Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1986, Síða 34
34
DV. FIMMTUDAGUR16. JANÚAR1986.
Tíðarandinn
Tíðarandinn
Tíðarandinn
Tíðarandinn
Tíða
á hesta-
mennskunni
- segir hestamaðurinn
og presturinn
Sigurður Haukur Guðjónsson
Séra Sigurður Haukur Guðjónsson
var við gegningar í Viðidalnum
þegar DV-menn voru þar að forvitn-
ast um hagi hestamanna. Hann á þar
ásamt fjölskyldu sinni hesthús,
glæsilegt að öllum búnaði og áber-
andi þrifalegt. Reyndar tókum við
hús á honum þar sem hann var að
sinna hestum organistans síns.
„Hann er austur í sveitum þessa
stundina og kemst því ekki til gegn-
inganna," sagði klerkurinn. Þannig
gengur það meðal hestamanna.
Menn hlaupa í skarðið fyrir félagana
þegar þörf er.
Stólpagripir
{ hesthúsi Sigurðar kynnti hann
fyrir okkur gripina. Þar stendur m.a.
á stalli mikill stólpagripur, Þokki
bróðir Fannars sem á undanförnum
árum hefur verið einna frægastur
góðhesta hér á landi. Þokki fyllir nú
tuttugu árin, virðulegur öldungur og
þó enn fjörugur því hann sótti mjög
í að glettast við ljósmyndarann..
Sigurður túlkaði atgang hans sem
merki um að nú væri kominn tími
til að fara út að viðra sig.
Hrifinn af frekjudöllum
„Ég sótti mikið í frekjudalla þegar
ég var yngri,“ segir Sigurður Hauk-
ur. „Það eru hestamir sem kallaðir
em Homfirðingar. Hin síðari ár hef
ég lært að meta meira rólegri gripi.
Ég ólst upp austur í Ölfusi og hef
allt síðan ég var krakki haft áhuga
á hestamennsku. Það dregur síðan
ekki úr áhuganúm að öll fjölskyldan
er með í þessu. Ég held að hesta-
mennskan sé besta heilsubót sem
hægt er að hugsa sér.
Auðvitað er þetta dýrt tómstunda-
gaman en það á líka við um fleira
sem menn gera sér til gamans. Hestar
eru t.d. hrikalega dýrir hér á höfuð-
borgarsvæðinu. Úti á landi eru þeir
aftur á móti ódýrari þannig að menn
verða helst að þekkja einhvern fjarri
höfuðborginni til að geta eignast
hesta á viðráðanlegu verði. Á síðustu
þremur ámm hef ég eignast fjóra
hesta sem allir vom fengnir gegnum
kunningsskap.
„Matur“ fyrir hrossin
Síðan kostar fóðrið sitt. Ég hef
enga aðstöðu til heyskapar og kaupi
því allt hey. Kostnaðurinn við það
er breytilegur eftir árferði. Einnig
gef ég mikið af „mat“, grasköggla
og kjarnfóður. í þetta fara nokkrir
fjármunir en þeim er ekki illa varið.
Mér finnst alltaf jafngaman að fást
við hestana og finn aldrei til þreytu.
Hins vegar er það segin saga að
hversu þreyttur sem ég er þegar ég
kem úr vinnunni þá er öll þreyta
horfin þegar ég kem í hesthúsið."
- GK
Óskadraumurinn
að eignast hesta
„Ég er búinn að vera með bakter- hjón, Agnar og Erla Ásmundsdóttir, margra rætast. En nú er allt tilbúið
íuna frá því ég var krakki,“ sagði fengu sér hesta. * og fjölskyldan að meðtöldum barna-
Agnar Ólafsson sem var við gegning- Agnar var á sjónum til skamms börnunum tekur þátt í hestamenns-
ar ásamt fjölskyldu sinni. Það er þó tíma. Þegar menn stunda þá atvinnu kunni.
ekki liðið nema á annað ár síðan þau er erfitt að láta þennan óskadraum Agnar viðurkenndi að hesta-
Þokki er í miklu uppáhaldi hjá Sigurði. Þetta var mikill gæð-
ingur en er nú kominn á efri ár. DV-myndir KAE
Þreytist
aidrei
Ekki dýrasti
munaðurinn
- rætt við Örn Ingólfsson, framkvæmdastjóra Fáks
„Einu sinni var sagt að ódýrara
væri að eiga hest en að reykja einn
pakka af sígarettum á dag. Ég held
að þessi viðmiðun sé enn í fullu
gildi,“ sagði Öm Ingólfsson, fram-
kvæmdastjóri Hestamannafélagsins
Fáks í Reykjavík. „Ýmsum þykir
hestamennska dýrt tómstundaga-
man en á meðan kostnaðurinn er
ekki meiri en þetta geta allir eignast
hest. Það sýnir sig líka að í félaginu
er fólk úr öllum stéttum og á öllum
aldri.“
Veldið í Víðidalnum
Stærsta hesthúsaþyrping landsins
er í Víðidalnum ofan Reykjavíkur.
Þar ræður Fákur löndum. I Fáki eru
nú um 800 félagsmenn og reyndar
hafa nokkrir fleiri aðstöðu i Víðid-
alnum en borga félagsgjöldin. „Þetta
er vandamál sem þarf að ráða bót á
hið bráðasta," sagði Örn.
Félagið á hluta hesthúsanna í
Viðidalnum og leigir þau félags-
mönnum á kostnaðarverði. Einnig
er þar mikið af svokölluðum sjálfs-
eignarhúsum sem einstakir félags-
menn hafa byggt á athafnasvæði
félagsins.
Líkt og önnur hestamannafélög
sinnir Fákur helstu þörfum hesta-
manna. Það rekur nýtt og glæsilegt
félagsheimili. Það efnir til nám-
skeiða fyrir unglinga sem eru að feta
sig fyrstu skrefin í hestamennskunni.
Starfandi er fræðslunefnd sem býður
upp á ýmis námskeið. T.d. hefst á
þessum degi námskeið í járningum.
Þá er innan félagsins kvennadeild
sem stendur fyrir frægum kaffisam-
sætum nokkrum sinnum á vetri.
Strið eða hvað?
Félaginu er einnig ætlað að gæta
hagsmuna félaganna út á við. Örn
nefndi sem dæmi að nýverið hefði
vatnsveitustjóri lagt fyrir borgar-
stjórn erindi þess efnis að loka Heið-
mörkinni fyrir allri umferð. „Það er
verkefni félags eins og Fáks að finna
farsælli lausn á þessu máli en að loka
þessu útivistarsvæði. Undanfarin ár
hefur mikið verið kostað til að gera
Heiðmörkina aðlaðandi fyrir al-
menning. Það nær ekki nokkurri átt
að láta þessa friðunarmenn loka öll-
um opnum svæðum fyrir almenn-
ingi,“ sagði Örn.
Af öðrum verkefnum félagsins má
nefna mótahald. Innan félagsins er
efnt til firmakeppni og hvítasunnu-
kappreiðar Fáks eru meðal kunnari
hestamannamóta. „í sumar er síðan
landsmótið á Hellu hápunkturinn á
starfi hestamanna í ár. Við verðum
þar að sjálfsögðu," sagði Örn.
Ekki dýrara en
verið hefur
Örn sagði að aðeins bæri á deyfð
meðal hestamanna nú um þessar
mundir eftir stöðugt vaxandi umsvif
undanfarin ár. „Kostnaðurinn hefur
sennilega ekki aukist að neinu marki
en fólk hefur minna á milli handanna
nú en oft áður. Verð á hestum hefur
alltaf verið voðalega misjafnt og
erfitt að alhæfa um hvort það er
hærra nú en verið hefur. Verð á
hestum er að öllum jafnaði hæst hér
á höfuðborgarsvæðinp. Því er ódýr-
ast að kaupa úti á landi. Þeir sem
eru að byrja kaupa þó oft miðlungs
og slakari hesta sem ganga kaupum
og sölum hér á svæðinu fyrir fremur
lítið verð.
Síðan er töluvert um að hrossa-
miðlarar kaupi hesta úti á landi og
flytji hingað inn á svæðið og selji
með dágóðum hagnaði. Þannig er þó
hægt að eignast dágóða hesta án
þess að hafa sambönd við helstu
hrossabændurna."
GK