- ust „Mér er vafalaust minnisstæðust fundaherferðin mikla hjá okkur, í allt 100 fundir frá árslokum 84 til vors ’85. Ég spái því að þetta funda- met standi öldina. Sem stjórnmála- manni var mér þetta ómetanleg reynsla," sagði Jón Baldvin Hannib- alsson, formaður Alþýðuflokksins. „Á næsta ári geri ég mér vonir um að hitastig sjávar og lífsskilyrði haldist með besta móti. Það gæti þýtt að góður sjávarafli bætti upp lélegt stjórnarfar og jafnvel afsannað þráhyggju kvótasinna," sagði Jón Baldvin Hannibalsson. - KÞ Magnús Axelsson Stórkost- legur sigur „Hvað útvarp snertir, þá var það stórkostlegur sigur fyrir okkur áhugamenn um frjálsan útvarps- rekstur að ný útvarpslög hafi verið samþykkt á Alþingi. Það verður mikið til bóta fyrir almenning í landinu að nýjar úrvarpsstöðvar taki til starfa. Nú þegar er stórt gat í sambandi við ýmsar upplýsingar á landsbyggðinni. Þrátt fyrir að ríkis- útvarpið hafi marga frábæra starfs- menn þá geta þeir ekki fyllt upp í það gat. Ég sé nú fyrir mér þrjár til fjórar útvarpsstöðvar sem geta byrj- að að starfa fljótlega eftir áramót,“ sagði Magnús Axelsson, varafor- maður íslenska útvarpsfélagsins. „Með þetta í huga get ég ekki annað en horft björtum augum fram til ársins 1986. Það eru skemmtilegir tímar framundan,“ sagði Magnús. - sos Páll Pétursson Viðburðaríkt ár og gott „Þetta hefur verið viðburðarikt ár og gott. Mér er minnisstæðastur sá árangur sem hefur náðst í norrænu samstarfi. Sem forseti Norðurlandar- áðs hef ég haft mikið samband við kollega mína á hinum Norðurlönd- unum. Við höfum ákveðið að færa út kvíarnar og láta meira til okkar heyra á alþjóðavettvangi," sagði Páll Pétursson, formaður þingflokks Framsóknarflokksins. „Ég vona að næsta ár verði eins gott. Ég vona þó að okkur gangi betur í verðbólguslagnum og að Framsóknarflokknum gangi vel í bæjarstjórnarkosningunum. Ég vænti þess að frumvarp til laga um ríkisendurskoðun verði samþykkt. Það myndi veita mjög mikið aðhald í fjármálum ríkisins. Þá vona ég að þingsályktunartillaga mín um fryst- ingu kjarnorkuvopna nái fram að ganga,“ sagði Páll Pétursson. - KÞ Kristín Á. Ólafsdóttir Vonaaðkjör fólks batni mikið „Af innlendum vettvangi er mér minnisstæðust kvennaráðstefna sem konur í Alþýðubandalaginu gengust fyrir í mars. Umræður voru þar mjög frjóar og lifandi og þátttakan góð og almenn. Það er greinilegt að konur eru að sækja á brattann pólitískt séð. Anpað sem kemur upp í huga mér er Hafskipsmálið og hvernig það mál afhjúpaði þá spillingu sem hér ríkir og misskiptinguna í þjóðfélag- inu. Þarna getur fólk séð hvernig farið er með peninga í þessu þjóð- félagi,“ sagði Kristín Á. Ólafsdóttir, varaformaður Alþýðubandalagsins. „Af erlendum vettvangi er mér efst i huga sú umræða sem hefur verið um hungrið í heiminum. Kannski einmitt nú, þegar neyslan er í al- gleymingi, kemur upp í hugann hvernig þessi jarðarkúla er fjarri því að vera eins og hún á að vera. Á næsta ári vona ég að kjör fólks breytist mikið frá því sem nú er. Fólk getur ekki lengur látið bjóða sér þau kjör sem alltof stórum hópi launþega er boðið uppá. Ég hef trú á þvi að farið verði í harða baráttu á þeim vettvangi. Það getur ekki talist eðlilegt að fjórða hver einstæð móðir þurfi að leita á náðir Félags- málastofnunar," sagði Kristín Á. Ólafsdóttir. -KÞ Helgi Ólafsson Gæfan var mér hliðholl „Það má kannski segja að stór- meistaratitillinn og ýmislegt í kring- um hann, góðar móttökur við heim- komuna, sé ofarlega í mínum huga við áramót,“ sagði Helgi Ólafsson, þriðji stórmeistari íslendinga í skák. „Þetta skákmót í Kaupmannahöfn var mikil orrahríð og töluverð dra- matik síðustu mótsdagana áður en stórmeistaratitillinn var í höfn. Ég þurfti að taka mig ansi rækilega á í síðustu skákunum, þurfti að vinna tvær til þrjár síðustu skákimar til að ná þessum titli. Það tókst nú, en eftir mikla baráttu. Síðasta skákin var geysilega flókin og spennandi og auðvitað allt lagt undir. Undir slík- um kringumstæðum verða oft mjög vitlausar skákir og allt getur gerst. Gæfan var mér svona frekar hlið- holl,“ sagði Helgi um síðustu móts- dagana i mars síðastliðnum áður en stórmeistaratitlinum var náð. Af innlendum atburðum kvað Helgi Hafskipsmálið óneitanlega vera nokkuð ofarlega í huga og þá umfjöllun sem verið hefur um þau málifjölmiðlum. „Það sem snert hefur mína fjöl- skyldu mest er sennilega Hafskips- málið. Faðir minn er einn bankastjóra Útvegsbankans og tengist þvi um- fjöllun þeirra mála. Mér hafa komið illilega á óvart niðskrif fulltrúa Alþýðubandalags- ins, hver á fætur öðrum, og reyndar annarra flokka um þessi mál.“ Sigurður Helgason Vongóður um gott ár fyrir Flug- leiðir „Mér er að sjálfsögðu minnisstætt er ég í byrjun árs tók við forstjóra- stöðunni hjá Flugleiðum. En af innlendum vettvangi kemur annars fyrst upp í hugann þegar starfsmenn Flugleiða keyptu hluta- bréf ríkisins í félaginu. Af erlendum atburðum minnist ég helst fundar Reagans og Gorbatsjovs í Sviss. Þó ef til vill hafi ekki komið mikið út úr þeim fundi þá er skoðun mín sú að hann stuðli að friði í heim- inum. Ég er töluvert vongóður um gott ár fyrir Flugleiðir en þó er margt sem við þurfum að varast og sigrast á, t.d. er geysimikil samkeppni á N-At- lantshafsleiðinni. En vegna hins ágæta starfsfólks Flugleiða hef ég trú á að við munum standa okkur.“ Albert Guðmundsson Hafskips- málið skemmdi fyrir mér jólin „Af árinu sem er að líða er mér minnisstæðast gjaldþrot Hafskips, enda skemmdi það mál fyrir mér jólin. Það er í fyrsta skipti á ævi minni sem ég nýt ekki jólanna sem skyldi," sagði Albert Guðmundsson iðnaðarráðherra. „Þetta mál er mér það ofarlega í minni að ég man ekki eftir neinu öðru. Á næsta ári vona ég að bjartara verði yfir og ekkert annað mál þessu líkt komi upp til að slá skugga yfir landsmenn,“ sagði Albert Guð- mundsson. - KÞ Svavar Gestsson Okurmálin og gjaldþrotin hrikaleg „Undirbúningur, aðdragandi og niðurstaða landsfundar Alþýðu- bandalagsins er mér einna minnis- stæðast af árinu sem nú er að líða. Ég tel að landsfundurinn marki ákveðin kaflaskil í íslenskum stjórn- málum. Flokkurinn er sterkari en áður eins og þegar hefur komið fram með ýmsum hætti að undanförnu. Framan af árinu ríkti svartsýni og þróttleysi með baráttu verkalýðsins gegn stjórnarstefnunni. Nú er unnt að breyta þvi með þeim áherslum sem Alþýðubandalagið lagði grundvöll að á sínum landsfundi," sagði Svavar Gestsson, formaður' Alþýðubanda- lagsins. „Þá er mér mjög ofarlega í huga þau hrikalegu okurmál, sem gnæfa upp úr, svo og gjaldþrot Hafskips og fleiri fyrirtækja er hafa flokkast undir gælufyrirtæki Sjálfstæðis- flokksins, ýmist gjaldþrota eða hafa sagt sig á sveitina, eins og ísbjörn- inn. Þenslan hjá milliliðunum er óeðlileg á meðan fólkið og fram- leiðslan berst í bökkum. Á næsta ári vona ég að niðurstaða sveitarstjómarkosninganna verði stjórnarflokkunum refsing og marki þannig kaflaskil i íslenskum stjórn- málum eftir myrkur hægri stefnunn- ar nú í nokkur misseri,“ sagði Svavar Gestsson. . KÞ Steingrímur Hermannsson Vonandi fer verðbólgan niður á við „Mér er minnisstæðastur fundur- inn í Brussel með Bandaríkjaforseta og öðrum forsætisráðherrum Atl antshafsbandalagsríkjanna. Þar ríkti mikil bjartsýni og menn voru tilbúnir að leggja ýmislegt á sig til að jafnvægi næðist í heiminum," sagði Steingrimur Hermannsson for- sætisráðherra. „Af innlendum vettvangi er af mörgu af taka en ætli mér sé ekki efst í huga viðureignin við verð- bólguna. Þar hefur okkur ekki geng- ið nógu vel en vonandi tekst betur til á næsta ári. Ég vona að okkur takist að þoka verðbólgunni niður á við á komandi ári. Ég er bjartsýnn á það. Einnig vænti ég þess að þolan- legir kjarasamningar náist, bæði til handa launþegum og vinnuveitend- um. Ég vona að þeir samningar verði frekar í líkingu við þá sem gerðir voru í febrúar 84 en haustið sama ár,“ sagði Steingrímur Hermanns- son. - KÞ Jóhannes Gunnarsson Öryggismál neytenda í brennidepli á árinu „Á því ári sem nú er að líða hafa Neytendasamtökin hugað mjög að málum sem snerta öryggi neytenda. Má þar nefna endurskinsmerki og upplýsingar á íslensku á umbúðir efna sem innihalda eiturefni eða önnur hættuleg efni,“ sagði Jóhann- es Gunnarsson, formaður Neytenda- samtakanna, er DV spurði hann um minnisstæðustu atburði ársins sem er að líða. „Gæðakönnun Neytendasamtak- anna á endurskinsmerkjum á sl. sumri hefur gerbreytt gæðum þess- ara merkja til hins betra og settar hafa verið reglur um ítarlegar upp- lýsingar á umbúðir þeiiTar vöru sem inniheldur eiturefni. En mikið vantar þó á að farið sé eftir þessum reglum og er það verð- ugt verkefni framleiðenda og dreif- ingaraðila að koma þessum sjálf- sagða hlut í lag á nýja árinu,“ sagði Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna. -A.Bj.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.