Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1986, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1986, Blaðsíða 37
DV. MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR1986 37 Sviðsljós Sviðsljós Sviðsljós Sviðsljós Bömin eru augu okkar segja Roberto og Victoria sem bæði eru blind Allir saman nú Victoria og Roberto með ungviðið í göngutúr. Þau fara á fætur klukkan 7.15 á hverjum degi og mamman, þó hún sé blind, hjálpar rollingunum að klæða sig. Roberto og Victoria eru bæði blind. Fyrir fimm árum komust þau í heims- fréttirnar er þau eignuðust fjórbura, þijá stráka og eina stelpu. Það var auð- vitað nokkuð mikið á þau lagt en samt sem áður eru þau nú búin að eignast eitt barn í viðbót og eru ákaf- lega hamingjusöm. Þau eru Spánveijar og búaí Madrid. Ýmsirmyndu álykta sem svo að blindir foreldrar fimm ungra barna gætu ekki komist af án mikillar aðstoðar en það er nú ekki aldeilis rétt. „Börnin eru augu okkar,“ segja þau og eiga ekki í vandræðum með að sinna sinum störfum. Þau meira að segja lesa fyrir börnin Og nýja barnið, litla dúllan, er al- deilis ekki ein í heiminum, allir vilja kyssa hana og knúsa. fyrir svefninn, bækur með blindraletri. Tvö barnanna, Iris og Lot, eru myrkfælin en Victoría segir að það sé ekkert að óttast. Hún hafi lifað í myrkri allt sitt líf og ávallt verið hamingjusöm. „Ég á yndislegan eiginmann og fimm væn börn svo hvernig ætti myrkrið að geta verið slæmt?“ Allur hvítur Það er allt í stíl á staðnum - húsgögn og snyrtilegt eiginmannsefni. Kvikmyndaleikarinn óaðfinnan- legi, George Hamilton, býr í Hollívúdd og þar á hans einkastað er ekkert stílbrot að finna. Hvítt er liturinn sem blífur og gildir einu hvort um er að ræða innanstokks- muni eða íbúa, heildarsvipurinn ræður. í snyrtilegri stofunni er teppið hvítt, sófamir hvítir og sama má segja um flesta smærri muni. Maður- inn, sem býr á staðnum, er svo í hvítum jakka og með einstaklega hvítar tennur. Dökkir tónar koma til undirstrikunar á veggjum og buxum karlmannsins. Skyldi hann dreyma um að kynnast konu í bleikum kjól, með bleikt hár, í bleiku svefnher- bergi? Annars er það helst um Hamilton að segja að slúðurblöð vestra birta í sífellu myndir af honum og eiginkon- unni fyrrverandi - Alönu - en hún féll sem kunnugt er fyrir Rod Stew- art, giftist popparanum og þau áttu saman tvö börn. Hamilton og Alana eiga úr sínu hjónabandi einn son sem núna dvelur hjá föðurnum til þess að fá hina ómissandi föðurlegu hand- leiðslu. Blaðrarar segja samdrátt þeirra fyrrum hjónakorna augljósan öllum sem augu hafa í höfðinu en efasemdarmenn benda á að konu- kindin hljóti að eiga erindi á staðinn - til þess að heimsækja soninn svo hann gleymi ekki mömmu gömlu með öllu. Þetta er sem sagt allt í lausu lofti ennþá og Sviðsljósið býður spennt úrslitanna. Fjölskyldufþróttin sívinsæla Það er ekki lengur mamma, pabbi, börn og bíll heldur mamma, pabbi, börn ogþyrla. Þar sem landsmenn hafa nú um skeið stundað líkamsræktarstöðvar og ljósalampalegur ekki síður en vídeóstörur ættu allir að vera í fínu formi. Næstu helgar mætti nota skíðaátfittið rándýra til hlítar og taka nokkrar léttar skíðaæfingar með fiölskyldunni. Ekki dugir sönn- um íslendingum að mjakast um brekkumar á venjulegum hraða og á meðfylgjandi mynd sést ein ágæt æfing fyrir sjö manna fjölskyldur. Til framkvæmdarinnar þarf bæði snjó og þyrlu þannig að sitthvað þairf að athuga áður en skíðunum er skelltábíltoppinn. Ljósmyndin var annars tekin við upptökur á Apocalypsie Snow en þar er að finna alla heimsins möguleika við iðkun skíðaíþróttarinnar og ekki að efa að langflestir ættu að finna þar eitthvað við sitt hæfi. Það erum bara við tvö! Sonny, pireneskur fiallahundur og kötturinn Jenna eru ekki aðeins mestu mátar sem leika sér saman daglangt, heldur eru þau eins og fyrirmyndarhjón: Jenna litla sefur nefnilega alltaf i fanginu á Sonna. Þau búa í London og ólust upp saman frá unga aldri. Þá var stærðarmunur- inn ekki svona mikill og sagt er að Jenna hafi orðið svolítið afbrýðisöm vegna þess hve Sonny varð stór og stæðilegur en hún bara pínu kisurófa. Nú er hún löngu búin að sætta sig við það og kann virkilega vel að meta það að eiga svona gæsilegan herra sem getur verndað hana gegn öllum hættum. Svo er líka fiarskalega gott að lúra hjá honum eftir erfiðan dag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.