Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1986, Qupperneq 12
12
DV. FIMMTUDAGUR16. JANÚAR1986.
Frjálst,óháð dagblað
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaöurog útgáfustjóri: SVEINN R. EVJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoöarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JONSSON
Fréttastjórar: JÖNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON
Auglýsingastjórar: PÁLLSTEFÁNSSON og INGÖLFUR P.STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift,
ÞVERHOLT111, SÍMI 27022
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF„ ÞVERHOLT111
Prentun: ÁRVAKUR H F. - Áskriftarverö á mánuöi 450 kr.
Verö I lausasölu virka daga 45 kr. - Helgarblað 50 kr.
Grýta fé ígæludýr
Alþingi taldi sig nýlega þurfa að bjarga einni af fimm
graskögglaverksmiðjum ríkisins frá gjaldþroti. Með 32
atkvæðum gegn 13 samþykkti það að auka hlutafé ríkis-
ins í Vallhólmaverksmiðjunni í Skagafirði með skilyrði
um hlutfallslega hlutafjáraukningu heimamanna.
Reiknað er með, að ríkið leggi fram 11-15 milljón
krónur gegn 4-5 milljóna framlagi heimamanna í Skaga-
firði og Húnaþingi. Þar með eykst hlutaféð úr 10 millj-
ónum í 25-30 milljónir. Þetta fé á að nota til að greiða
23 milljón króna gjaldfallnar skuldir verksmiðjunnar.
f heild skuldar þessi nýlega verksmiðja 97 milljónir. Á
móti koma birgðir, sem nema hálfri annarri ársfram-
leiðslu. Þessar birgðir eru metnar á 40 milljónir. Það
mat byggist á, að unnt sé að selja þær á verði, sem er
svo hátt, að kaupendur finnast ekki nægilega margir.
Þessi verksmiðja var tekin í notkun árið 1983, þótt
fyrir væru fimm slíkar, sem höfðu meiri afköst en sem
nam markaðinum í landinu. Hið sama ár var lokið
skýrslu svokallaðra sérfræðinga, sem töldu þurfa að
reisa sjöundu verksmiðjuna á Húsavík!
Graskögglaverksmiðjurnar hafa löngum verið hug-
sjónamál Búnaðarþinga. A þeim þingum hittast for-
kólfar landbúnaðarins á kostnað ríkisins og samþykkja
, að ríkið borgi hitt og þetta. Þingmenn hlaupa svo á
eftir þessum ályktunum í von um fylgi.
Lítið er spurt um, hvers vegna ríkið sem slíkt eigi að
láta reisa svona verksmiðjur frekar en einhverjar aðrar
og vera helzti eða eini hluthafinn í þeim. Það er bara
talið sjálfsagt að ríkið borgi brúsann, ef hinar heilögu
kindur eða kýr landbúnaðarins eiga í hlut.
Gagnvart gæludýrum á borð við graskögglaverksmiðj-
ur er fyrst hlaupið undir bagga með lánum. í fyrra
útveguðu stjórnmálamennirnir 12 milljóna lán til að
forða Vallhólmaverksmiðjunni frá gjaldþroti. Það hefur
ekki dugað, svo sem samþykkt Alþingis sýnir.
Brátt verður allt litróf hinnar pólitísku fyrirgreiðslu
komið í notkun til bjargar graskögglaverksmiðjum.
Veitt verða vildarlán, gefnir eftir vextir, lagt fram
hlutafé, strikuð út vandamál. Allt verður gert nema
viðurkenna í verki, að offramleiðsla er á graskögglum.
f byrjun þessa vetrar áttu verksmiðjunnar 17 þúsund
tonn af kögglum eftir 12 þúsund tonna ársframleiðslu.
Birgðirnar námu því framleiðslu hálfs annars árs. Þar
á ofan var afkastageta verksmiðjanna vannýtt í sumar
um þriðjung eða um heil 6 þúsund tonn.
Þessi vandræði hófust með lögum um graskögglaverk-
smiðjur, sem Alþingi samþykkti 1973. Þá var efnt til
samkeppni af hálfu ríkisins við eina verksmiðju í einka-
eign á Kjalarnesi. Þá var stofnað til þess ástands, sem
nú ríkir, - að allir tapa stórfé og þjóðin mest.
Við mat á frammistöðu stjórnmálamanna á þessu sviði
má ekki gleyma, að gæluverksmiðjur þessar eru reknar
í skjóli 130% gjalds á innflutt kjarnfóður. Þær eru því
enn eitt dæmið um, hvernig okkur er neitað um að njóta
hins lága framleiðsluverðs á heimsmarkaði.
Ef ríkið á mikla peninga aflögu, er hagkvæmara að
leggja þá í listir og menningu, því að slíkt eykur ekki
þar á ofan kostnað íslendinga af að lifa í landinu.
En það er dæmigert, að Alþingi skrúfar fyrir framlög
til lista og menningar um leið og það grýtir peningum
í gæludýr á borð við graskögglaverksmiðjur, sem bein-
línis spilla lífskjörum okkar.
Jónas Kristjánsson
„Fjárskortur,
býst ég við“
Þetta var skýring forstöðuraanns
Kópavogshælis þegar hann var
spurður um orsök þess að viðun-
andi brunavarnakerfi var ekki á
hælinu þegar eldsvoðinn varð þar
í vikubyrjun með þeim afleiðingum
að einn vistmanna lést og fleiri
voru í lífshættu. Hann bætti við
einhverju á þá leið að ríkið teldi
sig ekki hafa ráð á því að leggja
mikið fé i fyrirbyggjandi aðgerðir.
Þetta er vissulega ekki í fyrsta
skipti sem við verðum vitni að því
að fjárskortur hái því að nauðsyn-
legir hlutir séu gerðir hérlendis.
Svo einkennilegt sem það kann að
virðast er hans sjaldan getið þá
efna skal til fagnaðar og síst ef sá
fagnaður snýst um svokallaða
frændur okkar. Á hann er líka
sjaldan minnst þegar kaupa skal
bifreiðar handa æðstu pótintátum
ríkiskerfisins, að ekki sé nú minnst
á það ef byggja þarf verksmiðju sem
framleitt getur atkvæði einhvers
staðar þar sem virkilega munar um
hvern einn. En við erum þeim mun
rækilegar minnt á hann ef kría
þarf út fjárframlag til lista eða
menningarstarfsemi einhvers kon-
ar eða til fyrirbyggjandi öryggisað-
gerða. Þá fyrst fer nú fjárveitinga-
valdið í alvarlegan baklás. Það
þykir sjálfsagt að hafa öll stóru
almenningssjúkrahúsin í höfuð-
borginni án fullnægjandi eldvarna
af því það kostar nokkra ráðherra-
bíla að koma þeim á, slagar líklega
hótt upp í Norðurlandaráðsfund.
Það er líka allt í lagi, það verður
örugglega enginn sóttur til saka
þótt illa færi. Ákæruvald, dómsvald
og framkvæmdavald yrðu ábyggi-
lega öll sammála um að enginn
væri sekur þótt heill tugur sjúkl-
inga brynni inni ó sjúkrahúsi hér-
lendis fyrir það að eldvarnakerfið
væri ófullnægjandi. „Árans
óheppni" yrði örugglega niður-
staðan.
Pottur víða brotinn
Ég er sannfærður um að við ís-
Kjallari
á fimmtudegi
MAGIMÚS
BJARNFREÐSSON
lendingar erum alveg sérstakir
trassar hvað varðar öryggisráð-
stafanir allar. Það á raunar við um
okkur hvert um sig og ekki batnar
það þegar til heildarinnar kemur.
Ef við lítum fyrst til einstakling-
anna má benda á nokkur dæmi.
Það er ótrúlega sjaldgæft að sjá
menn með hjálma í byggingar-
vinnu á Islandi. Væri þó nokkrum
krossum færra í kirkjugörðum ef
þeir hefðu verið notaðir, að ekki
sé minnst á við vinnu á þilfari fiski-
skipa. Líklega þykir sjómönnum
það merki um heigulshótt, sem ekki
hæfir afkomendum víkinga, að
bera slík höfuðföt. Þá hefur þáð
að minnsta kosti til skamms tíma
þótt fáránlegt að binda skutrennu-
menn á togurum með línu heldur
ber að taka áhættuna að þeir
drukkni og hafa raunar margir
farið þar fyrir helberan trassaskap.
Björgunarvesti þykja jaðra við
hirðfíflsbúning ó sjó. Við erum nú
einu sinni komnir af víkingum.
Þótt árlega farist fjöldi manns
hérlendis einvörðungu vegna þess
að þeir eru ekki í bílbeltum og
fjöldi manns til viðbótar hljóti
ævilöng örkuml þá er víst meiri-
hluti bílstjóra of klár til þess að
þurfa að spenna þau og auðvitað
skipta þingmenn sér ekki of mikið
af málinu. Það fær lika hver þjóð
það þing sem hún ó skilið, sagði
maðurinn.
Og ekki batnar það þegar til
heildarinnar kemur. Þótt við horf-
um upp á sívaxandi umferðarslys
veldur íjárskortur því að ekki er
unnt að veita nema fáránlega lág-
um upphæðum til umferðarörygg-
ismála. Til þess að friða samvisk-
una er haldin reiðhjólakeppni og
efnt til jólagetrauna í happdrættis-
formi ef tekst að fá velviljaða menn
til að gefa vinninga. Allt góðra
gjalda vert en leysir ekki vandann.
Starfsmenn á þessum vettvangi
standa róðþrota, þeir fá ekki fé.
Hún kostar líka mikið spítaladvöl-
in handa þeim sem ekki hefðu þurft
að slasast. En þar er kerfið sjálf-
virkt, það er allt í lagi að hlaða
upp brunninn úr því barnið er
dottið ofan í.
Spara, spara, tala, tala ...
Og það er víðar sem fjárskortur
háir aðgerðum. Á sama tíma og
eiturlyfin svokölluðu flæða yfir
landið í miklu stærra mæli en
nokkur opinber aðili fæst til að
viðurkenna fást ekki peningar til
að halda úti löggæslu og þeir fáu
menn, sem hafa valið þetta hættu-
lega löggæslusvið, eru að hrökklast
brott, fyrst og fremst vegna að-
stöðuleysis og mannfæðar. Þeim
varð það einhverju sinni á að senda
mann til útlanda og náðu með því
stórum smyglara, sölumanni dauð-
ans, en fengu ströng fyrirmæli um
að gera þann skratta ekki aftur,
það kostaði of mikið. Á meðan
fimbulfamba opinberir aðilar með
einhverjar kjaftasamkundur og
nefndir sem hafa samráð um að
gera ekki neitt og eru yfir sig
ánægðar yfir árangrinum. Áhuga-
menn halda uppi fræðslu sem eng-
inn veit hvaða áhrif hefur en þess
er vandlega gætt að halda ríkisút-
gjöldum í lágmarki til löggæslu,
enda eiturlyíjasmyglarar líka kjós-
endur.
Áhugamannasamtök halda að
langmestu leyti uppi allri björgun-
arstarfsemi, nema hvað Landhelg-
isgæslan kemur þar myndarlega
inn í. Mörgum sparsömum stjórn-
sýslumanninum vex líka mjög i
augum hvað hún þarf af fé og
kannski verður reynt að fá smá-
bátaeigendur til að taka við hlut-
verki hennar. Það væri rétt eftir
öðru.
Til er apparat sem heitir Al-
mannavarnir. Almenningur þekkir
það hvað best af hressilegum lúðra-
blæstri af háhýsum og kirkjuturn-
um hér ó höfuðborgarsvæðinu.
Líklega þykir stjórnvöldum láta
nógu hátt í þessum lúðrum, í það
minnsta er almannavarnakerfið
ekki olhaldið af fjárframlögum.
Ennþá hefur heldur ekki orðið
stórslys sem rekja má til fjársveltis
þar og því auðvitað óþarft að ausa
peningum í málið. Sjálfsagt væri
líka unnt að grípa til aukafjárveit-
inga til þess að friða samviskuna
ef ljóst væri að styrjöld væri að
skella á. Allavega mætti þá kosta
upp á skilti sem benda fólki á næstu
loftvarnabyrgi og helstu neyðar-
miðstöðvar en slíkir staðir eru lík-
lega einu hemaðarleyndarmálin
hérlendis - nema stefnan sé að
koma í veg fyrir að of margir
komist þangað. Dauðir menn kosta
ekki peninga - og það er engin
hætta á að neinn verði sóttur til
óbyrgðar. Ekki á því landi íslandi.
Magnús Bjarnfreðsson.
a ,,Það þykir sjálfsagt að hafa öll stóru
^ almenningssjúkrahúsin í höfuðborg-
inni án fullnægjandi eldvarna af því það
kostar nokkra ráðherrabíla að koma þeim
á, slagar líklega hátt upp í Norðurlanda-
ráðsfund.“
„Ákæruvald, dómsvald og framkvæmdavald yrðu ábyggilega öll
sammála um að enginn væri sekur þótt heill tugur sjúklinga brynni
inni á sjúkrahúsi hérlendis fyrir það að eldvarnakerfið væri ófull-
nægjandi."