Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1985, Side 27
DV. MÁNUDAGUR 30. DESEMBER 4985.
27
Iþróttir Iþróttir íþróttir íþróttir
Platini kjörinn leik-
rnaður ársins hjá nze
Annað árið sem Frakkinn hlýtur kosningu.
Elkjær íöðru og Maradona íþriðja sæti
Michael Platini.
Michael Platini, franski knatt-
spyrnusnillingurinn sem leikur með
ítalska liðinu Juventus, bætti enn
einni rósinni i stórt hnappagat sitt
er hann var kosinn leikmaður 1985
af franska knattspyrnublaðinu Onze.
Fréttamenn tímaritsins kusu þrjá
bestu leikmenn ársins. Daninn Preb-
en Elkjær lenti í öðru sæti og argent-
ínski knattpyrnusnillingurinn Diego
Maradona í því þriðja.
Onze gekkst einnig fyrir kosningu
meðal lesenda sinna. Útnefndi þá
fimm leikmenn í hverja stöðu ef
undanskilin er staða sóknarleik-
manna og sóknartengiliða er tíu leik-
menn voru tilnefndir. Platini varð
einnig vinsæll meðal lesenda er kusu
hann besta sóknartengiliðinn. Það
kom fáum á óvart. Platini ieiddi
Frakka í gegnum forkeppni HM í
úrslitin i Mexíkó. Lesendur blaðsins
kusu einnig besta knattpyrnumann-
inn í hverja stöðu. Að þessu sinni
reyndust þeir hliðhollir heimamönn-
um því að í íjórum af þeim níu stöð-
um er kosið var í skipa franskir Ieik-
menn fyrsta sætið. Annars litur valið
þannig út:
Markverðir
1. Bats, Paris S.G.............49%
2. Schumacher, Köln..........41,3%
3. Dasaev, Spartak Moskva.....4,3%
4. Southall, Everton..............3,7%
5. Grobbelaar, Liverpool.........1*75%
Þeir Schumacher og Bats skiptu með
sér forystusætunum frá því í fyrra er
Schumacher var kosinn númer eitt.
Hægri bakvörður
1. Neal, Liverpool............46,4%
2. Stevens, Everton...........26,3%
3. Bergomi, Inter Milano......16,0%
4. Gerets, PSV Eindhoven.......8,7%
5. Rednic, Dynamo Bukarest.....2,0%
"Libero"
1. Bossis, Racing Paris.......54,3%
2. Battiston, Bordeaux........20,3%
3. Scirea, Juventus...........17,7%
4. Passarella, Fiorentina......4,7%
5. Augenthaler, B. Múnchen.....3,0%
Maxime Bossis og Patrick Battiston,
keppinautarnir um stöðu aftasta manns
hjá franska landsliðinu, börðust um
fyrsta sætið og hafði Bossis betur. Sjö-
unda ár hans í fyrsta sæti í þessari kosn-
ingu.
Miðvörður
1. K-H Förster, Stuttgart......79%
2. Dimitrov..................17.0%
3. Lawrenson, Liverpool.......1,5%
3. Pereira, Porto.............1,5%
5. Vierchowood, Sampdoria.....0,5%
Fimmta útnefning Karl Heinz Försters
á sex árum, nú með tæp 80% atkvæða.
Segir meira en mörg orð.
Vinstri bakvörður
1. Cabrini, Juventusa......69,5%
2. Amoros, Monaco..........23,0%
3. Camacho, Real Madrid.....3,5%
4. Demianenko, Dynamo Kiev..2,5%
5. Zötsche..................1*5%
Antonio Cabrini útriefndur í fyrsta sinn
síðan 1978 en hann hefur oftast mátt bíða
lægri hlut fyrir Bossis sem lengst af hefur
leikið sem vinstri bakvörður.
Varnartengiliður
1. Briegel, Verona............43,0%
2. Fernandez, Paris S.G.......37,5%
3. Mattheus, B. Munchen........7,3%
4. Junior, Torino..............6,3%
5. Reid, Éverton............. 5,9%
Velgengni meistara Verona á Ítalíu var
ekki síst Þjóðverjanum Hans-Peter Bri-
egel að þakka. Hann var kosinn besti
vinstri bakvörðurinn síðasta ár.
Tengiliður
1. Tigana, Bordeaux.........50,5%
2. Schiister, Barcelona.....38,0%
3. Lerby, B. Munchen.........6,5%
Hans-Peter Briegel.
4. Robson, Man. Utd............5,0%
Jean Tigana og Bernd Schúster eru í
sérflokki. Fimmti leikmaðurinn var
einnig nefndur, Ronnie Whelan, en hann
komst ekki á blað.
Sóknartengiliður
1. Platini, Juventus...........93,0%
2. Maradona, Napoli............53,5%
3. Giresse, Bordeaux...........39,0%
4. Steven, Everton.............4,5%
5. Brady, Inter Milano..........4,0%
6. Wilkins, AC Milano...........2,5%
7. Scifo, Anderlecht............2,0%
8. Fernandez, Sport. Lissabon..1,0%
9. Futre, Porto.................0,5%
Joel Bats.
Það er eftirtektarvert að þeir þrír efstu
skipta með sér yfir 90% atkvæðanna.
Platini hlýtur útnefningu annað árið í
röð með nokkrum yfirburðum. Graeme
Souness, hinn skoski leikmaður Samp-
doHa, var tíundi leikmaðurinn er blaðið
tilnefndi en hann fékk óverulegt at-
kvæðamagn. t>ess má geta að Asgeir
Sigurvinsson var í tíunda sæti í kjörinu
í fyrra. Fékk þá 0,2% atkvæða.
Sóknarmenn
1. Rummenigge, lnter Milano ....48,0%
2. Elkjær, Verona................45,5%
3. Boniek, Roma..................38,0%
4. Rush, Liverpool...............23,0%
5. Völler, Werder Bremen.........18,0%
6. Hateley, AC Milano............15,5%
7. Arehibald, Barcelona...........7,0%
8. Butragueno, Real Madrid.......3,0%
9. K. Allofs, Köln................1,0%
10.. Rocheteau.....................1,0%
* -------------- ..............•••■■;-’ '><
A síðasta ári voru það Elkjær og
Rummenigge, nú eru það Rummenigge
og Elkjær. Það er ekki mikill munur á
þeim og í kosningu blaðsins sjálfs var
Daninn tekinn framyfir. Hlaut silfurskó
Onze. fros
Diego Maradona.
...... S|