Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1985, Síða 28
28
DV.-MÁNUDAGUR 30. DESEMBER1985.
Iþróttir íþróttir íþróttir íþróttir
FÁn GERÐIST MARKVERT
í NÚMER 24 Á ENGLANDI
Hríð og rigning urðu til þess að
;era 24. umferð enska boltans
ninna spennandi en efni stóðu
il. 24 leikjum var frestað á Bret-
andi á laugardaginn og þar á
neðal voru viðureignir þær er
ijöllusauðir deildarinnar, Man.
Jtd, og vinir þeirra i West Ham
ittu að taka þátt í. Uppi í New-
:astle lá snjór yfir öllu, líkt og kol
'yrrum daga, svo ekkert varð úr
dðureign heimamanna við gesti
leirra neðanfrá Manchester.
diklu sunnar, i höfuðborginni
ijálfri, var úrhellið bara ósköp
/enjuleg rigning en svo mikil var
íún að í stað þess að láta leik-
nenn West Ham og Southampt-
jn vaða elginn á iðjagrænum
jrasbalanum í austurborginni
ikvað dómari leiksins að hætta
úð allt saman. Þá var leik Oxford
)g Coventry einnig frestað auk
íokkurra leikja í annarri deild og
/ar toppslagur Crystal Palace og
>íorwich einn þeirra.
:yrsti Chelseasigur í 11 ár
Aðalleikurinn í umferðinni var þvi
nðureign Lundúnafélaganna
Jhelsea og Tottenham á Stamford
Iridge þar sem heimaliðinu hafði
:kki tekist að bera sigurorð af gest-
om sínum í ein 11 ár. Það blað var
irotið því eftir að leiknum lauk stóðu
Ihelseamenn uppi sem sigurvegarar,
!-0. Kerry Dixon náði forystunni
im miðjan fyrri hálfleik með skalla-
URSLIT
1. deild
Arsenal-QPR 3-1
Aston Villa-WBA 1-1
Chelsea-Tottenham 2-0
Everton-Sheff. Wed. 3-1
Ipswich-Luton 1-1
Man. City-Birmingham 1-1
Nott. For.-Liverpool 1-1
Watford-Leicester 2-1
Nlewcastle Man. Utd, Oxford-Cov-
:ntry og West Ham-Southampton
/ar öllum frestað.
2. deild
Bamsley-Wimhledon
Leeds-Brighton
Middlesbrough-Sunderland
Millwall-Hull
Portsmouth-Shrewsbury
Sheff. Utd-Fulham
Blackburn-Huddersfield,
Bradford-Charlton, C. Palace-Nor-
wich, Grimsby-Stoke og Oldham—
Carlisle var öllum frestað.
3. deild
Blackpool-Darlington 0-0
Boumemouth-Brentford 0-0
Bristol Rovers-Reading 0-2
Cardiff-Newport 1-1
Doncaster-Notts County 2-1
Gillingham-Bristol City 1-1
Plymouth-Swansea 2-0
Rotherham-Chesterfield 1-2
Walsall-Lincoln 2-1
Wolves-Derby 0-4
Bury-Bolton og Wigan-York var
frestað.
4. deild
Aldershot-Colchester 1-1
Hereford-Crewe 4-1
Peterbro.-Orient 2-2
Southend-Cambridge 1-0
Stockport-Rochdale 3-0
Torquay-Swindon 0-1
Halifax-Mansfield, Northampton-
-Exeter, Port Vale-Bumley, Tran-
mere-Preston og Wrexham-Scun-
thorpe var öllum frestað.
0-1
2-3
2-0
5-0
4-0
2-1
—Chelsea komst í annað sæti, Arsenal
sigraði af tur og Dixon og Lineker hafa
skorað 21 mark
marki sem hann getur þakkað Nigel
Spackman fyrir. Spackman átti allan
heiður af undirbúningi þessa marks
og átti sendinguna sem Dixon gerði
sitt 21. mark á þessu misseri úr.
Mark Falco og Clive Allen áttu ágæt
færi fyrir Tottenham en hinum megin
á vellinum einkenndist leikurinn af
mikilli baráttu Gary Mabbutt og
Dixon. Mabbutt lék í hjarta varnar-
innar ásamt Gary Stevens, horfnir
eru Graham Roberts og Paul Miller
en einhvers staðar lekur ennþá í
öftustu línu Tottenham. Leikurinn
var harður og lítið gefið eftir, eins
og jafnan er þegar nágrannar eigast
við, og Danny Thomas hjá Spurs og
Kevin McAlister í hinu liðinu fóru
báðir meiddir út af. Inn á komu
Osvaldo Ardiles og Paul Canoville.
í s.h. braust Canoville inn fyrir Tott-
enhamvörnina, skaut að marki,
framhjá Clemence, en Chris Hugh-
ton bjargaði á línu. Á 18. mínútu
þessa sama hálfieiks slapp David
Speedie inn fyrir títtnefnda vörn,
Clemence kom á móti, i jörðina fór
Speedie og á vítapunktinn benti
dómarinn. „Þetta var víti, engin
spurning um það,“ - sagði Trevor
Broóking í útvarpinu og upp steig
Nigel Spackman, sem eins og öðr-
um leikmönnum alblárra, hefur tek-
ist'að brenna a.m.k. einu víti af sl.
ár. En í þetta skipti slapp boltinn
inn, þó Clemence tækist að koma við
hann, og Chelsea hafði gert út um
leikinn. Við þennan sigur færðist
Chelsea í annað sæti en þess má geta
að fyrir 11 árum, er liðið sigraði
Tottenham síðast á Brúnni, var það
John Hollins sem skoraði sigurmark-
ið, sá sami og nú er framkvæmda-
stjóri liðsins.
Grobbelaar varöi víti
Liverpool heldur áfram að hiksta
eins og önnur lið sem eru nálægt
toppnum. 11741 áhorfandi varð vitni
að marki Neil Webb fyrir Nott.
For. er félögin áttust við í útjaðri
Sherwoodskógar i Nottingham.
Þessi var staðan í hálfleik en var
kannski ekki alveg sanngjöm myrid
af leiknum þar sem Liverpool lék
mun betur. Eitthvað fór lánleysið í
taugamar á Kenny Dalglish fram-
kvæmdastjóra, sem lék með frá byrj-
un, og var hann bókaður fyrir ósæmi-
lega notkun á talfæri sínu. í seinni
hálfleik jafnaði Kevin McDonald
fyrir Liverpool en svo virtist sem það
væri unnið fyrir gýg er vítaspyma
var dæmd á þá. Peter Davenport tók
vítið en Bruce Grobbelaar varði.
Bjargaði hann þar með eigin skinni
því hann var ekki alveg saklaus
þegar Webb náði forystu fyrir Forest.
Smáskrið er nú komið á meistara
Englands og Evrópu, Everton. Liðið
sigraði Sheff. Wed. á Goodison með
3-1. Gary Stevens skoraði 1-0, fé-
lagi hans og nafni, Lineker, bætti
öðm við áður en Stevens setti bolt-
ann í öfugt net og „lagaði“ stöðuna
í 2-1. En Lineker tryggði Everton
sigur með 21. marki sínu í vetur og
er hann markahæstur í 1. deild ásamt
Dixon. 41536 sáu leikinn, mesti
áhorfendaíjöldi á Englandi á laugar-
dag.
Enn skorar kampavíns Kalli
37717 manns urðu sjónarvottar að
einum sjaldgæfum atburði og öðmm
ennþá sjaldgæfari á Higbury í Lund-
únum þar sem Arsenal og QPR
kepptu. Sá sjaldgæfi var að Arsenal
vann sinn þriðja leik i röð og sá
sjaldgæfari var að Charlie Nicholas
skoraði í sínum þriðja leik í röð.
Graham Rix náði forystu fyrir Ars-
enal á 11. mínútu með fallegu skoti
af 15 metra færi. Nicholas gerði
annað mark Arsenal áður en Gary
Bannister, aftur með eftir meiðsli,
skoraði fyrir QPR, 2-1. Tony Wood-
cock, sem einnig er nýbúinn að ná
sér af meiðslum, gerði þriðja mark
Arsenal.
Uppi í miðlöndum Englands áttust
við tvö lið sem þangað rekja rætur
sínar. Aston Villa fékk botnverminn
WBA í heimsókn. Bobby Kerr náði
forystu í fyrri hálfleik og svoleiðis
ætlaði leikurinn að fara þar til Steve
Hunt jafnaði fyrir Albion. Þeir em
nú farnir að leika ágætlega en Ge-
orge Reilly virðist ekki hafa komið
með drápseðlið með sér frá New-
castle eins og vonast var til. Villalið-
ið leikur einnig mjög vel og er staða
þess í töflunni í hróplegu ósamræmi
við skemmtanagildi þeirra leikja sem
liðið tekur þátt í. En knattspyrnan
er víst ekki lengur um skemmtun,
það -vita þeir í Sheffield Wednesday
og Watford.
Sigrum stolið
Og þá er einmitt komið að Wat-
ford sem stal sigri frá Leicester á
Vicarege Road. Alan Smith náði
forystu fyrir Leicester í fyrri hálfleik
með sínu 14. marki. Colin West jafn-
aði i seinni hálfleik og á 89. mínútu
skoraði hann aftur. 2-1 fyrir Wat-
ford.
Birmingham stefndi í sinn fyrsta
sigur hérna megin við kristnitöku
er David Geddis náði forystu
snemma í viðureigninni við Man.
City. En líkt og Leicester tókst
Brumminu að glutra sigrinum og
missti niður í jafntefli er Neil
McNab skoraði í lok leiksins. Þá er
eftir að geta um jafntefli Ipswich og
Luton. Nigel Gleghorn náði foiystu
fyrir Ipswich í upphafi leiks en Mark
North jafnaði í lokin.
Portsmouth og Sheff. U. unnu
Úr annarri deild er það helst að
frétta að Portsmouth og Sheffield
• Charlie Nicholas skoraði annað mark Arsenal í viðureigninni við
QPR. Arsenal vann sinn þriðja leik í röð og hefur Nicholas skorað í
öllum leikjunum.
Utd réttu aðeins úr kútnum eftir
slæmt gengi að undanförnu.
Portsmouth hafði tapað átta leikj-
um er sigur varð loks á leið þeirra.
Mick Kennedy fyrirliði skoraði
fyrst áður en leikmenn liðsins fóru
virkilega í gang og krömdu líftóruna
úr Shrewsburyliðinu sem þó hefur
verið að rétta úr kútnum að undan-
förnu.
Sheffield Utd vann sigur á Ful-
ham. Það voru sakamennirnir tveir
frá tapinu i Wimbledon sem skoruðu
mörk blaðamannanna (The Blades).
Peter Withe og Ken McNaught,
fyrrum Evrópumeistarar með Aston
Villa, voru reknir út af fyrir viku en
bættu fyrir sig með sínu markinu
hvor. Paul Parker skoraði fyrir
Fulham í leiknum sem endaði 2-1.
Portsmouth náði Norwich að stig-
um en það síðarnefnda heldur for-
ystunni á betra markahlutalli og á
auk þess einn leik til góða.
Leikiö á nýársdag
Aðalleikurinn á miðvikudaginn,
nýársdag, er viðureign Arsenal og
Tottenham úr Norður-London. Fer
sá leikur fram á Highbury og hefst
um morguninn. Annar leikur er í
London og er ekki síður merkilegur,
og kannski merkilegri. Þetta er leik-
ur West Ham og Chelsea, en þessi
lið eru efst í töflunni af Lundúnalið-
unum. Meðal annarra leikja má
nefna Liverpool-Sheffield Wed.,
Man. Utd-Birmingham og New-
castle-Everton. -SigA
STAÐAN
1.DEILD
Man. Utd 23 15 4 4 41 16 49
Chelsea 23 14 5 4 38 23 47
Everton 24 14 4 6 54 30 46
Liverpool 24 13 7 4 47 23 46
West Ham 23 13 6 4 38 20 45
Sheff. Wed. 24 12 6 6 38 37 42
Arsenal 23 12 5 6 28 26 41
Luton 24 10 8 6 38 27 38
Tottenham 23 10 4 9 39 28 34
Nott. For. 24 10 4 10 36 36 34
Newcastle 23 9 7 7 32 34 34
Watford 23 9 5 9 40 39 32
Southampton 23 7 6 10 30 34 27
QPR 23 8 3 12 21 30 27
Man. City 24 6 8 10 28 33 26
Leicester 24 6 7 11 32 43 25
Coventry 23 6 6 11 27 35 24
Aston Villa 24 5 8 11 28 37 23
Oxford 23 5 8 10 35 46 23
Ipswich 24 5 4 15 19 38 19
Birmingham 23 5 3 15 14 33 18
WBA 24 2 6 16 21 56 12
2. DEILD
Norwich 23 13 6 4 48 23 45
Portsmouth 23 14 3 6 40 18 45
Wimbledon 24 12 6 6 32 23 42
Charlton 22 12 4 6 40 25 40
Sheff. Utd 24 10 7 7 41 34 37
Barnsley 24 10 7 7 26 19 37
Brighton 24 11 4 9 42 36 37
C.Palace 23 10 5 8 30 27 35
Blackburn 23 9 7 7 26 28 34
Hull 24 8 8 8 37 35 32
Stoke 23 7 9 7 27 27 30
Bradford 21 9 3 9 25 31 30
Shrewsbury 24 8 5 11 29 36 29
Leeds 24 8 5 11 29 40 29
Sunderland 24 8 5 11 23 35 29
Oldham 23 8 4 11 33 37 28
Millwall 22 8 3 11 33 38 27
Middlesbro 23 7 6 10 21 26 27
Grimsby 23 6 7 10 34 35 25
Huddersfield 23 5 9 9 32 40 24
Fulham 20 7 2 11 22 29 23
Carlisle 22 4 3 15 20 48 15