Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1986, Blaðsíða 4
4
DV. MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR1986
Stjórnmál Stjórnmál Stjórnmál Stjórnmál
Leiga á Landhelgisgæsluvélinni til Flugleiða:
„ÖRYGGISVENTILL SEM
EKKIMÁ VANTfl”
sagði Karvel Pálmason
Fyrsta verk Karvels Pálmasonar,
þingmanns Alþýðuflokksins, er
hann tók sæti á Alþingi í gær að
nýju var að skora á dómsmálaráð-
herra að hætta við þá ákvörðun
að leigja Flugleiðum Landhelgis-
gæsluvélina. Hann sagði þessa vél
vera þann öryggisventil sem síst
mætti vanta. Karvel talar af
reynslu því sjálfur á hann líklega
þessari flugvél líf sitt að launa.
Hann var einmitt fluttur með henni
til London í haust nær dauða en
lífi eins og kunnugt er.
Það var Skúli Alexandersson sem
óskaði eftir umræðu um þær sögu-
sagnir að leigja ætti Flugleiðum
þessa vél. Hann varaði mjög við
þessari ráðagerð því reynslan hefði
sýrit að þessi vél og tækjabúnaður
væri eina björg sjómanna, lands-
byggðarfólks og alls almennings
þegar vá bæri að höndum.
Dómsmálaráðherra, Jón Helga-
son, upplýsti að Flugleiðir hefðu
óskað eftir því að leigja þessa flug-
vél 5 daga vikunnar frá 1. júní til
15. september á þessu ári og einnig
dag og dag um páska og jól.
Ráðherrann sagði að nú lægi
fyrir uppkast að samningi. Þar
væri gert ráð fyrir að vélin yrði
leigð út þrisvar í viku eða 12 flug-
tíma, sem væri nærri því að vera
50 tímar á mánuði. Möguleikar
væru á þvi að þyrla Landhelgis-
gæslunnar annaðist störf flugvél-
arinnar þann tíma sem hún væri í
leigu. Einnig væru ákvæði um að
kalla mætti hana úr leigu þegar
mikið lægi á.
Hann upplýsti jafnframt að þessi
leiga mundi gera kleift að skipta
um þyrlu í flota Landhelgisgæsl-
unnar.
Auk Karvels og Skúla mótmæltu
Eiður Guðnason, Kjartan Jó-
hannsson, Helgi Seljan, Steingrím-
ur J. Sigfússon og Árni Johnsen
þessari ráðagerð harðlega.
Árni Johnsen sagði að til að
varpa ljósi á hvað þetta þýddi
mætti líkja þessu við að engum
dytti í hug að leigja hjartabílinn
til skemmtiferða.
Karvel Pálmason mætti til leiks á Alþingi í gær. Hér heilsar hann upp á
Harald Guðmundsson þingvörð. DV-mynd KÁE
3 MILUARDAR LOSAÐIR
(Jr seðlabankanum?
Lækkun bindiskyldu Seðlabank-
ans úr 18% í 10% mundi losa liðlega
þrjá milljarða sem gengju til við-
skiptabanka og sparisjóða og þaðan
út í þjóðlífið.
Eyjólfur Konráð Jónsson og Vald-
imar Indriðason, þingmenn Sjálf-
stæðisflokksins, hafa lagt fram frum-
varp þess efnis að bindiskyldan verði
lækkuð niður í 10%. Frumvarp þetta
var flutt á síðasta þingi en var þá
fellt á jöfnum atkvæðum í efri deild.
Flutningsmenn telja að þessi breyt-
ing hefði góð áhrif. Þeir segja að nú
sé fylgt tveimur gagnstæðum stefn-
um. Annars vegar sé sparifé lands-
manna fryst og hins vegar séu vextir
frjálsir og peningar verðtryggðir. Af
þessum sökum hafi skapast lánsfjár-
kreppa og okurvextir. Sú ráðstöfun,
sem þeir leggja til, mundi að þeirra
mati létta mjög á peningakreppunni,
örva atvinnulíf og treysta fjárhag
Qölda manna, jafnframt því sem
vextir leituðu jafnvægis og von yrði
til að kveða mætti niður verðbólg-
una, eins og segir í greinargerð frum-
varpsins.
-APH
Kosið
31. maí
Samkomulag er nú innan stjórnar-
flokkanna um að bæjar- og sveitar-
stjómarkosningar verði 31. maí og
14. júní. f gær var samþykkt ályktun
um þetta efni sem verður send til
félagsmálanefndar neðri deildar. Þá
er samstaða um að kosningaaldur
verði 18 ár.
Þessi niðurstaða þýðir að ekki
verður í öllu farið eftir nýju sveitar-
stjómarlögunum sem nú em til
meðferðar á Alþingi. Höfuð-kosn-
ingadagurinn verður 31. maí eins og
í gömlu lögunum. Þá er búist við að
kosið verði i stærstu bæjum og
kauptúnum en á minni stöðum 14.
júní.
-APH
Frumvarp:
Einn lögreglustjóri á
höfuðborgarsvæðið
Dómsmálaráðherra vinnur nú að
gerð frumvarps um breytingar á
skipulagi lögreglumála hér á höfuð-
borgarsvæðinu.
Þetta frumvarp er unnið í fram-
haldi af þeirri könnun sem gerð var
á lögreglumálum á síðasta ári. Ýms-
ar breytingar vom lagðar til. Veiga-
mesta breytingin verður sú að lög-
regluembættin á höfuðborgarsvæð-
inu verða sameinuð undir eina
stjóm. Jafnframt því er gert ráð fyrir
að einstakar lögreglustöðvar verði
sjálfstæðari og starfi í meiri tengsl-
um við fólk í viðkomandi hverfum.
Einnig fela þessar breytingar í sér
að afgreiðsla fi'kniefnamála verður
gerð auðveldari. -APH
Útvegsbankinn:
Fjórfalt eigið fé
hjá þeim 5 stærstu
Fimm stærstu viðskiptavinir Út-
vegsbankans vom samanlagt með
fjórfalt eigið fé bankans að láni í
árslok 1984 miðað við verðlag í júní
á síðasta ári. Stærsti aðilinn er með
140% af eigin fé bankans og sá næsti
með 130,6%. Að öllum líkindum er
það Hafskip sem skipaði fyrsta sætið
á þessum tíma.
Þessar upplýsingar komu fram í
svari viðskiptaráðherra er hann
svaraði fyrirspurn Jóhönnu Sigurð-
ardóttur um útlán og eiginfjárstöðu
ríkisbankanna.
Fimm stærstu viðskiptavinir
Landsbankans vom samanlagt með
300% af eigin fé hans, fimm stærstu
hjá Búnaðarbankanum með 183% og
þeir fimm stærstu hjá Útvegsbank-
anum með rúmlega 400%.
Viðskiptaráðherra sagðist ekki
geta upplýst hvort nægjanlegar
tryggingar væm fyrir þessum lánum.
Hins vegar værí von á skýrslu
bankaeftirlitsins um það efni á næs-
tunni og yrði hún kynnt á Alþingi.
Hann upplýsti ennfremur að hann
væri með í könnun frumvarp um að
setja hámark á útlán banka miðað
við eigið fé. -APH
I dag mælir Dagfari_______I dag mælir Dagfari________I dag mælir Dagfari
DULARFULL ÖFL í FOTBOLTA?
Dularfull öfl em nú á sveimi víðs-
vegar um Reykjavík. Tilurð þeirra
hefur komið áþreifanlega í ljós.
Nægir þar að nefna draugagang i
íbúðarhúsi í vesturbænum og svo í
prófkjöri Alþýðuflokksins. Fyrstu
fréttir af þessum málum birtust í
Tímanum nýendurreista. Kom þar
ítarleg frásögn af ásókn drauga í
garð heimilisfólks í ónefndu húsi
við ónefnda götu á ónefndum tíma.
Draugsi gekk svo hart fram í at-
gangi sínum að kalla varð á miðil
til að freista þess að flæma hann í
burtu. Ekki megnaði kraftur mið-
ilsins að vinna bug á ásókn draugs-
ins en hafði hann þó heldur hægar
um sig eftir að miðillinn hafði lagt
til atlögu. Fór þó svo að lokum að
gölskyldan neyddist til að flýja
ásóknina og skipta um húsnæði.
Tíminn taldi sig heldur betur hafa
komist i feitt með draugasögunni
og segir frá þvi hreykinn á forsiðu
i gær að fréttin hafi komist í blöð í
nálægum löndum. Ennfremur hafi
útvarpið viljað ná tali af draugsa
en það hafi ekki verið hægt. Boðað-
ur eru frekari draugasögur í næstu
helgarblöðum Tímans og má með
sanni segja að nýi gamli Tíminn
hafi loks fundið viðfangsefni við
hæfi.
En meðan menn voru að gleypa
í sig draugasögur Tímans fóru dul-
arfull öfl á kreik við prófkjör Al-
þýðuflokksins fyrir borgarstjómar-
kosningarnar í Reykjavík. Urslitin
eru öllum kunn. Sigurður E. Guð-
mundsson féll fyrir Bjarna P.
Magnússyni og Bryndís Schram
fékk kosningu í annað sætið. Þarna
virðist ekki einn draugur hafa verið
að verki heldur margir, ef marka
má orð Sigurðar i Þjóðvi’janum í
gær. Þá segir hann meðal annars
að hann telji sig aldrei hafa fengið
jafngóðar undirtektir kjósenda og
nú og möguleikar til að halda fyrsta
sætinu hafi verið mjög góðir „ef
ekki hefðu komið til sögunnar ein-
hver dularfull öfl, sem ekki var
vitað um fyrirfram, þau tel ég að
hafi gert útslagið". Ekki er vitað
til þess að húsdraugurinn úr vest-
urbænum sé krati, alla vega forðað-
ist Timinn að upplýsa nokkuð um
stjómmálaskoðanir hans. En það
mætti ætla að Sigurður hefði reynt
að fá miðil sér til aðstoðar við að
flæma hin dularfullu prófkjörsöfl í
burtu ef hann hefði orðið var við
ásókn þeirra áður en allt var um
seinan og fýrsta sætið fokið út í
veðurogvind.
Hins vegar taldi Sigurður að
ástæða væri að rannsaka drauga-
ganginn eftir á. Nefndi þó engin
nöfn drauga, en virtist þeirra skoð-
unar að „viss knattspyrnufélög hér
í borg“ kæmu þar eitthvað við
sögu. Nú kom það hvergi fram í
Tímasögunni að draugurinn i vest-
urbænum væri í íþróttafélagi frek-
ar en pólitískum flokki. En vissu-
lega hljóta gmnsemdir Sigurðar að
vekja nokkra athygli og geta jafn-
vel orðið til að þess að menn fari
að endurskoða afstöðu sína til
knattspyrnufélaga borgarinnar.
Fram til þessa hefur starfsemi
þeirra almennt verið álitin af hinu
góða og stuðla að heilbrigðara og
betra lífi þeirra sem þar kæmu
nærri. En það skyldi þó aldrei vera
að íþróttaiðkunin væri bara yfir-
varp? Raunveruleg starfsemi beind-
ist hins vegar svo til eingöngu að
að framkalla draugagang. Ljótt er
ef satt er og lengi skal manninn
reyna og svo framvegis. Hins vegar
fer ekki hjá því að mörgum sem
fylgst hafa með starfi Sigurðar í
borgarstjórn hefði fundist það mjög
dularfullt ef hann hefði náð fyrsta
sæti i prófkjörinu. Og hingað til
hefur það ekki verið til siðs hér-
lendis að fiokka sveiflur í pólitík
undir dulræna reynslu.
Draugasaga Tímans er flogin um
nálæg lönd og á kannski eftir að
vekja jafnmikla athygli og undrin á
Saurum hér um árið. Hins vegar
er fátt sem bendir til þess að
draugasaga Sigurðar veki eins
mikla athygli og er það að vonum.
Dagfari.